Tíminn - 03.03.1965, Side 5

Tíminn - 03.03.1965, Side 5
’HIÐVIKUDAGUR 3. marz 1965 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson rtitstjórar: pórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriói G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: SteingrlmuT Glslason Ritstj.skrifstofur • Eddu búsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti Af- greiðslusiml 12323 Auglýsingasiml 19523 Aðrar sknfstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 á mán mnanlands - 1 lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f. Lýsisherzluverksmiðja Meðal þeil-ra mála, sem nú liggja fyrir Alþingi ,er til- laga frá Skúla Guðmundss. og öðrum þingm. úr Norðurl.- kjörd. vesrta um að fela ríkisstjórninni að láta nú þegar kanna möguleika á sölu hertrar síldarfeiti á erlendum mörkuðum og gera að öðru leyti rækilegar rannsóknir á því , hvort nú sé orðið tímabært að byggja á Siglufirði verksmiðju til herzlu síldarlýsis, samkv. ákvæðum laga nr. 93 frá 1942. Sýni rannsóknirnar hagstæða útkomu skal þegar hefja byggingu verksmiðjunnar.“ í greinargerð tillögunnar er það rakið. að sumarið 1942 samþykkti Alþingi lög um að reisa nýjar síldarverksmiðj- ur. í niðurlagi 1. gr. þeirra laga er svohljóðandi ákvæði: „Enn fremur lætur ríkið reisa verksmiðju til herzlu síldarlýsis, þegar rannsóknir sýna, að það sé tímabært." Áriri liðu án þess að þetta ákvæði laganr.a kæmi til framkvæmda: Þó var málinu hreyft á þingi 1945 og 1948. Árið 1961 báru Björn Pálsson 5. þm. Norðurlands- kjördæmis vestra ,og 3 aðrir þingmenn. fram tillögu á Alþingi um málið. Hún var á þessa leið- „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninm að láta nú þegar fara fram rannsókn á því, hvort tímabært sé að reisa verksmiðju til herzlu síldarlýsis, sbr. 1 gr. laga nr. 93 25. sept. 1942.“ Tillögu þessari var vísað til þingnefndar til athugunar, en hlaut þar ekki afgreiðslu. Dagana 19. og 20. sept. 1964 var haldin á Siglufirði ráðstefna úm atvinnumál að tilhlutan verkalýðsfélaganna þar. Á ráðstefnunni var gerð eftirfarandi ályktun: „Ráðstefna verkalýðsfélaganna á Siglufirði um atvinnu mál Siglufjarðar skorar eindregið á ríkisstjórn að undir- búa framkvæmd laga um byggingu lýsisherzluverksmiðju og láta reisa hana á Siglufirði. Leggur ráðstefnan áherzlu á, hve afar mikla þýðingu það hafi, jafnt fyrir atvinnuuppbvggingu bæjarins' sem efnahagslíf landsins, að slík verksmiðja vrði reist hér“. Nú eru liðin 22 ár síðan lögin um lýsisherzluverksmiðju voru samþykkt á Alþingi, en verksmiðjan hefur enn ekki verið reist. Flutningsmenn áðurnefndrar tillögu telja því, að eigi megi lengur dragast að gerð sé gangskör að því að kanna markaðsmöguleika fyrir útfluttar afurðir frá lýsisherzluverksmiðju og rannsaka að öðru leyti, hvort nú sé orðið tímabært að reisa slíka verksmiðju á Siglufirði. Þá er lagt til, að bygging verksmiðjunnar skuli hafin án tafar, ef rannsóknir sýna hagstæða útkomu. Jafnvægisstofnun Á Búnaðarþingi í gær var samþykkt samhljóða ályktun sem mjög ber að fagna, og verður vonandi til þess að stuðla að skjótari aðgerðum Alþingis og ríkisstjórnar í mjög brýnu máli — raunhæfum ráðstöfunum til þess að auka jafnvægi í byggð landsins. í ályktun Búnaðarþings er lagt til, að sett verði á fót sem fyrst sérstök stofnun að dæmi Norðmanna til þess að vinna að jafnvægismál- unum, aukningu fjármagns til byggðarlaga, sem standa höllum fæti, og dreifingu atvinnustöðva og þjónustu- stofnana ríkisins um landið. Þá er og bent á ákveðnar leiðir til að tryggja starf þesarar stofnunar Hér hefur Búnaðarþing lagt þessu brýna máli lið með skorinorðum og ótvíræðum hætti, og er þess að vænta, að Alþingi og ríkisstjórn verði myndarlega við þessari áskorun. TÍMINN r ■■■■■■■■ ■■■ ........ Þórarinn Þórarinsson Hverníg ætti aö skattleggja aluminiumver ksmið ju ? Eins og kunnugt er, standa nú yfir könnunarviðræður við svissneskan aluminiumhring um það, að hann byggi hér aluminiumverksmiðju, sem framleiði í fyrstu 30 þús smá- lestir á ári. en hafi skil- yrði til. þess að geta fimm- faldað framleiðsluna síðar. Við ræður þessar munu m. a. hafa hafizt vegna þess, að Alþjóða- bankinn eða aðrar erlendar lánastofnanir munu ófúsar til þess að lána fé til stórvirkj- anna hér á landi, nema samið hafi verið fyrirfram við aðila eins og svissneska aluminium- hringinn um sölu á verulegum * hluta umframorkunnar. Sést á S þessu, að „viðreisnin" hefur § ekki skapað þjóðinni það láns t.raust, er svo mjög hefur verið gumað af, en það er atriði, sem ekki verður frekara rætt um að þessu sinni. Eg er í hópi þeirra, sem hefi verið þvi fylgjandi, að slíkar könnunarviðræður færu fram. Þó tel ég, að þessar kcnrunarviðræður hafi farið fra’- með öðrum hætti en Kski'.egastur hefði verið, og í upphafi hafi verið talsvert öðru vísi haldið á málum en heppi- legt hafi verið. Svo kann að fara, að öll málsmeðferðin og málsniðurstaðan eigi eftir að markast af því. En um það ræði ég ekki frekara að sinni. Ástæðan til þess, að ég hefi jafnan verið fylgjandi slíkum könnunarviðræðum varðandi aluminiumverksmiðju — og það löngu áður en viðræður hófust við svissneska alumin- iumhringinn og áður en núv. stjórn kom til valda, — eru þessar: • Vegna fábreytni íslenzkra at vinnuvega er nauðsynlegt að hefjast hér handa um fleiri at vinnugreinar, ef mögulegt er. Vafasamt er, að þeim, sem stunda landbúnað og sjávarút- veg„ fjölgi mjög verulega í ná- inni framtíð, og því verð- ur að efla iðnað og þjónustuat vinnuvegi (m. a. móttöku ferða manna) til að tryggja næga at- vinnu, þar sem þjóðinni fjölg- ar ört. Orkufrekur iðnaður, eins og 1 aluminiumvinnsla, skapar sér staka möguleika til stórvirkj ana, en mikilvægt er að geta nýtt vatnsaflið sem fyrst á þann hátt. , Stórfyrirtæki, eins og alum iniumverksmiðja, getur stutt að því að treysta jafnvægi í byggð landsins, ef hún er staðsett með það fyrir augum. Frá mínum bæjardyrum séð, er það engu síður hagsmuna- mál Reykjavíkur en landsbyggð arinnar, að Reykjavík sé ekki eina borgin í landinu. heldur eflist hér a. m. k. önnur borg. sem myndi jafnvægi í þessum efnum. Akureyri hefur skilyrði til að verða slík borg, ef þar er efldur meiriháttar iðnaður- t. d. ef stór aluminiumverk smiðja væri staðsett í nánd hennar. Fleira mætti nefna, en þetta 'æt ég nægja að sinni En þótt þetta sé rakið. vil ég taka fram, að ég álít aluminíumverk- smiðju síður en svo eina ráðið til að auka atvinnu landsmanna og okkur þurfi því síður en svo að reka upp á sker, þótt ekki verði úr byggingu hennar Samvinna við erlent fjármagn. Aluminiumverksmiðja er stórt og dýrt fyrirtækí og því útilokað, að íslendingar geti reist slíkt fyrirtæki af eigin rammleik í náinni framtíð, án þess að draga alltof mikið fjár magn frá öðrum atvinnugrein um, sem er enn nauðsyn- legra að efla, (lan'dbúnaður, sjávarútvegur, fiskiðnaður o. s. frv.). Aluminiumverksmiðja verður því ekki reist hér, nema í samvinnu við erlent fjármagn, og með erlendum eignaryfirráðum að mestu eða ölju, a. m. k. í upphafi. Eg er þeirrar skoðunar, að íslendingar eigi að sýna mjög mikla varfærni í því að hleypa eriendu einkafjármagni inn í landið á þann veg, að það eigi hér og reki fyrirtæki. Eg álít t. d., að til viðbótar því, að út lendingum er nú bannað að eiga hér raforkuver og skip, sem stunda fiskveiðar eða fi.sk vinnslu í landhelgi. eigi einnig að banna þeim að eiga hér fiskvinnshifyrirtæki í landi. Ekki komi heldur til greina að hleypa þeim inn í verzlun ina. en vel getur komið til mála, að