Alþýðublaðið - 04.11.1955, Blaðsíða 2
2
AljaýSubiaSiS
Föstudagur 4. nóvember li*5á.
-\Y 58
og svampar í hann
Fást í Reykjavík hjá:
Járnvöruverzlun Jes Zimsen
Hafnarfirði:
Verzlun Geirs Jóelssonar
Akranesi:
Verzlunin Oðinn
ísafirði: Kf. ísfirðinga.
Akureyri:
KEA og Verzl. Vísir.
Selfossi og Hveragerði:
Kf. Árnesinga.
Hvolsvelli: Kf. Rangæinga.
yfOFNASMIÐJAN
• IN M ðLT I IO • •mjAVÍ* •'ISLAIfOI
MIR
MÍR
MÍR
Háiíð
í tilefni af 38 ára afmæli
Ráðstjórnarríkjanna
verður haldin að Hótel
Borg sunnud. 6. nóv. og
hefst kl. 21.
*
Margt til skemmtunar
og fróðleiks.
1. Halldór Kiljan Lax-
ness: Ávarp.
2. Sergei Sjaposnikoff:
Einsöngur með undir-
leik S. Vakman.
3. Stefán Ögmundsson:
Ræða.
4. Söngfélag verkalýðs-
samtakanna í Reykja-
vík: Einsöngvari: Guð-
mundur Jónsson ó-
perusöngvari. Stjórn-
andi: Sigursveinn D.
Kristinsson.
5. Drúzín: Ávarp.
6. Edvard Gratsj: Einíeik
ur á fiðlu, með undir-
leik S. Vakman.
*
Kynnir verður Jakob
Benediktsson.
*
Flokkur íslenzkra lista-
manna kemur í heimsókn.
*
Hinir ágætu gestir fara
nú senn að kveðja, notið
þetta ágæta tækifæri til
þess að eyða kvöldstund.
rneð Sovétlistamönnunum
í gáðum fagnaði.
'i'
Aðgöngumiðar á kr. 25
seldir í Bókabúð Máls og
Menningar.
Útvarpið
\
\
\
\
&
\
\
s
s
s
20.30 Daglegt mál (Eiríkur
Hreinn Finnbogason cand.
mag.).
20.35 Kvöldvaka: a) Þorsteinn
Matthíasson kennari flytur
gamlar minningar um Torfa í
Ólafsdal og heimilisbraginn
þar, eftir Matthías Helgason
frá Kaldrananesi. b) Útvarps
kórinn syngur; Róbert A. Ott-
ósson stjórnar (plötur). c)
Gunnar S. Hafdal les úr ljóða
bók sinni „Stundir skins og
skýja“. d) Páll Bergþórsson
veðurfræðingur talar um veðr
ið í október o. fl.
22.10 Úr heimi myndlistarinnar
(Björn Th. Björnsson listfræð
ingur).
22.30 Dans- og dægurlög (plöt-
ur).
SAMTÍNINGUR
SOVÉT-RÚSSNESKIR vísinda-
menn gera nú tilraunir með
flugvél líka þeirri, er Englend
ingar hafa smíðað og nefnd er
„fljúgandi rúm“, samkvæmt
fregnum, sem borizt hafa frá
smáþorpi einu í Afganistan, en
það er rétt við landamærin og
hinum megin við þau er leyni-
legt flugæfingasvæði, sem Rúss
ar hafa. Hundruð manna, sem
séð hafa flugtæki þetta, segja,
að það líkist einna mest háls-
lausri flösku. Tvisvar hefur það
sézt hefja sig til flugs og lenda,
1 og í bæði skiptin gusu logar
út frá botni og efri enda. Það
flaug lágt yfir landinu, seig
niður og fór upp aftur eins og
lyfta, og hvarf svo að lokum í
norðurátt.
FÖGUR BARNUNG stúlka var
nýlega vakin úr dauðadái á
sjúkrahúsi í Englandi eftir að
hafa reynt að svipta sig lífinu
með gási. Ástæðan var, sagði
hún, að unnustinn hafi ekki
komið á stefnumót, er þau
höfðu sett sér. Hún er aðeins
12 ára gömul.
SÖLUMIÐSTÖÐ fyrir leikhús-
aðgöngumiða í London vildi
gera eitthvað til að auka leik-
húsáhugann og söluna á að-
göngumiðum. Allir, sem panta
miða hjá miðstöðinni, munu
fá afhentan ólseypis konfekt-
kassa með leikhúsmiðanum.
Hafnarfjarðar \
Sími 9941.
Heimasímar:
9192 og 9921.
jlON I? EMILSui
lngólfsstfÆti 4 • Sltni 82819
Skrá um framlög
fil heyfluininga.
EINS OG SAGT hefur verið
frá í blöðum og útvarpi verður
greitt framlag úr ríkissjóði til
þess að létta undir með bænd-
um á óþurrkasvæðinu, sem
hafa keypt og kaupa hey nú í
haust og flytja það að sér úr
öðrum sýslum.
