Alþýðublaðið - 24.12.1955, Side 4
4
Alþýöubtaóið
Laugardagur 24. des. 19ii5
Útgcfandi: Alþýðuflokkurínu.
Ritstjóri: Helgi Scemundsson.
Fréttastjórí: Sigvaldi HjálmarssoM.
Blaðamenn: Björgvin Guðmttndsso* «(
Loftur Guðmundsson.
Auglýsin gastjóri: Emilia Samáclsdóttfr,
Ritstjórnarsímar: 49C1 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreiðsluslml: 4900.
'Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtu $—10.
rAsþriftarverð 15JOO á mánuðl. í lamsnsðiu lfiO.
Jólahugsjónin
JÓL! Það birtir í huga,
þegar þetta nafn er nefnt,
ekki aðeins í huga barnanna,
heldur einnig allra þeirra,
sem borið hafa gæfu til þess
að varðveita í sál sinni eitt-
hvað af fögnuði og trúnað-
artrausti bernskunnar. Jólin
eru hátíðleg haldin í minn-
ingu lítils sveins, sem fædd-
ur var af fátækri móður og
lagður lágt í jötu, en er
kristnum mönnum um gjörv
alla heimsbyggðina tákn
göfgi og helgi lífsins. Hátíð
jólanna verður þá sönnust,
er hreinleiki og sakleysi
bemskunnar nær að móta
iiana og leiðir athygli að því,
sem gefur lífinu fegurst
gildi.
Enginn hefur brýnt það
betur fyrir mannkyni,
hversu FRELSI er því ó-
missandi hamingjuskilyrði
en meistarinn frá Nazaret.
Og hann benti því á, hvern-
ig öðlast mætti frelsi. „Sann
leikurinn mun gjöra yður
frjálsa,“ sagði hann. Sann-
leiksleit sem leið að frelsi er
einn af hornsteinum kristin-
dómsins, en ekki aðeins krist
indómsins, heldur einnig
jafnaðarstefnunnar. Sannur
jafnaðarmaður á því þennan
kjarna lífsskoðunar sinnar
sameiginlegan hinum sann-
kristna manni, hvaða þjóðfé-
lagsskoðanir sem hann kann
að aðhyilast.
Boðskapur sá, sem boðað-
ur er á jólunum, er boðskap
ur FRIÐAR. Sá, sem tileink
ar sér þann boðskag, er frið-
arsinni. Engin þjóðfélags-
hreyfing hefur tekið jafnöfl-
ugíega undir hinn nær 2000
ára gamla friðarboðskap
kristindómsins og jafnaðar-
stefna nútímans. Kristindóm
Odýru barna- og unglínga-
lakkskórnir komnir aftur ■.
Verð á No. 22—23 kr. 67.75
Verð á No. 24—26 kr. 81.75
Verð á No. 27—29 kr. 95.75
Verð á No. 30—33 kr. 109.50
Verð á No. 34—37 kr. 125.50
ur og jafnaðarstefna eru
samherjar í baráttu fyrir
friði mannkyni tii handa.
Þegar hugurinn hvarflar
til þess, sem fæddist í fjár-
húsinu litla á jólanóttina,
má það ekki gleymast, að
hann var mestur málsvari
smælingjanna, sem lifað hef
ur með mannkyni. Og eng-
inn hefur deilt hvassar á þá,
sem safna auði auðsins vegna
enginn lagt á það þyngri á-
herzlu, að auðurinn á að
vera fyrir alla. Kristindóm-
urinn er því kenning um
JAFNRÉTTI. En eitt höfuð-
takmark jafnaðarstefnunnar
er einmitt að þjóðfélagið
mótist af jafnrétti, öllum
mönnum til handa.
Meistarinn frá Nazaret
var boðberi KÆRLEIKANS.
Hann kenndi mönnum að
elska náungann eins og sjálf
an sig, hann brýndi .fyrir
mönnum bróðurþel. Einnig
þennan boðskap héfur jafn-
aðarstefnan viljað gera að
sínum. í stað baráttu allra
gegn öllum vill hún að komi
samstarf og samhjálp, þar
sem hinn sterki styður hinn
veika, þar sem enginn treður
skóinn af öðrum, heldur all-
ir hjálpast að, í vitund-þess,
að það, sem hinum minnsta
bróður er gert, er unnið í
þágu hins bezta.
