Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 13

Tíminn - 06.01.1965, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 6. janúar 1965 TÍMINN 13 SKÚLI HANSEN tannlæknir Hver áramót eru tímamót í lífi okkar. Hugurinn leitar til liðinna stunda með þakklæti fyrir allt hið góða, sem árið, er nú kveður, hef- ur veitt okkur. Og við syngjum sálminn „Nú árið er liðið í ald- anna skaut“. Hann er bæði þakk- argjörð til ársins, sem er kvatt, og bæn og fagnaðaróður til þess komanda. Á gamlaársdag, nokkru áður en ég fór í Kópavogskirkju, til ára- mótaguðsþjónustu, barst mér sú fregn, að einn bezti vinur minn, Skúli Hansen, tannlæknir, hefði andazt skyndilega snemma morg- uns þann sama dag. í söng var mér „tregt tungu að hræra“ þetta kvöld, einkum í áð- urnefndum sálmi. Hann hafði ég sungið oft áður. En nú var ég ekki aðeins að kveðja liðið ár, heldur einnig liðinn vin minn. Hann hafði kvatt sín æviár. Þótt hann hefði fengið alvarleg- an sjúkdóm fyrir nokkrum árum, gat engan grunað, sem hitti hann fáum dögum áður, glaðan og reif- an, með fagrar framtíðarvonir í huga, að þær myndu ekki rætast. Það er venja margra, er rita minningargreinar um látna vini eða vandamenn, að rekja ættir þeirra. Þótt ég viti, að Skúli Han- sen hlaut marga kosti að erfðum, þá tel ég, að góður drengur sé samferðamönnum hans í lífinu meira virði en margir göfugir ætt- leggir. Skúli Hansen fæddist 13. nóvem- ber 1918. Foreldrar hans voru Inga Skúladóttir og Jö'rgen Han- sen skrifstofustjóri, sem bæði eru látin. Skúli lauk stúdentsprófí 1940, fór síðan til Bandaríkjanna og lauk þar tannlæknisnámi árið 1945. Kom hann þá heim og stund aði tannlækningar til dánardæg- ERLENT YFIRLIT Framnald ai o síðu um atkvæði allra þingmanna annarra en fasista, konungs- sinna, frjálslyndra (lítill íhalds samur flokkur) og hægri manna í kristilega flokiknum. Saragat hefur látið það uppi eftir forsetakjörið, að hann vilji vinna að framihaldi þeirr- ar stjórnarsamvinnu, sem nú er, en það getur orðið erfitt vegna sundurlyndis í kristilega flokknum og eins í flokki Nenn is. Þá lýsti hann yfir því, að hann vildi vinna að áframhald andi þátttö'ku Ítalíu í Nato óg aukinni samvinnu Evrópuríkja. Líklegt þykir, að Sara- gat muni reynast nokkuð ráðríkur forseti, en þó gæta þess að halda sig innan ramima stj órnarskrárinnar. SARAGAT missti konu sína fyrir noikkrum árum. Dóttir hans, sem er gift tannlækni, hefur síðan búið hjá honum, og hún mun sennilega flytja með honum í forsetahöllina og standa fyrir samkvæmum þar með föður sínum. Hún mun einnig ferðast með honum, þeg ar hann fer í opinber ferðalög. Hún á tvö ung börn og er það ein helzta dægradvöl Saragats að fara með þau í gönguferðir. Hann á einnig son, sem vinnur í utanríkisþjónustunni. Talið er, að dóttir hans muni reynast honum mikil stoð og stytta, en hún hefur sér það m. a. til ágæt is að tala mörg tungumál, en það gerir faðir hennar einnig. ÞJ*. urs, ásamt kennslu við tannlækna- deild Háskóla íslands, síðustu tvö árin. Sem tannlæknir naut Skúli frá- bærra vinsælda, enda mjög vel