Alþýðublaðið - 28.09.1955, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ
jMiðvikudagur 28. sept. I9íia
Útvarpið
20.30 Ferðaþáttur: Frá kynnurn.
mínum af íslandi í sumar eft
ir René Coppel kvikmynda-
tökumann frá Frakklandi.
21.00 Tónleikar (plötur); „ívar
grimmi“, svíta eftir Rimsky-
Korsakov.
21.20 Upplestur: Gísli Ólafsson
frá Eiríksstöðum flytur frum
ort kvæði.
21.30 Tónleikar (plötur): Dans-
ar úr „Galanta“ eftir Zoltán
Kodály.
21.45 Náttúrlegir hlutir.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Lífsgleði njóttu, saga eft-
ir Sigrid Boo.
22.25 Létt lög (plötur).
23.00 Dagskrárlok.
KROSSGATA.
Nr. 902
\t 2 3 V
1 r u ?
í <?
10 ii " L
13 iv IS
lí n L H
Lárétt: 1 skinn, 5 reykir, 8
Kiall, 9 bókstafur, 10 byggingar
efni, 13 tónn, 15 mjög, 16 úr-
koma, 18 hætta.
Lóðrétt: 1 vinnumaður, 2
skökk, 3 kreik, 4 bit, 6 leki, 7
foinda, 11 tónverk, 12 hús, 14
verzla, 17 tveir eins.
Lausn á krossgátu nr. 901.
Lárétt: 1 goldin, 5 asni, 8
last, 9 nn, 10 Njál, 13 Re, 15
ólar, 16 úfna, 18 annar.
Lóðrétt: 1 gulbrún, 2 ofan, 3
Jas, 4 inn, 6 stál, 7 innra, 11
Jón, 12 lafa, 14 efa, 17 an.
Telpu og drengja-
Verð frá kr. 80.00
Toledo
Fischersundi.
l
Rösamond Marshalls
A FLOTTA
65. DAGUR
S
S
s
I
| Hafnarfjarðar
% Strandgötu 50.
§ SÍMI: 9790.
,S Heimasímar 9192 og 9921. )
í S
Ekki Nínu! sagði ég og greip andann á lofti.
Hún er barn ennþá.
Barn að árum, en fullorðin í því illa. Hún
hefur játað að hafa stolið, bókinni undan höfða
lagi þínu. Hún segist hafa skynjað trúarvill-
una í þessari voðalegu bók og fleygt henni í
göturæsið. Hún sver og sárt við leggur, að hún
viti ekki hvað af henni varð, en hún lýgur.
Nei, hún lýgur ekki. Hún segir satt. Eg ein
veit, hvar niður er komin hin heilaga biblía
Giacomo munks.
Glampa brá fyrir í köldum augum munks-
ins. Hann stóð á fætur og gekk snúðugt út án
þess að segja orð.
Svo sem tveim stundum seinna komu tveir
fangaverðir og leiddu mig út í fangelsisgarð-
inn. Þar opnuðu þeir járnhlið. Innar af því
laukst upþ þröngur klefi.
Þeir ýttu mér inn. Hann var daunillur, og
mér fannst nálykt gjósa á móti mér.
Það var hálfdimmt inni, en þegar augu mín
vöndust skuggsýninu, sé ég sjö menn sitja í
hálfhring við borð. Á gólfinu og á veggjunum
voru ýmis konar tæki; það leyndi sér ekki að
það voru pýntingartæki.
Eg heyrði óp barns.
Það var Nína.
Hún sleit sig af varðmönnunum en flaug
í fang mitt.
Systir Caríta! Ekki láta þá meiða mig! Eg
hef sagt allt, sem ég veit! Allt! Eg sagði þeim
allt!
Eg þrýsti henni að mér. Grátur hennar gekk
mér gegnum merg og bein. Þeir skulu ekki
meiða þig, Nína.
Skelfd snéri ég mér að dómendum, ekki
sjálfrar mín vegna, heldur vegna saklausrar
telpunnar. Það er satt, herrar mínir; þett.a
barn veit ekkert, umfram það, sem hún þegar
hefur sagt. Eg ein er sú, sem í ykkar augum
er sek, og ég ein.
