Tíminn - 05.02.1965, Blaðsíða 1
II. BLAÐ
........................
„Mundirðu geta farið fyrir
okkur til Windhoek í Suð-
Vestur Afríku í um 6 vikur?“
spurði aðalforstjórinn, hann
var nýkominn til aðalstöðv-
anna í Jóhannesarborg úr
ferðalagi til útibúa Hunting
Surveys í nágrannalöndunum
þar sem framleidd eru landa-
kort eftir flugmyndum. Þar
eð ég hef aldrei fyrr komið
til S-V-Afríku tók ég boði hans
með þökkum og er sennilega
eini Islendingurinn sem hing-
að hefur komið. A.m.k .kann-
ast hér enginn við Vigfús vert.
Flugið frá Jóhannesarborg tók
um 3.5 stundir, flogið var yfir
hina kunnu Kalaharí eyðimörk
og var ákaflega fróðlegt að
skoða þessar óbyggðir úr lofti.
Kalaharí er ein samfelld slétta
í um 1600 m. hæð, rauð-gul-
brúnn sandur með gisnum
runnum svo langt sem auga
eygði, á stöku stað voru lægð-
Á Klrkjutorgi í Pretorlu í S-Afríku. Þarna er styttan af Kruger og í kring opinberar byggingar. I
Pretoriu hitti ég einn af sérfræðingum stjórnarinnar tll að kynnast neðanjarðarstarfsemi kommúnista
í landinu og er orsök alls hins Hia í Afríku.
Með hvítu fólki í Afríku
ir með þurrum tjarnarbotn-
um og lágu dýraslóðir þangað.
Víða höfðu dýrin krafsað stór-
ar holur í botninn til að ná
í vatn. Aðallega eru það hirt-
ir sem þama halda til.
Windhoek.
Er við tókum að nálgast
leiðarenda, breytti landslagið
um svip, stöku hæðir og síðar
fjöll bættust í landslagið, eitt
og eitt svertingjaþorp með strá
kofum, og götuslóðum. Skyndi
lega var lent í útjaðri lítillar
borgar í hálendinu í um 17—
1800 m. hæð. Landslagið er
tilsýndar nauðalíkt og í Mýra-
sýslu, nema engar mýrar en
hvarvetna þessir smárunnar,
sem hindra sandfok. Lág, fjöll
og ásar, tært og hreint loft, en
sólin svo logandi heit og björt
að ég varð að fjórfalda hraðann
á myndavélinni. Himinninn var
næstum hvítur af hita og sólin
í hvirfilpunkti. Á flugvellinum
beið mín kunningi frá S-Af-
ríku og ókum við til hins foma
höfuðstaðar hinnar fyrmrn
þýzkum nýlendu sem er um 50
ár hefur verið undir stjóm og
umsjá S-Afríku. í borginni
era um 50.000 íb. um helming
ur hvítur en hitt svertingjar
og kynblendingar. Svertingja
kerlingamar eru til fara eins
og ísl. peysufatakonur nema í
heldur ljósari klæðum. Borgin
er svipuð þýzkum smábæ, með
litríkum nýjum byggingum og
gömlum þýzkum húsum. Þýzk
músik, og tal, jafnvel svert-
ingjarnir verða að tala þýzku,
en það er sú versta meðferð
á svertingja sem ég hef séð í
Afríku. Jafnvel dagblöðin éru
á þýzku, þótt enska sé opin-
bert mál. Fyrst nú finnst mér
að ég sé í útlöndum.
S-V. Afríða.
Suð-Vestur-Afríka er um
1200 km. á lengd og 800 á
breidd og er á S-V ströndinni,
fyrir norðan er Angola, Bech-
uanaland að austan og A-Af-
ríka að sunnan. Úti fyrir
ströndinni eru auðug fiskimið
en frá ströndinni tekur eyði-
mörkin Namib við, með fok-
sand, og geta sandöldurn-
ar orðið um 200 m. háar, á
öldubotninum sér í fast land
og eru þar oft auðugar dem-
antsnámur, inni á mið hálend-
inu skammt frá Windhoek eru
auðugar námur sem kallast
TSUMEB en þar er grafið eft-
ir flestum fágætustu málmum
á jörðinni t.d. Germanium sem
er vestrænum þjóðum nauðsyn
legt í fjarskiptabúnað og eld-
flaugar. Margir aðrir málmar
em þar og hef ég talið um
50 jámbrautarvagnalest á leið
Útsýn úr tjarnargarðinum í Windoek í SV-Afríku. Þarna sjást gömul þýzk hús viS Keisarastrætf en
nýtízkuleg stórhýsi { baksýn. f garðinum eru pálmar og margvísleg blóm.
suður með málmgrýti. Uppi á
hásléttunni er talsvert um villi
dýr og um hálf millj. manna
hafast hér við og um 50 þús.
hvítir. Svertingjarnir eru mest
dvergar eða Bushmen á stein-
aldarstigi sem nota galdra
boga og örvar til ásta og veiða,
örvamar eru á stærð við eld-
spýtur og ef þær virka ekki,
hefur þeim verið illa miðað,
þær draga endalaust. Einnig
nota þeir venjulegar örvar og
spjót, á stærð við leikföng.