menntaður og fær í sinni grein, auk þess sem öll hans framkoma var aðlaðandi og traustvekjandi fyrir sjúklinga. Og ekki munu þeir hafa verið fáir, sem hann veitti ókeypis læknishjálp, ef hann vissi að þeir voru fátækir, eða áttu við erfiðleika að etja í lífinu. Skúli var glaðvær maður og gáf- aður, og var unun að vera í ná- vist hans. Hann veitti öðrum af ótæmandi brunni lífsgleði, og þekk ingar, einkum á svÍði:,tQiilistai?in ar. En að baki íéttrar lundar bjó lífsalvara og viðkvæm sál. Fyrir utan starf sitt og heimili átti tónlistin hug hans allan. Á námsárum sínum í Bandaríkjun- um komst hann í kynni við önd- vegisverk tónbókmenntanna, og hlustaði á fræga listamenn flytja þau. En hann vildi ekki aðeins geta notið þessarar listar í hljóm- leikasölum, heldur einnig á heim- ilj sínu. Fór hann því að safna hljómplötum, og mun hljómplötu- safn hans vera það stærsta og fjöl- breyttasta í einstaklingseigu hér á landi. Einnig keypti hann margs konar fræðibækur um tónlist, tónlista- menn, tónskáld og verk þeirra. Hann kunni heilar óperur og hljómsveitarverk, næstum utanbók ar og gat lýst mismunandi svið- setningum á óperum og óperettum í frægustu hljómleikahúsum Evr- ópu á svo lifandi hátt, að manni fannst sem maður sjálfur væri áheyrandi. Ef leikin var nljóm- plata með innlendum eða erlend- um söngvara, gat hann næstum uhdantekningarlaust sagt hver söng. Minni. hans í þessum efnum mátti heita óskeikult. Skúli Hansen var ;víkvæntur. Með fyrri konu sinni, Sigrid Sæt- ersmáen, eignaðist hann tvo syní, Kristin Inga og Gunnar Milton, sem báðir stunda nám í Banda- ríkjunum. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Snæhólm Hansen. Með Skúla Hansen er genginn góður maður, sem margir munu sakna og Syrgja. Ekki aðeins hans nánustu, heldur einnig fjölmargir, sem nutu vináttu hans, hjálpar og hjartagæzku. Allir þeir munu geyma minn- ingu hans í huga sínum og votta konu hans, sonum, systkinum og öðrum ættingjum samúð sína. Egill Bjarnason. ÍSLENZK MYNDLIST Framhald af 6. síðu. ætlaði að verða mannvirkjafræð- ingur, en það kom í hlut hans að hlaða fjöll, einmana og stór. Hann var frændi og félagi Jó- hanns Sigurjónssonar og getok í skóla hjá Kristian Zahrtmann í Danmörku og Matisse í Fraklk- landi. Ort í liraunið er áttundi kapítuli og fjallar um Jóhannes Sveinsson Kjarval. Með honum kemur áþreif ánleg nálægðin inn í íslenzka list. Eftir fengið sjálfstæði þurfti þjóð in ekki lengur að lifa eftir boðorð- inu „fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mi!kla“. En það sem hlaut að setja meginsvip sinn á tímabil þetta hér heima, sögulega séð, voru listir með rómantísiku ívafi, listir sem vörpuðu nýju ljósi á margbreytileikann í nánasta um- hverfi manna og kenndu þeim að skynja þar ný verðmæti, óvænta fegurð. í bókmenntunum varð Einar Benediktsson hinn kjörni maður þessa blutverks, málaralist inni Jóhannes Kjarval. Björn lýsir ákaflega vel tveim meginþáttum í listeðli K.iarvals, annars vegar ást hans á efninu sem hann málar, hvort sem það er hraun, mosi eða þúfa, hins vegar skynjun hans