Alþýðublaðið - 28.09.1955, Side 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. sepí. 1955
Útg.efandi: Alþýðuflokþurínn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Btoðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10.
'Asþriftarverð 15fi0 á minuði. í lausasölu IfiO.
Bæjarkeppnin á sunnudag
Akranes sigr
$
5
s
S
S
S
S
\
s
l
s
s
s
s
s
s
S
s
s
\
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Misskiptur hlutur
BÆJARSTJÓRNARÍHALD-
ÍÐ lofar jafnan stóraðgerð-
um í húsnæðismálum fyrir
kosningar, þegar það vill fá
völd sín framlengd. En áhug-
inn dvínar eins og kulnandi
glæður eftir kosningar. Þá
þefst á ný barátta bæjarbúa
við að fá lóðir og aðra fyrir-
greiðslu bæjaryfirvaldanna,
gvo að hægt sé að reisa hús.
Almenningur á fárra kosta
völ í því efni. — Bæjarstjórn
armeirihlutinn heyrir ekki
óskir hans. Hann sefur milli
kosninga. En gæðingar í-
haldsins fara inn í svefnher-
bergið um leynidyr og hafa
ekki yfir neinu að kvarta.
Þetta er höfuðeinkennið
á stjórn Reykjavíkur: Al-
þýða manna verður að
ganga milli Heródesar og
Pílatusar og fær ekki úr-
lausn sinna mála fyrr en
að löngum og dýrmætum
tíma liðnum og oft alls
ekki. Gæðingar bæjar-
stjórnaríhaldsins ganga á-
vallt fyrir. Þessa gætir
greinilega í húsbygginga-
málunum, enda hafa bæj-
arbúar þær framkvæmdir
fyrir augunum daglega.
Fólkið, sem er í húsnæðis-
vandræðum, fær ekki lán
til bygginga og ekki einu
sinni lóðir, þó að það ráð-
ist í þau stórræði að byggja
með vinnuhjálp vina og
vandamanna. Reykjavíkur-
bær skammtar slíka fyrir-
greiðslu stjúpmóðurlega,
nema þegar gæðingar
íhaldsins eru á ferð. Þá er
allt til reiðu og afgreiðslu-
fresturinn enginn.
Þess vegna horfa nú hundr
uð Reykvíkinga, sem ekki
hafa fengið lóðir, upp á það,
að braskarar og stórefna-
menn reisi hús í fjárplógs-
skyni. Þeim er gert auðið að
efnast á neyð samborgar-
anna, og einn er troðinn í
svaðið, meðan undir annan
er hlaðið. Fyrírgreiðslan við
bæjarbúa er ærið misskipt-
ur hlutur. Og þetta þarf ekki
að vera neitt undrunarefni.
íhaldið vill stjórna bænum á
þennan hátt, þó að það gefi
annað í skyn fyrir kosning-
ar> þegar það otar framleng-
ingarvíxli valda sinna og á-
hrifa að kjósendum og grát-
biður þá að skrifa upp á
plaggið.
Efist menn um þessa mis
skiptingu fyrirgreiðslunn-
ar í Reykjavík, þá er ekki
annað en Iíta á Morgun-
blaðshöllina, sem rís upp á
afturfæturna eins og
ófreskja. Hlutaðeigandi yf-
irvöld á vegum ríkisins
neituðu um Ieyfi til bygg-
ingarframkvæmda við
MorgunblaðshöIIina í fyrra.
Málinu var skotið til úr-
skurðar ríkisstjórnarinnar.
Hún samdi um afgreiðslu
þess, og Morgunblaðið fékk
fram vilja sinn. Á þessu
ári er haldið áfram að þoka
Morgunblaðshöllinni ofar
og hærra, en yfirvöldin,
sem neituðu í fyrra, munu
ekki einu sinni hafa verið
spurð að þessu sinni. Morg-
unblaðið hefur bersýnilega
orðið sér út um fyrir-
greiðslu hjá Reykjavíkur-
bæ. Hún kann ag orka tví-
mælis lagalega en hvað um
það. Bæjarstjórnaríhaldið
þekkir sína, og þess er vald
ið og mátturinn hér í
Reykjavík, þó að dýrðin sé
raunar ekki fyrir hendi.
