Alþýðublaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.10.1955, Blaðsíða 1
XXXVI. árgangur Þriðjudagur 25. október 1955 225. tbl. lands fresíað Samþykkt iðnþings: ði iðnskólahússins í Rvf! FYRIRIIUGAÐIÍI heimsókn I forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra til Sambandslýðveldis ins Þýzkalands hafur vegna veikindaforfalla verið frestað imi sinn. Áðalfundur FUJ. AÐALFUNDUK F.U.J. í Beykjavíkur verður í kvöid kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Á dagskrá fundarins eru venjuleg að alfundarstörf. IÐNÞING ÍSLENDlNGA hélt áfram á sunnudag og í gær. Á sunnudag var á þinginu gerð samþykkt um iðnfræðsluna. Segir í samþykkt þingsins um það efni að hraða verði smíði iðnskólahússins í Reykjavík eftir því sem frekast eru föng á. Samþvkktin um iðnfræðsl- una hljóðar svo: lönþing Islendinga telur æskilegt, að smíði iðnskóla- hússins í Reykjavík verði hraðað eftir því, sem frekast eru föng á, til þess að unnt vcrði að hrinda í framkvæmd þeim verkefnum, sem fram- Glæsilegí afmælishóf Sjómanna-1 félags Rvíkur á 40 ára afmælinu’ SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR minntist 40 ára af- mæiis síns með glæsilegu afmælishófi í Iðnó sl. laugardags- kvöld. Voru þar samankomnir margir forystumenn úr verka- lýðshreyfingunni til þess að árna félaginu heiila á þessum tímn mótum í sögu þess. Forsetahjónin heiðruðu einnig félagið með nærveru sinni. Samkoman hófst með sam- eiginlegu borðhaldi. Þá flutti Garðar Jónsson núverandi for- maður Sjómannafélags Reykja víkur minni félagsins. Rakti Garðar aðdragandann að stofn- un félagsins og sögu þess í stór um dáttum. Garðar skýrði frá því hvern ig aðbúð sjómanna hefði ver- ið á fyrstu íslenzku togurun- um. Sjómennirnir urðu þá oft að standa tvo til þrjá sólar- hringa við vinnu án þess að fá nolckra hvíld. Frumherjarn ir sáu, að hér var verkefni fyrir samtök sjómanna að fá aðbúð og kjör sjómanna bætt. Garðar gat þess, hvernig til- viljunin hagaði því svo til, að Finnur heitinn Jónsson sem ungur maður varð til þess að hvetja til stofnunar sjómanna félagsins og veita sjómannin- um Jóni Guðnasyni ráð í því efni. Varð Jón síðan ásamt Ólafi Friðrikssyni aðalhvata- maðurinn að stofnun Háseta- félags Reykjavíkur, er síðar hlaut nafnið Sjómannafélag Reykjavíkur. | Eitt höfuðbaráttumál Sjó- mannafélagsins fyrstu árin utan ! kaupgjaldsbaráttunnar var hvíldartími togarasjómanna. Skýrði Garðar Jónsson frá því ! í ræðu sinni, hvernig baráitan fyrir því máli fluttist inn á al- I þingi, er Jón Baldvinsson var I kosinn á þing og náði fram að ganga fyrir þrautseigju hans. i Þá skýrði Garðar frá því, hvern ig „Sigurjónskan“ varð til, er i Sigurjón heitinn Ólafsson hóf baráttu fyrir endurskoðun sigl ingalaganna. I í niðurlagi ræðu sinnar sagði Garðar frá því, hvernig Sjó- l mannafélagið hefði stöðugt eflzt ; og styrkzt og væri það nú ' stærsta sjómannafélag lands- ins með á átjánda hundrað fé- lagsmenn og næst stærsta verka lýðsfélag landsins. MARGIR GESTIR. Að lokinni ræðu formanns voru skemmtiatriði. Guðmund ur Jónsson söng, Brynjólfur Jóhannesson las upp og Hjálm- ar Gíslason söng gamanvísur við mikla hrifningu. Síðan voru Framhald á 7. síðu. undan eru og mest aðkallandi, svo sem að koma á fót við Iðnskólann í Reykjavík: 1 a) Forskólum. b) Meistaraskóla. c) Tækniskóla (framhaldssk.). d) Verklegum námskeiðum í ýmsum iðngreinum. Felur þingið sambandsstjórn að veita bygginganefnd hússins og stjórn skólans fullan stuðn- ing til þess að fá fjárframlög í þessu skyni. TANNSMIÐIR SÆKJA UM UPPTÖKU. Meistarafélag húsasmiða í Revkjavík og Iðnaðarmannafé- lag Fljótsdalshéraðs höfðu sótt um upptöku í Landssamband iðnaðarmanna og var samþykkt að taka bæði þessi félög inn í sambandið Tannsmiðafélag íslands hafði sótt um að tannsmíði yrði við- urkennd og löggilt sem iðn- grein. Samþykkt var að fresta því máli til næsta iðnþings, þar sem fullnægjandi upplýsingar lægi ekki fyrir. ATVINNULEYFI FYRIR UTLENDINGA. I gær var rætt um atvinnu- leyfi erlendra iðnaðarmanna (Frh. á 6. síðu.) Minnisvarðinn um Héðinn Valdiinarsson. Minnisvarði Héðins afhjúpaður að viðsíöddu fjölmenni í fyrradag AFHJÚPUN minnisvarðans um Héðinn Valdimarsson fór fram að viðstöddu fjölmenni á sunnudaginn. Aíhjúpaði varð- ann ekkja Héðins, frú Guðrún Pálsdóttir. Drengurinn !