Alþýðublaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmars 1928næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    26272829123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Alþýðublaðið - 09.03.1928, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.03.1928, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ]ALÞÝÐUBLiÐIÐ < kemur út á hverjum virkum degi. 5 Afgreiðsia í Alpýðuhúsinu við j Hverösgötu 8 opin irá kl. 9 árd. i til kl. 7 siðd. j Skrifstofa á sama stað opin kl. J 91/?—lOVa árd. og kl. 8—9 siðd. I* Slmar: 988 (afgreiðslan) og 1294 (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á mánuði. Auglýsingarverðkr.0|15 hver mm. eindálka. Frentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (i sama húsi, sömu simar). Alpingi. Neðpi deild. N. d. afgreiddi í gær til e. d. £rv. um breytingu á bæjarstjóm- arlögum ísafjarðar, og er breyt- ingin sú, eins og frv. er nú orð- ið, að bæjarstjóri skal kosinn til alt að 6 ára í' senn, á sama hátt og bæjarfulltrúar, ef meiri hluti kjósenda samþykkir að svo skuli vera. Frv. þeim, er nú skal greina, var vísað til 2. umr.: Um nýja flokka bankavaxta- bréfa. Vísað til fjárhagsnefndar. — fíéóinn Valdimarsson hóf máls á því, að til þess að frv. komi að því gagni, sem nauðsyn kref- ur, má það ákvæði ekki vanta, að líkið veiti aðstoð sína til veð- bréfakaupa, svo sem verið hefir. Einnig benti hann á þá brýnu þörf, sem á því er, að hærra veð- deildarlán fáist í hlutfalli við virðingarverð húss en verið hefir. Sú er hin þriðja nauðsyn, sem bæta parf úr, að affö.11 bréfanna era alt of mikil. Verður engin þjóðarheill að togstreitu milli kaupstaða og sveita um framfara- málin, hsldur, þurfa hvortveggju aðiljar að leysa vandræði beggja í samvirmu. Fjáraukalagafrv. jfyrir 1927 var visað til fjárv&iíinganefndar. Frv. um vernd gegn óréttmætum prentuðum ummælum (áður sam- þykt í e. d.) fór nefndariaust til 2. umr. Frv. um varasátta- nefndarmenn i Reykjavík (k.om- ið frá nefnd) Frv. um að lána ríkinu þjóð- leikhússjóðinn til rekstrar víð- varpi fór til mentamáland. Vildu þó margir d ildarmenn a& það færi heldur til fjárhagsnefndar, í því skyni, að hún reyndi að finna önnur ráð til að afla fjár til útvarpsins. * Þingtoenn Rangæinga flytja frv. um, að Ólafi ísleifasyni í Þjórs- ártúni verði seld landspilda, er hann hefir á erfðafestu, úr prests- setursjördinni Kálfholti. Vísað til allshnd. \ > ' Efri deild í gær. ■Fxv. Erlings um breytingu á út- flutniingsgjalidi á síld og síldaraf- urðum voru bæði samþ. við 3. umræðu og send neðri deild. Sem lög samþ. deildin breyt- inguna á þingsköpunum (aðal- lega tillaga Héðins um utanrík- ismálanefnd kosna af sameinuðu þingi). Frv. um breyt. á verðtollin- um fór til 3. umr., en íhalds- flokkurinn tók breytingartillögur sínar aftur til þeirrar umræðu., Frv. um breytingu á lögunum um varðskipin var síðasta málið á idagskránni. Urðu um það tölu- verðar umræður, en n^i virtiist allur belgingurinn farinn úr íhald- 'inu, út af því máli, og fóru um- ræðumar friðsamlega fram. Vair frv. sent til 3. umr. og fer senni- Iqga sína leið gegnum þingið. Hættir þá líklegast lögbrota- þvaðrið