Alþýðublaðið - 11.05.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.05.1955, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MiSvjkucIagur 11. maí 1935 ,N S * I S V S I s ,s s s s s i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s t s S s s s s s s s s s s s * s s s Útgefandi: Alþýðuflotyurlnn. * Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. 4uglýsingasijóri: Emma MðUer. Ritstjórnarsimar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslustmi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu S—10. 'Asþriftarverð 15,00 á mánuði. I lausasölu 1M. Atvinnuleydstryggingar ÖLLUM ber saman um, að veigamesti árangur verk- fallsins, sem nú er nýlokið, hafi verið atvinnuleysis- tryggingarnar. Og Morgun- blaðið stekkur upp á nef sér í gær vegna þess að Eggert Þorsteinsson skýrði frá því í eldhúsumræðunum í fyrra kvöld, að Emii Jónsson hefði átt frumkvæði að þess ari merku nýjung. Morgun- blaðið má ekki heyra minnzt á þennan sannleik. Það hik ar þó við að eigna atvinnu- rekendum eða ríkisstjórn- inni atvinnuleysistrygging- arnar, en gefur í skyn, að í- haldið hafi tekið á móti þeim alls hugar fegið úr hendi Torfa Hjartarsonar sátta- semjara. Hér sannast það einu sinni enn, að mál Alþýðu- fiokksins þykja góð, þegar þau eru komin til fram- kvæmda eftir langa baráttu. Saga atvinnuleysistrygging- anna er lærdómsríkt dæmi um þetta. Alþýðuílokkurinn hefur iðulega reynt að gera þennan óskadraum verka- lýðsins að veruleika, en í- haldið lagzt gegn því eins og myrkur, sem hrannast að ljósgeisla. Undafnarin ár hafa báðir verkaiýðsflokks- arnir flutt frumvörp um at- vinnuleysistryggingarnar á alþingi, en árangurslaust. Núverandi stjcrnarflokkar hafa hverju sinni komið málinu fyrir kattarnef. En nú, eftir að Emil Jóns son hefur tryggt framgang málsins í samband við lausn hörðustu vinnudeilu síðari ára og sex vikna verkfall, kemur annað hljóð í íhalds- strokkinn. Þá reynir Morg- unblaðið að eigna íhaldinu málið, sem það hefur drep- ið undanfarin ár. Það gefur í skyn, að stjórnarflokkarn- ir hafi verið boðnir og bún- ir að tryggja framgang þess og framkvæmd og missir stjórn á skapsmunum sín- um, þegar þáttur Emils Jóns sonar er rifjaður upp í á- heyrn þjóðarinnar. En hvers vegna hefur í- haldið þá barizt með kjafli og klóm gegn atvinnuleysis tryggingunum á alþingi ár- um saman, og hvers vegna þúrfti það sex vikna verk- fall til að sannfærast um nauðsyn og þýðingu máls- ins? Já, hvers vegna kann íhaldið aldrei að meta urn- bótamálin fyrr en aðrir hafa háð baráttuna íil sigurs? Þá finnst því sjálfsagt að fá þau sem skrautblóm í hatt- inn sinn og ber sig svo ó- höndulega eftir þeim, að það gerir sig að athlægi. Kvöldsvœfir eða hvað? TÍMfNN sagði ekki eitt orð í gær um frammistöðu Eysteins Jónssonar og Stein gríms Steinþórssonar í úl- varpsumræðunum í fyrra- kvöld. En hann gerði ann- að. Hann birti íeitletraða frétt um, að ádeilur stjórn- arandstæðinga hafi verið vanmáttugar! Manni deltur í hug í þessu sambandi, að blaða- menn Tímans séu orðnir svo kvöldsvæfir, að þeir hafi ekki haldið út að hlusía á ræður Eysfeins og Sfem- gríms, en gengið frá frétt- inní ujn málflutning stjórn arandstæðinga áður en út- varpsumræðurnar hófust. Þeir hafa vissulega ekki misst af miklu, þó að þeir færu í rúmið á undan ráð- herrum Framsóknarflokks- ins, enda ólíkt betra að fara snemma að hátta en vaka fram á nótt og verða miður sín. Hitt er illt til afspurn- ar, ef annað aðalmálgagn ríkissljórnarinnar dæmir ó- fluttar ræður eins og ástæða er til að ætla, að hent hafi Tímann. Og sé svo komið, aö blaða menn Tímans geti ekki vak að fram á lágnætli, þá ætti samstarfsflokkurinn að hlaupa undir bagga og lána blaðamann frá Morgun- blaðinu til að standa vörð- inn. Því að það má þó Morg unblaðið enn eiga, að það hefur fyrirkomulagsatriði lýginnar í sæmilegu lagi. Gerist áskrifendur blaðsins. Talið við afgreiðsluna. — Sími 4900 Tilkynning Samkvæmt samningi vorum við Vinnuveitendasamband íslands, atvimiurekendur í Hafnarfirði, Árnessýslu, Akranesi og Keflavík verður leigugjald fyrir vörubifreiðar frá og með deginum í dag og þar tiT öðruvísi verður ákveðið, sem hér segir: Dsgí'. Eftirv. Nætur og Fyrir 214 tonns bifreiðar 50.23 59.12 68.01 Fyrir 2í4 til 3 tonna hlassþunga 55,82 64,71 73,60. Fyrir 3 til 314 