Alþýðublaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 25.09.1955, Blaðsíða 5
Suimudagur £5. sept. 1955. XLÞÝÐUBLAÐIÐ 5 FUNDURINN á að hefjast' M. 5 síðdegis. Það er raunar ekkert heimatak fyrir deilu- aðila að mæta, því að þeir verða að koma sunnan úr Kefla víkk og ofan af Akranesi. Þetta er ekki fyrsti og eini fundur- inn í vinnudeilu verkakvenna irá ofangreindum stöðum, held ur eru þeir búnir að vera með skömmu millibili í hálfan mán uð eða meira. Við konurnar, gem í samninganefnd erura, eigum hér ekki hægt um vik. Fimm til sex ferðir til Reykja víkur, sitjandi á árangurslaus um fundum, stundum heilar mætur, eru farnar að verða dá- lítið þreytandi, auk þeirrar taugaspennu, sem því fylgir að Vera annar aðili þeirrar ábyrgð ar, að hafa hafið verkfall, sem staðið hefur um hálfan mánuð til tjóns fyrir báða aðila. Ábyrgð verkfalla er í tali 3nanna á meðal oft skellt á verkalýðsfélögin, enda þott Vinnuveitendur með ríkisstyrkt atvinnutækin í höndum sér eigi |>ar stærri hlut að máli, þegar íarið er fram á smávægilegar Sanngjarnar kröfur til samræm is við aðra staði á landinu. ERUM ORÐIN IIEIMAVÖN. Deiluaðilar mæta stundvís- 3ega. Á mínútunni kl. 5 eru flestir mættir. Við erum orðin ieimavön í alþingishúsi íslend ;inga við Austurvöll. Við hengj um yfirhafnir okkar í fata- geymsluna, og brosum að því, að óvenjulegt sé, að þarna ihangi svo margar kvenyfirhafn ir. Er eins og kunnugt er á 3iú engin kona sæti á löggjafar samkomu þjóðarinnar. Við göngum inn í forsalinn og fá- um okkur sæti. Allir þekkjast <orðið í sjón, fulltrúar deiluað- ila frá Verkakvennafélagi 'Keflavíkur og Njarðvíkur og jkvennadeild Verkalýðsfélags Akraness og Útvegsbandafélags Keflavíkur, Vinnuveitendafé- lags Njarðvíkur og Vinnuveit- endafélags Akraness. Það er heilsazt vingjarnlega, enda deiluaðilar kunnugir í tieimahéraði. SÍLDIN ER HÆPINN GRÓÐI. Það er lítillega eða ekki minnzt á málin, sem til með ferðar skulu tekin. Þó er drep ið á það, að loks sé veðrið að batna, og síldin veiðist nú grimmt eins og komizt er að orði. Engir bátar eru þó á sjó frá Keflavík og Akranesi vegna deilunnar. Eru útvegsmenn virðast rólegir þess vegna, enda skyldi engan undra það, því að á fundi nokkru áður höfðu þessir sömu menn upp- lýst okkúr fáfróða fulltrúa verkakvenna um það, ,að nu í haust myndu þeir tapa 105 krónum minnst á hverja tunnu af saltaðri síld miðað við það í GREIN ÞESSI, sem er eft- ‘ ir Herdísi Ólafsdóttur, for- • ! mann verkakvennadeildar : verkalýðsfélagsins á Akra- [nesi, lýsir ágætlega þeim l sögulega atburði, þegar verk ; fall verkakvenna á Akranesi ; og í Keflavík leystist í haust. IKegir í greininni skilmerki- ;Iega frá því, hvernig samn- ; ingafundir fara fram og hver [ eru vinnubrögð deiluaðila og ;sáttasemjara á þeim. Verk- ;föll eru orðin svo ríkur þátt- [ur í íslenzku þjóðlífi, að al- Imenningi mun sjálfsagt leika ; forvitn á að vita, hv.ernig [þeim er til lykta ráðið að Itjaldabaki. Grein Herdísar ;er ágæt heimiid þeirrar sögu. kaupgjald, sem var í fyrra, og þeim mun meira nú, sem kaup- gjald væri hærra hjá verkafólki í ár. Og nú sögðu menn þær fréttir að bátar frá Hafnarfirði og Sandgerði hefðu fengið upp í 300 tunnur í lögn. Furða var þó að mennirnir væru rólegir að þurfa nú ekki að skaðast um tugir þúsunda á þessum afla- mikla degi. Fólk kveikti sér í vindlingum, og mönnum er bent góðlátlega á það, að ekki megi draga af sér við reyking- arnar vegna þessa hræðilega at vinnuvegs, sem heitir síldveið ar í Faxaflóa og valda útvegs- mönnum 105 kr. í tap á hverja saltaða síldartunnu! ' FÓLK ER VÍSAÐ TIL HERRERGJA. Og svo kemur sáttasemjari. Hann þekkir allt þetta folk, sem ýmist vill fá hærra kaup, og hina, sem helzí ekki vilja þurfa að greiða kaup. Hann vis ar fólki til herbergja. Útvegs- menn ásamt starfsmönnum Vinnuveitendasambandsins hverfa inn í flokksherbergi Sjálfstæðisflokksins. En okkur konunum ásamt forseta Alþýðu sambandsins og formönnum verkalýðsfélaganna í Keflavík og Akranesi er vísað inn í her bergi Framsóknarflokksins ■— ,,jæja, við getum þó fylgzt með tímanum", segir einhver, sem hefur rölt út að glugganum. Og víssulega blasir þar við klukk- an á Dómkirkjunni. Við tökum okkur sæti í stólum þeirra Framsóknarmanna og förum að rýna í plögg okkar, samninga um kaup og kjör frá ýmsum j verkakvennafélögum ásamt sínum vask- og síldarsöltunar- i samningum. Ýmislegt þarf að bera saman og lesa ofan í kjöl inn. SÁTTASEMJARI TEKUR TIL STARFA. J Sáttasemjari gengur á milli deiluaðila og ræðir við þá um málið. Hver aðili lýsir sínu sjónarmiði. Við konurnar reyn um að gera honum skiljanlegar okkar hófsamlegu kröfur, sem er einunngis það sama kaup, sem búið er að greiða verka- konum í allt sumar norðux á Siglufirði og austur á Raufar- höfn. Sumir þeirra manna, sem nú neita að greiða þetta kaup í Keflavík og á Akranesi, eru búnir að greiða það í allt sum ar á söltunarstöðum sínum fyr ir norðan og austan, og konur eiga erfitt með að skilja það, að vinna þeirra skuli vera minna virði við sömu störf hér við Faxaflóa. Auk þess bendum við honum á þau miklu sann- indi, að verkakonur vinna nú aðeins fyrir 75% af kaupi karla, og þessi smávægilega hækkun, sem farið er fram á til samræmis við kaup kvenna fyrir norðan, yrði aðeins 78% af kaupi karla, enda þótt öllu sanngjörnu fólki sé vel kunn- ugt, að afköst þeirra eru engu síðri við sömu störf. Sáttasemjari hlustar þögull og hógvær á rök okkar, og við erum þess fullvissar, að hann skilji okkur til hlítar, þegar hann hverfur fasmikill út úr dyrunum. Við væntum nú, að hann muni herða á mönnunum í Sjálfstæðisherberginu að fall- 1 ast á rök okkar og muni innan skamms koma með svohljóð- ' andi orðsendingu: Vissulega er um við, kæru konur, fúsir að fullnægja þessum hófsamlegu Jkröfum, og við skiljum vel hóg værð ykkar að krefjast ekki sömu launa fyrir sömu vinnu, 1 og að enn um sinn viljið þið 1 vera okkar ódýra vinnuafl og í bifreiðar, vélbáta, landbúnaðarvélar og mótorhjól. Fásí í flestum bifreiðaverzlunwm og jcaupfélögum Verð á fjvepum og hörpuðum sandi frá Sandnámi bæjarins verður frá og með 26. sept. kr. 55.00 pr. teningsmeter. Bæ j arverkfræðin gur. HEIMSMERKIÐ er gerir allt hár silkimjúkt og fagurt. Heildsölubirgðir: Sími 1977. Sýning Nínu Iryggvadóffur NÝLEGA hefur frú Nína Tryggvadóttir opnað málverka- sýningu hér í Listamannaskál- anum. Sýnir hún þar mörg olíu málverk, klipp-myndir og teikn ingar. Nína Tryggvadóttir er orðin kunn og velmetin í heimi mynd listarinnar og færir þessi sýn- ing heim sanninn um að það sé að verðleikum. Verk hennar eru mótuð sterkum persónu- leika, jafn margbreytileg og þau eru, formin fá líf og inni- hald í meðferð hennar og lit- irnir verða gæddir hljómi og magni. Sumar bera myndirnar keim heimsborgarinnar og samt er í fari þeirra eitthvað svo ramm- íslenzkt, þannig