í máígagni Magnúsar þess, er formaður er í lepp- mensku-hlutafélaginu við Skerja- fjörð. Litla bandalagið og Ítalía Litla bandalagið er sambandið milli Tjekko-Slovakíu, Rúmeníu og Júgó-Slavíu. Það er vaxið upp úr ófriðnum, og hlutverk þess er að verja landamærin, sem frið- arráðstefnurnar ákveða í það og það skiftið. Grundvöllur þess er ekki náungakærleikur eða sam- úð, Iieldur það, sem ófriðarbrask- arar kalla „stjórnmálianiauðsyn“. Tilfellið er nfl. að þessi þrjú ríki hafa sölsað undir sig hvers annars eignir. Þau hata hvert annað, en afleiðingin hefir orð- ið nokkuð undarleg, því hún er í líkingu við það, sem sagt er um álfkonuna, sem kysti ólaf Liljurós, en stakk hann um leið með sverði. Stjórnarherrair ríkj- anna þriggja brosa fleðulega hver framan í annkn, en hyggja flátt, stofna með sér samband og ætla með því að blekkja hver annan. Litla bandalagið var stofnsett fyrir tilverknað Þjóðabandalags- ins, en Frakkland er skyldugt samkvæmt samningi að „hafa hagsmuni þess í huga“, því Stóra- Bretland hefir tekið aftur upp gamla lagiðí, lað skifta sér sem minst af því, sem ekki snertir það beinlinis. Frakkar og Litla-bandalaÞs- mennirnir hafa sagt fögur orö hverir við aðra. Frakkneskir „heiðurs“-menn hafa heimisótt litlu ríkin, og á rnóti þeim hefir verið tekið með kostum og kynj- um. En vesalings Iitlu ríkin standa misjafrilega að vígi. Tvö þeirra hafa ekkert a& óttast nema hvort annað, en Júgó-Slavía hefir grimman og hungraðan úlf alveg upp við brjóst sitt — og úlfur- inn er ítalía, þ.. e. Mussólíni. Hvað eftir annað hefir annað ekki verið fyrirsjáanlegt, en að til ö- friðar mynidi leiða, og engin ör- yggi eru til fyrir því, að hann dynji ekki yfir þá og þegar. Mus- solini hefir lika lagt net sín í fiskivötn Júgóslavíu, og því er haldið fram að hann hafi ekki farið físklaus til strandar, eftir að hafa „vitjað um“. Að minsta kosti eru Frakkar farnir að gretta sig, því þeir erú ekki á neinn hátt hrifnir af nábúanum, Mus- solini. Hann hefir líka oftar en einu sinni ausið sjó í bát þeirra.1 Einkanlega hefir Mussolini tekiist að fleka Rúmeníu til fylgis við sig. Hætt er við að Litla-bandalagið klofni, — Rúmenía daðri við Mus- solini, en Júgóslavía isegi ekki Frakkanum upp. Menn eru ’hræddir við sprengíngu þarna suður frá. Þar hafa oft orðlið sprengingar, og eftir öllum sól- armerkjum að dæma er ein að brjótast út. Sú sprenging getur haft alvarlegar afleiðingar, því Mussolini er blóðþyrstur og hungraður, og reiðin sýður í Frökkum, en Þjóðabandalagið er íins og hjálparlaus knöttur, sem sparkað er til. Jarðarförin í gær. Jarðarför sjómannanna, er fór- ust af „Jóni forseta", fór fram í gær. Mun hún lengi í minnum geymast meðal þeirra, er við- staddir voru, því að óhætt mun að fullyrða, að engin önnur jarð- arför, sem farið hefir fram hér á landi, hefir verið jafn hátíðfeg, fjölmenn og alvarleg. Enda er slíkt ekki vonum framar, þar sem færð voru að hinista beði lík tíu vaskra og vænna drengja, sem framarlega stóðu í fylkingu hiins vinnandi Iýðs. Húskveðjur voru haldnar á heimihim hinna látnu í gærmorgun. En almenn sorgar- hátíð hófst í Fríkirkjunni kl. 2 e. h„ er lík sjómannanna voru flutt í kirkju. Kirkjan var troðfull af fólki, og auk þess tók mannfylik- ingln yfir nærliggjandi götur. Er talið að viðistaddir hafi verið (■&. 