Sá í miðið hallaði sér áfram. Hver er litli
maðurinn, sem reif af mér bókina um kvöldið
og þau með hana út í myrkrið? Hver er hann?
Eg anzaði engu. Þeir stungu saman nefjum
og sögðu eitthvað sín í milli í lágum hljóð-
um. Svo gaf einn þeirra merki og pyndinga-
mennirnir gripu Nínu, samtímis því sem
hendur mínar voru settar í járn og fæturnir
reyrðir við gólfið með hlekkjum.
Fyrsta hugsun mín var: Þeir fá það ekki
af sér að kvelja saklaust barnið! En hjólin
þófu að snúast og það marraði í trissum og
köðlum. Eg heyrði Nínu hljóða hástöfum af
sársauka og kvölum. Hættið! kallaði ég og
marrið þagnaði.
Ertu reiðubúin að játa?
Þyrmið barninu! Átti ég að segja sannleik-
ann? Fórna bókinni, sem Andrea og Gia-
como munkur vorú reiðubúnir að deyja fyr-
ir? Fórna Nello, sem hafði bjargað lífi sínu?
Svipljóti munkurinn barði harkalega í
borðið. Ertu reiðubúin að játa, kona, eða
viltu heldur að við höldum pyntingunum á-
fram?
Ekki pynta barnið! grátbað ég. Eg er hin
eina, sem er sek.
En þeir sinntu ekki orðum mínum. Hjólin
hófu að snúast á ný, og Nína hljóðaði. Nú var
rnér nóg boðið. Eg skal tala! öskraði ég og
hnykkti mér til þess að reyna að losa mig.
Furðulegt að ekki skyldi líða yfir mig. Slepp-
ið barninu! Eg skal segja ykkur allt.
Þeir losuðu um ólarnar. Nína féll máttlaus
á gólfið. Einn pyntarinn kraup niður og
lagði eyra að brjósti hennar. Hún er dáin!
Eg minnist þess að ég hugsaði: Hún þjáist
ekki framar. Friður veri með sálu hennar.
En svo var eins og hvíslað væri að mér: —
Segðu ekkert! Farðu heldur með leyndar-
málið í gröfina, en fórna málstað ástvina
þinna þér til lífs!
Þeir losuðu hendur mínar og fætur og báru
líkama Nínu á brott. Sá svipljóti snéri sér
að mér og sagði lymskulegá: Við erum reiðu-
búnir að heyra játningu þína, kona.
Eg horfði hvasst á þá og bar höfuðið hátt.
Herrar mínir. Gerið við mig það, sem hin ó-
mannúðlegu lög yðar heimila. Eg er reiðu-
, búin til að þjást —- og deyja.
Mér til mikillar undrunar kölluðu þeir ekki
á pyntarana. Nei, þeir hvísluðust á og létu
síðan fylgja mér til klefa míns. Óttuðust þeir
að leyndarmálið myndi fara með mér í gröí-
ina?
Eg var alein. Varðmaður færði mér mat.
Eg snerti ekki við honum.
Um sólarlagsbil heimsótti sá svipljóti mig.
Hann var blíðmáll mjög. Bianca. Við höfum
heyrt um góðgerðastarfsemi þína........ Það
er altalað að þú hafir gert kraftaverk á mun-
aðarlausum börnum, sem urðu hart úti, þeg-
ar svarti dauðinn geisaði í Siena. Segðu. okk-
ur hvað orðið hefur af bókinni, og við munum
leyfa þér að hverfa til góðgerðastarfa þinna.
Eg sá í hug hans. Hann laug. Það var sama
hvort ég játaði eða játaði ekki: lifandi myndi
ég ekki yfirgefa Bargello-fangelsið.
En hann vildi ekki gefast upp. Þú kvað
hafa átt miklar eignir áður fyrri, Bianca.
Þær eru sagðar í umsjón fyrrverandi ráða-
manns þíns, Belotti. Mér er sagt, að hann
hafi svikið þær út úr þér. Talaðu — og við
munum láta hann afhenda þér þær allar aft-
ur, og þú getur ráðstafað þeim af eigin vild.
Þær myndu koma þér vel, því það er víst
ekki kostnaðarlaust að reka munaðarleysingja
hæli.
