Alþýðublaðið - 09.02.1955, Side 6

Alþýðublaðið - 09.02.1955, Side 6
6 ALÞYÐUBLAÐCS Miðvikndagur 9. febrúar 1955 ÆSKUFOLK! komið með á 5. heimsmót æskunnar, sem verður haldið í VARSJÁ 31. júlí — 14. ágúst. Öllum á aldrinum 14—35 ára heimil þátftaka. Áætlað þátttökugjald: ?y 4250 kr. Fyrix skólafólk 18 ára og yngra og iðnnema aðeins: 3,900 krónur. í gjaldinu er innlfalinn ferðakostnaður, fæði og hús- næði í Varsjá, ásamt aðgöngumiðum á öll atriði hinnar f jölbreyttu dagskrár mótsins. Tilkynnið þátttöku ykkar Eiði Bergmann, Skólavörðu stíg 19 (afgreiðslu Þjóðviljans) eða 'á skrifstofu Alþjóða- samvinnunefndar íslenzkrar æsku, Þingholtsstræti 27, II. hæð (opin alla virka daga kl. 6—-7 e. h. nema föstudag (lokað) og laugardaga kþ 2—3,30 ejh., og kl. 8,30—9,30 e.h. á fimmtudögum), sem veitir allar frekari upplýs- ingar. Auglysið í Alþyðublaðinú Hefi opnað lœkningastofu að Kirkjuveg 4 Hafnarfirði. Viðtalstími mánudaga og fimmtudaga kl. 10—11 f. h. eða eftir samkomulagi. Sími á lækningastofu 9745, •— heimasími 9099. JÓNAS BJARNASON læknir. (sérgrein kvensjúkdómar og fæðingarhjálp.) IPEDOX fótabaðsaHj 1 Fedoz fótabaC eyðir œkjótlega þreytu, sérind-^ om og óþægindum 1 fót-i nnum. Gott o? að láte ^ dálitið af Pedox I hár-j þvottavatnið. Eftir fárra^ daga notkun kemur ár-$ angurinn í ljés. ) Wæst t næstu fcúS. $ CBEMIA H.F ? 3Dra-viðgerð|f« J í Fljót og góð afgreiösla ? ‘GUÐLAUGLTR GÍSLASON ( Laugavegi 65 v, Sími 81218. r s r*y'»y»y*. |: ffitaköiinur | Varagler eg Tappar nýkomið. ÚTBREIÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ! nýkomnar. U. Veiðarfæradeildin. FRANCES PARKINSON KEYES: KONUNGSSTÚKAN 7 Annar kafli. Frú Laura. — Ég á engin orð til þess að þakka yður fyrir það, sem þér hafið gert fyrir mig í dag_ Ég segi það satt, að ég var ekki orð inn upp á marga fiska, þegar þér komuð mér til bjargar. Það var Celestino, hinn ungi, mexíkanski þjónn Hilary Thorpe, sem opnaði útidyrnar fyrir gestum húsbónda síns, hneigði sjg og beygði eins og hans var vandi. Og jafnskjótt og Hilary sá, hverjir komnir voru, hraðaði hann sér til móts við þær mæðgur og heilsaði þeim kurteislega. Hann tók þéttingsfast og af óvenjulegri alúð í hendur frú Laura, og þeir sem þekku þá báða, Hilary Thorpe og Jacque de Valeourt, myndu glöggt hafa séð að hand taki hans fylgi mun. meiri virðing heldur en þótt sá síðarnefndi hefði kysst hönd hennar að frönskum sið. Frú Laura varð að viðurkenna, þótt henni væri það mjög á móti skipi, að dótt ur hennar var mikil vorkunn að iítast vel á þennan unga mann, því vissulega var hann ekki síður mikill persónuleiki heldur en hinn ungi Frakki, sem að vísu varð að teljast langt um fríðarj og karlmannlegri. Hilary Thorpe hafði viðfelldið og alúðlegt yfirbragð. Það var augljóst, að þeir eiginjeikar, sem beztir komu í ljós í fasi hans, voru engin uppgerð til þess að skýla innra manni undir grímu májamynda kurteisi og vingjarnleika. Augu hans voru nokkuð hvöss en þó hiýjeg, og hökusvipurinn bar vott um óvenjulegan viljastyrk af jafn- ungum manni að vera_ Er hann sleppti hönd móðurinn leit hann við dótturinni; frú Laura veitti því athygli að hann lelit í augu hinnar ungu stúlku af mikilli ástúð og hlýju. Og enda þótt hann tæki ekki í hönd hennar ljóstruðu þó handtök hans upp um viðkvæmar tilfinn- ingar hans er hann smeygði af henni kápunni mjúkum höndum, og beið þess ekki að Calest ino innti þá skyldu af hendi, svo sem honum þó bar. Mér þykir vænt um að þið skylduð koma svona snemma, sagði Hilary, 0g beindi máli sínu frekar til frú Whitford heldur en dóttur hennar. Ég held að ég hafi ekki gleymt neinu, •— heldur ekki Dulbonnet handa Jack, sem ef ég þekki rétt vill fá eitthvað sterkara áður en miðdegisverðurinn