7000 manna. Sjómannafélagið myndaði sérfylkingu undir fána sínum og staðnæmdiist á miðju kirkjugólfi meðan að líkræðan var flutt og sorgarathöfnin fór fram í kirkjunni. Þar voru einnig mættir skátar með íslenzka fána, yfirmenn á varðskipinu „FylLa“, vélstjórar vélstjóra'skólanemendur og fulltrúi fyrir ræðismenn er- lendra ríkja. MannfjöLdinn myndaði fylking- ar kring um kirkjuna. Voru tvö gjallarhorn látin flytja hljóðfæra- sláttinn, isönginn og ræðu sr. Árna Siguxðssonar til mannfjöld- ans, sem beið utan kirkju. Að Lokinni sorgarathöfninm í kirkj- unni, hélt líkfylgdin suður í kirkjugarð, og mun flesíum sú stund þar minnisstæð, er sung- inn var útfararsálmurinn: „Alt eins og blómstrið eina,“ sem síð- asta kveðja bæjarbúa til hinna látnu sjómanna. Mýft blad. N Á morgun kemur út nýtt blað, er ungir jafnaðarmenn gefa út. Hafa ungu mennirnir verið að undirbúa þessa blaðsútgáfu undan- farna dagá, og er blaðið nú full prentað. Það er fjölbreytt og skemtilegt. Það logar af eldi æskunnar og ber hugsjónir sínar fram af fullri einurð. Nafn blaðs- ins er „Kyndill“, og er þvi ætlað að koma út einu sinni í mánuði i fjögurra síðu broti. Það er prent- að á góðan pappír og er smekk- legt að öllu útliti. Blaðið verðúr selt á götunum á morgun. Af- greiðsla blaðsins er i Alpýðuhús- inu. Alþýðublaðið vill öska ungu félögunum til hamir.gju með mál- svarann. Slys I ¥estmanMey]iim. Tvefp meiaií drakna. Vestm.eyjum, FB., 9. marz. Tveir menn duttu út af vél- bátnum „Braga“ í gær, og drukknu&u báðir. Þeir voru Sig- urður Bárðarson frá Bólstað í Mýrdal, og Guðjón JóEnsson frá Skeiðflöt í Mýrdal. I Hök SSaaldsIifis. íhaldið hefir löngum reynt að verja atvinnurekstur einstakliinga- með því, að þeir, sem eiga að veita fyrirtækjunum forstöðu, standi dyggilegar í stöðu sinni, ef þeir eiga eiginhagmsuna að gæta, cn ekki hagsmuna hins op- inbera. En fyrir skömmu kom einn af forkólfum íhaldsinis hér í bænum, Jön Ólafsson, 2. þinigm. Rv., fram með þá nýheyrðu kemningu, að verkamenn fengju ágóðann af at- vinnurekstrinnm, en ekki atvinnu- rekendur. Með þessum ummælum rífiffl J. Ó. algerlega niður öll hin lé- legu rök þeirra íhaldsmanna fyr- ir velgengni atvinnuveganna í höndum einstakliniga. Eða hvernig geta menn veitt atvinnutækjun- um dyggilegar forstöðu með eig- inhagsmuni fyrir augumi, þegar verkalýðurin-n hreppir alan ágóð- ann. Það er hætt við að fæm gæfu sig við atvinnurekstri en nú, -ef þ-eir f-engju ekkert fyrir snúð sinn. Þetta eru rök íhaldsstefmmndr. Verkamaður. Innlend tíðindi» Vestm.eyjum, FB., 8. marz. Undanfarið sæmilegur afli á línu, eru menn nú farnir að ieggja netjum. Afli var misjafni í gær, lítið hjá flestum frá 100— 1000 á bát, en að eios dinn eða tveir fengu um 1000. Tíðin stirð,, nema síðustu daga.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað: 61. tölublað (09.03.1928)
https://timarit.is/issue/2608

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

61. tölublað (09.03.1928)

Aðgerðir: