Alþýðublaðið - 23.12.1955, Síða 4

Alþýðublaðið - 23.12.1955, Síða 4
 AIþ ýft u b1aðlð Fosíudagnr 23. des. 1955 Útgefandi: Alþýðufloklytri**. Ritstjóri: Hélgi Scemundssom. Fréttastjórí: Sigvaldi Hjdlmarsson. Blaðamenn: Björgvin Guðmundssou og Loftur Guðmundsson. 'Auglýsingastjóri: Emilía Samáelsdótiir, Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu 8—10. rÁskriftarverð 15fi0 á mánuði. í laussuðíu lJXt. Merkar tillögur GYLFI Þ. GÍSLASON flutti við afgreiðslu fjárlag- anna fjórar tillögur, sem skipta íslenzk menningarmál miklu og hljóta að komast í framkvæmd áður en langt um líður, þó að meirihluti al þingis og stjórnarvöldin hafi enn ekki vaknað til skilnings á þeim. Nýmælin eru þessi: 1) Komið verði á fót mann- fræðideild við þjóðskjala safnið, er m. a. hefji samn ingu spjaldskrár yfir Is- Iendinga með æviatriðum þeirra og annist upptöku talaðs máls og þjóðlegs fróðleiks á hljómplötum eða segulbandi. 2) Stofnað verði til heiðurs- launa fyrir afrek í list- um og vísindum sam- kvæmt úthlutun nefndar þeirrar, sem ráðstafar listamannalaunum ár hvert, og henni heimilt að veita tiltekin heiðurs- laun til vísindamanns, rithöfundar eða skálds, myndlistarmanns, tónlist armanns og leikara fyrir liðið ár, en háskólaráði, menntamálaráði og þjóð- leikhúsráði gefinn kostur á að gera tillögur um út- hlutun heiðurslaunanna. 3) Stofnaður verði vísinda- sjóður, sem stjómað sé af fimm mönnum, tveim ur tilnefndum af háskóla ráði, tveimur af mennta- málaráði og einum af menntamálaráðherra og skal hann hafa það hlut- verk að styrkja íslenzka vísindamenn til sjálf- stæðra vísindastarfa, hér Iendis eða erlendis, eða til að búa sig undir að geta stundað slík störf. 4) Varið verði tiltekinni upp hæð til að skreyta opin- berar byggingar með listaverkum. Fyrsta tillagan er miðuð við þá sérstöðu okkar íslend inga, sem verið hefur snar þáttur í menningu okkar ár og aldir. Mannfræðin er á hærra stigi hér en með nokk urri annarri þjóð, og ber margt til. Auðvitað er hún auðveldari í fámenni en fjöl menni. En meginúrslitum hefur þó jafnan ráðið sú stað reynd, hvað áhugi íslendinga á þessum fræðum er mikill og sívaxandi. Hann á að efla, svo að framtíðin þoli saman- burð við fortíðina og nútíð- ina, þó að breytt viðhorf fólksfjölgunarinnar komi smám saman til sögunnar. Við getum orðið forustuþjóð í þessum efnum, ef við vilj- um og stjórnarvöld okkar muna vel það, sem íslenzkt er um alla tíð. Hinar ' tillögurnar þrjár eru löngu komnar til fram- kvæmda með öðrum menn- ingarþjóðum að meira eða . minna leyti. íslendingar lof- syngja skáld sín og lista- menn við hátíðlega tækifæri og verja allmiklum fjármun um til að bæta starfsskilyrði þeirra. Hins vegar skortir mikið á það, að byrjendur, sem fram úr skara, hljóti eggjun nauðsynlegrar viður- kenningar, og stórviðburð- um á sviði íslenzkra lista er allt of lítill gaumur gefinn. Aðbúð vísindamannanna er samt sýnu lakari. íslending- um er nær ómögulegt að helga sig vísindastörfum að fulltingi samlanda sinna. A því þarf að verða breyting, þar eð hæfileikar ýmissa sam tíðarmanna í þessu efni vekja ærnar framtíðarvonir. Skreyting opinberra bygg- inga á íslandi þekkist raun- verulega ekki. Við höfum gengið aftur á bak á þessu sviði undanfarin ár, og gef- ur að skilia, að slíkt sé landi og þjóð til vansæmdar. Skreyting opinberra bygg- inga á engan veginn