Alþýðublaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.05.1955, Blaðsíða 4
4 alþyðublaðið Fíinmtudagav mai 1!'55 Útgefandi: Alþýðufloföurinn. Ritstjóri: Helgi Scemundssa*. Fréttastjóri: Sir’,valdi Hjálmarsso*. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og Loftur Guðmundsson. iuglýsingasljóri: Emma MölUr. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. 'Askriftarverð 15,00 á mánuði. t lausasölu 1M. 5 | I S I s \ s \ \ \ s s s s s 4 i í s s 5 4 s f 4 s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ,S s s s s s j s s s s s s é s Tvíþœtt svívirðing BYGGINGARSJÓÐUR verkamanna hefur reynzt farsælasta úrlausnin í bygg ingarmálum kaupstaðanna. Vegna hans hafa hundruð alþýðuhetmila eignazt vist- Jegar og ódýrar íbúðir. For- ráðamenn þessa merka fé- lagsskapar hafa sannað á raunhæfan hátt, að hægt er að stilla byggingarkostnaði mjög í hóf, ef harðvítug gróðasjónarmið eru ekki lögð starfseminni til grund vallar. En núverandi sfjórn arflokkar hafa skki gert byggingarsjóði verkamanr.a kleift..að ná tilgangi sínum nema að litlu leyti, þrátt fyrir ægilegt húsnæðisleysi alþýðustéttanna. Ríkisvald- ið sníðir honum þröngan stakk með því að spara fé til nauðsynjaverksins, sem hann hefur á heudi, Nú hafa afturhaldsflokk- arnir tekið höndum saman um þá óhæfu að neita bygg- ingarsjóði verkamanna um aukið starfsfé á sama ííma og byggingarsjóðl sveit- anna er séð fyrir 12 millj- ónum á ári næstu tvö ár. Jafnframt eiga vextir af lán um úr byggingarsjóði verka manna að hækka um þrjá fjórðu hluta. Þjóðíélagsstétt unum er mismúnað eftir því, hvort þær búa við sjó; eða í svefltn Og,- þessi tví- þætta svívirðing er fram- kvæmd af íhaldsþingmönn- um kaupstaðanna. Þetta eru efndimar á lof- orðunum um Etórfe'lldar ráðstafanir til lausnar á hús næðisvandræðunum. Og svo finnst stjórnarflokkunum furðulegt, að andstæðingár þeirra skuli gagnrýna svlk þeirra og sýndarmennsku. Húsnæðisfrumvai-pið svo- kallaða er skref aftur á bak miðað við byggingarsjóð verkamanna. Og það, sem almenningur á að bera úr býtum við lakari kjör en tíðkazt hefur og hægt var að veifa, kemst ef til vill aldrei lengra en á pappír- inn. Ríkisstjórnin hefur því heykzt á vandanum, sem hún þóttist ætla að leysa. Hún hengir upp Potemkin- tjöld og vill. að þau séu veg sömuð og helzt tilbeðin. En Islendingar láta árelðanlega ekki blekkjast. Þeim er Ijóst, að hér ér um ný svik að ræða, og þau munu koma stjórnarflokkunum' í koll á sínum tíma. Engum manni dettur í hug, að íslendi.ogar háfi ekki ráð á að leysa húsnæð- isVandræði alþýðustéttanna. Ökkur vantar ekki þjóðar- auð, en honum er hróplega misskipt, og þess vegna rík- ir hér ranglæti og stétta- -munur. Afturhaldsflokkarn- ir, sem nú fara með völd í landinu, auka markvfSt ranglætið og stéttamuninn. Sú sfaðreynd er þeirra þúngi áfellisdómur. Tortryggilegur áhugi MORGUNBLAÐIÐ hefur fengið brennandi áhuga á endurskoðun v'.nnulöggjaf- arinnar og þykist hugsa ó- sköp hlýtt til verkalýðsins í því sambandi. Það segir orð rélt um þetta efni í forustu grein sinni í gær: „Það þarf ekki að breyta v.'nnulöggjöf ipni nú til þess að beita verkalýðinn og vinnuveit- endur kúgun eða þrælalök- um. Það þarf fyrst og fremst að tryggja það belur en áður, að árekstrar um kaup og kjör baki þjóðfélag ínu sem minnst tjón, og að Vinnufriður haldist í lengstu lög. Á það þarf að leggj a enn aúkna áherzlu, að öll úrræði séu reynd til sátta áður en til vinnustöðv unar eða verkbanns kem- ur.