Tíminn - 06.01.1965, Page 12

Tíminn - 06.01.1965, Page 12
\2 TÍMINN MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 1965 Berjast Valur og F.H. um titilinn? Nú er íslandsmótið hjá kvenfólkinu í handknattleik hafið, íyrstu leikirnir fóru fram s.l- mánudagskvöld. Þrír leikir fóru fram, og voru hver öðrum skemtilegri, þótt ekki væri alltaf um úrvalshandknattleik að ræða. Eftir leikjunum að dæma er líklegt, að það verði Valur og FH, sem berjast muni um efsta sætið, en þó er varasamt að vera með spádóma svona í byrjun mótsins. Úrslit á mánudag urðu eins og hér segir: Víkingur-Breiðablik 14:10 Valur-Fram 10:6 FH-Ármann 8:7 Góður lokakafli Víkingur og Breiðablik mætt- ust I fyrsta leiknum, og var lengi vel um jafna og tvísýna baráttu að ræða. f hálfleik var staðan jðfn, 7:7, en fljótlega í síðari hálfleik náði Breiðablik tveggja maika forsboti, 10:8. Það var Sigrún Ingólfsdóttir, sem tryggði Breiðabliki þetta forskot. Sigrún heMur Breiðabliks-liðinu uppi, og er sú, sem jafnan skorar flest mörkin. — En þetta voru einu mörkin, sem Kópavogsliðið sfcor- aði í síðari hálfleik. Víkings- stúlfcurnar þéttu vömina hjá sér, og nú sigldi hvert skotið á fætur öðru í mark Breiðabliks. Þegar yfir lauk, var staðan 14:10 fyrir Víking. — f Víkingsliðinu bar mest á Elínu Guðmundsdóttur, sem skoraði flest mörkin, eða 6 alls. Efcki stóð hún sig þó eins vel í vörninni. Annars áttu Rann- veig og Halldóra ágætan leik, — og Ásta er ört vaxandi leikkona. Dóanari í leifcnum var Páll Pétursson, og virtist hann í Mtilli æfingu. Erum orðnar of gamlar'* í öðrum leik mættust FH og Ármann. Nær allan fyrri hálf- leikinn hélt Ármann forystu, og hafði yfir í hákfleik, &4. En Ármannsstúllkurnar höfðu farið of geyst af stað, —og það kom i ljós, að þær höfðu ekki úthald á við hinar litlu og snöggu Hafn- arfjarðarstúlkur, sem léku skín- andi handfcnattleifc í síðari hálf- leik. FH saxaði á forskotið, fyrst skoraði Sylvía HaHlsteinsdóttir, — síðan jafnaði Valgerður ' og bætti litlu síðar 7. markinu við, þannig að FH hafði yfir, 7:6. Mikil spenna var í leiknum, þeg- ar Díana Óskarsdóttir jafnaði 7:7 fyrir Ármann. en þá voru örfáar mínútur eftir. En FH sagði síð- asta orðið í leiknum, og Valgerð- ur skoraði sigurmarkið fyrir FH, 8:7, með glæsilegu skoti. Þannig vann FH Ármann í fyrsta skipti í íslandsmóti innan- húss í langan tíma. FH-liðið er létt og leikandi með Silvíu og Valgerði beztar. Liðið saknar nú fSgurlínu Bjö<rgvinsdóttur, sem er við nám ytra. Veikir það að sjálfsögðu liðið. Ármann átti slæman hálfleifc, sem sést bezt á því, að þá skorar liðið einungis eitt mark. — „Við erum orðnar of gamlar” sagði ein úr Ármanns- liðinu eftir leikinn. Þetta er efcfci rétt, engin í liðinu er of gömul, — það vantar einungis úthald! Dómari í þessum leik var Reyn- ir Ólafsson og dæmdi af edn- stafcri prýði. Góð markvarzla Vals í þriðja og síðasta leiknum mættust svo Fram og íslands- meistarar Vals. Flestir bjuggust við því, að Fram yrði auðveld EI.DIJR! BAT KJ—Reykjavik. 5. jan. Um klukkan tvö í dag kom upp eldur í vélbátnum Kóp KE 33, þar sem hann !á við Grandagarð ; Kópur er 17 le=ta eika»-bátur. og var veri að bu'-rka lestar bátsins með kolaaofn* Eitthvað kom við ofnin ,sem velti honum, og kvikn-1 aði lítillega í í lestini. Slökkvi- liðið var kvatt á vettvang. en | búið var að slökkva eldinn með slöklrvitækjum bátsins, þegar slökkviliðið kom. TRULOFUNAR HRINGiH AMTMAHNSSTtr.? HALLDOh KKISTI\SSOI\ tfullsmiður. — Sími 16979 bráð fyrir íslandsmeistarana. En það fór á aðra leið. Allt fram til síðustu mínútna var um jafna viðureign að ræða, og þeg- ar 3 mín. voru til leiksloka var staðan jöfn, 6:6. Hafði þá Fram