ézf á sunnudagsnótf ANNAR drengurinn, sem varð fyrir sendiferðabifreið á Reykjanesbraut á laugardags kvöldið, komst aldrei til með vitundar og lézt á sunnudags morguninn. Hann hét Sigurð- ur Thoroddsen, ,sjö ára gam- a 1, sonur Jónasar Thorodd- sen fulltrúa hjá borgarfógeta. Hinn drengurinn, er fyrir bif reiðinni varð hlaut opið fot- brot á vinstra fæti. Kl. 1,55 byrjuðu menn að safnast saman fyrir framan 1 myndastyttuna, og lék lúðra- sveit verkalýðsfélaganna göngu lög. Guðgeir Jónsson bókbind- ari, gjaldkeri byggingafélags al þýðu bauð gesti velkomna og stjórnaði athöfninni. EKKJAN AFHJÚPAÐI VARÐANN. Erlendur Vilhjálmsson for- maður Byggingarfélags alþvðu flutti aðalræðuna fyrir minni Héðins Valdimarssonar, og birt ist hún á öðrum stað hér í blað inu í dag. Að ræðu Erlends iok inni flutti frú Guðrún Pálsdótt ir, ekkja Héðins, þakkir sínar og annarra aðstandenda Héðins til Byggingarfélags alþýðu, æíingastöð fyrir lamaða myndhöggvarans og annarra þeirra, sem starfað hafa að því að myndastyttan var reist, og af hjúpaði að því loknu mynda- styttuna. Þrír kransar voru lagðir að myndastyttunni, þ. e. frá Verkamannafélaginu Dagsbrún, Olíuverzlun íslands h.f., og eldri og yngri starfsmönnum. Olíuverzlunarinnar. Þá þakkaði Guðgeir Jónsson monnum fyrir komuna og lúðrasveitin lék lag. Myndastyttuna gerði Sigurjón Ólafsson myndhöggvari, flísa- lagnir á stöpulmn Ársæll Magn ússon, gangstéttarhellur lagði Gróðrarstöðin Alaska og aðra vinnu annaðist Tómas Vigfús- son. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hef ur keypt húsifS Sjafnargötu 14 og hyggst koma þar upp æfingastöS mjög fljétlega STYRKTARFÉLAG lamaSra og fatlaðra hefur fest kanp á húsi, og hefur félagið afráðið að koma þar upp hið allra bráð asta fullkominni æfingastöð fyrir laniaða og fatlaða. Húsið, sem félagið hefur | irbúning til þess að starfræksla keypt er nr. 14 við Sjaínargötu, geti hafizt, en mikil nauðsyn Verður þegar hafizt handa um er á góðum skilyrðum til æf- anauðsynlegar breytingar og und inga fyrir lamað fólk, ekki sízt vegna þeirra, er orðið hafa fyr- ir iömun nú í yfirstandandi mænuveikifaraldri. ERLENDIR SÉRFRÆÐ- INGAR FENGNIR. Æfingastöð félagsins verður rekin í samvinnu við heilbrigð- isyfirvöldin í landinu. Hefur félagsstjórnin einnig ákveðið að fá erlenda sérfræðinga til áðu- neytis um allan útbúnað og rekstur fyrst í stað. Verður und in bráður bugur að því að koma þessari stofnun á laggirnar. Pilnik orðinn sigurvegari á Haustmóii Taflféiags Rvíkur Baráttan stendur um 2. sætið HERMANN PILNIK er nú búinn að tryggja sér efsta sæt ið ö Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur. Guðmundur Pálmason. hafði möguleika til þess að verða honum jafnliár ef hann hefði unnið sína síðustu skák móti Þóri Olafssyni en sú skák varð jafntefli. Er þá aðeins. einni skák ólok- ið í mótinu, þ.e. biðskák þeirra Inga R. Jóhannssonar og Bald- urs Möller. Vinni Ingi þá skák verður hann í öðru sæti ásamt Guðmundi Pálmasyi, ella verð ur hann í 3. sæti. — Staðan í mótinu er þá þessi: 1. Hermann Pilnik 7 vinninga. 2. Guðmund ur Pálmason 6Y2. 3. Ingi R. Jó- hannsson 5Vá og biðskák. 4. Baldur Möller 4 og biðskák. 5. Arinbjörn, Guðm. Ágústsson, Jón Þorsteinsson og Þórir ÓI- afssón 4. 6. Ásmundur Ásgeirs- son 3. 7. Jón Einarsson 2. HRAÐSKÁK í RVÍK OG FJÖLSKÁK Á AKUREYRL Síðari hluta vikunnar stend- ur til að Pilnik taki þátt í hrað skákmóti í Reykjavík, en síðan mun hann fara norður til Ak- ureyrar og tefla fjölskák þar. Að því loknu hefst einvígi hans við Friðrik Ólafsson og ef til vill fleiri skákmenn. ,,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.