Alþýðublaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.09.1955, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Fösíodagur 2. september 1955 20.30 Útvarpað frá tónleikum RíkisútvarpsinS í Þjóðleik- húsinu: a) Septett op. 20 eft- ir Beethoven; b) Einsöngur: Guðm. Jónsson óperusöngv- ari syngur átta ísl. lög, Fritz Weisshappel leikur undir; c) Passacaglia í f-moll eftir Pál ísólfsson. Sinfóníuhljóm- sveitin leikur undir stjórn höfundar. — í hljómleika- hléinu um k}. 21.15 flytur Ævar Kvaran þáttinn „Úr ýmsum áttum. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: „Eyðublaðið“, smásaga efiir Hugrúnu). 22.20 Dans- og dægurlög af plötum. 23.00 Dagskrárlok. Rosantond Mars a FLOTT KROSSGÁTA NR. 890. í 2 3 V 5' í 7 9 4 10 li IZ O 1? IS fí L ii Lárétt: 1 mannsnafn 5 rán- dýr, 8 vigtuðu, 9 tveir sam- stæðir, 10 farga, 13 bókstafur, 15 þykkildi, 16 nema, 18 satt. Lóðrétt: 1 aðgætinn, 2 tóbak, 3 fljót, 4 sápa, vórumerki, 6 tölur, 7 skemmast, 11 reykja, 12 gimsteinn, 14 slefna, 17 á stundinni. Lausn á krossgátu nr. 889. Láréít: 1 afstæð, 5 örla, 8 örla, 8 gala, 9 au, 10 gull, 13 ■já, 15 slor, 16 ótta, 18 auðna. Lóðrétt: 1 augljós, 2 flag, 3 Söl, 4 æla, 6 rall, 7 aumra, 11 ■ust, 12 logn. 14 áta, 17 að. Sendihílasiöð Hafnarfjarðar Strandgðtu 50. SÍMI: 9790. X Heimasímar 9192 og 9921. X \*r**r*r~*~r*, \ S Vinnubuxur Verð kr. 93,00 Vinnuskyrtur. verð kr. 75.00. TOLEDO Fischersundi. f'**r**r*r~*«r*^r*«r*r~*r-*- ;Sðmú9arkort hraðaði mér burtu, hvað nú, ef Andrea lægi svona fyrir dauðanum? Það var farið að skyggja, þegar ég sá turn- ana í Síena bera við blóðrauðan himininn. Fólkið streymdi burt úr borginni. Eg sá móð- ur- og föðurlaus brön, grátandi, kveinandi, hungruð og þyrst. Á einum stað hafði fólk safnazt saman fyyrir utan borgarmúrana. Eg vissi ekki, hverju þetta sætti. Þegar ég kom nær, frétti ég, að þetta var fólk, sem orðið var veikt. Þarna var því ætlað að deyja. Hér og þar voru vopnaðir hermenn. Þeir réðu ekki við fólkið, sem streymdi út úr borginni, en hlutverk þeirra var ao koma í veg fyrir rán og gripdeildir. Á einum stað í borginni grúfði reykjar- mökkur yfir. Eg frétti líka hverju það sætti. Það var verið að brenna lík látinna manna og kvenna. Kirkuklukkum var hringt í sífellu. Tveir unglingar gerðust nærgöngulir um of. Þeir vildu komast yfir múldýrið mitt. Eg rak þá burtu með svipunni. Óður maður æpti í sífellu: Eg er dauður! Dauður, dauður! Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hvílík ur voði var hér á ferðum? Mér var viðstöðulaust hleypt inn um borg- arhliðin. Eg hélt rakleitt áleiðis til skósmíða- vinnustofunnar og eins hratt og múldýrið komst. Dyrnar voru opnar. Eg kallaði: Júlíus de Sanctis! Eg stökk af baki og barði að dyr- um eins og óð væri. Andrea, Andrea! Út um glugga yfir dyrunum kom í ljós nauð- rakað karlmannshöfuð. Það var Ciacomo munkur. Hann þekkti mig ekki strax, búning- urinn villti honum sýn. Svo áttaði hann sig, kallaði svo hátt að undir