Alþýðublaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.11.1955, Blaðsíða 1
•*y‘*>*y'* s s s s s s s s •'S'. s V i Grein um efíirmann Perons á 5. síðu. Frásögn um sundaf- rek breiðíirzkrar konu á 8. síðu. • v * S s s . V :s s s s s ,s XXXVI. árgangur Föstudagur 11. nóvember 1955 239. tbl. '^mS Þingsályktunartillaga Alþýduíiokksins: verði að láta rolt héðan með litlum fyrirvara Gerhardsen í heim- sókn í *Hcrfur I aiþfóiSamálum viróasf nú vænlegri en um langt skeió og aðsiæ&ur breyffar ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA Aíþýðuflokksins um varnarsamninginn milli Islands og Bandaríkjanna var tekin til fyrstu umræðu í Sameinuðu þingi í fyrradag. Hafði fyrsti flutn ingsmaður, Haraldur Guðmundsson, orð fyrir tillögunni. Lagði hann áhex-zlu á breyttar aðstæður síðan varnai-samningurinn var gerður og nauðsyn þess að hefja undirbúning að því, að unnt verði að láta herinn fara með stuttum fyrirvara. EINAR GERHARDSEN, íor ssetisráðherra Noregs kom í gær til Moskvu í stutta heimsókn, Tók Bulganin forsætisráðherra Sovétríkjanna á inóti honum. Gerhardsen mun dveljast í 5 daga í Sovétríkjunum. Tillagan hljóðar svo: BREYTTAR AÐSTÆÐUR. Með hliðsjón af breyttum að- stæðum síðan varnarsamning- urinn milli Islands og Bandarík in var gerður í Maí 1951 álykt- ar Alþingi að fela ríkisstjórn- inni, í samráði við utanríkis- málanefnd, að hefja nú þegar undirbúning að breytingum á þeirri skipan, sem þá var tekin upp, í því skyni, að hægt verði með stuttum fyrirvara að láta varnarlið það, sem nú dvelst í landinu samkvæmt samning- um, hverfa héðan. Með tilvís- un til 7. gr. varnarsamningsins skal ríkisstjórnin, að undanfar- inni tilkynningu til Bandaríkja stjórnar, fara bess á leit við ráð Norður- Atlantshafsbandalags- ins, að það endurskoði, hvort lengur þurfi á að halda aðstöðu þeirri, sem Bandaríkjunum er veitt á Islandi með samningi Ailmiklar skemmdir, er íhúlar hús hrann á Sandi í fyrradag Tókst að slökkva, þótt illa horfði um tíma Fregn til Alþýðublaðsins HELLISSANDI í gærJ ÍBÚÐARHÚSIÐ Hella brann allmikið hér í gær, en þó tókst að forða því, að stórbruni yrði, þótt illa horfði um tíma. | Það mun hafa kviknað í út frá olíukyndingu og urðu töluverð- ' ar skenxmdir á húsinu. _______________________4 Þá brann mikið af fatnaði, Virðuleg úfför Jakobs Nöller ÚTFÖR Jakobs Möller var gerð frá Dómkirkjunni í gær að viðstöddu miklu fjölmenrd. Voru ráðherrar og alþingis- raenn viðstaddir og féllu þing- fundir niður í gær. Sr. Bjarni Jónsson vígslu- biskup flutti húskveðju og ræðu í kirkju. Karlakór Fóst- bræðra söng og Þórarinn Guð mundsson lék einleik á fiðlu. Borgarstjóri, borgarritari og bæjarfulltrúar báru kistuna í Mrkju en ráðherrar og alþir.g- ismenn báru hana úr kirkju. sem var í þvottahúsi við hlið- ina á miðstöðvarherberginu, þar sem eldurinn kom upp. ALLT BORIÐ ÚT. Svo illa leit út um tíma, að allt var borið út af efri hæð hússins. Aðstaða til slökkvi- starfa var mjög erfið og varð að lokum brjóta gat á gólfið til þess að komast að eldinum. Tjón varð allmikið á innbúi, einkum á fatnaði. Húsið er byggt úr stein og timbri. í hús inu bió 7 manna fjölskylda Kristófers Snæbjörnssonar, G.K. Veðriö í dag Hvass norðan, sums staðar él. þessum. Skal ríkisstjórnin í því sambandi leggja áherzlu á eftir farandi atriði: ÍSL. AÐILAR ANNIST ALLA FRAMKVÆMD. 1) Islenzkir aðilar annist allar framkvæmdir, sem á- kveðnar voru á grundvelli varnarsamningsins frá 1951 og enn er ólokið. Ekki skulu leyfðar nýjar varnarfram- kvæmdir. 