Alþýðublaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.11.1955, Blaðsíða 2
3 Alþý$iife8a%i% Laugardagur 12. nóv. 1955 Hvað kosíar svona kjóll úr hlýju ullar- efni? 1 McCall snið 18,75 3,4 m efni 74,75 254,10 'belti ' 20,00 0,2 m millif. 20,- 4,00 rennilás 4,50 tvinni 3.00 M’cCöSl's 30C3 Samtals 304,,"N McCall-snið fyrir börn og fullorðna. Allir saumar og samfest- ingar prentað á snið- in og gerir það sauma -skapinn auðveldan. Úrval af eínum og smávörum til heimasaúma. Veljið efni og snið samtímis. Gerum hnappagöt, yfirdekkjurn, plisserum og Vinnum ýmsa aðra vinnu, sem krefst sér- stakra véla. Skólavörðustíg 12 Von um5 að mun auðveldara verði að samþykkja stjórn- skipidag fyrir Pakistan FYRIR nokkrum vikum gengu í gildi í Pakistan lög, sem. sett eru til að skipulag rík risins hæfi betur þeim sérkenn- <im landsins, að bað er í tvennu íagi og 1600 mílur á milli part anna. Á milli Vestur-Pakist- an og Austur-Pakistan, sem er miklu minna að flatarmáli, en 'þéttbýlla, því að þar búa 42 millj. manna á móti 34 í Vest- ur-Pakistan, ér Indland hið nýja í allri sinni stærð og veldi. Þótt Austur-Pakistan sé •niklu þéttbýlla og fólksfleira, íefur það verið aðeins eitt Ivlki, en Vestur-Pakistan hef- ur aftur á móti verið skipt í mörg fylki. Sú lagabreyting, sem nú hefur verið gerð, er í bví fólgin að gera Vestur-Pak- istan einnig eina stjórnarfars- 'ega heild. ■STJ ÓRN AitSKRÁRL AUST Ití'Kl KFTIR SJÖ ÁR F.inkum mun skipting Vest- ur-Pakistan í fylki, sem ekki áttu alltaf samleið í vandamál- um þjóðarinnar, hafa valdið bví, að ekki hefur tekizt að semja o,g samþykkja endanlega stjórnarskrá fyrir ríkið Pakist- an. Landinu er enn stjórnað eft ir þeirri stjórnskipan, er í gildi var, meðan Indland var brezkt, en það hætti að vera brezkt land fyrir átta árum. Fyrsta stjórnskipunarþingið og um leið fvrsta venjulega löggjafar þingið var levst upp í fyrra eft- ir 7 ára misheppnaðar tilraunir til að leysa þau verk af hendi, er því voru falin. Þessi stjórn- lagasamkoma var ekki kcsin af þjóðinni, heldur áttu sæti í henni fulltrúar Pakistansvæðis ins á ráðgefandi þingi, sem staríaði fyrir Indland meðan það var brezkt. NÝTT ÞING FYRIR PAKISTAN Það er fyrst nú þetta ár, sem Pakistan fær þing, sem þjóðin sjálf heíur kosið. Það er einnig stjórnlagaþing og mun nú naum ast líða langur tími áður en Pa'kistan hefur fengið stjórnar- lög og byrjunarörðugleiliarnir eru að baki._Segja kunnugir, að það verði þessu þingi miklu léttara verk að búa út stjórn- skipun, sem allir uni sæmilega við, eítir að það hefur breytt skipan Vestur-Pakistan og það er orðið ein stjórnarfarsleg heild eins og Austur-Pakistan hefur alltaf verið. Dáqóður afli hjá Húsavíkurbátum HÚSAVÍK í gær FIMM dekkbátar stunda sjó héðan og hafa reitingsafla, en tíð hefur verið allumhleypinga söm og ekki gefið á sjó nema öðru hvoru. Fé er haft heima við og litið eftir því, en ekki er farið að gefa því enn svo teljandi sé. — Snjólaust er með öllu í byggð, en nokkur snjór á heiðum. Þó eru samgöngur góðar. S.Á. SAMTÍNINGUR JOHN LUNNON bónda þótti hæpið að treysta því, að póst- urinn kæmi til skila því, sem honunv var falið. En hann vildi reyna, og fór því með eina kú sína til pósthússins. Póstafgreiðslumaðurinn varð dálítið undrandi, er hann fékk að vita, að senda ætti kúna í pósti 15 mílna vegarlengd. Hann skrifaði fylgibréfið og á því stóð: Innihald: kýr. En kýrin var flutt til rétts viðtak anda og flutningskostnaður- inn var 130 kr. HVORKI DÖKKT HÁR né Ijóst er í tízku nú. Stúlkurnar þurfa að vera rauðhærðar til að falla karlmönnum í geð, segir írægur tízkusérfræðing- ur í London.' Um allt England er það orðið hreinn faraldur meðal stúlkna að lita hár sitt rautt, og ástæðan er sú, að tízkan krefst þess. Hárskera- blað í London segir, að þetta beri vitni um, að stúlkur séu hættar að láta sér bregða við umíal. Þær fyrirverða sig ekkert að vera ljóshærðar í dag', en rauðhærðar á morgun. FANGI NOKKUR í Stokkhólmi hefur sett á stofn innflutnings fyrir'tæki, sem veltir á þriíju