Alþýðublaðið - 05.10.1955, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.10.1955, Blaðsíða 1
XXXVI. árgangur Miðvikudagur 5. október 1955 208. tbí. Samkomula íramhald söltun gær um FINNSKA þingið samþykkti í gær einróma samninginn um endurheimt Porkkalasvæðis- ins »' i Hví ekki algert samkomu- bann vegna mænusóttar! ÓHIJG hcfur slegið á marg sjúkdómur, að gera ber allar an við íregnina um það, að hugsanlegar ráðstafanir til mænuveikifaraidur væri þess að hefta útbreiðslu kominn upp í Reykjavík. hans. Algert samkomubann Munu allir sammála um það, myndi minnka smithættu að heilbrigðisyfirvöld og mikið. Gróðafíkn kvik- fræðslumálastjórn haíi myndahúsaeigenda og eig- brugðið skjótt og röggsam- enda annarra skemmtistaða lega við að loka barnaskól- má ekki koma í veg fyrir um bæjarins í hálfan mánuð slíka ráðstöfun þegar al- vegna sóttarinnar. En hví menningsheill er annars veg ekki róttækari ráðstafanir, ar. — Mál þetta er nánar algert samkomubann? Löm- rætt í forustugrein blaðsins unarveikin er svo skæður í dag. mun mmm en SAMKOMULAG náðist í gær milli ríkisstjórnarinnar og i síldarsaltenda á Suðvesturlandi um framhald síldarsöltunar.1 Hefur ríkisstjórnin ákveðið að verðbæta þær 20 þús. tunnur sem eftir er að veiða upp í gerða samninga, en verðbætur þessar eru þó mun lægri en áður. fyrir áframhaldandi Blaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá Fé- lagi síldarsaltenda um hið nýja samkomulag: „Náðst hefur samkomulag milli ríkisstjórnarinnar og Félags síldarsaltenda á Suð vesturlandi um grundvóll söltun Suðurlandssíldar. Nær þetta samkomulag . til 20 þúsund tunna saltsíldar á Rússlands markað en það er það magn, sem á vantar til þess a'ð saltsíldarsamningarnir værði fylltir.“ Klakksvíkurdeilan: Ahafnir 50 færeyskra fiski skipa hófa að koma í Einkaskeyti til Alþýðublaðsins. ÞÓRSHÖFN í gær. AUKIÐ DANSKT lögiæglulið kom til Klakksvíkur í dag. Sýslumaðurinn í Klakkvík tclur, að handtökur og yfirheyrslur niuni byrja í kvöld eða í fyrramálið. Síðan á laugardagskvöld hefur allt verið með friðsamlegu móti. Bæjarstjórnin hefur hafið brottflutning á börnum og konum úr bænum. Verkfallið stendur enn. Yfir 50 skip, sem eru á síldveiðum fyrir norðan Færeyjar, hafa krafizt þess að landsstjórnin hlutist til um að hið útlenda lögreglulið og herskipið verði á brott. Að öðrum kosti munu áhafnirnar lýsa yfir verkfalli og verður skipunum þá siglt til Klakksvíkur. í desember í fyrra fórst bandarísk flotaflugvél á Mýrdalsjökli. Var gerð leit að flugvélinni og tók íslenzka flugbjörgunarsveit- in þátt í þeirri leit. A myndinni sést foringi úr bandaríska flot.- anum, Wallace A. Sherrill. Hann afhendir nokkrum leitar- mönnum heiðursskjal fyrir þátttöku þeirra í leitinni. Á mynd- inni sjást frá vinstri Wallace A. Sherrill, Sigurður Þorsteins- r Astæður á óþurrka- svæðinu athugaðar. RÍKISSTJÓRNIN hefur falið tveimur mönnum, þeim Árna G. Eylands stjórnarráðsfulltrúa og Páli Zóphóníassyni búnaðar málastjóra, að athuga ástæður um fóður og fénað á óþurrka- svæðinu og gera tillögur um á hvern hátt verði helzt hægt að greiða fyrir þeim bændum, er þess hafa mesta þörf, til þess að þeir þurfi ekki að skerða bú- stofn sinn óhæfilega mikið í haust. Áríðandi er að oddvitar og sýslumenn á óþurrkasvæðinu hafi náið samband við þessa tvo menn og veiti þeim allar upplýsingar, er að gagni mega verða. Jafnframt vill ríkisstjórnin vekja athygli bænda og verzl- ana þeirra á því, hve afar nauð synlegt er að þessir aðilar tryggi sér fóðurbæti í tæka tíð og láti slíkar aðgerðir eigi drag ast úr hömlu. Birgðir af síldarmjöli og fiskimjöli eru mjög takmarkað- ar í landinu, • og að sjálfsögðu verður að selja þessar vörur úr landi, ef ekki kemur fram eftirspurn eftir þeim innan- lands. Karbech Mouritzen. Landsstjórnin mun hafa svarað á þá leið, að hlutverk dönsku lögreglunnar sé að halda uppi röð og reglu