Alþýðublaðið - 25.09.1955, Qupperneq 1
Á 5. síðu
birtist í dag grein eftir Her-
dísi Ólafsdóttur, formann
verkakvennadeildar verka-
lýðsféiagsins á Akrancsi, um
nýafstaðna deilu verka-
kvenna við atvinnurekend-
ur. Nefnist greinin: Sátta-
finidur í Alþingishúsinu.
IXXVX árgangttr.
Sunnudagur 25. sept. 1955.
200. tbl.
Ástandið í húsnæðismálum höfuðstaðarins:
Stuðningsmenn A-listans í Kópaivogi!
Fjölmermið á framboðsfundinn!
STUÐNINGSMENN A-LISTANS í Kópavogi eru
minntir á framboðsfundinn í barnaskólahúsinu í dag
klukkan 2. Ættu allir stuðningsmenn listans og velunn-
arar Alþýðuflokksins í Kópavogi að fjölmenna á fund-
Eftir helgina opnar listi Alþýðuflokksins í Kópa-
vogi kosningaskrifstofu og verður sími hennar 6990.
Eru stuðningsmenn listans beðnir að hafa samband við
skrifstofuna og láta henni í té allar þær upplýsingar,
er að gagni mættu koma í kosningabaráttunni.
Áframhald á viðskiptum fsl. og Rússa.
Rússar kaupa 20 þús. (onn
freðfisks og 15 þús. tn. síldar
fslendingar kaupa m. a. rússneska
bíla fyrir 1.8 millj. og 270.000
! tonn af olíum.
FÖSTUDAGINN 23. september síðastliðinn var undirritað
í Moskvu samkomulag um viðskipti milli Islands og Sovétríkj-
anna á tímabilinu frá 1. janúar til 31. desember 1956. Pétur
Thorsteinsson sendiherra undirritaði samkomulagið fyrir Is-
lands hönd, en I. G. Kabenov utanríkisverzlunarráðherra fyrir
liönd Sovétríkjanna.
úseigendur telja si
ekki þurfa að leie
Húsnæðisokrið stöðugí vaxandi.
1 herbergi og eldhús leigt fyrir 12
þúsund krónur á ári!
ÁSTANDIÐ í húsnæðismálum Keykjavíkur hefur undan-
farið stöðugt farið versnandi og var þó ekki gott fyrir. Fer hús-
næðisokrið stöðugt vaxandi og er nú svo komið, að tilgangs-
laust er með öllu fyrir láglaunamenn að þreifa fyrir sér um
leiguhúsnæði. Aðeins hátekjumenn geta boðið þær svimandi
upphæðir sem húseigendur heimta. Það, sem er þó ef til vill
verra og spennir leiguna upp, er það, að fjöldi íbúða í bænum
munu nú standa auðar og ónotaðar af þeim sökum, að húscig-
endur þurfa ekki á því að halda, að leigja íbúðir sínar og kæra
sig því ekki um ókunnugt fólk í hús sín. Og sumir þeirra vilja
heldur braska með íbúðirnar.
Samkomulag þetta er gert í
samræmi við ákvæði viðskipta-
og greiðslusamningsins milli ís
lands og Sovétríkjanna frá 1.
ágúst 1953.
FKYST FISKFLÖK
OG SALTSÍLD
Samkvæmt nýjum vörulist-
um, sem samkomulaginu
fylgja, kaupa Sovétríkin á tíma
bilinu 20 000 tonn af frystum
fiskflökum, 15 000 tonn af salt-
síld og aðrar vörur fyrir 2 millj
ónir króna.
SEMENT OG OLÍUK
Ráðgert er, að íslendingar
kaupi í staðinn eftirtaldar vör-
ur og magn: Brennsluolíur 230
þús. tonn, bifreiðaþenzín 40 000
tonn, pípur 2000 tonn, steypu-
styrktarjárn 1500 tonn, plötu-
járn, prófíljárn og aðrar járn-
vörur 1500, hveiti og hveitiklíð
5000, rúgmjöí 2500, hrísgrjón
400, kartöflumjöl 300, koks
1800, antrasít-kol 1200, gaskol
600, sement 30 000, timbur 8500
standarda.
Þórhallur Ásgeirsson skrifstofu
stjóri.
í Alþýðublaðinu í gær voru
nefnd nokkur dæmi um ofboðs-
legt húsaleiguokur:
Kvistherhergi ásamt leyfii
til að elda á gangi er leigt á
1000 kr. á mánuði og 12 000
kr. fyrirfram. Tvö herbergi í
kjallaraásamt eldhúsi en án
þvottahúss fer fyrir 1600 á
mánuði og ár fyrirfram.
Tveggja herbergja íbúð í timb
urhúsi er boðin til leigu fyrir
2000 kr. á mánuði.
ALLT AÐ 36 ÞÚSUND
á meira fyrirfram, svo að það
er jafn óviðráðanlegt fyrir
láglaunamenn. Litlar tveggja
herbergja kjallaraíbúðir í smá
íbúðahverfinu eru leigðar á
900 kr. á mánuði og tvö ár
fyrirfram, þ. e. 21 600 kr.!
