Alþýðublaðið - 09.08.1955, Page 4

Alþýðublaðið - 09.08.1955, Page 4
4 ALÞVÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. ágúst 1855. Nýkomin, margar stærðir, mjög falleg, Einnig hollenzku gangadreglarnir í öllum lit og breiddum, $ ý S V s s s s s s s s s s s iS 4 4 ,s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ,s s s |S 4 4 4 4 4 4 .4. 4 4 5 4 4 :4.: S' 4 y 4' 4 - 5 4 ,s s s s s s s s s s s s Útgefandi: Alþýðufloh\urinn. Ritstjóri: Helgi Seemundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15.00 á mánuði. í lausasölu 1,00. Farsœl stefna VOPNIN voru ekki fyrr þögnuS í síðari heimsstyrj- öldinni en ótti við nýjan hlldarleik sagði til sín. Síð- an jókst þessi ótti við kajda strlíðið, Beríínardeiluna og Kóreusiyrjöldina. Og enn gætir hans um gervallan heim, þrátt fyrir honfurnar á batnandi sambúð stórveld anna eftir Genfarráðstefn- una. Mannkyn:ð þráir frið en finnst sem það skynji skuggann af nýrri styrjöld. Mikið hefur verið rætt og ritað um sættir, frið og af- vopnun undanfaiin ár, og áróðurinn í því sambandi sæiir undrum. En þær um- ræður hafa ekki snúizt nema að litlu leyti um aðlatriði málsjns. Friðarsókn komm- únista hefur einskorðazt við þá hugmynd, að ?agt verði bann við framleiðsiu kjarn- orkuvopna. Ástæðan er auð vitað sú, að Sovétríkin standa Bandaríkjunum og Vesturveldunum að baki á sviði kjarnorkunnar. En vissulega þarf meira t:i að tryggja frið en banna kjarn orkuvopn, þó að heiminum stafi mest ógn af þeim. Þess vegna er miki.ll viðburður að ávarpi því um afvopnun- armáltn, sem brezki heim- spekingurinn Bertrand Rus- sell og kjarnorkufræðingur inn Albert heitinn Einstein 'höfðu for.ustu um og nú hef- ur unnið fylgi fjölmargra vísindamanna austan og vestan járntjaldsins. Megin- efni þess er að skora á stór- veldin að leysa öll deilumát sín við samningaborðið, koma á allþjóðlegu eftirliti með hersfyrk allra þjóða cg hefjast handa um afvopnun. Fyrir þeim vakir, að'vígbún aðarkaþphlaupinu sé hætt og fundin héildarlausn þessa vandamáís. Framtíðardraum ur Bertrands Russells er sá, að eýistakar þjóðir hætti vígbúnaði og vcpnafram- )eiðs]u og að ekki- verði til neinn her nema á vegum Sameinuðu þjóðanna til eft- irlits áþekku því, sem lög- regla hinna einstöku landa annast á friðartímum. Öllum hlýtur að liggja í augum uppi, að hér er mót- uð farsæl stefna. Bannið við framleiðslu kjarnorkuvopna er fjarlægur óskadraumur, meðan sundrung og tor- tryggni einkennir sambúð stóhveldanna, Tortryggnma verður að uppræta í starfi, sem leiði tll skilnings og ör- yggis. En sá áfangi næst ekki fyrr en stórveldin treysta hvert öðru í svo rík- um mæli, að þau þori að hætia vígbúnaðinum og vopnaframleiðslunni af þvi að þau þykist þess fullviss, að um hættu á árás sé ekki framar að ræða. Russell og Einstein hafa bent á nauð- syn þessa og talið afvopn- un undir alþjóðlegu eftjr- liti einu leiðina út úr ógöng unum. Þeir hafa fundið kjarna málsins. Friðarsókn, sem miðast við hagsmuni þessa eða hins slórvetdis, orkar engu til lausnar á vanda heimsmál- anna. Úrræðið er, eð forustu rnenn þjóðanna jafni ágrejn inginn, sem uppi er, og láti öryggið sigra óttann. Góðu heilli hefur mikið áunnizt í þessu efni undanfarna