Alþýðublaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.11.1955, Blaðsíða 4
4 AlbýgublaSig Fimmtudagur 17. nóv. 1S55. Útgefandl: Alþýðuflok\uri*». Ritstjóri: Helgi Sœmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsso*. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir, Ritstjórnarsímar: 49Q1 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. 'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðt* 8—10. 'Asþriftarverð - lSfiO á mánuði. í lausasolu lfiO. Óhreina barnið SÚ VIÐLEITNI Alþýðu- flokksins að mynda banda- lag lýðræðissinnaðra and- stæðinga íhaldsins hefur ver ið fordæmd af Morgunblað- inu, og í gær kveður við sama tón í Vísi. Slík afstaða íhaldsblaðanna er auðvitað eðlileg. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur reiðzt af minna til- efni en því, að reynt sé að þoka honum úr landsstjórn- inni eins og vakir fyrir Al- þýðuflokknum. En jafnframt bregður svo við, að Þjóðvilj- inn missir vald á skapsmun- um sínum, segir, að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknar- flokkurinn reyni að mynda bandalag gegn vinstri sam- idnnu og endurtekur „rök- semdir“ Morgunblaðsins gegn þeirri hugmynd, að hinir þrír lýðræð- issinnuðu andstöðuflokkar íhaldsins taki höndum sam- an í baráttu fyrir nýrri og betri stjórnarstefnu. Afstaða kommúnista er með öðrum orðum sú, að þeir eru reiðubúnir til sanwinnu við Alþýðuflokkinn, Fram- sóknarflokkinn og Þjóðvarn arflokkinn um stjórn lands- ins. Það væri að þeirra dómi farsæl og þjóðholl vinstri samvinna. En fái kommúnist ar ekki að vera með í ríkis- stjórn andstæðinga íhalds- ins, þá er Alþýðuflokkurinn orðinn hægri sinnaður og beitir sér fyrir því að fyrir- gefa Framsóknarflokknum samvinnu hans við Sjálf- stæðisflokkinn! En ekki nóg með.það: Þjóðviljinn fullyrð ir, að sú ráðstöfun að þoka Sjálfstæðisflokknum úr valdasessi væri augljós greiði við íhaldið! Ennfremur ger- ir Þjóðviljinn sér hægt um vik og staðhæfir, að Þjóð- varnarflokkurinn láti sér ekki til hugar koma að fara í kosningabandalag við Al- þýðuflokkinn og Framsókn- arflokkinn. Er þannig engu líkara en Þjóðviljinn telji sig þess umkominn að svara fyrir Þjóðvarnarflokkinn, en íftir er að reyna, hverjir ráða í því heimili. Alþýðuflokk- urinn mun að minnsta kosti freista samstarfs við Þjóð- varnarflokkinn án milli- göngu kommúnista og tekur lítið mark á skapvonzku Þjóð viljans. Kommútíistum er hollt að gera sér ljóst í eitt skipti fyr ir öll, að afstaða Alþýðu- Utan úr heimi: raumurmn flokksins til samstarfs við aðra flokka mótast af mál- efnum. Flokksstjórnarfund- ur Alþýðuflokksins hefur markað þá stefnu, að reynt verði að þoka íhaldinu til hliðar og koma á samstarfi lýðræðissinnaðra andstæð- inga þess. Kommúnistar geta hins vegar ekki orðið aðilar að slíkri samvinnu um stjórn landsins, meðan Sósíalista- flokkurinn heldur fast við kommúnistíska einræðis- hyggju og fylgir austrænum sjónarmiðum í utanríkismál um. Hann er „óhreint barn“ í íslenzkum stjórnmálum með svipuðum hætti og Sjálfstæðisflokkurinn, þó að óhreinindin séu ekki sömu tegundar. Þjóðviljinn hlýt- ar að vita, að Framsóknar- Qokkurinn tekur ekki í mál samstarf við kommúnista. Og Alþýðuflokkurinn mun ekki reyna að sætta þá aðila nema Sósíalistaflokkurinn afneiti þeim baráttumálum sínum, sem valda því, að ís- lenzk verkalýðshreyfing er klofin í tvær fylkingar. A- greiningurinn milli Alþýðu- flokksins og Sósíalistaflokks ins er enn fyrir hendi. Og vissulega er ekki hægt að ætlast til þeirrar góðgerðar- starfsemi af Alþýðuflokkn- um, að hann taki höndum saman við Sósíalistaflokk- inn til þess að koma honum í ríkisstjórn án þess að á- greiningsmálin séu jöfnuð. Alþýðuflokknum er ókunn- ugt um, að Sósíalistaflokk- urinn sé horfinn frá sinni fyrri stefnu. Hins vegar veit hann, að sumir fyrrverandi