tonna hlassþunga 61,38 70,27 79,16 Fyrir 314 til 4 tonna htassþunga 66,96 75,85 84,74 Fyrir 4 til 414 tonna h'Jassþumga 72,52 81,41 90,30 Langferðataxtinn er óbreyttur. Reykjavík, 11. maí 1955, Vörubílstjórafélagið Þróttur Reykjavík Vörubílstjórafélagið Mjölnir Ámessýslu Vörubílastöð Keflavíkur Keflavík Vörubílstöð Hafnarfjarðar Hafnarfirði . . Bifreiðastöð Akraness Akranesi Vörubílstjórafélagið Fylkir Rangárvallasýslu. Baráttumaðurinn Arthur Deakin Alþýðublaðið VIÐ lát Arthurs Deakins hefur brezka verkalýðshreyf- ingin misst einn af sínum þróttmestu og sérkennilegustu leiðlogum. Hann tók við af Ernest Bevan sem foringi hins volduga sambands flutnigs- verkamanna, sem telur 1,3 milljónir meðlima, og er því enn sem komið er öllum óháð- um verkalýðssamtökum fjöl- mennara. Þeim svipar saman um margt, Bevin og Deakin. Báðir samsvöruðu þeir vei þeirri hug mynd, sem almenmngur gerir sér af verkalýðsleiðtogum, sterkbyggðir, þungir á bárunni og raunhæfir í skoðunum. Báð ir höfðu þeir mikinn áhuga á að kynnast því, sem var að ger ast 1 umheiminum, og létu sig allt þjóðlegt starf miklu varða, bæði á sviði verkalýðsmála og stjórnmála. Deakin hélt uppi sterkri and stöðu gegn kommúnistum, eins og Bevin. Hann hikaði hvergi við að lesa „atlaní-ossum“ þeirra pistilinn, og fengu Bev- anítar þar líka sinn skerf ó- mældan. Hvort sem hann tal- aði á verkalýðsráðstefnum eða flokksþingum. vakti mál hans deilur og rifrildi með framí- hrópum og hávaða, svo að lá við slagsmálum. Þá virtist hann fyrst í essinu sínu. Á stundum leit jafnvel út fyrir að hann legði sig í framkróka, til að æsa andstæðinga sína.. Hann var mótherji Bevans inn an brezku verkalýðshreyfing- innar, en átti það einmitt sam- mérkt með Bevan, að kunna bezt við sig í orrustugnýnum. Hann álti það íil að vera ofsafenginn og lillitslaus, þeg- ar því var að skipta. Hefði hann mátt ráða, mundi Bevan hafa verið rekinn úr flokkn- um fyrir löngu. En Deakin varð líka að heyja harða og langa baráttu við kommúnist- ana innan sinna eigin samtaka. Sennilega hefur ekkert brezki verkalýðssamband efnt til jafn margra ólöglegra verkfalla og samband flutningaverka- manna. Margir ásökuðu hann fyrir að stjórna hinu volduga sam- bandi sínu af skefjalausu ein- ræði. Persónuleiki hans var þó fjarskyldur einvaldsherrun- um. Erlendir blaðamenn átlu Arthur Deakin. til dæmis ekki jafn greiðan að- gang að neinum af brezku verkalýðsleiðtogunum og hon- um. Hann var alltaf þægilegur í viðmóti, og reiðubúinn að spjalla um alla heima og geima. Pólitísk áhrif hans eru vand- metin. Þau voru án efa sterk, og var þeim beitt til að slyrkja hægriarm verkalýðsflokksins. Hann var fulltrúi verkalýðs- samíakanna í brezkum sljórn- málum, og hafði ekki mikinii tíma aflögu til að velta vöng- um yfir almennum stjórnmál- um. í utanríkismálum var hann Bevin öruggur bakhjavl, — það sem mestu varðaði, var að efla vesturveldin, svo að þau væru sífellt reiðubúin til átaka við kommúnista. Sumir löldu, að hann heí’ði átt að verða eftirmaður Bevins sem utanríkismálaráðherra í nýrri stjórn verkamarmaílokksins. Af því varð samt ekkj_, en hon um gafst engu að síður tæki- færi lil að hafa mikil áhrif á starf og stefnu hinna óháðu alþýðusamtaka verkalýðsins, og* hann eignaðist marga góða og trausta vini meðal verka- lýðsleiðtoga um allan hinn vest ræna heim. Sfeypuverksmiðjan Frh. af 3. síðu.> erfitt hefur verið að fá inn- flutningsleyfi fyrir vélar frá útlöndum. Af þeim sökum hef ur verksmiðjan orðið að láta smíða nokkuð af véíum sínum ■hér á landi eftir erlendum f-yr irmyndum. Hafa þær eðlilega orðið mikið dýrari en hinar erlendu vélar, ef innflutnings leyfi hefði fengizt fvrir þeim. En ennþá þarf verksmiðjan að bæta við sig vélum frá út- löndum. 600 STEINAR Á DAG. Hráefni iil verksmiðjunnar er sólt í Álflarhóla við Sog, í Þorlákshöfn, í Bíldsfell við írafoss og í- Hvamm í Ölfusi. Undanfarið hafa verið fram- leiddir um 600 steinar á dag til jafnaðar, en auðvelt er að auka framleiðsluna. ÓDÝRASTA FRAM- LEIÐSLAN. Tekizt hefur að gera fram- leiðsluvörurnar ódýrari en í nokkurri annarri sfeypuverk- smiðju hérlendis og það jafn- vel þó að flutningskostnaður til Reykjavíkur sé talinn með. Standa vonir til, að unnt verði að halda verðinu niðri áfram.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.