En ég lét hann ekki freista mín. Herra minn.
Eg hef ekkert að segja.
Roða brá fyrir á fölum kinnum hans. Við
skulum sjá til. Hann fór.
Biðin var hræðileg. Hvað myndi sjö manna
ráðið taka til bragðs næst? Dagurinn leið og
annar til. Það var kvöld. Eg stóð við glugg-
ann og horfði út á milli gildra járnrimlanna.
Við mér blasti borgin, þar sem flestir stórir
atburðir lífs míns höfðu gerzt. Eg heyrði
klukknahljóm. Hans átti ég ekki von á þess-
um tíma. Eg snéri frá glugganum og baðst
fyrir.
Faðir, þú sem ert á himnum. Vísaðu mér
leiðina. Mér fannst ég heyra rödd Andrea á
deyjandi degi: Gullni engill .... taktu bók-
ina. Útbreiddu boðskap hennar........ Eg fól
andlitið í hönditm mér og grét Ibeizklega.
Hvernig! Guð minn góður! Hvernig átti ég
að framkvæma seinustu bón hans?
Sofnaði ég eða var ég í leiðslu? Eg vaknaði
við að mikill mannfjöldi söng sálma. Eg hljóp
ÍDvalarbeimili aldraHra|
\ sjómanna \
\ Minningarspj&ld fást hjá: )
^ Happdrætti D.A.S. AustuiS
S »træti 1, sími 7757. j*
r Veiðarfæraverzlunin Verð ^
' andi, simi 3786. }
^ Sjómannafélag Beykjavík.)
S nr, sími 1915. y
) Jónas Bergmann, Háteigs-y
^ veg 52, síml 4784. S
S Tóbaksbúðin Boston, Lauga?
S veg 8, sími 3383. y
• Bókaverzlunin Fró8{, V
^ Leifsgata 4. ^
•< X X
K 'INKIN
A A A
KHRKI
Laugateig 24, sími 81668 )
ólafur Jóhannsson, S«ga-)
bletti 15, sími 3096. $
) Nesbúðin, Nesveg 39. ^
^ Guðm. Andrésson gullsm., \
S
s
s
s
s
s
s
s
(, Laugav. 50 síml 3769.
) I HAFNARFIRÐI:
Bókaverzlun V. Leng,
*fmi 9288.
^Úra-viðgerðlr.
S Fljót og góS afgreiðsla. ^
•GUÐLAUGUR GÍSLASON.S
S ;
\ Laugavegi 65 ?
Sími 81218 (heima) ^
\
S
s
s
Minníngarspjöld £
Barnaspítalasjóðs Hringsimý
eru afgreidd í Hannyrða- S
verzl. Refill, Aðalstræfi 12 S
(áður verzl. Aug. Svend- S
sen), í Verzluninni Victor, S
Laugavegi 33, Holts-A.pðL
teki, Langholtsvegi 84, •
Verzl. Álfabrekku við Suð-)
urlandsbraut, og Þorstein*.^
búð, Snorrabraut 61. ^
s
Smurt brauS j
©g sulttur. s
Nestispakkar. j
Ódýrast og bezL Vin- (,
aamlegast p&ntið m«ð S
fyrirvara.
MATBARINN
Lækjargötn
Sími 80340.
Hás og íbúðir
• i!
s
$
- i
>
ý
ai ýmsum stærðum f ^
bænum, úthverfum bæj.^
arins og fyrir utan bæinnS
til sölu. — Höfum einnig1-
til sölu jarðir, vélbátg, \
bifreiðir og verðbréf. )
s
Nýja fasteignasalan, ^
Bankastrætl 7. s
Sími 1.518.
Samuðirkorí
Slysavarnafélags Islanda \
kaupa flestjr. Fást hjá)
slfsavarnadeildum um ■
land allt. I Reykavík í \
Hannyrðaverzluninni, $
Bankastrætí 6, Verzl. Gunn)
þórunnar Halldórsd. og •
skrifstofu félagsins, Gróf-j
in 1. Afgreidd í síma 4897.)
— Heitið á slysavarnafélag^
tð. Það bregst ekld. {
$
•✓•✓■•✓•y..