skemmir smekk hans fyrir góðum snapsi. Og víst er þörf á að hressa sig upp, áður en farið er í þetta leikhús; hún verð ur mörgum löng, biðin milli þáttanna, Hann benti þeim að koma að S'kenkiborði hlöðnu röð um að dýrindisvínum, glitrandi ís í krystals- skálum og háum glösum. Svo fáum við líka tesopa, og ég ætla að leyfa mér að biðja ykkur að laga það fyrir mig. Ég veit að þið kunnið það betur en ég. Komið þið annars og sjáið, hvern ig ég hef búið í hag fyrir okkur undir kvöldið. Hann leiddi þó gegnum forsaiinn og inn í litla borðstofu í hinum enda hús'sins. Þar brann eldur í arni og var notalegur hifi í her berginu_ Borð hlaðið dýrindis vistum- stóð á miðju gólfi. Á öðrum enda borðsins stóð rjúk- andi teketill úr skíru silfri og í kringum hann snotrir postú]ínsbollar_ Við fáum hejtar smákökur innan stundar sagði hann. Laliss1 finnst enginn veizlumatur framreiddur, ef þær gleymast. Lalisse? Já, þjónustustúlkan mín. Ég réði hana til mín í Martinikve. Þar starfaði ég eftir að ég réðst til utanríkisþjónustunnar. Hún hefur allt af fylgt mér síðan. Hún kann bæði að klæða sig og búa til mat.„ það verð ég að segja. Ekki svo að skilja að það þurfi mikla kunnáttu við í tilbúningi á smákökum. Haldið þið annars að ég hafi gleymt einhverju? Fyrir alla muni :seg ið mér til, ef ykkur sýnist eitthvað geti betur farið_ Ég segi fyrir mig, að mér virðist af öllu að dæma að ég sé ekki fær um að leiðbeina yður í neinu, herra Thorpe. Henni fannst undirbún ingurinn minna sig mjög á yngri daga. Það var langt síðan hún hafði komið til veizlu þar sem eins vel var undir búið og hér. Og áreiðan lega var leitun á öðrum eins íburði jafnvel hjá efnuðu fólki í Englandi á síðustu og verstu tímum, þegar skömmtunin var að gera út af við alla, bæði ríka og fátæka. Það virtist svo að Bandaríkjamennina skorti ekki neitt. Andúð hennar á þeim magnaðist um allan hejming, enda þótt hún hefði fyrir .skemmstu náð sér svolítið niðri með því að takast það, sem þeim var um megn að útvega sæti í sjálfri konungs stúkunni. En ég hált að við yrðum bara sex, sagði frú Whitford eftir skamma þögn, sem hvorugt hjónaleysanna hafði kært sig um að rjúfa, heldur notuðu tækifærið til þess að horfa hvort á annað ástaraugum. Þér hafið vonandi gert yður ljóst, heri-a Thorpe, að það eru ein ungis sex sæti í konungsstúkunnj. Og ég sé að hér eru bollar handa níu manns_ Já, ég veit það mæta vel, og hef heldur ekki ætlað mér að níðast á góðsemi yðar með því að troða fleirum í hana en lög mæla fyrir. En svo er mál með vexti, að Joe Racina, blaðamað urinn, sem Althea hefur sjálfsagt sagt þér að ætlaði að skrifa um herra Castle, — hann hringdi í mig fyrir skemmstu og ég notaði tækifærið til þess að bjóða honum hingað og drekka með okkur tesopa áður en við færum í leikhúsið. Ég þekki nefnilega konuna hans, og er, ef satt skal segja, búinn að þekkja hana miklu lengur en maður hennar. Auk pess er um við gamlir vjnir og félagar, við Joe Rac- ina, og mig langaði til þess að sýna honum að ég væri ekki búinn .að gleyma honum. Á viss an hátt er hann líka fylgdarliði sendiherraps, þó ekki sé hann það opinberlega. Ég var sam tíða nánum frænda og hálfgerðum uppeldis bróður frú Racin mörg ár í skóla, og þá kom ég oft á heimili þeirra. Það var nálægt hás'kól anum í Vermont, og ég mátti heita hejmagang ur. Það var altalað í þá daga að þessi.frændi núverandi frú Racina, — Abbot Dexter hét hann, — myndi ;á sínum tíma ganga að eiga hana, en svo kom Joe í spilið, og enginn virt ist ánægðari með ráðahaga þeirra en sjálfur Dexter, sem skömmu seinna gékk að eiga unga ekkju frá Suðurríkjunum, Ijómandi laglegri Geysir hi. Veiðarfæradeildin. X X MKIN 0

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.