Alþýðublaðið - 20.12.1955, Page 3

Alþýðublaðið - 20.12.1955, Page 3
ÞriSjudagur 20, des. ' 1955 A1þýS u blaSI8 til félagsmanna úífyllían í næstu matarbúð félagsins. Við leggjum allt kapp á fljóta og nákvæma af- greiðslu. Hafvörubú r JSr ■ SEIiiiH ANNES Á HORNIN U • l....:Mtá!Ííúli:á211 VETTVANGUR DAGSINS FRÁ Skógrækt ríkisins hafa blaðinu borizt eftirfarandi Ieið beiningar um meðferð jóla- trjáa: Til þess að jólatrén haldi barri sínu sem lengst má fylgja eftirfarandi ráðum. Strax og trén eru tekin heim eru þau sett í fötu eða stamp með vatni og látin standa þar allan tímaim til jóla. Trén eiga helzt að standa úti, en þess verður að gæta að láta ekki næða mikið um þau. Ef ó- hjákvæmilegt er að geyma trén inni, er nauðsynlegt að hafa þau á köldum stað og ýra þau með vatni 2—3 sinnum á dag þangað til þau eru tekin inn á aðíangadag, en trén skulu standa í köldu herbergi allar nætur. Til eru fætur undir jólatré með skál svo að unnt er að láta tréð standa í vatni. Slíkir fætur eru mesía þarfaþing og sé þess gætt að hafa skálina jafnan fulla af vatni, halda trén barrinu mun lengur en ella. Á réttur verzlunarinnar að ríkja í einu og öllu — Lokun Laugavegar — Gremjuleg ancllit — Tvö ancllit í umferðinni í Austurstræti LOK.UN AUSTURSTRÆTIS og ASalstrætis fyrir bifreiðum hefur gjörbreytt umferðinni í Miðbænum. Þetta er til mikils Siægðarauka fyrir fólk, sem vili verzla í Miðbænum — og það er rétt, að hér verður réttur bif- reiðanna að víkja fyrir þeim, sem eru fótgangandi, enda ekki rúm á þessum götum fyrir hvort tveggja þegar mest er um verzl- un. EN ÉG MÓTMÆLI ÞVÍ, að verzluninni sé svo að segja af- hentur rétturinn yfir allri borg- ínni fyrir og um jólin. Ég tel að það sé gert, þegar Laugavegi, allt frá Vitastíg, er lokað eins og var á sunnudagskvöld. Kaup menn reyna að draga athygli fólks að verzlunum sínum með því að hafa alls konar sýningar í gluggunum, en við þetta mynd ast þröng fyrir búðadyrum og alger truflun á umferð, því að hópurinn stendur langt út á götu. ÞAÐ ER EKKI RÉTT að gera verzluninni svo hátt undir höfði að hún geti ráðið bókstaflega öllu. Réttur okkar hinna er eins mikill og hann á ekki í hví- vetna að lúta fyrir verzluninni. Þetta lætur lögreglan viðgang- ast með því til dæmis að stöðva bifreiðaumferð um allan Lauga- veg. Það er alveg nóg, sem orðið Barna Verð kr. 200,00 ; ulpur 5 VerS frá kr. 217,00. ■i | Toledo » Fischersundi. ■i H llirillHlllllllllllllMMIUII er, að verzlunin ræni jafnvel jólunum frá manni. ÞAÐ VAR HREINT EKKI upplyftandi að koma niður í bæ inn síðastliðið laugardagskvöld. Fólk var grátt í skapi. Þar flæktist hver fyrir öðrum, allir olnboguðu sig áfram, nokkrir bölvuðu, jafnvel hvæstu. Þaö var brotizt um á gangstéttunum og við búðarborðin — og svo virt ist sem allir héldu dauðahaldi um pakka sína og innkaupatösk ur. Börn grenjuðu og mæður skömmuðust. Á LAUGARDAG rétt eftir miðjan dag sat ég við glugga við Austurstræti og horfði út á göt- una. Fólk streymdi fram og aft- ur og allir voru að flýta sér. Mig í'urðaði á því hve mér virtust andlitin lokuð, strengd og köld. Það var eins og allir stefndu að ákveðnu marki og byggjust við því þá og þegar að einhver myndi koma og hrinda þeim af brautinni. ÉG SÁ AÐEINS tvö andlit, sem voru ánægjuleg, róleg, af- skiptalaus. Annar var gamall kaupsýslumaður, um áttrætt, vel búinn, hættur viðskiptum fyrir nokkrum árum. það var eins og honum kæmu öll þessi )æti ekkert við. Hann labbaði þarna á gangstéttinni í hægðum sínum, í steingráum frakka, rauðbirkinn með svartan hatt. Hefði ég þekkt hann náið, þá hefði ég reynt að fá hann til að tala við mig um Reykjavílc nú og þá. BLAÐINU hafa borizt _ 4 fræðslurít Búnaðarfélags ís- I lands. Eru þáð 14., 15., 16. og 17. rit ársins 1955. Einn bæk- lingurinn fjallar um vetrarfóðr un. Annar er um val fugla, hinn þriðji urn gróðursetningu með handverkfærum og hinn fjórði ’ um illgresiseyðingu. Ritstjóri . fræðsiurita Búnaðarfélagsins er Gísli Kristjánsson. . NÝ Ijóðabók eftir Sigurð Jóns- son frá Brún er komin út hjá bókaútgáfunni Norðra. Hún nefnist ,,Rætur og raura'' og flytur