“ Þetta er laglegá orðað, en Samt er áhugi Morgunblaðs- ins fortryggilegur. Úrræðin til sátta áður en til vinnu- stöðvunar eða verkbanns kemur eiga ekki að vera íög gjafaratriði, heldur fram- kvæmdaratriði á hverjum tíma. Ríkissljóminni ber öðrum aðilum íremur að rækja það hlutverk. Öllum er í minni, hvernig núver- andi ríkisstjórn þrást við þeirri skyldu í sambandi við nýafstaðna vinnudeilú. Og nú vill hún fá lagaheim- ild til að koma í veg fyrir að verða sér til sams konar skammar í framtíðinni. ; Ætli verkalýðnum finn- ist tryggt, að slíkt og þvílíkt komi vitinu fyrir afturhald- ið? Það er vant því að for- herðast við aukið vald. Hilmar Jónsson: Islenzk núlimanenning VIÐ ERUM að skapa nýja menningu segja þeir ungu á íslandi. Hvers konar menn- ingu? Kvæði, sem gædd eru óskJgreinilegu lífi, málverk, er engar fyrirmyndir hafa, bókmenntir, þar sem fjarstæð- an skipar öndvegi. Til að fá fullnægjandi svar við þeirri spumingu skulum vlð litast um í Evrópu. { Mjlli 1942 og 1945 kemur exjstensialisminn fram, , aðal heimspeki og bókmenntastefna eftirstríðsáranna, skilgetið af- kvæmi franskrar menningar, höfundar Jean-Paul Satre og Albert Camus. í fáiun orðum getum viðorðað skoðanir þeirra félaga þannig: Maðurinn er á- byrgur fyrir eínu lífi ■— lífi, sein. hann skapar og velur sér sjálfur. Enginn annar getur í því orðið honum að liði, þc,r eð einvera og ótli eru undir- slaða þekkingar. Sérhver verð- ur að horfast í augu við þann sannleika, að tlveran sé til- gangslaus. Sá sem ekki gerir það skortir hugrekki. Lífið er fjarstæða og vera bjartsýnn er að ganga í berhögg við raun- veruleikann, því að von og trú eru dæmd til falls. Allt guðs- taí er bull og vitleysa. Ég sagð: áðan, að existensial- hefði komið fram í kringum 1942 og 1945, þegar nazisminn er að bíða ósigur í Evrópu og kommúnisminn aftui: að vinna á — ekki vegna andlegrar vakningar þeirrar stefnu, held ur fyrir tilstilli Rauða hersins, er fór sigurför um Austur- Evrópu, og þeirrar aðdáunar, sem samslilling Rússa í stríð- inu hafði vakið — aðdáun, sem ekkert sannaði um gott eða vont þjóðskipulag í Rússlandi. Því gegn vestrænum innrásum hefur rússnesk atþýða ætíð staðið saman, hvort heldur heldur æðsti maður landsins hét Alexander eða Stalin, var keisari eða kommún sti. Frjáls lyndar stefnur hafa alls staðar tapað fylgi í Evrópu, þar sem í stríðinu hefur komið á dag- inn, að fylkjendur þeirra væru draumóramenn og Mðartal þéirrá ■' futlkómié óráðshjal. Maður minnlst í því sambandi friðarráðsleínunnar í Engláridi með þátttakendum eins og Bertrand Russell og Bernhard Shaw. Þeir báðu fólk að stíðra sverðin þegar Hitter hafði lagt allt meginlandið undir s'.g og loftárásjrnar á London stóðu Sem hæst. Frakkland hafði eíns og fyrri daginn reynzt haldlít- ið í þeim hildarte.k. Þeir gáf- úst upp fyrir Þjóðverjum og mynduðu nazistíska leppsljórn. Á síðustu árum stríðsins reis þó upp í Frakklandi nokkuð öflug andspyrnuhreyfing. Hún var einkum skipulögð af komm únistum og í henni tekur Jean -Paul Satre þátt. Áður hafði Satre starfað sem kennari og gefið út gríðar mikið heim- spekirlt. í því opiuberast sú andlega eyðimörk, er evrópsk heimspeki hefur verið síðan á dögum Grikkja; hártoganir' á' orðúm og huglökum. Fyrir evrópskum menntamönum hef ur hamingjus^mt líf sjaldan verið eftlrsóknarvert viðfangs efni. fslendingur, sem stundar nám í París, fékk ákúrur hjá kennara sínum við Sorbonne þegar