Alþýðublaðið - 13.09.1955, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.09.1955, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞriSjudagur 13. sept. Í955 lýjar stjörnur verða til úr geimryki Útgefandi: Alþýðuflok\urinn. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Ásþriftarverð 15,00 á mánuði. 1 lausasölu lfiO. V erzlunarólagið MORGUNBLAÐIÐ ræðir verzlunarmálin í forustu- grein sinni á sunnudag og kemst að lítilmótlegri nið- urstöðu. Það gefur í skyn, að afgreiðsluíólk í verzlun- um sé ekki nægilega vel að sér í mannasiðum, en minn- ist ekki á, hvað erfið starfs- skilyrði og léleg launakjör hafi sniðið því þröngan stakk allt til þessa. Þar mun þó að finna skýringu þess, hvað afgreiðsluhættir verzl- ananna eru enn á frumstæðu Stigi. En Morgunblaðinu verður ekki hugsað til þess- ara atriða. Það hefur aðra skyldu að rækja en tala máli fólksins, sem leggur vinnuna af mörkum. Þegar Morguiiblaðið vík- ur að því, sem íslenzku verzluninni sé ábótavant, ferst málgagni heildsalanna og braskaranna líkt og átján barna föður úr álfheimum í þjóðsögunni frægu. — Það fordæmir hástöfum hléin í sýningum kvikmyndahús- anna og hefur „aldrei séð svo langan gaur í svo lítilli grýtu“. Vissulega er það rétt, að hér er um að ræða úrelt og hvimleitt fyrir- komulag, sem löngu hefði átt að færa á betri veg. Hins vegar er fráleitt að telja þetta smáráeði aðalatriði verzlunarólagsins á íslandi, þó að Morgunblaðið beiti þeirri aðferð til að dreifa at- hygli lesenda sinna frá því, sem máli skiptir, rugla þá og blekkja. Þjóðin ætti að fara að eins og konan í þjóð sögunni og hýða þennan umskipting unz hann segir satt og rétt til um ætt sína og uppruna. Afstaða Morg- unblaðsins stafar af því, að það er í þjónustu þeirra þjóðfélagsafla, sem bera á- byrgð á verzlunarólaginu og viðhalda því til að græða á almenningi. Það er töku- barn spillingarinnar eins og faðir þess, Vilhjálmur Fin- sen, lýsir í endurminning- um sínum. Morgunblaðið var enn í reifum, þegar er- lendir og íslenzkir ævintýra menn í verzlun og útgerð tóku það í fóstur og ólu upp í sinni mynd. Og á því sann- ast rækilega, að fé er jafn- an fóstra líkt. Þess vegna er eins og umskiptingur komi í mannheim, þegar Morgun- blaðið fer að ræða verzlun- arólagið. Það þegir um. ætt sína og uppruna, en fellur í stafi yfir einhverjum löng- um gaur í lítilli grýtu. Á sunnudaginn var gaúrinn í grýtunni hléin í sýningum kvikmyndahúsanna. Morg- unblaðinu fannst þau há- mark verzlunarólagsins á ís landi! Þetta er lítið en athyglis- vert dæmi um afstöðu Morg unblaðsins til þjóðfélagsmál anna. Það fjasar um auka- atriði til að komast hjá þvi að ræða málin, sem mestu varðar. Málgagn heildsal- anna og braskaranna hefur ekkert um það að segja, að vöruverð og þjónusta hækki gegndarlaust. Það víkur ekki orði að þeirri stað- reynd, að „frjálsa verzlun- in“ svokallaða sé í fram- kvæmdinni svívirðileg ein- okun. Fóstrinn hefur bann- að því að minnast á þessi atriði. Aftur á móti finnst honum ágætt, að Morgun- blaðið telji hléin í sýning- um kvikmyndahúsanna fjar- stæðu og hneyksli og reyni að sannfæra þjóðina um, að þetta sé verzlunarólagið. Og blaðinu, sem keypt var fyr- fyrir sterlingspund forðum daga, rennur blóðið til skyld unnar. Það hlýðir fóstra sín- um æ og ævinlega. En hverjir ætli láti blekkj ast af svona fíflalátum? Morgunblaðinu væri hollt að minnast þess, að íslending- ar kannast mætavel við um- skiptinginn og leika sér að því að ættfæra hann. Þeir hafa raunar ekki komið í verk að hýða hann og kryfja til sagna, en brosa að hon- um, þar sem hann spígspor- ar kringum grýtuna og fjas- ar um gaurinn í henni. Hins vegar er sóflinn nærtækur, og hann verður áreiðanlega hafinn á loft á sínum tíma. Og þá mun til lítils fyrir Morgunblaðið að ætla að gera hléin í sýningum kvik- myndahúsanna að aðalatriði verzlunarólagsins. Þjóðin veit betur. 