Fyrirhœrið Hamilton
ALÞÝÐUBLAÐIÐ skýrði
frá því á dögunum, að Hamil
tonfélagið, sem átti að vera
horfið héðan af landi brott
með starfsemi sína um síð-
ustu áramót, hafi gerzt aðili
að Vinnuveitendasambandi
Ilands! Tíminn, sem er mál-
gagn utanríldsráðherrans,
staðfesti þessa frétt skömmu
síðar og bætti því við, að
þetta myndi heimilt, þótt
einkennilegt væri.
Vafalaust mun mörgum
leika hugur á að fá nánari
greinargerð um það, hvernig
erlendu félagi sé heimilt að
ganga í þessi samtök, njóta
þeirra og styrkjá'-þau. Tím-
inn ætti þess vegna að gefa
frekari skýringu á fyrirbær-
inu, enda augljóst, að hann
kann meiri skil á því en
hann lætur í veðri vaka.
Jafnframt væri tímabært, að
ríkisstjórnin léti það mál til
sín taka, að staðið yrði við
orð utanríkismálaráðherrans
um brottför Hamiltons, ef
þau hafa verið í alvöru mælt.
Og svo mun eítir að fram-
fylgja þeirri kröfu, að Hamil
ton segi sig úr vinnuveitenda
sajnbandinu. Alþýðublaðið
hefur ástæðu til að ætla, að
það hafi farizt fyrir hingað
til.
BÆJAKEPPNINNI í knatt-
spyrnu milli Akurnesinga og
úrvals Reykjavíkurfélaganna
lauk með sigri Akurnesinga að
þessu sinni. Skoruðu Akurnes-
ingar 3 mörk og öll í fyrri hálf
j leik, en úrvalið 2 í þeim síðari.
Veður var gott og áhorfendur
margir. Dómari var Hannes
Sigurðsson.
Þetta er í fimmta sinni, er
slík keppni sem þessi fer fram.
Fyrst var keppt 1952, lauk þeim
leik með sigri Reykjavíkur,
næsta ár varð jafntefli, en árið
1954 sigraði Reykjavík enn,
loks á þessu ári hafa Akurnes-
ingar tvísigrað Reykjavíkurúr-
valið, í vor með 4:1 og nú 3:2.
❖
Leikurinn var allfjörugur á
köflum. í fyrri hálfleik sýndu
Akurnesingar meiri röskleik en
mótherjarnir, enda skoruðu
þeir öll sín mörk í þeim hálf-
leik. Hins vegar dofnaði yfir
þeim verulega í seinni hálfleik,
svo að þeir máttu þakka fyrir
að halda því, sem þeir höfðu
náð í.
Úrvalið hóf leikinn með níu
mönnum. Tveir urðu síðbúnir
til orustunnar. Kannske hefur
slitnað skóþvengur og þeim
dvalizt við að binda hann, eins
og Þorsteini Síðu-Hallssyni
forðum? En hvað um það, of
seint komu þeir, svo að munaði
einu marki. Því um leið og leik
urinn hófst var Akranes-sóknin
í fullum gangi og mark skorað
áður en 30 sek. voru af leik-
tíma. Gerði það Þórður Jónsson
eftir sókn frá hægri og send-
ingu Þórðar Þórðarsonar það-
an, en það var einmitt hægri
bakvörður, sem var fjarri, á-
samt miðherja. Kom þetta
skyndimark öllum á óvart, en
hleypti auknu kappi í Akurnes
inga og dró um skeið kraft úr
úrvalinu. Sóttu Akurnesingar
fast fram, en áhlaupum þeirra
var hrundið. Greip markvörð-
urinn, Ólafur Eiríksson, oft
mjög vel inn í leikinn allan
tímann, með snöggum úthlaup-
um. Er Ólafur á góðri leið n\eð
að verða einn okkar öruggasti
markvörður. Það var ekki fyir
en á 10. mínútu, sem fyrsta
markskotið kom á Akranes-
markið, var það Gunnar Guð-
mannsson, sem skaut, en knött-
urinn smaug rétt yfir markás.