Megi þessi jól verða jól
frelsis og friðar, jafnréttis
og kærleika. Slík jól eru jól
þeirra hugsjóna, sem eru
sameiginlegar kristindómi
og jafnaðarstefnu, þeirra
hugsjóna, sem gera vilja
manninn að betri manni og
þjóðfélagið að betra þjóðfé-
lagi.
GLEÐILEG JÓL!
„ORÐIÐ" OG CÁRL TH. DREYER.
Aðalstræti 8 — Laugavegi 20 — Laugavegi 38
Snorrabraut 38 — Garðastræíi 6.
CARL DREYER er vafa-
laust sá af dönskum kvikmyr.da
leikstjórum sem hæzt ber nú,
en í sumar. var síðasta mynd'
hans „Orðið“ frumsýnd.
Eitt af því, sem sérstaklega
einkennir tækni hans í töku
kvikmynda, er að hafa leikar-
ann í sem eðlilegustu umhverfi,
á götunni innan um fólkið, í
kirkjunni ásamt öðrum kirkju-
gestum, sem eru raunverulega
kirkjugestir. en ekki ieikarar
og svo mætti lengi telja. Dreyer
sagði í fyrirlestri, sem har.n
hélt hjá stúdentafélagi í Kaup-
mannahöfn 1943; að enginn
leikari væri fær um að skapa
sönn og rétt skapbrigði eftir fyr
irskipun. Það er ekki hægt að
pressa fram skapbrigði, sem
ekki eiga við aðstæðurnar, þau
verða að koma af sjálfu sér. Þá
fyrst kemur hin rétta túlkun
fram. Þess vegna má leikari
aldrei byrja á að skapa túlkun
sína utan frá með svipbreyt-
ingum, heldur að innan með til
finningum. Það verður aldrei
nema ein túlkun rétt, aðeins
ein, og hún verður að koma
frá hjartanu. Þannig kemst
Dreyer að orði. Verði hann að
nota tilbúin svið fyrir mynda-
töku sína, einangrar hann þau
sem mest hann má. Allt óvið-
komandi verður að víkja. Leik-
endur mega ekki truflast af
neinu svo þeim takist betur
að innlifa sig í hlutverkið. Þeir
verða að leika við skilyrði sem
eru sem líkust þeim er höfund-
urinn hugsar sér, þá aðeir.s
geta þeir vakið hjá sér hin
réttu skapbrigði.
Túlkun Dreyers á einstakl-
ingnum er nær því engu lík.
Hann bókstaflega kafar niður í
undirdjúp sálarinnar og iregur
þar fram í dagsljósið hinar duld
ustu kenndir, svo sem ótta og
létti, píslarvætti og sigur.
Hann túlkar þessar og fleiri
andstæður á þann hátt, sem að
eins meistarinn getur. Han:i get
ur túlkað einmanaleika svo á-
takanlega, að samúð áhorfand-
ans er auðsæ.
Að vísu má segja um Drey-
er að hann hafi orðið fyrir á-
hrifum frá öðrum leikstjórum
og höfundum, en víst er um
það, að hann hefur aldrei líkt
eftir þeim. Hann hefur þvcrt
á móti túlkað á sinn einstaka
hátt það bezta, sem þeir höfou
fram að bera og í túlkun hans
hefur það orðið enn stórkost-
legra og fegurra, eða þá enn
hryllilegra.
Ást og samband karls og
konu getur hann túlkað á svo
raunsæjan en þó um leið við-
kunnanlegan hátt að engan þarf
að hneyksla.
Carl Th. Dreyer hefur verið
alla sfna ævi að skapa tiltölu-
Inger er að reyna að fá Borgen til að fallast á brúðkaup Andres.
lega fá meistaraverk. HvaSa
kvikmyndastjóri, sem er í Holly
wood, múndi frámleiða jafn-
márgar mjmdir á einu ári. En
það, sem skilur á milli er, að
hver einasta af myndum Drev-
ers er sjálfstætt heilsteypt
listaverk, en hinar líkjast meir
fjöldaframleiðslu. Árið 1920 hef
ur hann framleiðslu sína á kvik
myndum, með myndunum
„Blöð úr bók Satans“, „Prests-
ekkjan“, og „Forsetinn". „For-
setinn", er fyrsta mynd hans.