koma mér t.d. Jmyndir nr. 18 og 21 fyrir 'sjón- ir, en þær eru meðal athyglis- jverðustu mynda á sýningunni. Litlu olíumálverkin eru hvert j öðru betri verk; sum þeirra .verka á mann eins og þjóðvísa. Þeir sem fylgst hafa með jlistaferli frú Nínu, allt frá fyrstu sýningu hennar, árið j 1941, samgleðjast henni yfir ' þeim mikla árangri, er hún hef- ur náð og vænta sér mikils af henni. I Sýning þessi er með beztu sýningum, er hér hefur verið j haldin undanfarin ár og ætti 'ekki neinn listunnandi að láta hana fram hjá sér fara. G.Þ. látið ykkur nægja að fá fjór- urn krónum minna um hvern tíma en þeir karlar, sem með ykkar vinna. ÓSVÍFNI AÐ VILJA SKAPA TOPPA. Á meðan sáttasemjari dvelur hjá hinum aðilanum, styttum | við tímann með spjalli okkur j til gamans. Sumir kunna að segjá frá löngum og erfiðum samningafundum hér á þessum stað, mörgum vökunóttum hálf I svangra manna, sem hér hafa pnnið að lausn vinnudeilna, unz þeir hafa varla verið sér með- vitandi, hvað þeir voru að gera. Það er sögð saga af einum, sem hafði blundað, meðan verið var að prenta samninginn, og var svo vakinn til að skrifa undir, en vaknaði heldur ónotalega, hentist upp og sagði: „Hver skrattinn, er ég búinn að missa af strætisvagninum11. Og sáttasemjari fer sér að engu óðslega. Hann er lengi ! burtu, en kemur svo loks aftur ! með þau tíðinndi, að mennirn- ' ir í Sjálfstæðisherberginu séu óhagganlegir, og til mála koini jekki að borga hærra kaup en nú sé greitt. Þeir séu alveg á móti því, sem gert hafi verið fyrir norðan, og ekki komi til greina að skapa neina toppa hér við Faxaflóa. Þeir vilji borga sama kaup og í Reykjavík og Hafnarfirði og að mesta óvífni sé af konum frá Akranesi og Keflavík, að fara fram á meira. Við svörum því til, að ekki komi það af því, að konur í Reykjavík og Hafnarfirði séu ánægðar með það að hafa ekki fengið það sama kaup Qg fyrir norðan, en aðstaða þeirra hafi verið mjög slæm, þar sem þær voru óbeint búnar að standa í löngum verkföllum í vetur og hafi því átt óhægst með að halda kröfum sínum fram lil sigúrs. VÖKUNÓTT Á STERLING. Klukkan 8 er gefið matarhlé, en byrja skal aftur kl. 9. Allir mæta stundvíslega, talast lttil lega við í forsalnum og hverfa syo hver á sinn bás. fíömu vinnubrögð eru tekin upp og frá var hcrfið, og ekkert gerist. Síðasti sáttaíundur hafði rofn að á því, að við fengum tveggja aura hækkun frá útvegsmönn- um eftir 15 stunda viðræðu- fund. Við svöruðurn þessu smán arboði með því að ganga út, og hver hélt heim til sín. Okkur var það Ijóst, að ekki mundi verða neinn hraði á afgreiðslu málanna, og við litum á það sem sjálfsagðan hlut, að nóttin yrði notuð til að sjettla þau eins og sagt er og ekki væri um annað að ræða en vökunótt á Sterling. Þegar líða tók á kvóld ið, fóru sumir á stjá til að líðka sig, við konurnar fórum út. Við gengum út í rökkvað síðsum- arkvöldið eina af þeim fáu góð viðristundum, sem þetta sunn- lenzka sumar bjó yfir. Við geng um meðfram blómabeðunum umhverfis Austurvöll, horfðum í Ijósbirtunni á annarlegan lit grassins og blómanna. Fórum inn í „sjoppuna“, handan við völlinn og keyptum okkur brjóstsykur og sígarettur. „Já, ef þeir hafa ekki hug á að koma bátunurn út núna til að sækja síldina í beitu og í salt“ ,sagði einhver lítandi upp í léttskýj- aðann himininn, „þá er ég illa svikin“. (Frh. á 7, síðu.) i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.