Framlög til flutninganna eru
ákveðin þannig talið í krónum
á hvern heyhest eða 100 kíló,
sem flutt eru.
Úr S. Þingeyjarsýslu í Borg-
arfjörð 49.00. Úr S. Þingeyjar-
sýslu á Snæfellsnes 57.00. Úr
S. Þingeyjars. í Gullbringu og
Kjósars. 65.50. Úr S. Þing, í Ár
nessýslu 73.00. Br S. Þing. í
Rangárvallas. 80.00.
Úr Eyjafjarðarsýslu í Borg-
arfjörð 43.00. Úr Eyjafj.sýslu
á Snæfellsnes 50.00. Úr Eyjafj.
sýslu í Gullbr. og Kjósars. 59.00.
Úr Eyjafj.sýslu í Árness. 67.00.
Úr Eyjafjarðars. í Rangárvalla-
sýslu 73.50.
Úr Skagafjarðars. í Borgar-
fjörð. 30.00. Úr Skagafjarðars.
á Snæfellsnes 38.00. Úr Skaga-
fjarðars. í Gullbr. og Kjósars.
46.50. Úr Skagafjarðars, í Ár-
nessýslu 54.00. Úr Skagafjarð-
ars. í Rangárvallas. 61.00.
Úr A. Húnavatnss. í Borgar-
fjörð 23.50. Úr A. Hún. á Snæ-
fellsnes 31.50. Úr A. Hún. í
Gullbr. og Kjósars. 39.50. Úr
A. Hún. í Árness. 47.50. Úr A.
Hún. í Rangárvallas. 54.00.
Úr V. Hún. í Borgarfj. 17.00.
Úr V. Hún. á Snæfellsnes 25.00.
Úr V. Hún. í Gullbr. og Kjós.
33.50. Úr V. Hún. í Árness. 4Í.50
Úr V. Hún. í Rang. 48.00.
Úr Dalasýs. í Borgarfj. 11.00.
Úr Dalas. á Snæf. 19.00. Úr
Dalas. í Gullbr. og Kjós. 29.50.
Úr Dalas. í Árness. 37.00. Úr
Dalas. í Rang. 44.00.
Vegna flutnings á heyi, til
hreppa í Vestur-Barðastrand-
arsýslu, sjóleiðis frá höfnum á
Norðurlandi, verður greitt fram
lag allt að % af kostnaði við
sjóflutninginn, samkv. reikn-
ingum og gildandi flutnings-
gjöldum.
Reykjavík 28. okt. 1955.
Árni G. Eylands.
Páll Zóphoníasson.
♦---------—
Dr. Leifur Ásgeirsson
hiauf verðiaunin.
FRÉTT hefur blaðinu borizt
frá stjórn „Vei’ðlaunasjóðs dr.
phil. Ólafs Daníelssonar og
Sigurðar Guðmundssonar arki
-tekts.“
Eins og skýrt var frá á sín-
um tíma stofnaði frú Svan-
hildur Ólafsdóttir, fv. stjórnar-
ráðsfulltrúi, sjóð. er nefnist
„Verðlaunasjóður dr. phil. 01-
afs Daníelssonar og Sigurðar
Guðmundssonar arkitekts.“
Meðal verkefna sjóðsins er
að verðlauna íslenzkan stærð-
fræðing, stjörnufræðing eða
eðlisfræðing. Skal verðlaunun-
um úthlutað án umsókna — í
fyrsta sinn 31. olct. 1955, á 75
ára afmæli dr. Ólafs Danteis-
sonar og heita þau „Verðlaun
Ólafs Daníelssonar."
Frú Svanhildur Ólafsdóttir
hafði mælt svo fyrir, að dr.
Leifur Ásgeirsson prófessor
skyldi fyrstur hljóta verðlaun
þessi og samkvæmt því hafa
verðlaunin, tuttugu þúsund
krónur, í dag verið veit dr.
Leifi Ásgéirssyni.
Rvík, 31. okt. 1955.
í stjórn „Verðlaunasjóðsins“.
Birgir Thorlacius
Pálmi Hannesson
BARNASAGAN — 8
III.
„Það eru orðin ónýt.járnin í rokknum liennar
mömrnu“, sagði Hiidur í Hlíð við Gísla bónda sirin,
þegar hann einu sinni kom heim til að borða morgun-
matinn.
„Ekki held ég maður fari ao kaupa handa henni
rokk núna, kerlingartetrinu, hún verður að bíða róieg
þangað til í sumar“, mælti Gísli.
„Ég ætlast ekki til að farið verið að kaupa handa
henni rokk, en það mætti kanske gera við járnin í þess-
um“, sagði Hildur.
„Það kostar að senda með hann yfir í Mjóafjörð.
Ætli Björg gamla uni sér ekki við prjónana sír.a út
þorrann?“ ......
