Alþýðublaðið - 23.11.1955, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1955, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 23. nóv. 1955 AEþýSitblagjg ÞAÐ hefur komið á daginn, að eitthvað er meira en lítið skakkt við dómkirkjuna í Hró- arskeldu! Danskir byggingasér fræðingar hafa nú komizt á þá skoðun, að sá stéttarbróðir þeirra í fornöld, sem fyrir bygg ingunni stóð, hafi verið haldinn sjónskekkju. Kirkjan er kross- byggð, eins og þá var viðtekin byggingarregla varðandi dóm- kirkjur, en krossinn. er skakkur og kemur þetta grenilega í ljós hvað kórinn snertir. Og nú er það spurningin, hvort þessi skekkja muni vera gerð vísvit- andi og hafi einhverja dulda merkingu, eða hvort Absalon gamli hafi haft sjónskekkiu. Spurningunni verður ekki svarað, og það eru ýmsar aðrar spurningar í sambandi við þessa fornu og fögru dómkirkju, sem ekki verður svarað. Rauði milljónarinn er þögull, — það kom nefnilega í ljós ekki alls fyrir löngu, að dómkirkjan á um sex milljónir króna í lönd- um og lausum aurum, og hefur auður hennar þó gengið saman að mun, því að eitt sinn átti hún Kaupmannahöfn alla og fjórða hvert býli á Sjálandi. Sagnfræð ingum og byggingasérfræðing- um mundi áreiðanlega þykja það næsta fróðlegt, ef þessi milljónari tæki til máls. I NEFIN VANTAR l Það er til dæmis ein spurn- ing í sambandi við útskurðinn á örmum kórstólanna, sem ýms ! um mundi þykja gaman að fá svarað. Fremst á örmum stól- anna eru mannsandlit, en svo einkennilega vill til, að þau ! eru öll nefstýfð. Stólar þessir voru gérðir árið 1420 að beiðni Ihannes á horninu VETTVANGUR DAGSINS Fegursta útgáfan af ævintýrum Andersens — Heimsútgáfan og Setberg — Listi yfir leiðir og biðstöðvar strætisvagna — Jólakauptíðarsvipur. HÁTÍÐAÚTGÁFAN af fjór- um ævintýrum H. C. And- ersens er komin út. Setberg komst í samvinnu við heimsút- gáfuna í Danmörku og fé.kk ís- lenzka útgáfu af ævintýrunum, en af tilefni H. C. Andersens- afmælisins var gefin út ný út- gáfa af ævintýrunum á miklum fjölda tungumála. Myndirnar eru hinar sömu í öllum útgáf unum, undurfagrar myndir, sem samlagast ævintýrunum full- komlega :— og hin mestu 1-ista- verk. ÞESSI ÚTGÁFA, sem er í tveimur bókum, er gullfalleg og hin eigulegasta, tvímælalaust fegursta útgáfa ævintýranna, sem við höfum eignast — og ekkert vafamál að hún öðlast miklar vinsældir hér. Þarna eru fjögur ævintýri, en áframhald verður á útgáfunni þar til öll ævintýrin eru komin. Setberg er myndarlegt útgáfufyrirtæki og ber að þakka eiganda þess, Arnbirni Kristinssyni, fyrir framtakið. EAUGARNESBÚI skrifar: .„Viltu ekki minnast á það við forstjóra Strætisvagnanna að komið verði upp í öllum vögn- um spjaldi þar sem skráðar eru allar ferðir vagnanna og við- komustaðir nefndir. Þetta kort er til, að minnsta kosti um nokkrar leiðir, en það þarf að vera í öllum vögnum til leið- toeiningar og hægðarauka fyrir farþegana. OG FYRST ÉG ER FARINN að skrifa þér og mannast á stræt ísvagnana, er rétt að bera fram kvartanir um það, hvað erfitt er að treysta áætluum vagn- anna, sem fara leiðina Sólvellir —Gunnarsbraut. Maður getur aldrei treyst þessum vögnum — ©g stundum líður heil ferð án jþess að nokkur vagn komi. Þetta er alveg ófært og furða að það skuli vera látið viðgang- ast.