að vera greiðasemi við listamennina heldur framtak þjóðarinnar til fegrunar bæja og byggða. Hér er um að ræða merk- ar tillögur, sem listamenn og listunnendur ættu að gefa gaum og bera fram til sig- urs með því að skapa almenn ingsálit, er veki meirihlut- ann á alþingi og stjórnar- völdin. Gerist áskrifendur folaSsins. Aiþýðublaðið Bœkur og höfundar: MinningarThors Jense Thor Jensen: Framkvæmda ár. Minningar II. Skrásett hefur Valtýr Stefánsson. Bókfellsútgáfan. Rvík 1955. í. FYRRAVETUR kom út fyrra bindið af endurminning-| úm Thors Jensens. Var þar sagt frá æskuárum hans í Kaup mannahöfn og dvöl hans á ís- landi síðustu áratugi 19. aldar, en þá starfaði hann fyrst sem verzlunarmaður á Borðeyri, en síðan sem verzlunarstjóri í Borgarnesi og á Akranesi. Þetta bindi var ekki aðeins persónu- saga, heldur var þar einnig að finna geysimikinn fróðleik um íslenzka þjóðhætti á þessum tíma og þá einkum um verzl- unarháttu. Betri lýsing á starfs háttum hinna dönsku selstöðu- verzlana hygg ég vart að sé til á íslenzku. J Fyrra bindinu lauk heldur, ömurlega. Thor Jensen hafði lagt allt fé sitt í útgerðarfélag, en það fyrirtæki varð gjald- þrota, og missti hann. allt sitt. i Lauk bindinu svo, að hann bjó í Hafnarfirði við kröpp kjör og hafði ofan af fyrir sér og fiöl- skyldu sinni með því að róa til fiskjar og ríða net. En Thor Jensen var gerður ’ úr þeim málmi, að ekkert var honum fjær skapi en að gefast upp og láta hugfallast. í honum bjó iðandi athafnaþrá, sem varð að fá útrás, og ekki leið heldur á löngu, þar til er hann rétti sig úr kútnum og var með nýjar framkvæmdir á prjónun- um. Árið 1901 stofnaði hann verzlunina Godthaab í Reykja- vík, og leið ekki á löngu, að hún yrði blómlegt fyrirtæki. Litu þó dönsku kaupmennirnir verzlunina hornauga og reyndu á ýmsa vegu að spilla fyrir henni. Mest kvað að fjandskap Brydesfeðga við verzlunina, en þeir ráku um þær mundir mikla verzlun á íslandi. Thor Jensen hafði snemma farið að líta á sig sem íslending, og honum var það mikið áhugamál að koma á fót öflugum verzlunar- fyrirtækjum á íslandi, er væru rekin á allt annan hátt en dönsku selstöðuverzlanirnar. Þessi danskfæddi maður varð einn helzti brautryðjandinn í því að gera verzlunina inn- lenda. Þegar Godthaabsverzlun tók að blómgast og fjárhagur Jen- sens að batna, sneri hann sér á ný að öðru áhugamáli sínu, stofnun íslenzks útgerðarfélags. Ásamt nokkrum öðrum óhuga- mönnum gekkst hann fyrir stofnun félagsins Alliance 1905 og var forstjóri þess í fyrstu. Var hér um að ræða upphaf innlendrar togaraútgerðar, er átti eftir að blómgast svo mjög. Árið 1907 hóf Thor Jensen framkvæmdir í enn stærra stíl en áður í útgerð og verzlun. Gerðist hann þá aðalstjórnandi nýstofnaðs félags, P. J. Thor- steinsson & Co., og átti þetta félag að reka hér útgerð og verzlun í stórum stíl og hafði einnig á prjónunum áætlanir um að koma á fót reglulegum skipaferðum til Noregs og Þýzkadands. Þetta félag var af íslenzkum almenningi nefnt Milljónafélagið. Það kom sér, upp mikilli bækistöð í Viðey og | Godthaabsverzlun var lögð | undir það. Félagið hafði um skeið mikið umleikis, en átti fljótlega við ýmis konar örðug- leika að etja vegna lánsfjár- kreppu og skilningsleysis stjórn enda félagsins í Kaupmanna- höfn, sem vildi ráða öllu, stóru og smáu, um rekstur félagsins á íslandi. Fór svo, að Thor Jen sen gekk úr