Alþýðublaðið - 20.12.1955, Qupperneq 4
Al þýðubtaðiS
Þriðjudagitrií 20. des. 1955
Útgcfandl: Alþýðuflok\uri*w.
Ritstjóri: Helgi Sœmundsso*.
Fréttastjórí: Sigvaldi Hjálmarsso*.
Áuglýsingastjóri: Emiiía Samúelsdóttir,
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu S—10.
'Askriftarverð ISfiO á mánuði. í htusasðl* IfiO.
Leiðinlegir skap&munir
ÞJÖÐVILJINN hefur und
ánfarið látið í Ijós mikinn
fögnuð yfir því, að andstöðu
flokkar íhaldsins í bæjar-
stjórn Reykjavíkur skyldu
flytja sameiginlegar breyt-
ingartillögur við fjárhags-
áætlunina. Samt getur hann
ekki neitað sér um að gleyma
lambshlutverkinu og láta
úlfshárin koma í ljós. Það
gerist með þeim hætti, að
kommúnistablaðið rangfærir
afstöðu Magnúsar Ástmars-
sonar til að ráðast á hann.
Sannleikur málsins er sá,
að Magnús taldi sjálfsagt, að
minnihlutaflokkarnir flyttu
sameiginlegar breytingartil-
Iögur við töluliði fjárhags-
'áætlunarinnar. Rök þeirrar
jafstöðu eru þau, að í þessu
jefni ber lítið sem ekkert á
jmilli. Hins vegar áskildi
hann sér rétt til að bera fram
'sérstakar ályktunartillögur
eins og bæjarfulltrúar Al-
þýðuflokksins hafa löngunt
gert og miklu lengur en
kommúnistar hafa setið í
bæjarstjórn. Ályktunartillög
urnar eru stefnuyfirlýsing
flokkanna, túlkun þess, hvað
þeir meti mest og hverju
þeir vildu fá fram komið.
Þetta finnst Þjóðviljanum
hneyksli. Hann missir vald
á sér, þegar stefnumál Al-
þýðuflokksins ber á góma.
Skyldi það ekki stafa að ein-
hverju leyti af minnimáttar-
kennd?
Gjafavðrurnar
Helena Rubinstein
verða án efa kærkorrmasta jólagjöfin
í ar
BwJair og höfundar
Þetta nægir væntanlega til
að skýra frumhlaup Þjóð-
viljans. Þó væri hægt að
lengja þetta mál enn um
sinn. Kommúnistum er sem
sé hollt að minnast þess, að
asnaspörk eins og árásartil-
raunin við Magnús Ástmars-
son eru vinnubrögð, sem
hafa gert þá ósamstarfs-
hæfa. Sé Þjóðviljanum al-
vara, að mótuð verði sam-
eiginleg stefna gegn íhald-
inu í bæjarmálum og áfram
haldið þeirri viðleitni, sem
einkenndi afgreiðslu fjár-
hagsáætlunarinnar í ár, þá
ættu kommúnistar að temja
sér mannasiði og hætta sóða
skap orðs og æðis. Ella halda
þeir áfram að skemmta íhald
inu, einangra sjálfa sig og
valda kjósendum sínum von
þrsigðunj. Það er ekki nóg, að
þeir biðji þess að mega vera
innan um venjulegt fólk.
Þeir verða að sýna og sanna,
að félagsskapur við þá sé
mönnum bjóðandi. Og svo
mikið er víst, að Alþýðu-
flokkurinn mun aldrei leggja
stefnumál sín til hliðar af
tillitssemi við kommúnista.
Þetta er Þjóðviljanum og
húsbændum hans hollt að
íhuga, þegar hann á næst í
vandræðum með leiðinlega
skapsmuni sína. Reynslan
sker svo úr um, hvort hann
lætur vítin sér að varnaði
verða eða heldur áfram að
ástunda ósórnann.
MARKAÐURINN
Hafnarstræti 11 — Laugavegi 100 — Hafnarstræti 5
iPáll Sigurðsson: Aðalsteinn.
Saga æskumanns. Halldór Pét
ursson teiknaði myndirnar.
Bókaútgáfan Fjölnir. ísafold-
arprentsmiðja. Reykjavík
19a5.
SÉRA PÁLL SIGURÐSSON,
sem löngum er kenndur við
Gaulverjabæ, var þrumuklerk-
ur og tímamótamaður í predik-
unarstól, reis gegn helvítiskenn
ingunni og boðaði mannlegan
og göfgandi kristindóm. Undir-
rituðum er í barnsminni, að
Sunnlendingar, sem mundu
séra Pál úr æsku, litu á hann
sem sinn Lúther og þóttust
aldrei heyrt hafa annað eins
guðsorð. En maðurinn var ó-
venjulega fjölhæfur, djarfur og
stórtækur. Hann tók upp merk-
ið, sem Jón Thoroddsen hóf á
loft fyrstur íslendinga, og rit-
aði þriðju skáldsögu bókmennta
okkar — næst á eftir Pilti og
stúlku og Manni og konu. Hún
hét „Aðalsteinn11 og var prent- j
uð á Akureyri 1879. Alþýða
manna las hana upp til agna, j
og satt að segja er furðulegt, að ,
hún skuli ekki hafa verið end-
urprentuð fyrir löngu. Nú er
önnur útgáfa hennar komin á
markaðinn í ágætum búningi og
prýdd skemmtilegum teikning-
um eftir Halldór Pétursson. Og
vafalaust verður ,,Aðalsteinn“ I
aufúsugestur eins og í fyrra
skiptið.