“ ÞAÐ ER AÐ BYRJA að fær- ast jólakauptíðarsvipur á verzl- unargöturnar í Reykjavík. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Það er ekki nema eðlilegt, að jóla- markaðsbækurnar komi margar út um þetta leyti, því að senda þarf þær út um land allt, en manni finnst nokkuð fljótt að v.era með jólaútstillingar á skranvörum svo snemma. í FYRRA og í hitt eð fyrra Voru göturnar meira að segja skreyttar jólagreni og marglit- um Ijósum. Það mátti ekki meira vera í fyrra svo að manni fyndist ekki um of. Ef kaup- menn ráðast í skreytingar nú, ættu þeir að gæta þess að hafa eitthvert hóf á þeim. Það er gaman að nokkrum skreyting- um, en ekki ef um óf er. Hannes á horninu. FS«iYNSLA.-dAhkKAUhiri • ÆHN.TfRI iDesemberheftið er 44 síður. Verð kr. 10,00. Eiríks af Pommern. Súmir telja, að sænski innrásarherinn hafi haft það sér til dundurs í gamla daga að nefstýfa Danskinn á þennan hátt, en ekki verður það sannað. Einkennilegt er og, að ef um skemmdarverk er þarna að ræða, þá er það eina skemmdarverkið, sem vitað er til að unnið hafi verið í dóm- kirkjunni þar til fyrir nokkrum árum siðan. Þá höfðu einhverj- ir ferðamenn gert sér það að gamni, að rissa nöfn sín og ára- tal í hinar miklu steinkistur, er geyma jarðneskar leifar fornra Danakonunga. Raunar var hald ið frægt uppboð í kirkjunni ár- ið 1806 og margt af dýrmætustu menningarminjum hennar selt þar við hlægilega lágu verði sem hvert annað gamalt drasl. Slíkt er að vísu skemmdarverk út af fyrir sig, en aðstandendur uppboðsins hafa ekki vitað hvað þeir voru að gera. FALSKIR STEINAR Nefstýfingin er ekki sú eina græska, sem sænskir eru grun- aðir um í sambandi við dóm- kirkjuna í Hróarskeldu. Stein- arnir, sem skreyta graflíkneski Kristófers nokkurs hertoga, eru til dæmis falskir, og leikur grunur á, að sænksir hermenn hafi stolið þeim ósviknu, og þeir fölsuðu síðan verið settir í staðinn. Þó segir önnur saga, að sænksir hermenn hafi stolið nokkrum steinum úr þessu lík- neski, en haft í hótunum, er þeir komust að raun um að þeir voru falskir! Eftir því að dæma er líklegt, að þetta eðalsteina- skraut hafi aldrei ósvikið ver- ið. Mörg líkneski, bæði úr tré og steini, skreyta dómkirkjuna, og hefur sérfræðingum tekizt að ráða þýðingu flestra þeirra. Þó eru þar nokkur mannsand- lit, gerð úr steini, neðst og baka til á undirstöðum stein- súlnanna, er þeim hefur gengið örðuglega að átta sig á. Nú eru þeir komnir á þá skoðun, að múrarar þeir, er unnu að kirkju smíðinni, hafi gert þessi andlit að' gamni sínu, — en mörg ^ jþeirra hafa þótt gerð af hinni S S -S s Fimm frásagnir af lífs-^ reynslu, mannraunum ogS ævintýrum. 