,,Nú, hvað á að prjóna, maður, ef hætt verður aö
spinna. Ekki er annað spunnið hér, sem teljandi sé, en
það sem hún mamma spinnur".
„Guð hjáilpi mér“, tautaði Helgi fyrir munni sér.
Hann isat á móti hjónunum og hlýddi á samtal þeirra.
„Enginn verður sendur með rokkinn, nema ég. Það er
óhugsandi að farið verði að taka hann Ólaf frá fjárhirð
ingunni. Og mennirnir eru alltaf að verða úti“, hugs-
aði Helgi. „Magnús í Seli varð úti núna í vikunni. Ég
verð líklega næst úti. Það vildi ég, að ég væri orðinn
húsbóndi“.
«•
s
Úr öllum étfum
í DAG er föstudagurinn 4.
nóvember 1955.
FLUGFERÐIR
Loftleiðir.
Saga, millilandaflugvél Loft-
leiða, er væntanleg til Reykja-
víkur kl. 7 í fyrramálið frá New
York. Flugvélin fer áleiðis til
Bergen, Stavanger og Luxem-
burgar kl. 8. Einnig er væntan-
leg til Reykjavíkur Edda kl.
12.30 á morgun frá Hamborg,
Kaupmannahöfn og Osló. Flug-
véiin fer áleiðis til New York
kl. 20.
Flugfélag’ íslands.
Millilandaflug: Millilandaflug
vélin Sólfaxi fer til Glasgow og
Kaupmannahafnar kl. 8.15 á
morgun. Innanlandsflug: í dag
er ráðgert að fljúga til Alcureyr
ar, Fagurhólsmýrar, Hólmavík-
ur, Hornafjarðar, ísafjarðar,
Kirkjubæjarklausturs og Vest-
mannaeyja. Á morgun er ráð-
gert að fljúga til Akureyrar,
Bíldudals, Blönduóss, Égils-
staða, ísafjarðar, Patreksfjarðar,
Sauðárkróks, Vestmannaeyja og
Þórshafnar.
SKIPAfRETTIB
Ríkisskip.
Hekla kom til Reykjavíkur
kl. 3 í nótt að vestan úr hring-
ferð. Esja var á ísafirði í gær-
kveldi á norðurleið. Herðubreið
er í Reykjavík. Skjaldbreið er á
Breiðafirði. Þyrill var í Vest-
mannaeyjum í gærkveldi. Skaft
fellingur fór frá Reykjavík í gær
kveldi til Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS.
Hvassafell átti að fara 2. þ.
m. frá Helsingfors til Stettin.
Arnarfell fer væntanléga í dag
frá New York til Reykjavíkur.
Jökulfell er á Akureyri. Dísar-
feli fer í dag frá Reykjavik vest
ur og norður. Litlafell l'estar.á
Austfjörðum. Helgafell er í
Reykjavík. Appian er á Akur-
eyri. Balsaas er væntanlegur til
Reykjavíkur í dag.
Eimskip.
Brúarfoss fór frá Akureyri í
gær til Húsavíkur, Seyðisfjarð-
ar, Norðfjarðar, Eskifjarðar,
Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarð
ar. Dettifoss fór frá Akureyri í
gærkveldi til Reykjavíkur. Fjall
foss fór frá Reykjavík 2/11 til
Rotterdam og Hamborgar. Goða
foss fór frá Reykjavík 2/11 til
ísafjarðar, Siglufjarðar, Flateyr
ar, Vestmannaeyja, Keflavíkur,
Akraness og Reykjavíkur. Gull-
foss fór frá Leith 1/11. Væntan
legur til Reykjavíkur í dag. Lag-
| arfoss fór frá Bremerhaven 3/11
j til Antwerpen, Rotterdam og
Reykjavíkur. Reykjafoss fer frá
Reykjavík í dag til Hamborgar.
Selfoss fór frá Leith 31/10 til
Reykjavíkur. Tröllafoss kom til
Reykjavíkur 29/10 frá New
York. Tungufoss fór frá Genova
í gær til Barcelone og Palamos.
Drangajökull fór frá Antwerp-
en 29/10. Væntanlegur til Rvík-
ur um hádegi í dag.
FUNDIR 1
Frá Guðspekifélaginu.
Dögun heldur fund í kvöld
kl. 8.30 í húsi félagsins við Ing-
ólfsstræti. Erindi um Indland
fyrir daga Búddha o: fl. Kaffi-
veitingar að fundi loknum.
Kvenfélag Óháða safnaðarins
heldur fund í Edduhúsinu í
kvöld kl. 8.30. Skemmtiatriði.
— sþ —
Kvenfélag Langholtssóknar
hefur merkjasölu sunnudag-
inn 6. nóvember n.k. Merkin
vérða afhent á laugardaginn í
Ungmeimafélagshúsinu við
'Holtaveg eftír kl. 2. Óskum eft-
ir börnúm til að selja. Há sölu-
laun.