mán- uði eftir að stórveldin sinnlu þeirri kröfu jafnað- armanna að láta „hina stóru“ reyna sættir. Enn fer því fjarri, að ótvíræður ár- angur hafi náðst, en breyl- ingin til batnaðar er svo augljós, að hún vekur ærnar vonir. Næstu vikur og mán- uði mun sannast, hvort ósk- in um afvopnun fær á sig mynd veruleikans eða held- ur áfram að vera fagur draumur. íslendingar hljóta að fylgjast með þessum atburð um af jifandi áhuga. Högum okkar er þannig háttað, að ísland nýtur ekki lengur fiarlægðar og einangrunar. Við erum orðinn óaðskiljan- legur ihluti af heiminum, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sú staðrejmd hlýt- ur að móta afstöðu okkar í utanríkismálum. Hitt e.r annað mál hvernig haga beri framkvæmd þeirrar stefnu, sem. íslendingar hafa inarkað og hljóta að fylgja í framtíðihni. Breytingarnar eru svo stórstígar og snöggar, að fjarlægðirnar virðast úr sögunrti. Nú komast menn- irnir á klukkustundum vega lengdir, sem íorðum voru lagðar að baki á vikum og mánuðum. Okkur dreymir jafnvel um framtíðarferðir til tunglsins og annarra hnatta úti í himingeimnum. En ná forustumenn stórveld anna saman til skilnings og samstarfs? Undir því er heimsfriðurinn kominn. Meistaramótíð í ■ r rótfum AÐALHLUTI Meistaramóts íslands í frjálsum íþróttum fór fram s.l. laugardag og sunnu- dag. Af meistaramóti að vera var'heldur mikil devfð á mói- inu, en nokkrir beztu íþrótta- menn landsins voru forfallaðir svo sem Þórir Þorsteinsson, Guðmundur Hermannsson og Stefán Árnason. UNGLINGA- OG DRENGJAMET. Var afbcagðsgolt til laugardag, hlýtt og Auglýsið í Alpýðublaðinu Svavar Markússon. vestan andvari. 1 fyrstu grein dagsins kom líka strax drengja met, en þar var að verkj Ir.gi- mar Jónsson, sem bæiti drengja met Hauks Clausen í 400 m grindahiaupi um 3/10 úr sek. Tómas sigraði örugglega og er orðinn mjög góður í þessari grein. 800 m hlaupið var mjög gott, þrátt fyrir fjarveru Þóris, en 'búast má vjð því, að met Óskars frá 1948 ihefði fokið veg allrar veraldar, ef hann hefði getað verið með. Snúum okkur nú að hlaupinu. Svava.r tók strax forystuna og hljóp fyrri hringinn á 55 sek, hann héjt hraðanum vel og kom í mark á glæsilegu unglingameti 1:54.3 aðejns 3/10 frá áðurnefndu meti. Dagbjariur hljóp einnig mjög vel og náði sínum lang- bezta tíma, 1:57,5, sem er nýtt drengjamet. Bezti tími Dag- bjartar áður var 2:02.2, svo að framfarirnar eru ekki litlar. Þórir átti bæðj drengja- og unglingametið, í 800 m bættu allir keppendur tíma sinn um margar sekúndur. Tíminn í 200 m var ekki góð ur, enda var golan þó að lítii væri' á móti mejri h]uta leið- arinnar. Guðmundur hafði for- ystuna, þar til 50 m voru eftir, þá skorli úthaldið. Kristján .sigraði auðveldlega í 5000 m, en Sigurður var ekki vel fyrirkaWaður. Kristján tók ekki nærri sér ssinni hluia hlaupsins og yantaði aðeins keppni til að hlaupa á bet": tíma. JÓEL MEISTARI f 10. SKIPTI í RÖÍ>. Jóel sigraði með yfirburðum í spjótkastinu eins og venju- lega. en þetta er tíunda meist- arastig hans í röð í þessari grein og gerj aðrir betur! Ing- var og Pétur komu mjög á ó- vart, en þeir bæítu árangur sinn um marga metra. Kringlukastið var sérstak- lega tvísýnt iog árangur góður, einn maður yfir 48 