Nýlenda keisarans.
Maður undrast að hér skuli
vera búið á auðninni og það
skuli vera hér vegleg borg og
vestræn menning, hér rignir
helzt ekki nema þegar ég kem,
stundum rignir ekkert í 1—2
ár. Nóg vatn er í uppþvott og
hinn kunna Windhoek bjór.
Með borunum næst í meira
vatn og hér eru heitar laugar.
„Þetta er friðsamur staður,
enda örðugt fyrir Rússa að
stofna til vandræða í svona litlu
þjóðfélagi þar sem allir
þekkjast," sagði mér mað-
ur sem hefur verið lengi á
þessum slóðum þó era rússn-
esk „fiskiskip" úti fyrir og
uppi í landsteinum, og sögð
smygla vopnum og skemmdar-
verkamönnum þegar færi
gefst, en herskip og flugvélar
fylgjast stöðugt með þeim.
Hereros svertingjamir uppi á
hásléttunni vilja ekkert sam-
neyti hafa við hvíta menn.
Þeir komu hingað um 1800 og
eru „dráparar“ af lífi og sál.
Þeir myrtu 124 þýzka bænd-
ur og keisarinn sendi her
manns til hefnda og þessum
þjóðflokki var nær útrýmt.
Hér í Windhoek vora aðalstöðv
ar Þjóðverja í fyrri heimsstyrj
öld og voru Þjóðverjar hinir
Framhald á 22. síðu.
Ungur, íslenzkur myndmælingamaður, Vjggó Oddsson, sem dvelur í Suður-Afríku, hefur sent Tímanum grein-
ar þær, sem hér birtast á síðunni. Greinar Viggós eru örlítið styttar. Hann segir:
Þessi lönd eru óviðjafnanlega góð til búsetu hvort heldur efnalega og stjórnmálalega, hér er meira og betra at-
hafna og viðskiptafrelsi en annars staðar og enginn þarf að óttast lögregluna, aðrir en venjulegir afbrotamenn og
kommúnistar. Duglegra, samvizkusamara og viðfeldnara fólk hefi ég hvergi hitt en í S-Afríku og Rhodesiu, svert-
ingjarnir eru ekki það vandamál sem af er látið og er götulíf og einkalíf fólks eins og ég sé í Austurstræti. Hins
vegar er örðugt að brúa bilið í einu skrefi milli steinaldar og nútíðar og verður að gerast með gætni og ábyrgðar-
tilfinningu og samvinnu við þá svörtu eins og reynt er að gera. Þessir þjóðflokkar vilja vera sér og hafa sína siði
Það er fátt um íslendinga
hér, flestir virðast ferðast í
austur eða vestur fremur en
suður. Þó hef ég einu sinni
hitt íslenzka konu í Jóhann
esarborg, hún er vel gift efn-
uðum manni og eiga þau 2
börn, heimili þeirra er glæsi-
legra en almennt gerist og
garðurinn er dæmalaus, þau
hafa svart þjónustufólk og 2-3
bíla til heimilisnota. Hún sagð
ist vera að gefast upp við að
halda svertingjunum og íbúð-
um þeirra hreinum. Þau fóra
til Evrópu um jólin. Ég sá
sviðahausa í búð í Johannesar-
borg og blóðmör og lifrapylsu
í smekklegum neytendaumbúð
um í Windhoek, bækur eftir
Laxness eru hér víða í bóka-
söfnum, talsvert lesnar. Svíar
selja hingað íslenzk gæraskinn
og stimpla á þau, að skinnin
séu sænsk, þau kosta því um
900 krónur stykkið. f Rhodes-
iu búa um 4 milljónir og í
Salisbury era um 90 þús. hvít-
ir íbúar. Þar hitti ég aðalrit-
ara Rhodesia Front, sem er
flokkur Ian Smith. Þessi mað-
ur kom til íslands fyrir mörg-
um áram og man alltaf eftir
hinum gróðurlausu hæðum
kringum Reykjavík. Á kosn-
ingafundum sá ég Sir Roy
Walensky og Ian Smith forsæt
isráðherra, sem er fádæma
glæsilegur ræðumaður. f Salis
bury er allt á kafi í blómum og
er það ákaflega friðsæll staður.
Fólkið þar er samtíingur úr öll
um heiminum og hvergi hefi
ég fundið mig eins heima og
þar. Þetta eru ákaflega heið-
arleg þjóðfélög, þar sem fólk
lifir ábyrgara líferni en ann-
ars staðar, sem ég þekki. Skatt
ar era um 9% af 12.000 kr.
mánaðarlaunum og vöraverð
2—6 sinnum lægra en heima.
Heimsfræg stórfyrirtæki hafa
hér úti bú og framleiða gæða
vöra á lágu verði, t. d. Cad-
bury, Nestle o. fl. Jafnvel Vol-
vo er að koma sér upp útibúi
fyrir hundrað milljóna, þrátt
fyrir galdrabrennu ofstækið í
Svíþjóð gegn S.-Afríku.
Ég gæti lengi skrifað um
þessi lönd, en ég ætla mér að
dveljast hér lengur og skoða
mig meira um.
Ritað í janúar í Windhoek,
SV Afríku.
Viggó Oddsson.