Alþýðublaðið - 30.07.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 30.07.1955, Blaðsíða 5
Laugardagur ,30. júlí 1955 ALÞÝÐUBLAÐID « A D I S ÓTÍÐIN undanfarnar vikur! hefur valdið landsmönnum stór felldu tjóni og leitt í ljós enn einu sinni, hversu yið Islend- ingar erum háðir veðráttunni og náttúrunni. Véltæknin má sín lítils, þegar máttarvöldin eru annars vegar, þrátt fyrir þá gerbreytingu, sem hlotizt hefur af völdum hennar í þjóð lífi okkar. Reykyíkingum finnst þeir fara sumars á mis, þar eð sólin bregzt því hlut- verki sínu að skína. Þetta er viðhorf fyrstu sumarleyfakyn- slóðarinnar á íslandi. Von- forigði hennar eru skiljanleg. En bændur og búalið eiga meira í húfi. Afkoma þeirra er í hættu. Þeir eiga allt sitt und- ir sól og regni eins og forðum daga. Bregðist regn eða sól cr voðinn vís, og sé of mikið af öðru hvoru er vá fyrir dyrum þjóðarinnar. Ráð hennar er í skauti landsins. Vinningsvon Síldveiðin norðan lands er með betra móti í sumar, þó að ekki hefði aflamagnið þótt tíðindum sæta á þeim gömlu og góðu dögum, þegar síld óð um allan sjó nyrðra. En verð- mæti veiðinnar er orðið mik- ið, þar eð nær allur aflinn hef- ur verið saltaður. Þeir, sem mest bera úr býtum, geta gert sér góða afkomuvon á síldar- vertíðinni, og haldi veiðin á- fram eins og nú ho.rfir ætti foagur þjóðarbúsins að vænk- ast, enda mun ekki áf véita. Síldveiðarnar eru stopulasti at yinnuvegur íslendinga og minna helzt á happdrætti. En þegar stóru vinningarnir koma, er um mikla fjármuni að ræða. Vinningurinn í ár veröur ikannski ekki ævintýri, en hann er nógur til þess, að við miss- um eklti trúna á happdrætti síldveiðanna, þrátt fyrir von- ibrigði undanfarinna ára. { Hefnd, sem þegir t Atburðirnir innan lancís eru ékki sögulegri en svo í sumar, bótt sitthvað beri til tíðinda, ®ð landsleikur íslendinga og SDana í knattspyrnu hefur orð- ið almennt umræðuefni og bor jð mikið á góma í blaðaskrifum Þó fer því fjarri, að það mál |iafi enn verið krufið til mergj- ar, enda þegir landsliðsiiefndin jþunnu hljóði og lætur sem hún Viti ekki af þeirri gagnrýni, er Siún sætir. Sú afstaða verður áiaumast skilin á annan veg en fþann, að hún kjósi haidur skammarlega þögn en tvísýna jmálsvörn. Það segir meira en lítið um málstaðinn. íslendingar töpuðu knatt- Spyrnukeppninni við Dani af því að undirbúningur lands- leiksins var í stakasta ólagi. í jþví efni endurtekur sig sama sagan ár eftir ár. Ástæðan er SÚ, að yfirstjórn knattspyrnu- málanna er ekki vanda sínum ýaxin. Að þessu sinni rak hver yfirsjónin aðra. En sannarlega er hart að una þessu, þegar að því er gætt, að íslendingar eiga mörgum mikilhæfum iknattspyrnumönnum á að skipa og gætu gert sér rökstudd ar sigurvonir, ef forustumenn- Srnir kynnu til verks og gerðu Bér grein fyrir ábyrgð sinni. I Hrópleg ósanngirn! 