Séu íbúðirnar stærri, fara
upphæðirnar ört hækkandi.
Dæmi eru til þess að rúmgóð-
(Frh. á 6. síðu.)
Paasikivi og Kek-
konen fóru ekki
nesfislaustr heim.
Skömmu áður en finnsk-rúss
nesku samningaumræðunum í
Moskvu lauk, voru þeim Paasi
kivi og Kekkonen forsætisráð-
herra gefnar gjafir góðar, og
virðast fram á menn í Moskva
hafa í heiðri þann forna sið, að
leysa gesti sína út með gjöfum.
Forsetinn og ráðherrann fengu
sína bifreiðina hvor, af gerð-
inni Ziro—110, og er ökuhraði
þeirra sagður 180 km. á klst.
Þá hlaut forsetinn og að gjöf
sjónvarpstæki af vönduðustu
gerð, og kistu mikla, fulla af
styrjuhrognum, víni, ávöxtmn.
og sælgæti, svo sem súkku-
laði. Getur því enginn sagt að
hann hafi haldið heimleiðis
tómhentur frá þeim í Rússíá.
Þegar Kennonen var afhent
bifreiðin, hafði hann við orð, að
hann yrði að verða sér úti um
ökuskírteini, þegar heim kæmi.
Reiðubúnir að við-
urkenaa stjórn
Argentínu.
BANDARÍKJASTJÓRN hef-
ur í dag byrjað viðræður við
stjórnir Mið- og Suður-Amer-
íkuríkja um viðurkenningu á
byltingarstjórn Lonardis her-
foringja í Argentínu. Er Banda
ríkjastjórn fús til þess að við-
urkenna hana, e fhún getur tal
izt líkleg til þess að koma friði
á í landinu, tryggja boi'gurum
frelsi og sé reiðubúin til þess að
standa við gerða samninga við
önnur ríki.
FYRIKFRAM!
Og þannig er unnt að halda
áfram og telja upp fjölmörg
dæmi um fáheyrt húsaleigu- I
okur. Sé leigan eitthvað mnni I
á mánuði, er aðeins farið fram i
Eiga 2 ráðherrar Sjálfstæðis-
fiokksins í glerverksmiðjunni!
SVO virðist sem mikil og
sterk átök hafi átt sér stað að
BÍLAR FYRIR TÆPLEGA
2 MILLJÓNIR
Auk þess er gert ráð fyrir, að
keyptar verði bifreiðar fyrir 1,8
milljónir króna og ýmsar aðrar
vörur fyrir 10 milljónir króna.
Happdrættisíbúð D. A. S.
Seinni íbúð Happdrættis Dvalarheimilis aldraðra sjómanna í Hamrahlíð 21 verður til sýnis í
dag frá klukkan 2—6, en íbúð þessi er vinningur í yfirstandandi flokki og verður útdregin
3. október næstk. — íbúðin er 63 ferm. að stærð, 3 herbergi og eldhús, smekklega máluð og
vel vönduð að öllu leyti. í eldhúsinu er stálvaskur, Rafha-eldavél og mikið af skápum og inn-
byggðir skápar eru í svefnherbergi og anddyri. Stofan er mjög rúmgóð með stórum glugga og
svölum er snúa í vestur. Auk þessa er barnaherbergi og bað. — íbúðinni fylgir geymsla og
geymsluskápur í kjallara, eignarhlutdeild í ketilhúsi, barnavagnageymslu, þvottahúsi og fljót-
í ísíenzku” samnTnganéfnd- virkri þvottavél, þurrkherbergi og þurrkara. íbúðin er teiknuð af Sigvalda Thordarsyni og
inni átti sæti, auk sendiherra, I _ ................... byggð af Hornsteini s.f.
tjaldabki um hina nýju gler-
verksmiðju. Hafa átök þessi
vafalaust farið fram innaa
Sjálfstæðisflokksins og staðið
um það, hvort ógna ætti hags
munum heildsala þeirra, er til
þessa hafa haft á hendi allan.
glerinnflutning landsmanna.
Eggert Kristjánsson „stór-
kaupmaður“ hefur haft meg-
inliluta alls glerinnflutnings-
ins og það gefur auga leið a»
hann hefur ekki þegjan,di og
hljóðalaust fallizt á að öflug-
ur keppinautur á glermark-
aðinum hér risi upp.
»
RÁÐHERRAR KOMA
TIL SKJALANNA!
Ekki er ljóst, hvernig þess-
um átökum hefur lyktað, ea
auglýsingar Eggerts benda þó
ekki til þess að hann hyggist
láta í minni pokann. Hitt er
fullyrt, að tveir ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins, Ingólfur
Jónsson og Bjarni Ben., séu
hluthafar í Glersteypunni og
verður því þá tæplega trúað,
að heildsölum líðist að drepa
íslenzku glerverksmiðjuna.
Verður fróðlegt að fylgjast
með framvindu þessa máls og
sjá hvernig Glerste.ypunni
reiðir af, hvort hún heldur
velli í skjóli Bjarna Ben. og
Ingólfs Jónssonar eða hvort
heildsölum tekst þrátt fyrir
„skjólið“ að drepa hana. ^