tók í nærliggjandi húsum: Madonna Bianca, Madonna Bianca! — Komdu inn! Vertu velkomin, madonna Bianca. Eg þaut inn og hljóp upp stigann eins hratt og fæturnir gátu borið mig. Eina orðið, sem ég gat komið upp, var: Andrea? Ciacomo benti með höfðinu í átt til dyra nokkurra, til Vinstri handar við uppganginn. Er hann .... er hann veikur? Munkurinn kinkaði kolli. Sjálfur var hann tekinn til augnanna, annað hvort fárveikur eða hann hafði ekki sofið dögum saman. Við vor- um búnir að vinna dag og nótt í langan tíma, þangað til Andrea féll. En nú get ég farið að vinna aftur, þú gerir fyrir Andrea, það sem hægt er, meðan nokkuð er fyrir hann að gera. Allt í kringum okkur eru dauðvona menn, hundruðum og þúsundum saman; það er hart að geta ekki einu sinni veitt þeim sakramentin. Hann vék til hliðar og lét mig komast fram hjá mér. Inni í lítilli og loftlausri kompu lá Andrea á hálmbing. Hann' var ekkert nema beinagrindin. Eg reyndi að kæfa ópið, sem vildi brjótast út, tókst. það, en ekki nerna til hálfs. Munkur, hversu langt er síðan hann veiktist? Tveir sólarhringar. Hann getur ekki átt langt eftir. Munkurinn hvarf. Eg kreppti hnefana til þess að halda tárunum í skefjum. Andrea andaði mjög ótt; andlit hans var ná- fölt og það sló á það annarlegum gljáa. Við hlið hans á gólfinu voru tvær krukkur með köldu vatni, sem munkurinn hafði kælt enni hans með. Það var líka ávaxtasafi í glasi og spónn hjá. Eg hófst þegar í stað handa, kældi andlit hans og brjóst, dreypti ávaxtasafa á varir hans og hagræddi höfði hans. En er á leið nóttina, sá ég mér til ósegjanlegrar skelfing- ar, að barátta mín var vonlaus. Hann var dauðvona. Andardráttur hans var svo ör, að varla var hægt að merkja skil milli inn- og útöndunar. Hræðilegur skjálfti fór um hann allan, krampakennd flog; hann reyndi að læsa nöglunum í hvað, sem fyrir var. Þegar fyrsta sólargeislann lagði inn um gluggakytruna, — opnaði hann augun. Það er Bianca þín, hvíslaði ég. Vertu hugrakk- ur, ástin mín. Þú berst eins og hetja! Reyndu að berjast eins og hetja. Það fóru kippir um augnalokin. Eg heyrði hann tauta: Ert þú hinn gullni engill? Já, já. Eg er hinn gullni engill! Þinn eng- ill. Eg kom til að færa þér bókina. Eina ein- takið, — manstu? Eintakið, sem þú sendir mér. Eg hef það hérna. Það er þitt. Vertu hug- rakkur, Andrea. Þú munt lifa! Eg hef ekki meira að gera. Starfi mínu er lokið. Nú tekur þú við. Útbreidau boðskap frelsarans.....Kippir fóru um líkamann. — Guði sé lof! Það voru seinustu orð hans. Hann var dáinn. í örvæntingu fleygði ég mér ofan yfir líkið og kyssti háls hans, brjóst og sollnar varirnar. Dauði! Taktu Biöncu líka! Taktu Biöncu líka, öskraði ég tryllingslega. Hversu lengi ég þannig lá með höfuð mitt á stirnuðum armi Andrea vissi ég ekki. Reykj- arilm lagði að vitum mér, sterkan, megnan þef, Það var kominn dagur að kvöldi. Himininn var dimmur. Flöktandi bjarma af eldtungum sló á þann litla hluta hans, sem greindur varð út um