á andstæðu efnisins, hvort sem hann sér í því drauma skip eða huldufólk, mannsmyndir í klettum eða skýjum eða draum vetrarrjúpunnar. Okfcur grunar líf náttúrunnar undir yfirborðinu. í þessum andstæðum er Kjarval ávallt sjálfum sér samkvæmiur. í gróandanum er níundi kapítuli. Hann fjallar urn jafnaldraria Júlí- önu Sveinsdóttur frá Vestmanna- eyjum, Guðmund Thorsteinsson (Mugg) frá Bíldudal og Kristínu Jónsdóttur frá Arnamesi. Hin stutta en fræfcilega saga Muggs er þarna því miður öll. Kyrrð dægranna, tíundi kapítuli allar ujn J>að, hverni|v Júííana Sjötíu ára í dag: Unnur Jdnsdóttir Hofiti Iveinsdóttir verður öndvégís KTina í danskri listsögu og fer að vefa. Leitað þjóðlegs grundvallar, ellefti kapítuli, fjallar um Ríkarð Jónsson, mannamyndir hans, minjastyttur og listiðnað. Þykir Birni með réttu kenna ofhlæðis í táknmyndum hans. Gunnlau'gur Blöndal heitir tólfti kapituíi og fjallar um list hans, en Jónas Jónsson taldi hann til hinna góðu málara sinna: en hann málaði bæði hann og Einar Ben- ediktsson. Frá kúbisma til frásagnarlegs ex- pressionisma er þrettándi kapítuli og fjallar uun Finn Jónsson, bróð ur Ríkarðar og hina ótímabæru I expressionistisku byrjun hans. ! Formsmiður úr Fljótshlíð er | fjórtándi kapítuli og fjallar um j Nínu Sæmundsson, er lagði fyrir sig höggmyndalist og fór til Amer íku. Hún heitir Jónína Sæmunds- dóttir. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal heitjir fimmtándi kapítuli um myndihöggvara, málara og svart- listarmann undir áhrifum frá Heimatkunst Þýzkalands. Magnús Á. Árnason, sextándi kapítuli, frá Suðurnesjum til San Fransisco, fjallar um ævi og list þessa fjölhæfa manns, sem eigi aðeins er málari og myndhöggvari, heldur skáld og tónskáld. Hann notar stundum sama púnktastílinn í málverkum og músík. Að straumhvörfum, seytjándi kapítuli, fjallar um Jón Þorleifs- son úr Homafgirði. Aðrir málarar tímabilsins, átj- ándi kapítuli, fjallar um Eyjólf Eyfells, Brynjólf Þórðarson, Egg- ert M. Laxdal, Ásgeir Bjarnþórs- son, Ólaf Túbals. Bókinni lýkur með heimildum og athugagreinum og loks mynda skrá. Þessi stóra bók er bæði mikil og góð og þar að auki alveg einstök í sinni röð, þar sem ekkert hefur Sjötíu ára er í dag frú Unnur Jónsdóttir, eiginkona Sigurgríms Jónssonar, bónda í Holti í Stokks- eyrarhreppi. Unnur er fædd á ís- hóli í Bárðardal hinn 6. janúar 1895, en fluttist skömmu síðar að Víðikeri og þaðan að Jarlsstöðum í sömu sveit, en eftir að faðir hennar lézt, fór hún með móður sinni og systkinum að Fljótshólum í Gaulverjabæjarhreppi, en Sturla bróðir hennar var þá að hefja bú- skap þar. Ung að árum hélt Unnur til Reykjavíkur og hóf nám við Kvennaskólann. Dvaldi hún þá á heimili séra Jóhanns Þorkelssonar, dómkirkjuprests, er var föðurbróð- ir hennar og mótaðist hún rnjög af þeim anda, sem ríkti á því heim- ili., Eftir að hafa lokið prófi við skólann stundaði hún nokkra vet- ur kennslu í Gaulverjabæjar- hreppi og víðar. Árið 1921 urðu þáttaskil í lífi Unnar, en hún giftist þá Sigurgrími Jónssyni í Holti og hófu þau búskap þar sama árið. Þau