Sagan verður ekki lögð að
líku við Pilt og stúlku og Mann
og konu sem listaverk, en sver
sig samt í þá ættina. Höfund-
urinn lýsir vel fólki og þjóð-
háttum, og frásögnin einkennist
í senn af alvöru og gleði. Litirn
ir eru hins vegar fáir — aðeins
hvítt og svart, stíllinn líkastur
því, sem einkennir sendibréf og
stólræður, og sigur hins góða
yfir hinu illa helzt til átaka-
laus. Samt eru margir ágætir
sprettir hjá séra Páli, ævintýr-
in, sem skotið er inn í söguna,
f ögur og skáldleg og bókin geð-
þekk og læsileg í bezta lagi. En
auk þess er hún frumherjaverk,
sem íslendingum ber sannar-
lega að muna. Nútímamönnum
er ennfremur hollt að kynnast
aldarfarinu, sem séra Páll lýs-
ir, því að margt er þar öðru vísi
en hjá Jóni Thoroddsen. Sagan
á því fullkomlega skilið að vera
endurprentuð og gefin út, áf
þeim myndarskap, sem raun ber
vitni.
Undirrituðum er næst að
halda, að „Aðalsteinn" eigi lýð-
hylli vísa. Lærisveinar séra
Páls í hópi íslenzkra skálda eru
fyrst og fremst kvenrithöfund-
arnir: Thorfhildur Hólm, Hulda
og Elínborg Lárusdóttir. Bækur
þeirra eru mjög í sama anda og
„Aðalsteinn", þó að viðfangs-
efnin séu oft og tíðum ólík eins
og gefur að skilja. Og það væri
synd að segja, að þjóðin vildi
ekki heyra þennan boðskap.
Raunar er furðulegt, hversu
lítið fer fyrir skapsmunum séra
Páls í sögunni, en samúð hans
með smælingjunum er rík og
góð, könnun sálarlífsins trú og
sönn, óg yfir frásögninni hvelf-
ist guðs himinn. Fólki líður vel
við lesturinn og fagnar úrslit-
unum. Rödd þrumuklerksins
heyrist að sönnu ekki, en ísland
fortíðarinnar opnast hugarsjóm
um nútímamannsins, Og höfumd
urinn fjallar af kristilegri góð-
vild um mannleg örlög. Byrj-
andabragurinn er augljós, e£
sagan er metin á vogarskáL
tæknikunnáttunnar, en hún
mun ekki einhlítari en svo, að
margir meta „Aðalstein“ meira
en ýmsar þær skáldsögur, sem
Páll Sigurðsson
þykja stórtíðindum sæta í heimi
efnishyggjunnar og stéttabar-
áttunnar. Sagan minnir helzt á
frásagnirnar hennar ömmu, og
það voru víst líka bókmenntir
upp á sinn máta. Minnsta kosti
urðu þær minnisstæðar og
vöktu trú og traust á sigur hins
góða. Og nú er ömmuminningin
svo blessunarlega sjálfsagður
hlutur á íslandi, að jafnvel
kommúnisminn verður að þoka
fyrir henni!
Halldór Pétursson prýðir
þessa nýju útgáfú „Aðalsteins“
r.okkrum ágætum teikningum,
sem gleðja augað og hressa hug
ann. Séra Sveinn Víkingur skrif
ar að bókarlokum nokkur orð
um höfundinn og segir allt satt
og rétt, en umsögnin um „Aðal-
stein“ er helzt til stuttaraleg.
En hver er ég, sem kvarta yfir
því? Hér ér önnur og aðeins
skórri.
Árni sálugi prófessor, sonur
séra Páls heitins í Gaulverja-
bæ, íhugaði stundum á efri ár-
um sínum nýja útgáfu „Aðal-
steins“, en kom henni ekki í
verk af misskilinni föðurást. —•
Afstaða hans var harla umdeil-
anleg, því að séra Páll mun
fremur njóta en gjalda „Aðal-
steins". En víst hefði þáo glatt
Árna Pálsson að sjá „Aðalstein“
í þessum nýja og fallega bún-
ingi — og var hann þó kröfu-
harður.
Helgi Sæmundsson.
„Málsvarinn mikli",
ævisaga sakamálalög--
fræðingsins Pallons.
BÓKAÚTGÁFAN VALUR
hefur gefíð út ævisögu amer-
íska lögfræðingsins William J.
Fallons, sem frægur hefur orð-
ið fyrir að verja sakamáL
Nefnist hún „Málsvarinn
mikli“.
Bókin er 300 blaðsíður að
stærð, prentuð í Prentfelli h.f.
Þýðandi er Skúli Bjarkan.
vantar ungling til að hera hlaöiS til áskrifenda á
Miðbænum
Vesturgötu
Túngötu
Tjamagötu
Talíð við afgreiðsluna - Sími 4900