íslendinguriim miimÚst á Satre í ritgerð sem fjalla áltl um skyldu og frelsi. í frönskum skólum má ekki minnast á skoðanir nútíma fólks þar eð slíkt gæti haft þá alvarlegu afleiðingu í för með sér, að menn yrðu knúðir til að hugsa. Er furða þótt mönn- um í slíku umhverfi finnist lífið fjarstæða. tilgangssnault og vonlaust? Og hvað ættu þeir að fyrirlíta meir en hjálpsemi, þeir sem tilbiðja ótta og ein- angrun? Og hverjum mundi detta í hug að þvílíkir náung- ar botnuðu mikið í þróun al- lífsins og þrá spekinga eftir guðl? Enginn með fullu vili. Að existensialisminn var leiðandi stefna Evrópu eftir slríðið, á því getum við mark- að andlega fátækt álfunnar. Eitt atriði í þessu. kerfi var þó andsvar gegn hinni . Jíðandi stund: Sú áherzla sem Salre lagði á ábyrgðartilfinningu. Þar var hann að vega að komm únislum — mönnum, sem krefj ast þess af sérhverium fylgis- mann'i sínum, að hann vínni að framgangi allra þeirra mála, er flokkurinn ákveðiir og sam- þykkir. Það var þá ábyrgðar- tilfinning sem segir sex að vinna að framgangi þeirra mála sem maður er ósamþykk- ur. Enda fór svo í rildeilum, sem Satre Ienti í við komm- únista, að þeir stóðust honum ekki snúning. Glæsilegur á- rangur í framfarasinnuðu líf- erni að lála leiðir.Iegan mið- aldadurg kveða s'.g í kútinn, annað nafn getur Satre ekki verðskuldað. Hinn höfundur existensial- ismans Norður-Aí'ríkuma-'.ur- inn Albert Camus er langtum sterkari persónuleiki og skáld sögur hans: Óþekkti maðurinn og Plágan eru meðai bezlu bók menntaverka frá þessu tíma- bili- Þó verður bölsýi alls stað- ar uppi í þessum bókum og í síðasta ritgerðasafni sínu Upp- reisnarmanninum héfur bar- áttumaðurinn, sem skitifaði Pláguna enn á ný grafið sig í heimspekiþvælu, þar sem hver mótsögnin ríður á ahnarri og sérhver leitandi verður veg- villtur framandi maður. iSem hliðstæða þessarar þró- unar í bókmenntum er abstrakt stefnan í málaralist. Einn af brautryðjendum þeirrar stefnu, franski málarinn Auguste Her- bin, afneitar algjörlega hinum ytri raunveruleika. Hér stend- ur maður andspknis sama torf inu og Schopenhauer var með, að heimurinn sé blekking. — Og þetfa er sú menning, sem unga liynslóðin á Islandi, atom skáldin og abstraklinólararnir, eru að boða. V/faskuld undir merki kommúnisfa. Því að það mega kommúnis/ar ci'ga að ís- {dnzkar bókmenn/ir og listir hafa þeir fjctrað í /vo ára- tug/. Aödáunarver/ afreksverk af ekki s/ærra flokki. Tómstundarkvöld kvenna verður í Café Höll kl. 8,30 í kvöi’d. Skemmtiatriði. .Allar konur velkomnar. Samtök kvenna. verður haldin í Iðnó föstudaginn 6. maí nk, og hefst með borðhajdi kl. 7,30. Fjölbreytt skemmtiatriði. Forn íslenzkur matur. Gamla góða hangikjötið. Ágæt músik. , Skemmt/skrá: 1. Ársháíðin sett: Form. rkemmtinefndar, 2. Einsöngur: Kristinn Hallsson, óperusöngvari. 3. Nokkur ávarpsorð: Formaður flokksins. 4. Bráðsmeltinn gamanþáttur; Emilía Jónasdóttir, jeikk. 5. Skemmtiþáttur: Karl Guðmundsson, leikari. 6. Botnaðar vísur: Heigi Sæmundsson, ritújóri stjórnar. Loftur Guðmundsson, blaðamaður og félagar botna. Fyrripartur verður sendur út í sal og bezti botninn verðlaunaður. 7. Dans frá kl, 11. T ^ Kl. 12 verður nýtt skemmtiatriði. „Nálar og Naglar“ keppni, verðlaun veit. • • • - Aðgöngumiðar á kr. 40,00 verða seldir frá kl. 10 í dag á skrifstofu flokksins og auglýsingaskrifstofu A]þýðu blaðvins. Tryggið ykkur miða í tíma. Skemmtinefndin.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.