erlendar keðjuverzlan ir fari að sækjast eftir því. Þannig má halda þessari upp- talningu áfram. Frá mínu sjónarmiði, skip- ar aluminiumverksmiðja hér verulega undantekningu. Hún myndi ekki verða keppinautur íslenzkra fyrirtækja á erlcnd- um eða innlendum markaði. Margt fleira þessu iíkt mætti nefna. Aluminiumverksmiðja er t. d. algoriega frábrugðin olíuhreinsunarstöð, sem myndi fá einokunaraðstöðu á íslenzk um markaði. Þess vegna verð ur olíuhreinsunarstöð, þegar til kemur, að verða frá upphafi alíslenzk' eign, Iíkt og t.d. Sementsverksmiðjan. Það á líka að vera auðvelt, því að stofnkostnaður hennar er ekki meiri en það. Engin sérréttindi. Þrátt fyrir það, sem nú er rakið, er mér það vel ljóst, að hætta getur stafað frá er- lendri aluminiumverksmiðju, sem yrði rekin hér, ef ekki væri tryggilega gengið frá þeim sámningum. sem upphaf lega verða eerðir um hana Endanleg afstað? mín til þessn máls fer þvf eftir þeim skil- málum. sem könunarviðræðii’- leiða í ljós. -tð endanlega verð ur um að ræða. Eg álít. að verði ekki strax i upphafi haldið fast á málum í samningum við atuminium- hringinn. og hann komist upp á lag með að fá öllu eða mestu af óskum sínum framgengt. þá sé mikii hætta á ferðum Jafn framt ber þess að gæta. að sá samningur. er við kunnum að gera við hann, verður for- dæmi varðandi alla aðra samiv inga, er við kunnum síðar að gera við erlend fyrirtæki. í samningum okkar við al- uminiumbringinn álít ég það grundvallaratriði, að starfsemi hans hér sé í einu og öllu háð íslenzkum lögum og hann búi ekki við önnur og betri skatta- og tollakjör en íslenzk fyrir- tæki. Öll sérréttindi, sem kunna að verða veitt í þessum efnum, bjóða hættum heim. Skattamálin. í þessu sambandi tel ég rétt að minnast sérstaklega á skatta málin. Ariir erlendir auðhring ar, sem gera slíka samninga við efnalítil ríki, reyna mjög að ganga á það lagið, að fá lægri og betri skattakjör en innlend fyrirtæki búa við. í Suður-Ameríku er þessu marki oft náð með eftirgreindum hætti: Viðkomandi hringur segir, að hann vilji gjaman borga alveg sama skatt og innlend fyrirtæki. Hins vegar sé erfitt að fylgjast með skattaframtali hans, þar sem hann hafi rekstur í mörgum löndum. Af þeim ástæðum sé viðkomandi ríki sennilega heppilegt að semja við hann um ákveðið framleiðslugjald um tiitekið árabil, en að sjálf sögðu verði miðað við það, að gjaldið gefi viðkomaridi ríki sömu tekjur og það myndi fá, ef hringurinn greiddi skatta eftir sömu reglum og innlend fyrirtæki. Allir geta séð, að hér er um augljósa blekkingu að ræða. Enginn mannlegur máttur, engir hagfræðingar eða raf- magnsheilar geta reiknað það út, hvaða skatta viðkomandi fyrirtæki munu greiða næstu 25 árin, ef það greiddi sömu skatta og inlend fyrirtæki á sama tíma. Allir útreikn- ingar um þetta eru vitan- lega hreinlega út í bláinn. Eng inn getur t. d. sagt um, hver skattalöggjöfin verður á bess um tíma, eða hvert það verð- lag verður eða hverjar aðrar þær aðstæður verða, sem ráða afkomu fyirtækisins. Það helzta. sem byggt er á. er áætl un frá viðkomandi hring um rekstur hans á þessum tíma! Ef farið yrði inn á þessa braut., eins og gert hefur verið sums staðar í Suður-Ameríku, er strax brotið það princip-at- riði, að hringurinn búi við sömu skattalög og íslenzk fyr- irtæki. Hann er óháður öllum þeim skattabreytingum, sem kunna að verða á samningstím anum Hann fær skattareglur, sem innlend fyrirtæki myndu eindregið æskja að geta búið við, en verður neitað um Hann er kominn með sérstöðu og sérréttindi Ef hann fær þau þannig á einu sviði. er hætt við. að hann fái það brátt á fleirum Við sama borð og innlendir skattgreiðendur. Af þessum ástæðum er það Framh a Dls 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.