millj. ísl. kr. á ári. Hefur hann haft viðskipti við Japan. Hann heitir Sven Bohlin. Þekkti hann vel til fangelsis- laga landsins og notfærði sér það. Hann ritaði fjölda bréfa á hverjum degi, talaði allt að 20 sinnum í síma daglega og notaði 72 klst. leyfi mánaðar- lega til að hafa tal af við- skiptavinum sínum. Hann hélt veizlur á fínum veitingahús- um, fór í verzlunarmálaráðu- neytið til að afla sér innflutn- ingsleyfa, og kynntist erlend- um sendiráðsmönnum og am- bassadorum. BARNASAGAN — 15. CJ \ o ' 'jggB <tem: SnllLII# * ^ Þú færð nóg að borða, vel ertu fataður og’ færð oft að leika þér, en það er sama hvernig farið er með þig, þú launar það allt með ómennskunni og letinni. Þú ferð nú ílíklega ekki í þessum fötum yfir að Tóftum. Farðu í gráu buxurnar þínar. Eru þær ekki heilar, Gunna? Svo getur þú verið í svarta jakkanum tvíhneppta. Hafðu svo nýja trefilinn þinn um hálsinn. Láttu þessa vettlinga aftur undir sængina og settu upp mórauðu vettlingana. Hafðu svo nýju húfuna, því hana geturðu brotið niður.“ Ég þarf nú líkiega ekki að fara í sparifötin, tii þess að bera þenna rokkgarm í ófæru veðri yfir að Tóí't- um. Ég held ég geti verið í hversdagsfötunum mín- um,“ sagði Helgi. „Hafðu undir eins fataskipti,“ mælti Hildur, „eða ég sendi eftir honum Gísla út í húsin.“ Helgi vildi þó af illu tVennu heldur hafa fata- skipti en Gísli væri sóttur. Hann fór úr görmunum sínum og í fötin, sem Hlidur hafði sagt honum að fara í. Gunna gamla isetti rokkinn hjá rúminu hans. Rokkurinn var rauður að lit, hann var stór og náði Helga í öxl. Þegar Helgi var ferðbúinn, tók hann rokkinn og í DAG er laugardagurinn 12. nóvember 1955. FLUGFERÐIR Flugfélag íslands h.í'. Miililandaflugvélin Gullfaxi fór lil Glasgow og Kaupmanna- hafnar í morgun. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykjavíkur kl. 19.30 á morgun. Innanlandsflug: 1 dag er ráð- gert að fljúga til Akureyrar, Bíldudais, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Sauð árkróks, Vestmannaeyja og Þórs hafnar. Loftleiðir h.f. Edda millilandaflugvél Loft- leiða h.f. er væntanleg frá New York kl. 07.00, flugvélin fer á- ieiðis til Bergen, Stavanger og Luxemburg kl. 08.00. Einnig er væntanleg Hekla, millilandaflugvél Loftleiða kl. 18.30 frá Hamborg, Kaupmanna höfn og Os-ló, flugvélin fer kl. 20.00 til New York. MESSUR A MÍB.GC.ÍS Dómkirkjan. Messa kl. 11 f.h. Séra Jón Auð uns. — Síðdegisguðsþjónusta kl. 5 e.h, Séra Óskar J. Þorláksson. Fríkirkjan. Messað kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Svavarsson. — Barnaguðsþjón- usta ki. 10,15 f.h. Séra Garðar Svavarsson. FJIiheimilið. Messa kl. 2 síðd. Séra Jósep Jónsson prófastur frá Setbergi. (Ath. breyttan messutíma.) Bessastaðakirkja. Messa kl. 2 e.h. Séra Garðar Þorsteinsson. Frikirkjan í Hafnarfirði. Messa á morgun kl. 2. (Vígt nýtt pípuorgel.) A F M Æ L I 85 ára cr í dag frú Jóhanna G. Jóhanns dóttir Vesturbraut 22 Hafnar- firði. F U N D I R Kvæðaniannafélagið Iðunn heldur fund í Edduhúsinu uppi kl. 20 í kvöld. ■— — Frá Iíirkjubyggingarsjóð Reykjavíkur. Stjórn Kirkjubyggingarsjóðs Reykjavíkur mmi innan skamms gera tillögur til Bæjarstjórnar Reykjavíkur um úthlutun úr nefndum sjóði af fé því, sem tii úthlutunar kemur af tekjum sjóðsins á þessu ári. Umsóknir um styrk úr sjóðnum, sem sam- kvæmt skipulagsskrá hans skulu stílaðar til Bæjarstjórnar Rvík- ur, eiga að sendast til ritara sjóðs ins, Hákonar Guðmundssonar hæstaréttarritara fyrir 20. þ.m. Útvarpið 12.50 Ósaklog sjúklínga (Ingi- björg Þorbei’gs). 16.30 Skákþáttur (Baldur Möll- er). 17 Tónleikar (plötur). 18 Útvarpssaga barnanna: „Frá steinaldarmönnum í Garpa- gerði“ eftir Loft Guðmunds- son, IV (höfundur les). 18.30 Tómstundaþáttur barna og unglinga (Jón Pálsson). 18.55 Tónleikar (plötur). 20.30 Einsöngur: Kristinn Halls- son syngur með undirleik Sin- fóníuhljómsveitarinnar. 21 Leikrit: „Tónsnillingurinn“ eftir Agnar Þórðarson. Leik- stjóri: Einar Pálsson. 22.10 Danslög (plötur).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.