Alþýðublaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 04.12.1955, Blaðsíða 4
4 Alfrýðublagjg Sunnudagur 4. desember 1331). Útgefandi: Alþýðuflok\urin*. Ritstjóri: Helgi Scemundsson. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsso*. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsso* og Loftur Guðmundsson. 'Auglýsingastjóri: Emilta Samáelsdóttir, Ritstjórnarsimar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. AJþýðuprentsmiðjan, Hverflsgðtu 8—10. Asþriftarverð 15j00 á mánuði. I lausasölu lflO. Sókn og sigrar Bœkur og höfundar: ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur iðulega vikið að því, að Is- lendingar séu engan veginn nógu áhugasamir um fram- leiðslumálin. Við höfum að vísu eignazt ný og afkasta- mikil tæki, og afköstin eru mun meiri en í gamla daga, en samt þyrftum við að setja markið hærra, því að fram- leiðslan er afkomugrundvöll ur okkar og hlýtur að verða, ef allt fer að óskum. Saman- burðurinn við fortíðina er ekki eins hagstæður og marg ur myndi ætla. Tökum tog- araflotann sem dæmi, en hann hefur löngum verið stolt okkar. Islendingar gerðu út á kreppuárunum 1934—1937 36—37 togara. Nú eigum við hins vegar 41 nútímatogveiðiskip. Þetta er athyglisverð staðreynd, þó að ekki sé rætt um þá hörm- ung, hvað rekstur fiskiskipa flotans er óbjörgulegri nú en fyrir stríð vegna ofstjórn- ar og óstjórnar. Átakið, sem gert var í styrjaldarlokin og meðan áhrifa Alþýðuflokks- ins gætti í ríkisstjórn, hrekk ur skiljanlega skammt, þeg- ar ekki er lengur á eftir fyigt- Aðalverkefnið til viðreisn ar íslenzkum sjávarútvegi er að tryggja rekstursgrundvöll þessa mikilvæga atvinnuveg ar, sem íslendingar hljóta að standa eða falla með sem fullvalda og sjálfbjarga þjóð. En jafnframt þurfum við að halda í horfinu um tæki og afköst. Möguleikar togaraút- gerðarinnar eru nú margfald ir á við það, sem forðum var, þegar við fluttum fiskinn eingöngu ísvarinn eða salt- aðan á heimsmarkaðínn. Við- horfin hafa gerbreytzt við tilkomu hraðfrystihúsanna og skreiðarverkunina, svo að tvö stærstu dærríin séu nefnd. Þess vegna verður aukning togaraflotans að telj ast tímabær og nauðsjmleg, svo að við verðum ekki eft- irbátar annarra þjóða og föð- urverrungar. Alþingi, sem nú situr, hefur til meðferð- ar frumvarp um það efni, og mun afgreiðslu þess áreiðan lega verða gaumur gefinn af alþýðu manna um land -allt. í frumvarpinu er gert ráð fyrir, að togaraflotinn verði aukinn um fimmtán skip, en þrjú af þeim smíðuð innan lands. Einnig sú hugmynd er fagnaðarefni. Þegar er byrj- að að smíða stálskip hér á landi með ágætum árangri, og reynsla íslenzkra aðila í skipaviðgerðum er orðin mik il og góð. Við ættum að vera fullkomlega til þess færir að fylla sjálfir í skörðin fram- vegis og vel það. Skipasmíð- arnar hljóta að eiga sér mikla framtíð á íslandi, og þann iðnað þarf að efla eins og framast er kostur. Og nú er góðu heilli af sú öldin, að viðgerðir á öllum stærri ís- lenzkum skipum verði að framkvæmast erlendis. Við höfum gerzt sjálfum okkur nógir í því efni. Óstjórnin undanfarin ár veldur því, að atvinnuveg- irnir berjast í bökkum. En íslendingar mega ekki þar fyrir gefast upp. Skylda þeirra er sú að hefja sókn og vinna sigra á tveimur víg- stöðvum — annars vegar að auka framleiðslutækin og hins vegar að tryggja rekst- ur þeirra þjóðinni í heild til farsældar og hamingju. Og við erum sannarlega menn að minni, ef þeim afrekum verður ekki komið í verk. Afleiðingar óstjórnarinnar geta naumast reynzt þyngri í skauti en heimskreppan á sínum tíma, ef karlmannlega or við brugðið og landsmenn hætta að una hörmunginni. JÓLAFUNDUR Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 5. des. kl. 8,30 í Sjálfstæð- jshúsinu. Til skemmtunar: Leikþáttur, frú Emelía Jónasdóttir og frú Nína Sveinsdóttir. Söngur: Séra Þorsteinn Björnsson með undirieik Sigurðar ísólfssonar. Upplestur: Ingimar Jóhannesson kennari. Dans. — Fjölmennið. Stjórnin. frá Auglýsið í Alþyðublaðinu Þórður Tómasson frá Vallna- túni: Sagnagestur II. ísafold- arprentsmiðja h.f. 1955. Á NÆSTA bæ við mig situr yfirlætislaus maður á þularstóli og rýnir í fræði sín eða ritar, en þess myndi engan vara, sem aðeins sér manninn í svip. Þetta er ekki hátíðlegur síðskeggur í virðulegri elli, heldur ungur maður, sem hversdagslega geng ur að búsýslu og öðrum störf- urn, sem til falla á heimilinu, afgreiðir póstinn fyrir okkur og situr í sveitarstjórn, þegar hann getúr ekki hjá því kom- izt. En þegar komið er inn í stofu hans, verður það brátt ljóst að maðurinn er ekki allur þar sem hann er séður. Á borði hans og hillum eru ýmsar fá- séðar bækur, blöð og skræður, og það er alltaf fullt í kringum hann af ýmsum gömlum og sjaldgæfum munum, sem hann hefur grafið upp einhvers stað- ar, þar sem aðrir sáu ekki neitt merkilegt. Þessi maður er Þórður Tóm- asson í Vallnatúni. En þó að margt megi líta skrýtið í kring um Þórð, gefur það þó í rauninni harla ófull- komna hugmynd um manninn. Dálítil viðræða við mann, sem eftir kynni að leita, myndi leiða í ljós, að þessi bóndasonur er miklu lærðari maður í íslenzkri sögu og þjóðfræðum, en líkindi mættu þykja til um mann, sem ekki hefði notið háskólanáms. Og tiltæk hin furðulegasta þekk ing á þjóðháttum, menningar- sögu, bókfræði, ættvísi og ýmsu því fleiru, sem vitrum mönnum þykir girnilegt til fróðleiks. Ég hef stundum furð- að mig á því, hvort Þórður kynni allt Fornbréfasafnið, ihefði lesið alla annála. kynni ' öll prentuð manntöl og allar járbækur Fornleifafélagsins, að | ótöldum ótal kirkjubókum. Og margt fleira, sem hér skal ekki , talið. En það, sem ég hef furð- j að mig mest á, er þetta: Hve- nær hefur Þórður Tómasson haft tíma til að lesa allt þetta, svo ungur maður? Því ég sé ekki betur en að hann skili verki sínu fullu hvern dag á borð við það, sem hér gerist, og svo mun jafnan hafa verið, nema vetur þá, er hann las til gagnfræðaprófs. Því lengra nær Arfhur Honegger láfinn FYRIR þrem dögum fékk ég símskeyti frá forseta franska höfundafélagsins um að tón- skáldið Arthur Honegger væri látið. I svarskeyti mínu sagði ég;m.a., að mínum augum hefði Arthur Honegger verið mestur allra tónskálda núlifandi bæði sem persóna og listamaður. Þetta hafði ég einmitt líka sagt við mína norrænu stéttar- bræður í vor, þegar um það var talað, hvaða tónskáld væri verð ugast að'fá nokkurs konar Nób- elsverðlaun í tónlist, en til þeirra var nýlega stofnað í Finn landi. Hér á íslandi þekkja menn ekki mikið til þessa tónskálds. Einstaka hljómplötur með verk um hans munu vera til hjá Rík- isutvarpinu. Helgimál hans um Davíð konung voru einu sinni flutt hér í Þjóðleikhúsinu: Margir íslendingar munu líka hafa séð erlendis óperu hans um heilaga Jóhönnu á bálinu. Honegger var ótvírætt nú- tímatónskáld með allri tækni vorra tíma og þeim blæbrigð- um, er mörgum hlustendum þykja svo annarleg, — en hjá Honegger var það aldrei tækn- in, sem réði, heldur hinn sanni innblásni: andi snillingsins. I félagsmálum varð Honegger foringi tónskálda á alþjóðavett- vangi. Hann hefir skrifað víð- fræga bók, sem heitir „Je suis compositeur“ eða „Ég er tón- skáld“, og lýsir hann þar átak- anlega starfsörðugleikum tón- skáldanna, —- hvernig þau eru á allan máta hindruð í að þjóna hinni sönnu list, hvernig verk- um þeirra er misþyrmt eða verk in drepin með helþögn. Hann segir m.a.: „Hljómleikunum fjölgar ár frá ári, en verkun- um, sem flutt eru, fer fækkandi. Hvers vegna fá ekki tónskáld að kynna verk sín með svipuð- um hætti og listmálarar vorra tíma?