þjónustu félagsins | 1913, og árið eftir var það leyst upp. En 1912- hafði Jensen og synir hans stofnað útgerðarfé- lagið Kveldúlf. Hóf það félag miklar framkvæmdir bæði sunnan lands og norðan. Er á ; leið og Kveldúlfur var kominn á öruggan grundvöll, beindist áhugi Thors Jensens æ meir að búskap. Þegar hann var verzl- , unarstjóri í Borgarnesi, hafði hann rekið stórbú á Mýrum með miklum myndarbrag. Nú ! hóf hann búskap bæði í Mels- húsum á Seltjamarnesi og Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi, og gerði miklar jarðabætur á báð- um þessum stöðum. Stórfelld- astar urðu þó búskaparfram- kvæmdir hans á Korpúlfsstöð- um, en þær hófust 1922. Með búskap sínum þar varð Thor Jensen mestur bóndi á íslandi. Rak hann síðan stórbúið á Korpúlfsstöðum um tveggja áratuga skeið. Hann kemur jöfnum höndum við sögu ís- lenzkrar verzlunar, útvegs og landbúnaðar og á öllum þessum sviðum var hann brautryðjandi. Saga Thors Jensens er því saga flestra aðalatvinnuvega ís- lenzku þjóðarinnar um marga áratugi, einmitt þá áratugi, er hin stórfellda atvinnubvlting hér á landi var að hefjast fyrir alvöru. Þetta rit er því miklu meira en. venjuleg persónusaga, það er merkilegt heimildarrit um íslenzka atvinnusögu á miklum breytingatímum, þegar þjóðin var að breytast úr snauðri bændaþjóð í mikilvirka athafna þjóð, er tók nýtízku tækni í þjónustu sína á öllum sviðum atvinnulífsins. Auðvitað er rit- ið þó einnig persónusagá, sem gefur skýra mynd af mannin- um Thor Jensen. Ef til vill er þessi persónusaga ekki eins dramatísk í þessu bindi og í hinu fyrra, er lýsir upvexti hans og baráttuárum. Og þó er saga Thors Jensens einnig á þessum árum oft og tíðum eins og spennandi skáldsaga, saga um sviptibylji, skin og skúrir. Skrásetning Valtýs Stefáns- sonar á þessum endurminning- um er mótuð af ræktarsemi, hófsemi og hlédrægni. Skrásetj arinn hverfur víða algerlega á bak við heimildarmanninn, en slíkt er ekki lagið öllum þeim, er rita ævisögur annarra manna. Sem heild er þetta rit í tölu hinna merkustu ævisagna, sem hafa verið skráðar á ís- CFrh. á 7. síðu.) Áttræð í dag Karolina Siemsen í DAG er einn af stofnendum Verkakvennafélagsins Fram- sóknar, Karólína Siemsen, 80 ára. Hún var ein þeirra kvenna, sem ötullegast gekk fram í því að stofna félagið, og var fyrstu árin í stjórn þess. Karólína vann af miklum dugnaði og fórn fýsi að bættum kjörum verka- kvenna. Hún taldi ekki eftir störf sín í þágu þeirra, sem verst voru settir. Þá mátti sjá mikið misrétti og slæm lífskjör, lágt kaup, langan vinnudag og kaldan. Nú hefur þetta mikið breytzt til batnaðar. Þær eiga þakkir skilið, sem ruddu veg- inn. Karólína var ein af þeim. Hún er hrein og bein og fer ekki dult með skoðanir sínar og er það mikill lcostur. Að endingu vil ég þakka Karólínu fyrir hennar miklu störf í þágu Verkakvennafélags ins Framsóknar. Sömuleiðis vil ég þakka henni fyrir gott sam- starf og vona að félagið okkar haldi merki sínu hreinu og látí aldrei sigurmerkið falla. Glæsilegar Vefrarkápyr Peysufafafrakkar Bfussur Eínníg glæsilegt úrval af SkartgripuETt á mjög hagstæðu verðí. Karólína Siemsen. Heill þér áttræðri. Megi geisli fríðarins ljóma um þig allar þær stundir, sem þú átt eftir að dvelja hér hjá okkur. Með félagskveðju. Jóhanna Egilsdóttir. i- og libúðin Laugavegi 15

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.