kjósendur kommúnistafor- ingjanna harmaþað, að leið- togar Sósíalistaflokksins skuli hafa látið kommúnist- íska einræðishyggju Og aust- ræn sjónarmið einangra sig í íslenzkum stjórnmálum. Og með þeim aðilum vill hann gjarna vinna, ef þeir yfirgefa austræna útibúið og gerast aðilar að íslenzku starfi og íslenzkri stefnu. Allt þetta ætti Þjóðviljinn að íhuga áður en hann fær næsta kast. Alþýðuflokkur- inn lætur málefnin ráða úr- slitum um afstöðu sína. Hann biður ekki um að fá að komast í stjórn eins og kom- rnúnistar. Alþýðuflokkurinn markar stefnuna og hefur frumkvæði um ný úrræði. ÞAÐ LÍTUR út fyrir að Þýzkalandsmálið sé komið í sjálfheldu hjá þeim á Genfar- fundinum. Vesturveldin víkja ekki frá því, að Þjóðverjum beri réttur til að velja sér stjórn samkvæmt almennum kosning- um um land allt, en Rússar halda því hins vegar fram að eiginlega sé ekki um samein- ingu Þýzkalands að ræða í bili. Að sjálfsögðu munu fæstir hafa trúað því í alvöru, að Rússar reyndust tilleiðanlegir að sleppa tökum á Austur-Þýzkalandi, enda þótt'„brosið blíða“ veki þá hugsun með þeim, sem ekki vita betur, að þeir séu nú til- leiðanlegir til alls. Sovétleiðtog arnir hafa hvað eftir annað full vissað áusturþýzku kommúnist- ana um það, að aldrei komi til mála að sú breyting verði gerð á stjórnartilhögun þar, er dragi völdin úr höndum þeirra. Með þær fullyrðingar að bakhjarli hafa austurþýzku kommúnist- arnir gengið æ lengra á þeirri braut að samrýma stjórnarfar allt þar í landi stjórnarhögum alþýðuveldanna í Austur-Evr- ópu. Samið hefur verið um fullt sjálfstæði til handa Austur- Þjóðverjum, en allt er það að- eins endurtekning frá því í fyrra og breytir engu um afstöðu þeirra til Rússa. HVAÐ ER AÐ GERAST f AUSTUR-ÞÝZKALANDI? Hvernig er högum svo hátt- að í Austur-Þýzkalandi, — al- þýðulýðveldinu, sem austur- þýzku kommúnistarnir halda fram að gilda eigi sem fyrir- mynd um sameinað Þýzkaland? Hvernig er högum háttað með þessari friðarelskandi þjóð í bænda og verkamannaríkinu, þar sem allt er eins lýðræðis- legt og hugsazt getur? Það er auðvelt að komast að því, ekki þarf annars við en að spyrja nokkra af þeim tugþúsundum flóttamanna, sem haldið hafa vestur yfir landamærin. Þeir hafa þá sögu að segja, að ástand ið sé þar nú óviðunanlegra en nokkru sinni fyrr og stjórnar- fjötrarnir hertir enn fastara að þjóðinni en áður. Flóttamanna straumurinn hefur sífellt færzt í aukana að undanförnu. Arið 1954 nam tala þeirra 184,198, en fyrstu þrjá mánuði ársins í ár 42,500 og næstu þrjá mán- uðina 57,800. Þriðja ársfjórð- unginn komst talan upp í 73,000 — með öðrum orðum, að aldrei hafa fleiri flúið landið en nú, eftir að Rússar tóku upp blíðu- brosið, og ræddu sem mest um sættir. Orsakanna er að leita í stjórnmála- og atvinnuháttum austan landamæranna og ótt- inn við að kommúnistar muni þá og þegar loka leiðinni vestur yfir landamærin, auk þess sem allir austur þar efast um að kommúnistar muni nokkurn tíma samþykkja sameiningu Þýzkalands. Athyglisvert er það og, að nú flýja flestir land- ið af pólitískum orsökum; flest í ir flóttamannanna eru yngri en 25 ára og meðal þeirra eru marg ir úr alþýðulögreglunni. SLÆM AUGLÝSING FYRIR PARADÍSINA. Kommúnistum er ljóst, hver áróðursáhrif þessi flóttamanna straumur hefur, og hafa sett strangar refsingar við flótta, en allt kemur fyrir ekki. Betri hugmynd getur umheimurinn heldur ekki fengið um leiðtog- ana og stjórnarháttuna austur þar. Og ekki er það nein aug- lýsing fyrir Paradísina, að flest ir flóttamannanna eru annað hvort bændur eða verkamenn. Það gæti orðið nytsöm kennslu stund fyrir margan vestrænan kommúnista, ef hann ræddi um hríð við þessa flóttamenn. Ef t.il vill myndu þeir skilja slag- orðin og hugsjónafræðina betur á eftir. M inningarorð Guðmundur Oskar Olafsson Guðmundur Ólafsson. í DAG