1 Auðvitað varð ósigurinn í landsleiknum við Dani til þess, að ýmsar furðusögur hafa kom izt á kreik. Sumir kenna Al- bert Guðmundssyni um hrak- farirnar. Aðrir beina ásökun- um sínum að Ríkharði Jóns- syni og félögum hans frá Akra nesi. Hvort tveggja er fjarri öllu lagi. Albert og Ríkharður gátu sér ekki þann orðstír, sem menn vohuðú ög vildu. En þau úrslit stöfuðu áreiðanlega ekki af því, að þeir kUnni ekki knatt spyrnu. Albert sýndi og sann- aði í keppni Vals við saxnesku knattspyrnumennina í vor, að hann er enn göldróttur í fótun um, þó að hann hafi ekki æft í vetur eða vor eins og hanh hefur gert sem atvinnumaður erlendis. Og sú ályktun nær engri átt, að hann hafi geng'ið óæfður til landsleiksins. Hann bjó sig undir þrekraunina eins og hinir, og snillingur verður ekki klaufi á nokkrum dögum. Hitt er annað mál, að einstak- ir knattspyrnumenn eru mis- tækir. Það á einnig við um knattspyrnulið, sem mynda samfellda heild og eiga að vera sigurstrangleg eftir öllum lík um að dæma. Þetta sést meðal annars á þvíy að Akumesingar skyldu tapa fyrir KR-ingum á íslandsmótinu, þó að engum detti í hug að vefengja það, að Akurnesingar beri langt af öðr um knattspyrnufélögum okkar. Dugnaður og skotfimi Ríkharðs Jónssonar hefur þótt undrum sæta árum saman. Samt mis- tókst honum eins og Albert Guðmundssyni að tryggja ís- lendingum sigur yfir Dönum. En hvorugur hefur gert það að gamni sínu að bíða ósigur. Og það er hneyksli, ef reynt or að gera lítið úr þessum frábæru knattspyrnuköppum. Slík við- leitni verður knattspyrnuíþrótt inni til áfalls. Og þetta er hróp leg ósanngirni af því að sökin er ekki hjá leikmönnunum heldur óvitrum foringjum, sem draga sig þegjandi í hlé, þegar þeir, sem viðureignina háðu, sæta aðkasti vegna yf.ir sjóna og mistaka forustu- mannanna. Fráieif áiykfun Þær raddir heyrast, að Akur- nesingar hafi horft aðgerða- litlir upp á ósigur landsliðsins til þess að fá færi á að gera betur í viðureign sinni við Danina. Fátt er þó fráleitara. Eða halda menn, að hrakfarir Akurnesinganna í keppninvú við KR hafi stafað af því, að þá hafi langað að tapa íslands mótinu? Og dettur nokkrum manni í hug, að Akurnesing- arnir kunrii ekki knattspyrnu af því að þeir töpuðu íslands- mótiriu? Þétta eru fjarstæðúr. Allir vita, að Akurnesingar eru svo mikilhæfir knattspyrnu menn, að úrvalsliði Reykjavik- urfélaganna stoðar ekki að reyna að bjóða þeim byrginn. Samt hendir það, að þeir bíða óvæntan ósigur, sem naumast verður útskýrður. En þetta er alltaf að gerast í knattspyrnu. Úrslit sérhverrar keppni eru tvísýn. Skipulagið bregst, og tilviljuriin segir til sín. En þáð þarf ekki að stafa af svikum eða ódrengskap, þó að allt of oft sé höfðað til þeirra hvata í skýr ingarskyni eftir á. Albert Guð- mundsson og Ríkharður Jóns- son ættu að svara þessum til- efnislausu og ámælisverðu að- dróttunum með því að taka höndum saman, hjálpast að til að ísland eignist samstætt og einhuga landslið í kriattspyrnu, þrátt fyrir óstjórn forustu mannanna, og láta verkin tala í farsælu og drengilegu sam- starfi. Það er okkar von. Sundr ungin gerir hins vegar illt verra. Hver er sekur! Valið á fyrirliða íslenzka landsliðsins í keppnmni við Danina þykir orka tvímælis. Það er ofur