Skiptust nú á allhröð upphlaup
á víxl um skeið, og áttu bæði
liðin tækfæri, sem ekki nýtt-
ust. Gunnar Gunnarsson var í
góðri aðstöðu, en skaut beint á
markvörðinn, sem varði auð-
veldlega. Rétt á eftir fær úr-
valið aukaspyrnu, sem Gunnar
Guðmannsson framkvæmir vel
að vanda. Var spyrnan tekin
skammt fyrir utan vítateig.
Skaut Gurmar á markið, en
knötturinn smaug yfir markás-
inn. — Sókn Akurnesinga
skömmu síðar skapar Þórði
Þórðarsyni gott tækifæri, en
hann skýtur yfir. Ólögleg hrind
ing gefur úrvalinu enn á ný
j aukaspyrnu, sem Gunnar Guð-
mannsson tekur, og sendir hann
fast á markið, en markvörður
ver í horn, Gunnar framkvæm
ir síðan hornspyrnuna, sem var
in er þannig, áð aftur verður
hornspyrna, enn spyrnir Gunn
ar og enn er hornspyrna, með
því að markvörðurinn slær yf-
ir. Loks í þriðju atrennu tekst
| Akurnesingum að senda knött-
inn fram og bjarga marki sínu
frá yfirvofandi háska. Var þessi
„hornamúsík“ úrvalsins uppi
við Akranesmarkið allspenn-
andi. Sókn sú, sem Akurnesing
ar hefja nú, skilar knettinum
1 langleiðina upp að marki mót-
herjanna, en þar er hún stöðv-
uð og snýst í sókn úrvalsins,
sem endar á skoti frá Gunnari
( Guðmannssyni, en beint á mark
jvörðinn, sem ekki hefur annað
I ráðrúm en slá yfir. Hornspyrna
enn á ný gefur Sigurði Bergs-
syni, þeim mikla „skallmeist-
1 ara“, tækifæri til að ota skall-
anum, en knötturinn lendir í
þverslánni og hrekkur út, og er
sendur af einum varnarleik-
[manni Akurnesinga langt fram
á völlinn. Er nú sótt og varizt
af kappi á báða bóga. Hilmar er
’ í færi, en skot hans er laust og
Magnús ver auðveldlega með
því að varpa sér. Loks á 35.
mínútu skora Akurnesingar
1 annað mark sitt. Aukaspyrna
er dæmd á úrvalið. Ríkharður
framkvæmdi spyrnuna mjög
fljótt og sendi til Þórðar Þórð-
arsonar, sem þegar lék fram
með knöttinn, komst fram hjá
Herði Óskarssyni, og var þá op
in leið í mark, og skoraði næsta
auðveldlega. Þriðja og síðasta
mark sitt skoruðu svo Akurne's
ingar I lbk hálfleiksins, eihnig
úr aukaspyrnu, sem tekin var
skammt utan vítateigs. Sveinn
Teitsson spyrnti, en Ríkharður
skallaði í markið.
| Ekki voru nema um 7 mín-
útur liðnar af seinni hálfleik,
er úrvalið skoraði fyrra mark
sitt, hafði áður átt færi á mark-
jinu á 1. mínútunni, en Magnús
sló yfir. Það var Sigurður Bergs
1 son, sem skoraði með skalla, eft
ir sendingu frá Þorbirni. Eins
og fyrr segir var leikur Akur-
I nesinga allur linari í þessum
jhálfleik, og hafði úrvalið þegár
[ undirtökin frá upphafi. Jón Le-
ósson átti fast skot nokkru eft-
ir markið, en knötturinn fór
yfir, var þetta eina skot Jóns
í leiknum, en hann virðist vera
(farinn að draga við sig skotin
j í seinni tíð. Sókn úrvalsins
þyngdist nú meir og meir.
J Gunnar Gunnarssbn sendir fast
á markið, en markvörður ver.