m og fjór- ir yfir 47,50 m, það eru ekki margar þjóðir í Evrópu, sem ejga betri topp í þessari grein. Skú]i sigraði með yfirburð- um i kúluvarplnu, en hann er ekki nógu öruggur í hringnum, sem stafar af lítilli æfingu, en vonandi bætjr Skúli sig næstu vikur. í sleggjukastinu er Þórður h!nn ósigrandi maður og kast- aði í fjórða skip ji í sumar yfi-r 51 m. Einar og Frjðrik áttu báðir ógild köst um 50 m. VILHJÁLMUR 14,84 . . . Árangur fyrsta manns í þrí- stökkinu var ágætur, en Vil- hjálmur tók aðe ns þrjú stökk, afrek hans er bezla afrek meist aramótsins friam að þessu. Guð laugur hefur ekki stokkið svona langt áður. Hástökk og langstökk voru lélegar greinar 1,75 og 6.72 á ekkj að nægja til að verða ís- landsmeistari. Guðmuníur Vilhjálmsson sigraði örugglega í 100 m, en mótvindur var töluverður- Tómas sigraði Hörð í 400 m eftir mjög harða keppni. ÚRSLIT: 100 m: ísl. meistari Guðm. Vilhjálmsson, ÍR, 11,4, 2. Sig- mundur Júlíusson, KR 11.6. 3. Vilhjálmur Ólafsson, ÍR, 11.6 4. Guðjón Guðmundsson, KR, 11,9. 200 m: ísl meistari Ásmund- ur Bjamason, KR, 22,7. 2. Sig- mundur Júlíusson, K-R, 22,8. 3. Guðm. Vilhjálmsson, ÍR, 29,9 4. Guðjón Guðmundsson, KR, 23,2. 400 m: ísl. meistarj Tómas Lárusson, KR. 51,4. 2. Hörður Haraldsson, Á, 51,4. 3. Dag- bjartur jStfgssorv, Á, 53,4. 4. Karl Hóím, ÍR, 57,0. 800 m: ís'l. meistari Svavar Markússon, KR, 1.54,3 (ung- lingamet). 2. Dagbjariur Stígs son, Á, 1:57,5 (drengjamet). 3. Rafn Sigurðsson, ÚÍA, 2:03,2. 4. Hermann Stefánsson, Á, 2: 06,3. 1500 m: ísl. meistari: Svavar Markússon, KR, 4:06.8. 3 Krist ján Jóhannsson, ÍR 4,16,0. 3. Kristl. Guðbjörnsson, Self., 4:22,2. 4. Þónhallur Guðjóns- son, UMFK, 4:32,0. 5000 m: ísl. meistari Krjst- ján Jöhannsson, ÍR, 15: 32,8. 2. Sig. Guðnason, ÍR, 16:51,8. 3. Hafsteinn Sveinsson, Se]f., 17:11,4. 400 m gr.: ísl. meislarj Tóm- as Lárusson, KR, 57,2. 2. Ingi- mar Jónsson, ÍR, 59 6 (drengja met). 3. Hjörleifur Bergst., Á, 61,6. Hástökk: ísl. meistari Gísli Guðmundsson, Á, .1.75. 2. Ing- ólfur Bárðarson, Se]f., 1,70. 3. Ingvar Hallstelnsson, FH, 1,70. 4. Hetgi Trausíason, KR, 1,65. Langstökk: ísl. meistari Ein- ar Frímannsson, KR, 6,72. 2. Helgi Björnsson, ÍR, 6.54 3. Pétur Rögnvaldsson, KR. 6,31. 4. Björn Jóhannsson, UMFK, 6,13. Þrístökk: ísl. meistari Vil- hjáimur Einarsson, UÍA, 14.84. 2. Guðlagur Einarsson, UMFK, 13,75. 3. Brynjar Jensson, Snæ- fell, 12,56. 4. Valbjörn Þorláks son, KR, 12,32. Kúluvarp: ísl. me.stari Skúli Thorarensen, ÍR, 14 82. 2. Hall grímur Jónsson, Á, 13,77. 3. Eiður Gunnarsson, Á, 13.07. 4. Trausti Ólafsson, HSK, 12,40. Kringlukast: Isl. meistari Þorsteinn Löve, KR, 48,03. 2. Hallgrímur Jónsson, Á, 47,81. 3. Þorst. Alfreðsson, Á, 47,74. 4. Friðrik Guðmundsson, KR, 47,56. Spjótkast: ísl. meistari Jóe.l Sigurðsson, ÍR, 60,07. 2. Ing- var Hallsteinsson, FH, 53,87. 3. Pétur Rögnvaldsson, KR, Jóel Sigurðsson. 53,50. Björgvin Hólm, ÍR, 52,15. 110 m gr.: ísl. meislari Pétur Sleggjukast: ísl. nreist. Þórð- Rögnvaldsson, KR, 16,4. 2. ur B. Sigurðsson, KR, 41,T3. Björgvin Hólm, ÍR, 18,1. 3. 2. Einar Ingimundarson,- UM Guðf. Sigurvinsson, UMFK, FK 44,67. Þorvarður Arinbj., 19,1. UMFK 42,89.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.