6erfst áskrifendur bEaSsfnl .. i ÁEþýðublað FYRIR öld síðan bjó auðug- ur slaghörpusmiður í San Francisco, er Lick hért, — James Lick. Meðal hinna mörgu fræðigreina, sem hann bar ekki minnsta skynbragð á, var stjörnufræði, og stjörnu- turn eða stjarnsjá hafði hann aldrei augum litið. Engu að síð ur lét hann svo ummælt í erfða skrá sinni, að hann gæfi 700 þúsund dali af því fé, er hann léti eftir sig, lil byggingar á stjörnuturni, þar sern sterkustu stjarnsjá heimsins skyldi kom ið fyrir. Stjörnuturninn var reistur á fjalli einu, 90 km. frá San Francisco, og þar var sett upp stjarnsjá, sem þá var sú sterk- asía í heimj. Liggur Lick heit- inn grafinn undir grunni bygg ingarinnar. Enda þótt síðan hafi verið gerðar sterkari stjamsjár, er Lick stjörnuathuganastöðin enn einhver sú stærsta í heimi. í raun réttri er þar ekki aðeins um stjömuathuganastöð að ræða, heldur sijarnfræðideild Kaliforníuháskóla. í turninum er geymt eitt hið fullkomnasta stjömufræðilegt bókasafn í heimi, og þar er ekki aðeins skóli fyrir börn kennara og starfsmanna, heldur og póstaf- greiðslustofa. Það er ekki alltaf spaug að búa á háum fjallstindi, enda þótt í Kalifomíu sé. Á sumrin er lífið leikur, blómskrúð og skógarsæla, og hin fegursta út- sýn til Sierra Nevada fjallgarðs ins í austri og út yfir Kyrrahaf í vestri. En að vetrarlagi, þeg- ar hríðir og hörkufrost standa sólarhringum saman, og engin stjarna sést, fér af gamanið. Engu að síður hefur forstjórinn C. D. Shane hafst þar við í mannsaldur. Og kona hans hef ur notað þann tíma, sem hún hefur ekki getað eytt í félags- líf og skemmtanir, tjl þess að semja doktorsritgerð í stjörnu- fræði. En auk þeirra hjóna vinnur þarna fastráðinn hópur vísindamanna að stjarnfræði- legum rannsóknum. Rannsóknaefni þejrra eru margþætt og sum þeirra krefj- ast óumræðilegrar þolinmæði og tíma. Meginviðfangsefnið er að gera „Iandabréf“ af Vetrar- brautinnj og gera sér grein fyr ir hreyfingu hennar. Ekki er enn lokið nema smávægilegum undirbúningsairiðiim, — 1250 Ijósmyndum, sem teknar voru af öllu hj'minhvolfinu, eins og það blasir við af Maunt Ham- illon, en svo heitir fjallið, þar sem stjörnustöðin stendur. Stjörnustöðin á Hameltonfjalli Á bak við hina eiginlegu stjarnþoku veLrarbr.au tarinnar má greina á myndunum fjar- læg sólkerfi eins og daufa depla. Þessir deplar eru hinir merkilegustu, því að þeir, sem eru í raúninni hluli af sólkerf- um í milljóna ljósára fjarlægð, eru notaðir sem fastamerki, til að miða hréyfingu vetrarbraut- arinnar við, og um leið hreyf- ingu okkar ejgin sólkerfis. Fyrir þessar myndir hefur það og orðið ljóst, að rörig er sú. gamla tilgáta, að þessar stjarnþokur væru óreglulega dreifðar um himirigeiminn, heldur mynda þær kerfi, stærri og minni, og hefur sú uppgötvun valdið stjörnufræð- ingum mikilli undrun, Nokkrir þeirra telja þetia sönnun þeirrar gömlu kenning ar, að öllu föstu efni í geimn- um haíi einhvern tíma í fyrnd- innj verið þjappað saman í einn geysistóran kökk. Af einhver.j- um orsökum hafi kökkurinn síð an sprungið, og efnið þeytzt af gífurlegu afli út 1 geiminn. Smám saman hafi svo þyngdar lömálið og önnur eðlisöfl haft áhrif á þessar efniseindir, og fyrir það hafi síðan myndast sólkerfi, eins og