gluggakytruna. Eg þusti niður stigann og út á tröppurnar. Strætið logaði. Skugga- legar mannverur skálmuðu fram og aftur með logandi kyndla í höndum. Þeir báru elda að hverju húsinu á fætur öðru. Komdu, kona! Forðaðu þér! Hér verða öll hús brennd til kaldra kola! Hvað um líkið? Eg snéri við inn í húsið, en það var um seinan. Það stóð þegar í björtu báli. Glóandi eldtungur lagði á móti mér inn- an úr húsinu og hitinn og svælan hröktu mig öfuga til baka. Eg hljóp niður tröppurnar. Maður með kyndil hafði leysi múldýrið mitt. Það prjónaði og jós, tryllt af hræðslu og æddi inn í eldhafið. Burt úr strætinu! öskruðú kyndilberarnir. Eg sogaðist inn í haf syngjandi múgs, villtra manna og kvenna, sem ekki réð lengur við tilfinningar sínar og vildi heldur ekki reyna það. Það var sungið, sungið, hersnögvar, klám- vísur, ættjarðarsöngvar og sálmar, hvað inn- an um annað og óskipulega. Komdu, stúlka! æpti hrotti nokkur og greip mig sterkum tök- um. Komdu! Dansaðu! Líkamir samanslungnir eins og snákar. Haf líkama manna og kvenna, trylltra dýra. Lifið, lifið! Á morgun munum við deyja! Deyja, deyja! Það snarkaði og brast í brennandi húsunum umhverfis, reykurinn fyllti vitin, bölv og formælingar bergmáluðu frá vegg til veggjar, frá húsi til húss. Æðið Slysavarnafélaga íslanda S kaup* flestir. Fást hjá) slfsavarnadeildum tan ý land allt. 1 Reykavík ÍS Hannyrðaverzlunirmi, ) Bankastræti 6, Verzl. Gunn ^ þórunnar Halldórsd. og ^ skrifstofu félagsins, Gróf-S In 1. Afgreidd í síma 4897.) — Heitið á slysavarnafélag X ið. Það bregst ekki. \ ^DyalarhelEniIi a! sjómanna * * Minningarspjöld fást hjá: ^ Happdrætti D.A.S. Austur j stræti 1, sími 7757. S Veiðarfæraverzjuniii Verð) andi, sími 3786. s Sjómannafélag Reykjavík.^ ur, simi 1915. ^ S Jónas Bergmann, Háíeig*- ^ veg 52, sími 4784. 'j Tóbaksbáðin Boston, Lauga^ veg 8, sími 3383. ^ Bólcaverzlunin Fróði, ^ Leifsgata 4. ’ $ Verzlunin Laugatefgur, ) Laugateig 24, sími 8166« | Óíafur Jóbannsson, Segá-^ bletti 15, sími 3096. $ Nesbúðin, Nesveg 39. ^ Guðm. Andrésson gullsia,,^ Laugav. 50 sími 376t. $ í HAFNARFIRÐI: ^ Bókaverzjun V. Leng, ^ ifmi 9288. i ) Minningarspjöld S verzl. Refill, Aðalstræfi 12 ( i, (áður verzl. Aug Svend- S 'sen), í Verzluninni Victdr, S ( Laugavegi 33, Holts-Apö- X S tekii,, Langholtsvegi 84,' ^ Verzl. Álfabrekku við Suð- ^ urlandsbraut, og búð, Snorrabraut Þorstelna-: 61. sSmurt brauð LáL X ,) s ) s s S MATBARINN ) Lækjargötu S. S Sími 80340. ^Ora-viSgerSlr. c ) Fljót og góð afgreiðsla.5 S GUÐLAUGUR GÍSLASON,^ S Laugavegi 65 X ) Sími 81218 (heima). > * og snittur. ) Nestispakkar. s Ódýrast og bezi ViD-^ samlegast pantið meðí fyrirvara. , C n ?r*w * ■L ) 4 )Hús @f íbúðir af ýmsum stærðum i S bænum, úthverfum bæj-) arins og fyrir utan bæinn ^ til sölu. — Höfum éiímig ( til sölu jarðir, vélbáta,) bifreiðir og verðbréf. ) SNýja fasteignasalan, i Bankastræti 7. • Sími 1518. *r~*r-*-r*^r*r~**r**

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.