“ Honegger varð svartsýnn, er á leið. Þegar ung tónskáld komu til hahs og báðu hann að kenna sér, þá reyndi hann fyrst að telja um fyrir þeim, — að fara ekki inn á þyrnum stráða leið tónskáldanna, ef þess væri nokk ur kostur að komast hjá því. . Honegger var seinustu ár ævi sinnar forseti alþjóðasambands höfunda. Ég hitti hann á „Stef ja þinginu“ í Amsterdam 1952 og á fundum tónmenntaráðs UNÉ SCO í París 1953. Öll persónan sýndi djúpa innsýn Jiinnar sönnu mannúðar. Hann sagðist sökum sjúkleika síns ekki vera lengur nema skugginn af eigin legum forseta, — en-hann kom samt, ef hann með nokkru móti gat, — og hann setti blæ á fundahöldin, þótt stundum væri mjög misjafn mannfjöldi allra þjóða viðstaddur. Skarð er orðið fyrir skildi. Til eru menn sem hafa reynt að halda því fram, að ekki þurfi að skipta miklu máli þótt einn listamaður falli frá eða hæfi- leikar listamanns fari forgörð- um, því að stefnunni sé haldið áfram og aðrir komi alltaf í staðinn. Þetta er ekki rétt. Hver sann- ur listamaður er sérstæður og óbætanlegur, — list hans og hæfileikar hans birtast aldrei aftur. Reykjavík 1. desember 1955. Jón Lcifs. ekki skólaganga Þórðar Tómas- sonar í Vallnatúni. Síðan hefur hann gengið í háskóla bókanna, og þess þjóðlífs, sem í kringum hann er lifað, með sínar djúpu rætur í fortíð og minjum. Og orðið skyggn og margfróður á hvort tveggja, minningarnar og fortíðina. Þórður hefur safnað þjóðsög- um og margháttuðum fróðleik frá því að hann komst á þroska- aldur, og hóf fyrir nokkrum ár- um að gefa út Eyfellskar sagn- ir. Komu út af þeim þrjú bindi og urðu þær bækur mjög vin- sælar. Eyjafjöllin eru mikil sagnanáma og Þórður ágætur sagnamaður, þar sem hann fer sjálfur höndum um efni, athug- ull, nákvæmur og samvizku- samur, en laus við smásmygli. Það varð þegar ljóst af Eyfellsk um sögnum, að Þórður var ágæt lega ritfær, hafði vald á sér- kennilegu, persónulegu tungu- taki og átti sinn eigin stíl, sem, varð þroskaðri og auðkenni- legri með hverri bók. Næsta bók Þórðar Tómasson ar var Sagnagestur I. og fetar hann þar að nokkru sömu slóð, en dregur nú efnið víðar að og bindur sig ekki einvörðungu við átthagana. Auk þess ritaði Þórður á þessum árum ýmsa skemmtilega og fróðlega þætti, sem birtust í blöðum og tíma- ritum. Nú kemur frá hans hendi Sagnagestur II, þættir og þjóð- sögur frá 19. og 20. öld. í þessu hefti eru alls 28 þætt- ir. Efnið er allsundurleitt og víða dregið að, þjóðsögur, þul- ur, formannavísur, draumar og fyrirburðir. Er ekki að efa. að þeim, sem þjóðlegum fræðum unna mun þykja fengur í kver- inu. Hins vegar finnst mér það tæpast eins skemmtilegt aflestr ar, eins og sumar hinar íyrri bækur Þórðar, og ber það með- al annars til, að í lengsta þætt- inum, „Þáttur frá 19. öld“, er að vísu saman kominn mjög mikill og merkilegur ættfræði- fróðleikur, en hann er helzti fá- tækur að lifandi sagnaefni, sem gefi persónunum svip og skýri mynd þeirra, og fremur stutt- aralega hafinn, því að þörf héfði (Frh. á 7. síðu.) j Kvikmyndir. \ £ TJARNARBÍÓ sýnir um^ • þessar mundir myndiria • ^ „Gripdeildir í kjörbúðinni.“. ^ ^Mynd þessi er vafalaust ei-n^ ýhver bezta enska gaman- ^ ( myndin, sem sýnd hefur ver ^ S ið hér að undanförnu. Hún s Sfjallar um.alls konar óhöpp, S S sem hrakfallabálkurinn Nor- S S mann verður fyrir, en hann S S er aðstoðarmaður í vöru- S Sgeymslu kjörbúðar. Hlut-S *!verk þetta leikur hinn nýi^ ^ gamanleikari Breta, Nor- • • man Wisdom, af mikilli; ^ snilld og er varla of sagt, að ^ ^líkja megi leik hans við ^ (frammistöðu Chaplin á sín-^ V, um tíma. Vinkonu hans, Sal- ^ S ly, leikur Lana Morris, og er s S leikur hennar mjög góður. S S Mynd þessi er sannarlegaS S tímabær, þar eð kjörbúðir S S eru eitt aðalmálið á dagskrá S ium þessar mundir, og ráð-) b legg ég fólki eindregið að sjá ^ • hana. Það verður enginn svik • ^ inn af þeirri skemmtun. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.