skiljanlegt. Gera varð upp á milli tveggja manna, sem báðir áttu veg- semdina skilið og voru vand- anum vaxnir í ríkum mæli. Albert Guðmundsson er fræg- asti og viðurkenndasti knatt- spyrnumaður, sem íslendingar hafa eignazt, nýkominp heim eftir glæsilegan frægðarferilJL erlendis og ríkur að reynsíu og þekkjpgti á-íþróttinni. Rík- harður .Jónsson hefur sem .knattspyrnumaður borið af ■heimamönnum árum saman og er ókrýndur konungur kapp- anna af Akranesi. Hvorn átti að velja? Skoðanirnar hljóta að verða skiptar. Ríkharður varð fyrir valinu. Og svo er skrafað og skrifað. En val fyr- irliðans kemur ósigrinum ekk- ert við. Danirnir báru ekki sig urorð af íslenzka landsliðinu vegna þess. — Þeir sigruðu af því að leikaðferð þeirra kom keppinautunum á óvart. For- ustumennirnir hér höfðu van- rækt að afla nauðsynlegra upp lýsinga um danska landsliðið, (Frh. á 7. síðu.) AKURNESINGAR og Vík- ingur kepptu í íslandsmótinu s.l. fimmtudagskvöld. Var iþetta- tíundi leikúr mótsins. ' Akurnesingar sigruðu svo sem vLð var búizt. í fyrri hálfleik skoruðu þeir tvö mörk gegn engu, en í þeim siðari fjögur mörk gegn einu. Dómari var Ingi Eývinds Áhorfendur voru fáir. FYRRI HÁLFLEIKUR 2:0 Akurnesingar áttu völ á imarki og kusu að le ka undan allmiklum vindi. Á 6. mínútu fengu Akurnesingar- sjt- fyrsta marktækifæri. Hallóór sendi vel fyrir og Þórður Þórðarson skallar á marklð, ..en Ölafur fær bjargai^með því að slá yfir. þitljfþsióar eiga Víkingar færi á Akranesmarkið upp úr all- snarpri sóljijj,.. sem endar á 'skoti miðherja þeirrá, en of háu. Var þetta tæk.færi eitt það helzta, sem Víkingarnir fengu í þessum halfleik. Þeir áttu gegn vindi að sækja og sterkri vörn, sem gaf þeim ekki mik.nn tíma eða mögu- leika. Hins vegar vörðust þeir furðu vel, en einkum þó .mark vörðurinn, sem bjargaði íivað efiir annað markinu í yflrvof- andi hættu. Til dæmis á 20. mínútu þegar Halidór sendi Þórði knöttinn með ágætri sendingu og hann skýtur þeg- ar í stað be!nu og föstu skoti, en Ólafur sló knöttinn yfir, og sömuleiðis á 30. mínútu þegar Þórður er af.tur í færi, kominn inn fyrir vörnina, en markvörð urinn hleypur út og lokar marktnu og fær gripið knöít- inn. Það yar ekki fyrr en fimm mínútum síðar að Akurnesing' ar skora sitt fyrsta mark. En að því marki unnu þeir þrír, Halldór, sem fær knöttinn sendan frá Ríkharði, en hann sendir hann þegar fyrlr iit Þórðar Þórðarsonar, sem á opið færi á markið og skorar með föstu skoti. Fimm mínútum síðar bæta svo Akurnesingar öðru marki við, og aftur er það Þórður Þórðarson, sem það gerir, en Ríkharður sendi hon- um knöttinn þá. Fleiri mörk voru svo ekki skoruð í þessum hálfleik. SÍÐARI HÁLFLEIKUR 4 : 1 Flestum fannst Víkingar standa sig furðu vel það sem af var leiknum. Bjuggust marg i ir vlð að þeim myndi í þessum i hálfleik takast að jafna metin, þó við harðsnúna væri að eiga. Nú kæmi vindurinn til Ilðs við þá og veitti þeim aukinn styrk. Og sjá, ekki liðu heldur nema tæpar þöár. jnínútur, áður en Víklngum tókst að skörá. MÍeð furðu snöggri