fer fram jarðarför Guðmundar Óskars Ólafssonar sjómanns, sem andaðist í Landa kotsspítala 8. þ.m. eftir þunga iegu. Guðmundur Óskar fæddist í Ólafsvík 22. október 1897 og ólst þar upp. Um fjölbreytni í atvinnuháttum var á þeim tíma ekki að ræða og má segja að um annað væri ekki að velja en sjóinn eða sveitina. Óskar kaus sjósóknina. Innan við fermingu byrjaði hann að róa á árabátum, síðan fór hann á skútur og var á þeim um skeið. Til marks um dugnað hans má geta þess, að hann var þar stýri maður, þótt ekkert hefði hann prófið, enda átti hánn í ríkum (Frh. á 7. síðu.) Guðspekifélagið er 80 ára í dag AuglýsiS í Alþýðublaðinu GUÐSPEKIFÉLAGIÐ er átta tíu ára í dag. Það var stofnað í New York 17. nóv. 1875, og voru aðalstofnendur þess og helztu frumkvöðlar Henry Steel Olcott, amerískur ofursti, og frú Helena Petrovna Blavatsky, rússnesk kona af þýzkum ætt- um. Fyrir þessu félagi átti það að liggja, þótt það væri bæði fámennt og fátækt í fyrstu, að verða alþjóðafélag, sem telur 30—40 þús. félagsmenn meðal 40—50 þjóða. Er félagið hafði starfað í nokk ur ár í New York, voru höfuð stöðvar þess fluttar til Indlands, þar sem þær hafa lengst af ver- ið og eru enn í Adýar í útjaðri borgarinnar Madras á Suður- Indlandi. En eftir að aðsetur fé- lqgsins var flutt austur, tók því njjög að vaxa fiskur um hrygg. BÚðir aðalstofnendurnir voru miklir fyrirlesarar og rithöfund ar. Eyddi Oleott ofursti, sem kjörinn hafði verið forseti fé- lcígsins miklum tíma í ferðalög, ep frú Blavatsky skrifaði hyerja bókina af annarri, er vóktu geysiathygli um allan h'éim. Má þar einkum nefna rit- verkin Isis afhjúpað og Dul- sþekin. Blavatsky féll frá sex- tug að aldri árið 1891, en Olcott 75 ára 1907, og hafði þá verið forseti félagsins í 32 ár. Höfuðforvígismenn félagsins eftir þetta voru þau dr. Annie Wood Besant, sem var kjörinn forseti félagsins, og C. W. Lead- beater biskup, þar til er þau Iétust með nokkurra mánaða millibili 1933 og 1934. Varð fé- lagið á heimshreyfingu á þess- um tíma, en aðalgróskutímabil þess hófst um 10 árum fyrir dauða Olcotts ofursta. Þau Annie Besant og C. W. Lead- beater. voru bæði stórvirkir fyr irlesarar og rithöfundar. Á öðr- um merkum forustumönnum félagsins má nefna rithöfund- inn og ritstjórann Sinnet, Ge- orge S. Arundale, C. Jinaraja- dasa og Nilakanta Sri Ram, sem verið hafa forsetar hver fram af öðrum síðustu. tvo áratugi, og rithöfundana Ernest Wood og van der Leeuw. Guðspekihreyfingin barst hingað til lands 1912, er Reykja víkurstúka Guðspekifélagsins var stofnuð. Hún var stofnuð ;17. nóvember, og er því 43 ára í dag. íslandsdeild Guðspekifé- lagsins var svo- stofnuð 1920, er ’stofnaðar höfðu verið sjö stúk- ur hér á landi. Fyrsti forseti hennar varð séra Jakob Kxist- insson. Hóf Jakob 1926 að gefa út tímaritið Ganglera, er síðan komst í eigu deildarinnar og er nú gefið út af henni. Forsetar íslandsdeildarinnar hafa verið auk Jakobs þau frú Kristín Matthíasson og Gretar Fells, sem gegnt hefur því starfi í 20 ár. Það er algengur misskilning- ur, að Guðspekifélagið sé trú- arfélag. Þvert á móti hefur það engar játningar, sem það setur að skilyrði fyrir þátttöku, og í því eru menn af öllum mögu- legum trúarflokkum. Markmjð félagsins hefur alla tíð verið tvíþætt: stuðla að alþjóðlegri samhjálp og samstarfi, án til- lits til stétta, þjóðflokka, kyn- ferðis eða hörundslitar; að hvetja menn til að bera saman heimspeki, náttúrjivísindi og trúarbrögð; og hvetja menn til að rannsaka óskilin öfl og nátt- úrulögmál. Þetta er mannbóta- félag og námsfélag. ’ Nú þegar Guðspekifélagið er 80 ára berast því kveðjur og árnaðaróskir frá vinum og vel- únnurum um heim allan. Hér á landi hefur líka Höpur manna gengið undir merkj þess og Sá hópur fer stækkandi. S.H. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.