hjón hafa átt miklu barnaláni að fagna, eignuðust níu börn, sem öll eru á lífi, sex syni og þrjár dætur, sem allt er hið mesta mannkostafólk. Þrír synir þeirra hjóna búa í Holti, en sú jörð er núna að ræktun og húsa- kosti eitt af myndarlegustu býl- um á Suðurlandi. Frú Unnur er mikil og myndar- leg húsmóðir og hefur verið manni sínum góður lífsförunautur. Sigur- grímur gegndi um, lapgt árabil mai;gvÍ3l{:gum..trúf)aöarstörium fyr ir sveitarfélag- sitt og herað og -----------------i----------------- varð því oft að vera fjarverandi að heiman, en húsfreyjan í Holti lagði því meiri rækt við uppeldi barna sinna og búsýslu og átti sinn þátt í að skapa bónda sínum betri aðstöðu til að sinna félagsmálum. Unnur getur á þessum merku tímamótum ævi sinnar iitið yfir farinn veg og glaðzt yfir giftu- samri ævi. Hún eignaðist góðan lífsförúnaut, átti barnaláni að fagna, og fagurt heimili. Samstaða fjölskyldunnar hefur alltaf þótt einstök. Ég sendi þér í dag, Unnur, mín- ar beztu afmælisóskir ^og þakka góð kynni. — Hélgi Ólafsson. ELSKA MAO Framhaid ai 9 síðu. sækja börnin að eigin geðþótta á kvöldin. Eg heimsótti 10-ára deildina, þar sem föndrað var við ljósmyndun, 11-ára deildin byggði stærðar flugmódel, 12 ára simíðuðu útvarpstæki og unglingarnir fengust við marg víslegar listir, til dæmis að spila á „erh hu“, forna kín- verslca fiðlu. Æskulýðshreyfingin í Kína gegnir svipuðu hlutverki og skátahreyfingin forðum. Æsfcu maður skal vera vel á sig kom- inn andlega og líkamlega og skara framúr meðalkommúnist- um. Rautt band að bera um hálsinn er merki um tilskilda frammistöðu. VIÐ ÞÖRFNUMST Framhald at 8. síðu. gegn fátækt en einmitt samvinnu- menn,“ sagði ráðherrann, „enda hafa samtök þeirra ævinlega ver ið lyftistöng framfara og bættra lífskjara í sveitunum." verið um efnið allt skrifað og lítið um einstaka listamenn. Auk þess mun hún vera full af nýyrðum, þar sem höfundur hefur orðið að búa sér orð yfir fræðigrein sína, eins og myndskipun fyrir komposit ion —enda mun orðabókarhöfund um þykja hér feitan gölt að flá. Þá er bókin að sjálfsögðu full af fögrum myndum, mörgum í litum, — svo að hún hlýtur að vera upp- lögð gjafabók fyrir þá sök eina. Útlit bókar er líka mjög prýðilegt. Verður höfundi og útgefanda því tæplega fullþakkað fyrir hana. Stefán Einarsson. BILAKAUP Consul cortína ’64. Verð 150 þúsund. V.W. ’62 með 63 vél, góður, verð 85 þúsun. Skoda combie ’63. Verð 115 þúsund.' Mozkowjtz '60 skiptir á Vaux- hall vicktor ’63. V.W. ’56, góður, vill skipta á V.W.-rúgbrauði. Chevrolet ’59 góðir greiðslu- skilmálar, skipti koma til greina. Volga ’58 fæst fyrir fasteigna- tr.bréf eða i skiptum. Ford Calaxex ’60 alls konar .skjpti og greiðslur koma til greina. Ford ’57 orcinal, fallegur, skipti koma til greina. Verð 75 þúsund. Landrover '63 diesel, skipti á Willys toma til greina. Willys ’65 ekjnn 5000 km. skipti möguleg. Willys ’64. Skipti á jeppa koma til greina. BÍLAKAUP (Rauðará) Skúlagötu 55, sím'i 15812. PRERIT VER Ingólfsstræti 9. Sínu 19443-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.