11 myndir. ^ s; S' V s V s. V s Ein verðlaun: kr. 500,00. ^ Fæst í öllum bóka- og b blaðasölustöðum um allt^ MYNDAGÁTA: Tvenn verðlaun: kr. 1000,00 og kr. 500,00. KROSSGÁTA: mestu list! Elzti legsteinn, sem fyrir- finnst í Danmörku, er í Hróars- keldu dómkirkju. Fannst hann fyrir nokkrum árum í gólfi skrúðhússins, og af áletruninni má ráða, að þar undir hvíli Helgi nokkur biskup, og var hann kanzlari Níelsar konungs. Helgi þessi lézt árið 1128. land. iÆskulýðsvika | K.F.U.M. og K, ■ Samkoma í kvöld kl. 8,30. : Ræðumenn: ] Ingólfur Guðmundsson J stud. theol. J Birgir Albertsson ■ ; kennari. KRISTJAN X. LÍKA BORINN ÚT Annars eru það konungagraf irnar, sem flestir ferðamenn koma til að skoða. Konungar Dana liggja nefnilega þar í sinni hinztu hvílu, einvaldskon, ungarnir í hinum skrautlegustu umbúðum, en kistur lýðræðis- konunga síðari alda eru stórum mun látlausari. Kristján konungur tíundi féll eitt sinn af hestbaki í grennd við dómkirkjuna og hlaut meiðsl nokkur. Slysavarðsveit Falcks var kölluð á staðinn, var konugnur síðan borinn inn í dómkirkjuna og þar gert að sárum hans. Þegar því var lokið og Falck- liðar báru konung aftur út úr j j kirkjunni, þá var það, að Krist- ■ i jáni konungi varð litið á Hart- ■|vig grafara og sagði: „Skyldi J 'ég ekki vera fyrsti konungur Dana, sem borinn er út úr þess a-ri kirkju.“ Góðir Hafníirðingar og aðrir velunnarar Álþýðuflokksins. Alþýðuflokksfélagið í Hafnarfirði heldur stór- glæsilega hlutaveltu í Alþýðuhúsinu sunnudag- inn 4. desember kl. 4 e. h. Munum veitt móttaka í Alþýðuhúsinu. — Vinsam- Iegast komið með muni sem allra fyrst. HIu tavel tunef ndin. Aða Ifundur Fegrunarfélags Hafnarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 30. nóv. í -Gco- templarahúsinu og hefst kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Félagar, fjölmennið. Stjórnin. Sjómannafélag Reykjavíkur. ■ / orna lor H . nn á Kosning stjórnar fyrir Sjómannafélag Reykjavík- ur hefst kl. 13, föstudaginn 25. nóv. og stendur yfir til kl. 12 daginn fyrir aðalfund er halda skal í janúar n.k. Hægt verður að kjósa alla virka daga kl. 15—18. Kjörskrá, ásamt skuldalista liggur frammi í skrif- stofu félagsins, þann tíma sem hún er venjulega opin. Reykjavík 23. nóv. 1955. Kjörstjórnin. frá Framleiðsluráði lanctbúnað- arins um stimpfun eggja. Að gefnu tilefni vill Framleiðsluráð taka það fram að stimpluð egg teljast eingöngu egg sem eru með greinileg um stimpli viðurkenndra samtaka eggjaframleiðenda. Skrá yfir úthlutaða stimpla liggur frammi á skrifstoíu Framleiðsluráðsins. Eggin skulu vera hrein og ógölluð og ber hver fram leiðandi ábyrgð á að svo sé. Allir aðrir stimplar en þeir er að ofan getur eru ólög- legir, og ber að selja egg stimpluð slíkum stimplum sem óstimpluð egg. Sama gildir og ef stimplar eru ógreinileg- ír. Verð á eggjum er sem hér segir: StimpIuS cgg Ösíhnpluð ccg' Heildsöluverð kr. 26.50 pr. kg. 24.50 pr.kg. Smásöluverð kr. 31.00 pr. kg. 28.60 pr.kg. Reykjavík 22. nóvember 1955 Framleiðsluráð laneiháiraaðarins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.