Þar notfærir hann sér fólk á
götunni, til að gera umhverfi
og ramma myndarinnar eðli-
legri. í næstu mynd, „Blöð úr
bók Satans“, ber mikið á nær-
myndum. Hann sýnir leikai ann
í umhverfi sínu, en smám sam-
an einangrar hann persónuna
og lætur hana birta áhorfandan
um sínar innstu kenndir, ekki
alltaf með orðum, heldur öllu
frekar með svip sínum og lát-
bragðstúlkun. í „Prestsekkj-
unni“ er hinn myndræni kraft-
ur svo mikill, að leita verður
til stórmeistara eins og Erieh
von Stroheim, til að finna eitt
hVað álíka. 1922 kemur svo
„Það var einu sinni . . .“ Gagn-
rýnin talar illa um þá mynd
og segir, að hún hafi algjörlega
mistekist. Þetta mun þó ekki
vera allskostar rétt, þar að eftir
bútum þeim sem enn eru til
af myndinni má ráða að hún
hafi einmitt verið í hinum full
komna Dreyerstíl, en hafa þá
gagnrýnendurnir kunnað að
meta hann? „Elskið hver arm-
an“, sem einnig kemur út 1922,
er einhver fullkomnasta tjáning
á mannlegum þjáningum, sem
sést hefur eftir danskan leik-
stjóra.
Dreyer er konan mjög hug-
leikið efni. Hann túlkar hana
oftast, sem einskonar norn, sem
hefur í ríkum mæli til brunns
að bera „erotik“ og kann að
beita hinum kynferðislegu á-
hrifum sínum. En hann túlkar
hana ljka sem ímynd lífsþrár
og fegurðar, sem andstöðu við
drápsfýsi þá er hann oft læt-
ur karlmanninn túlka. Þetta
kemur greinilega fram í mynd
hans „Mikael“, 1924. 1925 kem
ur svo ný mynd, „Heiðrá skalt
þú eiginkonu þína“. Þar læt-
ur hann mæðraveldið berjast
til úrslita við hið eigingjarna og
sjálfselskufulla feðraveldi og
eiginkonan vinnur að lokum sig
ur. í „Glomsdalsbrúðinni“ er
sagt að mikið skorti á samleik
milli leikaranna. En er það ekki
einrhitt eitt hinna Dreýersku
einkenna, að persónan er ein-
angruð frá hinum og látin njóta
sín ein. Mynd þessi kom út ár-
ið 1926. Árið 1928 kemúr sva
„Jóhanna frá Arcs“ fram á sjón
arsviðið í túlkun Dreyers og
„Blóðsugan“, árið 1932. Mynd-
ir þessar eru báðar mikil lista-
verk, en nú fer að brydda á
nýrri tækni. Hann otar einstakl
ingum fram, sem einskonar
brjóstvörn út alla myndina. Því
fer fjarri að þessir einstakling-
ar verði leiðinlegir. Þvert á
móti. Hann hefur valið skemmti
lega og fjölhæfa persónuleika,
sem auðveldlega halda áhuga
áhorfandans vakandi. Skyld
þessum myndum er einnig „Dag
ur . reiðinnar11, sem kemur út
1943. En svo fer allt út um þúf-
ur í bili með myndinni „Maður
og kona“: Nú er allt fremur
hljótt í kringum Dreyer, þar til
i sumar að myndin „Orðið“ kerr>
ur á markaðinn.
Orðið hefur að vísu fengið
misjafnar viðtökur í Danmörku
og vægast sagt nokkuð undar-
legar. Þeir eru fáir, sem alla
tíð hafa staðið Dreyers megin
og alltaf séð hina miklu hæíi-
leika hans. En nú segjast beir
hafa orðið fyrir vonbrigðum.
Þessi vonbrigði virðast vera
þau að myndin skuli vera meist
araverk á heimsmælikyarða.
Þeir segja að ekki sé hægt að
dæma myndir Dreyers lengur
eftir dönskum mælikvarða ein-
um saman.
Hinir, sem alltaf hafa dæmt
Dreyer hart, eiga nú varla næg
an orðaforða til að túlka aðdá-
un sína og þeir, sem aldrei
h afatekið afstöðu ákveðið með
honum né móti, eru vægast
sagt mjög hrifnir.
I sínum flokki, en þar er um
að ræða myndir trúarlegs eðí-
is, er þessi mynd ekki aðeins
sú bezta, sem nýlega . hefur
komið á markaðinn, heldur
kannski sú bezta, sem nokkurn
tíma hefur komið á markað-
inn í Danmörku. Hér er
Dreyer f sessinu sínu. Hann
lætur ekki aðeins þersónuna
sem einstakling njóta sín, held
ur jafnvel Ijósið, sem logar,
klukkuna, sem tifar og svo óial
CFrh. á 7. síðu.j