Litlu síðar þrumar annað skot
j (Frh. á 7. síðu.)
Norskur leiðangur segir hafís
lítinn
NORSKA íshafsskipið Polar-
björn, sem norska íshafsrann-
sóknarstofnunin hefur á leigu,
kom til Álasunds um síðustu
mánaðamót, eftir mikinn rann-
sóknaríeiðangur í norðurhöf-
um. Kvað hann hann leiðangur
' inn hafa heppnazt mjög vel, og
áætlunin um hann verið fram-
kvæmd til hins ýtrasta. John
[Giæver var leiðangursstjóri.
jíSINN ÓVENJLÍTILL
Leiðangursmenn segja í viðtali
jvið norska blaðamenn, að haf-
ísinn á svæðunum fyrir miðju
j Austur-Grænnlandi hafi veriö
I óvenjulítill. Á leið sinni inn til
strandarinnar þurfti skipið að
'sigla í gegnum 130 sjómílna
breiða ísbreiðu, en í bakaleið-
inni var það ekki nenia 70
mílna breitt. Venjuleg breidd
ísbreiðunnar á þessu svæði er
aftur á móti 150 mílur.
FIMM UM VETURSETU
Polarbjörn flutti með heim
5 menn, er haft höfðu vetur-
setu á Ausíur-Grænlandi. Þeir
eru allir norskir menn, er þar
hafa starfað við rannsóknir og
veiðiskap á liðnum vetri. Voru
þeir allan veturinn í sambandi
við Dani, er dvöldust þar í
grenndinni og hafði öllum lið—
ið vel. Veiddu þeir mikið í án-
um. i
RÚSSNESK SKIP
VIÐ JAN MAYEN
Á Áheimleiðinni fór Polar-
björn rétt fram hjá Jan May-
en. Sáu skipverjar 5 rússnesk
flutningaskip, sem liggja þar
sem móðurskip fyrir stóran.
rússneskan fiskiflota.
Mikil I
SKAMMT frá Árhúsum er
búgarður einn, sem Sönder-
gaard heitir og stendur á Alrö-
nesi. Þar eru leirgrafir miklar,
því að leir til tígulsteinsgerðar
hefur verið grafinn þar úr iörð
svo öldum skiptir. Fyrir nokkr
um vikum mátti líta mann-
fjölda mikinn í leirmýrinni,
vopnaðan rekum, kvíslum og
járnteinum, sem rótaði og gróf
á hinu gamla leirgrafasvæði,
„eins og honum væri borgað
fyrir það“.
En borgunin brást, þegar til
kom, enda þótt þátttakendurn
; ir í þessu óvenjulega athæfi
hefðu gert sér vonir um að hún
m í Eeifiíi
yrði hin ríflegasta. Þarna var
nefnilega verið að leita að
gömlum sjóránsfjársjóð, og eng
inn annar en sjálfur hérðas-
læknirinn stjórnaði leitinni.
FUNDU KISTU,
EN MOKUÐU YFÍR
Sagnir um það, að sjóráns-
fjársjóður mikill væri fólginn
þarna í leirgröfunum hafa
lengi verið uppi á þessum slóð-
um. Átti sjóði þessum að hafa
verið rænt úr brezkum skipum,
er strönduou við nesið í styrj-
öldinni við Breta 1807. Hafði
til dæmis gamall leiguliði
þarna, er lézt um 1930, sagt
Diðriksen héraðslækni frá því,
að er hann var þarna við leir-
gröft 1880, hafi hann og sam-
starfsmenn hans komið niður á
eikarkistu eina mikla og járn-
slegna, en mokað í skyndi ofan
á hana aftur, af ótta við, að
þeir kynnu að enda í yfirheyrsl
um og þrasi, ef þeir tækju kist
una. Þjóðminjasafnið danska
mun haía- hvatt Diðriksen
(lækni leitarinnar, og enda þótt
hún reyndist árangurslaus í
þetta skipti, segir læknirinn.,
að leitinni verði haldið áfram
unz fjársjóðurinn finnst, —
því að hann sé þarna. ;