Vetrarbrautin, Andromeda, — og okkar eigið sólkerfi. Stjörnurnar hafa þó ekki allar skapazt á sama tíma eða tímbili. Flestar eru þær komn- ar tjl fuljorðinsára, þriggja til fjögurra milljarða ára að aldri, eða þar um bil. En sumar eru yngri. ekki nema nokkrar millj ónir ára að aldri. Hvernig hafa þær þá orðjð til? Og er þá ekki sífellt um stjarnsköpun að ræða úti í himingeimnum? Við vit- um að stjarnan ,,deyr“ þegar eldsneytisorka hennar er til þurrðar gengin, og verður þá að myrkum, helköldum hnetij'. Og við vitum líka, að nýjar stjörnur fæðast. Einum af vís- indamönnum Lickstofnunarinn ar, G. H. Harbig. hefur tekizt að sanna það, þar sem hann hefur Ijósmyndað stjörnu, sem | ekki fyrirfannst fyrir fáum ár- um síðan. Árið 1947 ljósmyndaði hann !svæði, þar sem mikið var a£ 'geimryki, en það myndast úr I vetni sgasi og efnisögnum. t 'geimryki þessu voru þá þrjár stjörnur. Árið 1954 ljosmynd- aði hann aftur þetia sáma svæði, en nú voru stjömurnar órðnar fjórar. Sú fjórða hafði því orðið til á þessu íímabjli. Hún hlaut að hafa myndazt úr •geimrykinu. i Samkvæmt þessu er um: sí- fellda sköpun í himingeimnum að ræða. Nýjar stjórnur mynd- (ast úr vetnisgasi og efnjsögn- um. Við samþjöppunina hækk- 'ar hitastig þeirra. Að síðustu (verður hiiinn svo hár að kjam ’orkusprengjngar hefjast og stjarnan tekur að senda Ijós og orku út í geiminn, öldungis eins og vor eigin sól. 584 kr. fyrir 10 réffa j ÚRSLIT leikjanna á laugar- Idag: Aston Villa 1—Blackpoll 1 (X). Burnley 3—Birrningham 2 (1). Charlton 0—Everton 2 (2). Luton 4r—Newcastle 2 (1). Manch. City 3—Cardiff 1 (1). Portsmouth 3-—Bolton 3 (X). Preston 0—W.B.A. 1 (2). Sheff. (Utd. 1—Manch. Utd. 0 (1). Sunderland 4—Chelsea 3 (1). Tottenham 3—Arsenal 1 (1). jWolves 4—Huddersfield 0 (1). Bristol Rov. 4—Nottm Forest [1 (1). ) Vinningar skiptust þannig: 1. vinn. 132 kr. fyrir 10 rétta (6) 2. vinn 32 kr. fyrir 9 rétta (49). Í9 íra sfúlka orðiti vílfræpr rifliöfundur Samdi 17 ára skáldsögy, er seizt í stórum uppiögum víða FRÖNSK stúlka, nítján ára að aldri, hefur fyrir nokkru skrifað skáldsögu, sem nú hef- ur verið gefin út í 250 þúsund eintökum í Svíþjóð og 100 þús und eintökum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hún heitir Francoise Sagan, en skáldsögu sína nefnir hún „Bonjour Tristesse". MIKIL. LIFSIíEYNSLA Francoise Sagan er ólík þeim ungu, frönsku rithöfund- um, sem halda sig á „vinstri- foökkum" Signufljóts, að hún hefur íil hnífs og skeiðar og l vel það. Engin bók hefur kom ið út í jafnmörgum eintökum 1 að styrjöld lokinni og „Bon- ! jour Tristesse1, og auk þess á hún ríka foreldra, sem hún býr hjá í glæsilegri íbúð þar í borginni. Auk þess á hún gifta systur, tveggja barna móður, svo að fjölskyldulíf hennar og umhverfi er hið í borgaralegásta, sem hugsast getur. Engu að síður er skáld- saga hennar, þótt hrífandi geð þekk sé, ekki sérlega borgara- ! leg, og þykir bera vitni meiri lífsreynslu en venjulegt getur I taiizt um stúlkur. á hennar . aldri, — jafnvel Parísarstúlk- ur, Samkvæmt upplýsingum er- lendra blaða hefur hún eihk- um áhuga fyrir aflmiklum bif reiðum. Fyrir skömmu bauð hún móður sinni og sytur í skemmtiferð til Bandaríkj- anna; þar stóð hún við í tíu daga og var fagnað eins og stórfrægum rithöfundi og haldnar veizlur margar. Nú er hún að semja aðra Skáldsögu, — það er að segja, hún skriíar aðeins, þegar hún finnur hjá sér löngun til þess. Söguna „Bonjour Tristesse" samdi hún 17 ára að aldri, skömmu eftir að hún hafði fallið við mennta- skólapróf. ~t

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.