og að hótun sjómannanna byggist á vanþekkingu og misskilningi. Kampmann flaug til Dan- merkur í gær og gekk þá þeg ar á fund forsætisráðherrans. Pilnik vann Ásmund. PILNIK hafði unnið Ásmund Ásgeirsson er blaðið fór í press una í gærkveldi. Öðrum skák- um var þá ólokið. Guðmundur Pálmason hafði betri stöðu móti Arinbirni, en aðrar skákir voru tvísýnar. Annað kvöld heldur mótið á- fram í Þórskaffi og eigast þá þessir við: Guðm. Pálmason — Pilnik. Baldur Möller — Arinbjörn Guðmundsson. Jón Þorsteinsson — Guðm. Ágústsson. Jón Einarsson — Ingi R. Jó- hannsson. Ásm. Ásgeirsson — Þórir Ól- afsson._____________________ I fyrradag urðu úrslit þessi: Arinbjörn Vi Pilnik Vz. Jón Einars Vi — Baldur V2. Þórir Ólafs 1 — Guðm. Ág- ústsson 0. Jón Þorsteinsson V> — Guð- V- son, ritari flugbjörgunarsveitarinnar, Haukur Hafliðason, Arni mundur pálmason y2. Kjartansson og Árni Edvins. j Ásmundur — Ingi (biðskák). sigursæll í kosning- unum í Noregi. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur unnið á í bæjarstjórnar- kosningunum í Noregi. Komm únistar og vinstri flokkurinn hafa tapað, en hægri flokkur- inn og bænda flokkurinn held ur bætt við sig. Annars urðu breytingar óverulegar. í Osió hlaut Alþýðuflokkurinn 35 sæti (hafði 35), hægri flokkur- inn 35 (hafði 33), vinstri flokk urinn 4 (hafði 5), kristilegir 5 (höfðu 5) 0« kommúnistar 5 (höfðu áður 6). Eldur í olíustöðinni í Hafnarfirði: Neislaflugið stóð á olíufank- ana og voru þeir í hættu Vinnuskúr brann til kaldra koia. ELDSVOÐI varð í Hafnarfirði í fyrrinótt. Brann vinnu- skúr á lóð Olíustöðvarinnar til kaldra kola. Skúrinn stóff skammt frá olíutönkum stöðvarinnar og var um tíma mikil hætta á því að eldur kæmist í tankana. Eldurinn mun hafa komið upp um kl. 1,45 um nóttina. — Varð vaktmaður frá slökkvi- stöðinni fyrst eldsins var. Veðrið í dag Vestan og suðvestan kaldi; skúrir. 45 úrskurðaðir á Kvíabryggju, en 10 fara .Hinir sömdu um greiðslur, er senda átti þá vestur. ALLS eru nú 7 vistmenn i komnir á Kvíabryggju, vinnu heimilið fyrir feður, er ekki hafa greitt barnsmeðlög sín. Héfur það reynzt svo, að margir hafa heldur viljað greiða gjöldin en fara vestur. Stóð til að senda í fyrstu „um ferð“ 45 feður vestur, en 35 þeirra vildu þá heldur semja um greiðslur. SKIPTA HUNDRUÐUM Heimilið á Kvíabryggju rúmar þó ekki nema 16 vist- menn í einu. Getur því orðið bið á því, að feður fái að af- plána, því að þeir feður í Reykjavík, sem ekki hafa staðið í skilum, munu skipta hundruðum. Eiga margir þeirra stóra skuld að gjalda, því að ekki hefur verið gengið hart eftir innheimtu meðlag- anna s.l. 10 ár eða síðan hætt var að senda þessa menn aust- ur á Litla-Hraun. METIÐ 8 BÖRN MEÐ 6 STÚLKUM Þeir 7 menn, sem komnir eru vestur á Kvíabryggju, mnu verða þa mjög mislengi. Sá þeirra, er metið á í barn- eignum, mun eiga 8 börn með 6 stúlkum og verður hann að dvelja á vinnuheimilinu í 15 —16 mánuði. LÁTNIR VINNA Ætlazt er til þess að menn- irnir séu látnir vinna á Kvía- bryggju. Eiga þeir að dunda sér við búskap og jafnvel út- gerð, enda fylgir bátkæna búinu. Eeitthvað mun þó „bú- skapurinn“ enn ganga á aftur- löppunum.* 1 Er farið var fyrst út á bátnum fyrir nokkru, fékkst ekki bein úr sjó og bát- urinn kom að landi með bil- aða vél. Alelda flug. mikið neista- Skúrinn var alelda er slökkvi liðið kom á vettvang. Áttin stóð á olíutankana og lagði slökkviliðið því höfuðáherzlu á að fella skúrinn og koma í veg fyrir hið mikla neistaflug á tankana. Tókst þetta en það mun hafa tekið um klukku- stund að ráða niðurlögum elds- ins. Mikið tjón. í vinnuskúrnum voru geymd logsuðutæki og gereyðilögðust þau ásamt öðrum tækjum, er geymd voru í skúrnum. Hefur tjón orðið þarna allmikið. Var unnið að því þarna að reisa t.vo nýja tanka og eyðilögðust flest vinnutækin, er notuð voru við það verk. . __j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.