sókn tóksl þeim að komast inn á vítateig svo að segja hindrunarlaust, og vegna mistaka v a rn a r m ó I h erj an n a, þar sem markvörðurinn hleyp ur út, lendir á öðrutn bakverði sínum og þeir vslta hvor um annan. þveran, . en knÖtturinn lapast fyrir fæ.lur vinstrj inn- herja Víkings, Pét.urs Bjarna- sonar, sem skorar þúgar í siað’. Við rnark þetta hijóp allmikið aukið fjör í leikinn, en einkum (Frh, á 7. síðu.) Samtal við Turville-Petre Ahuginn fyrir islenzkutn Iræðum hefur sfóraukizf í Breflandi Almenningur þar vill Islenzkan fisk SÁ, sem gengur Reykjavík- urgöturnar í rigiringanni þessa- dagana, rekur augun í fjölda fólks, sem að útliti og klæða- burði stingur í .stúf við það am eríkulega yfirbragð, sem ís- lendingar virðast vera meira ög meira að tileinka sér. Hann hugsar: útlendingur, reyni-r kannski að heyra fáeinar gléfs ur úr elnhverri framandi tungu til að seðja ío'rvitnina og svo: jæja. En ef hann hittir fyr ir mann í manchester-buxum og tweedjakka, sem hann myndi leggja sál sína að veði fyrir að væri enskur, og hann heyra- þann mann tala ís- lerizku hreimlítið og réttar en margur landinn, þá segir hann kannski meira en jæja. Mikil ósköp, maðurinn er enskur. Hann heitir Gabriel Turvilte- Petre, er prófessor í íslenzkum fræðum í Oxford, hefur komið hingað allt að 15 sinnum og er sagður tala íslenzku bezt allra þeirra, sem hafa ensku að móð urmáli. HUGSAR Á ÍSLENZKU Fyrst kom prófessor Tur- ville-Petre hingað árið 1928, þá Oxford-slúdent, dvaldi í eina 6 mánuði, kunni hrafl í mál- inu áður en hann kom, en ^í- -bffir G. Turville-Petre. talandi og veltalandi á ís- lenzku, þegar hann fór. Hann ségir, að áhugi sinn fyrir ís- lenzku og íslenzkum fræðum hafi vaknað, er hann las endur sögn á Grettissögu tíu ára gam all. Sá áhugi hefur ekki dofn- að, í dag er Grettja honum enn dýrmætari; sjálfur situr hann nú á kennarastóli Guðbrands Vigfússonar í menntasetri Breta, háskólanum í Öxna- furðu. Fyrlr styrjöldina kom hann hér iðulega. Einu sinni að af- loknu prófi að vori keypti hann sér hest austur á fjörð- um, flakkaði um ’andið til hausts og sneri sér þá aftur að skruddunum. Á Fljótsdalshér- aði og í Skaftafellssýslum þyfeir honum fegurst á íslandi, en Vestfirði á hann eina eftir ó- séða. Á síðustu árum hefur hann komið hingað ívið sjaldn ar og dvajlð skemur, vegna anna, en aðalerindið hingað nú segir hann hafa verið að íá tækifæri til að lesa íslenzkar bækur og handrit, sem erfitt væri eða ókleift að fá í Bret- landi. Og hann er ekki búinn að vera marga daga, þégar hann er farinn að hugsa á ís- lenzku. ' 'é" í HANDRÍTIN IIEIM! 1 Prófessorinn segir, að áhugl á íslenzkum fræðum hafi auk- izt stórum í Bretlandi og hin- um enskumælandi heimi yfir- leitt síðustu líu ár. Hann telur mikilsvert að fá þýdd verk ís- lenzkra fræðimanna á alþjóða tungur. .Þá er ekki síður mik- ilsvert, að erlendir íræðimenn leggi stund á íslenzk fræði til að fá fleiri sjónarmið annarra , é; _ 1 (Frh. á 7. síðu-J.__*

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.