2) Sá hluíi Keflavíkurflug- vallar, sem eingöngu eða fyrst og fremst þarf að nota í hern- aðarþágu, skal þegar í stað girtur og öll almenn umferð um hann bönnuð. Iiið sama á við um þau vai-narsvæði önn- ur, sem þegar liafa verið látin í té. 3) Ríkisstjórnin skal þegar hefja undirbúning þess, að Is- lendingar taki í sínar hendur rekstur, viðhald og gæzlu allra þeirra mannvirkja, sem byggð hafa verið eða óbyggð eru á grundvelli varnarsamningsins frá 1951, en leita skal samn- inga við stjórn Bandaríkjanna eða Norður-Atlantshafsbanda- lagsins um greiðslu kostnaðar, sem af því hlýzt, og ennfrem- ur um það, að Islendingum verði látin í té nauðsynleg að- stoð til þess, að þeir læri sem fyrst þau störf, sem hér urn ræðir. Ekki skal þó þjálfa ís- lendinga til neinna hernaðar- starfa. 4) Þegar Islendingar hafa sénnenntað starfsmenn til þess að taka að sér þau störf, sem umræðir í 3. lið, eða ráð- ið erlenda sérfræðinga til að annast þau, getur Alþingi á- ; ÍFrh. á 2. síðu.) 1 Fegurðardrottning íslands, Arna Hjörleifsdóttir, starfar nú sem flugfreyja hjá Flugfélagi íslands. S.l. þriðjudag fór hún síxia fyrstu ferð milli landa eftir að hún tók við hinu nýja starfi. Var meðfylgjandi mynd tekin af Örnu við Sólfaxa skömmu eftir að flugvélin hefði lent á London Airport. kki ræff m fargjöld enilii Is- lands og Evrópu á þingi IATA Greinargerð frá Flugféiagi fslands ALÞÝÐUBLAÐINU barst í gær greinargerð frá fram- kvæmdastjóra Flugfélags íslands vegna greinar blaðsins um lATA-ráðstefnuna og umræður á henni um að fargjöld milli Islands og Evrópu yrðu hækkuð. Samkvæmt greinargerðinni hefur ekki borizt nein tillaga um það á IATA-ráðstefnuimi a5 hækka fargjöldin á umræddri leið. Greinargerðin fer hér á eftir: Herra ritstjóri: í blaði yðar í gær, 9. nóvem- ber, er birt grein með fyrirsögn inrii „Ný tilraun SAS til að klekkja á Loftleiðum". í grein þessari er það haft eftir erlendu blaði að á nýafstaðinni IATA ráðstefnu hafi SAS lagt það til að fargjöld milli íslands og meg inlands Evi'ópu yrði hækkuð „í þeim tilgangi að samanlögð flug m ufvarosiiis samþykkirvífur BLAÐIÐ hefur fregnað, að Starfsmannafélag Ríkisút- vai'psins hafi nýlega haldið fund, þar sem frarn voru born- ar vítur á útvarpsstjóra, Vil- hjálm Þ. Gíslason. Hefur blaðið frétt, að vítur þessar liafi komið fram vcgna I * r franikomu útvarpsstjóra við ýmsa starfsmenn stofnunar- innar og samskipta hans við starfsfólkið. Mun og hafa ver- ið mikill seinagangur á af- greiðslu mála í stofnuninni og þau höfð lengur í athugun, en góðu hófi geg-.idi. gjöld Loftleiða á allri flugleið- inni milli Norður-Evrópu og Bandaríkjanna yrði jafnhá flug gjöldum SAS“. Grein þessari lýkur svo með þessum orðum: „En vel á minnzt. Flugfélag íslands er meðlimur IATA, og mun hafa átt fulltrúa á þessu þingi. Væri æskilegt að fá frá þeim örugg- ar upplýsingar í þessu máli, og er Alþýðublaðið reiðubúið að birta þær.“ ENGIN SLÍK TILLAGA BORIN FRAM. Út af þessu vil ég taka það fram að hvorki SAS, né nokk- urt annað félag bar fram tillögu um þetta efni á umræddri ráð- stefnu og eru því allar bolla- leggingar blaðs yðar um „harð- ar deilur" o.s.frv. um þetta mál tilhæfulausar með öllu. í fram- haldi af þessu skal þess getið að ekki verður séð hvernig slíkt ! tillaga, þó að fram hefði verið borin og samþykkt, gæti haft þau áhrif, sem blaðið telur, þar (Frh. á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.