mikinn fjölda af kvæð- um, er þéttprentuð og mun drýgri til lestrar en ljóðabækur eru vanar að vera. Ljóðin eru í fimrn flokkum: 1. Land og leið ir, 2. Manvísur, 3. Lifendur og látnir, 4. Æðrur, og. 5. Þýðing- ar. — Bókín er 112 blaðsíður að stærð, prentuð í Prentsmiðj- unni Eddu. niður ;l HINN VAR hrakningsmaður, j allsleysingi, veit ekki einu sinni ( hvort hann á nokkurs staðar | höfði sínu að að halla. Hann var augunum. Hann sá ef til vill í háleitur, berhofðaður, ljómi í svip végfarendanna allt artnáð' en. ég. Ef til vill gladdist hann yfir því hve allir voru önnum kafnir. SJÁLFUR ÁTTI HANN áreið anlega ekkert til að kaupa fyrir. Það hefði verið gaman að heyra þá ræða saman í næði, gamla kaupsýslumanninn og hraltnings manninn. Ég er sannfærður um að það hefði getað íarið vel á með þeim, aöeins ef gamli kaup- sýslumaðurinn hefði ekki fyrir- iitið ,,rónann“. En ég óttast að svo hefði verið. Framhald af 1. síðu. __ HÚS EKKI TRYGGÐ FYRIR' ELMNGUM. Það er rétt að geta þess, að Jón Þorleífsson spurðist fyrir iira þaö hjá tryggingafyrir- tæki þvf, er sér um skyldu- tryggingar Iiúsa í bænum, hvort tjón þetta fengist bætt, en fékk þau svör, að svo væri í ekki. Hús væru ekki tryggð fyrir tjóm af völdum eldinga, jafrave! ekld þótt þau brynnu til kaldra kela af þeim sökiim. Er þetta íekið fram, til þess að menn viti hvar þeir standa í þessu efni. Þjóðldkstéftð íFrh. af 8 síðu.) höfuðbúnað jeíkendanna, þar á meðal einn forláta asnahaus. Sjónleikur þessi verður sýnd ur fjórum sitmum á milli jóla og nýárs. Þá verður „Góði dát- inn“ sýndur einu sinni auk þess sem. það leikrit og „Deiglan" verðui' sýnf eftir nýárið. Nr. 10, 1955. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi bá- marksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr................. kr. 3,20 Heiihveitibrauð,. 500 gr. .......... — 3,20 Vínarbrauð, pr. stk................. — 0,35 Kringlur, pr. kg...................... — 9,30 Tvíbökur, pr. kg.................... — 14.20 Rúgbrauð óseydd 1500 gr. . ........., — 4,40 Normalbrauð 1250 gr................... — 4,40 Séu nefnd brauð bökuð.með annarri þyngd en að ofán greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli \-ið ofangreint verð. j, A þeim stöðúm, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má' bæta sannanlegum flutningskostnaðí við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má .verðið á rúg- brauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 17. desember 1955. Verðgæzlústjórmn. KOM UT I GÆR 1 bók þessari eru efíirtaldar sannar frásagnir: 1. Leyndarmál öræfanna (Reynistaðarbræður) Sjaldan hafa íslenzk öræfi sett á svið nokkurn þann. harmleik, er látið hefur eftir sig dýpri spor í meðvitund almennings eða haft á sér blæ voveiflegri örlaga. 2. Sér grefur gröf — Atburðir þessir gerðust í Reykjavík á 19. öld og vom því æsilegri sem í svo litlum bæ þekkti hver annan, 3. Dauðs manns bein við Blönduós Hafaldan suðaði við Hjaltabakkasand, en var hljóð um þann harmleík, sem gerzt hafði þessa íslenzku óveðurs- nótt. 4. Hermdarverk á Vestfjörðum Oft heyríst svo til orða tekið, að hernaður og ofbeldi sé íslendingum fjarri skapi. Hinu hefur síður verið haldið á loft, að þeir hafa. átt það til að fara að erlendum mönn- um, er hér bar að garði, með fádæma harðýðgi og misk- unnarleysi. 5. Slys- á Heilislieiði Þess. eru dæmi. að voveiflegur dauði hafi setið fyrir ^hyggjulausum ferðamanni í áfangastað, — þó að hvorki hafi verið náttmyrkri né hríðarveðri til að dreifa. 6. Makt myrkranna Af þessari sögu gustar hrollkenndum anda galdra- brennualdarinnar, en í annan stað er hún einhver sann- orðasta sjúkdómslýsing á þeirri tegund geðbilunar. sem kallast sefasýki-hysteria. 7. Sjöundármálm. Ekkert er eins opinbert á litlum sveitabæ og ást í leynum. 8. Feðginin á Hvassafelli og heilög kirkja Kaþólska kirkjan var um þessar mundir orðin jarð- bundinn Mammonsdýrkandi, sem einskis sveifst, ef aucSi hennar og valdi yrði betur borgið. 9. Einkemiilegur örlagadómur Kostar kr.: 75/— í fallegu bandi, Útg.: Sig. Arnalds.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.