haft yfir um tíma í hálfleiknum. Frábær markvarzla Katrínar Her mannsdóttur í Valsmarkinu bug- aði Fram-stúlkurnar, og þær hreinlega gáfust upp á þessum síðustu mínútum, en þá skoraði Valur 4 mörk í röð og vann því 10:6. Valur getur þakað Katrínu þennan sigur, því að hún stóð sem klettur í markinu og hleypti engum bolta fram hjá sér undir lokin. Af útspilurum var Sigríður Sigurðardóttir atkvæðamest hjá Val ,en hún skoraði 5 mörk. — Fram-liðið stóð sig vel í þessum leik, og ætti með sama áfram- haldi að geta orðið mjög sterkt eftir 1-2 ár. Beztar voru Geirrún Theódórsdóttir og Guðrún Val geirsdóttir- og Fanney ’ mark inu stóð sig prýðilega, sérstak- lega í fyrri hálfleik. Dómari var Daníel Benjamíns- son og dæmdi yfirleitt vel. Hverjum tilheyra allir þessir fætur? Bíðíð aðeins! Hve marga fætur sjáum við á þessari skringilegu mynd fyrir ofan? Teljið! Myndin er tekin frá leik Tottenham og Nótt-hingham Forest nú nýverið á White Hart Lane, leikvelli Tottenham í Lundúnum. Hún er af tveimur leikmönnum Tottenham, þótt reynd- ar ekki sjáist andlit nema eins. Sá, sem við sjáum svo greinilega, er Robertson, hægri út- herji, fyrrum leikfélagi Þórólfs Beck með St. Mirren. Hinn leikmaðurinn, sem ekki sést nema að hálfu leyti, er Jones, vinstri innherji. — Þegar litið er á myndina, virðist Robert- son í fljótu bragði vera berfættur — það er margt, sem Ijósmyndavélin getur skapað. Þérálfur Betk átti upptökin — segir Danny Blanchflower í Sunday Express Ólátaleikurinn í Glasgow á nýársdag milli Rangers og Celtic er enn til umræðu. Eitt örlagaríkasta atvikið í leik- num átti sér stað rétt fyrir hlé, þegar þeim lenti saman, Þórólfi Beck og innherja Celtic, Johnstone. Þeirri viður- eign lauk svo, að Johnstone var vísað af velli, — og varð þá mikill kurr meðal áhangenda Celtic og upphófust læti. Danny Blanchflower, fyrrum fyrirliði Tottenham og norður- írska landsliðsins, gerði sér ferð frá London til að sjá þenn- an leik, en hann skrifaði síðan um hann í Sunday Express. Og það er athyglisvert, að Blanchflower telur Þórólf eiga upptökin. Hann segir Þórólf hafa stjakað lítillega við John- stone, — og það hafi orðið til þess, að Celtic-innherjinn hafi kastað sér kæruleysislega á Þórólf. „Dómarinn, Tiny Wharton, kallaði Johnstone afsíðis, og maður hélt réttilega, að hann ætlaði að áminna (book) litla innherjann’, segir Blanchflower „ en til mikillar furðu, þá vís- aði hann honum af velli. Þetta virtist of harður dómur.” Þannig lýsir þessi frægi knattspyrnumaður atvilkinu. Dómarinn vísar út af. Annars gekk greinin mikið út á „stemninguna” hjá áhorfend- um, sem eru frægir fyrir þessi nýárslæti sín. Iþrótta-almanak gefið út af Hðsknldi og Vilhjálmi N.k. laugardag kemur út á vegum iþróttaskóla Hösk- ulds og Vilhjálms, þ. e. tvímenninganna Höskulds Goða Karlssonar og Vil- | hjállms Einarssonar „í- þrótta-almanakíð”. Þetta almanak er að því levti sér- stætt að það er heiaað i þróttum, ,úns og nafmð ber með sér A hverri síðu þess | er að finna íþróttamynd frá liðnu ári og ennfremur drepið á merka íþróttavið- burði, sem áttu sér stað. Þetta almanak er smekk- lega frágengið og mjög að- gengilegt er ástæða til að hvetja íþróttaunnendur til að fá sér þetta almanak. sem verður selt í bóka verziunum. í formála með almanak- inu segir m.a.: „Með þessu aimanaki og annál 1964, hefst nýr þáttur starfsem- innar. Það er von okkar, að þetta megi efla áhuga ungmenn á íþróttum, sem ef til vill leiðir síðar til þátttöku þeirra i ein- hverri íþrótt. Fátt er ungu fólki í dae míkilvægara. á tímum tækm og kyrrsetu, en farsæl ráðstöfun frí- stunda við íþróttaiðkun

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.