Tíminn - 05.03.1965, Page 3

Tíminn - 05.03.1965, Page 3
FOSTUDAGUR 5. marz 1965 TEMINN í SPEGLITÍMANS Alexandra prinsessa var nýlega í þriggja daga heimsókn í Norð- ur-frlandi, og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Hún „Þetta er okkar maður,“ segir Scotland Yard, og á þá við, að að þessi mynd sé í aðalatriðum lík „Jack the Stripper”, morð- ingjanum, sem myrt hefur að undanförnu sex gleðikonur í Lond- on og skilið lík þeirra eftir nakin. Scotland Yard lét teikna þessa mynd eftir ýmsum lýsingum, sem fram hafa komið hjá mörgum þcirra, sem lögreglan hefur yfirheyrt. Prestar í Rússlandi hafa nú tekið upp samkeppni við útvarp sjónvarp og kvikmyndir, — og baráttan snýst að sjálfsögðu um unga fólkið. Sovézka blað- ið „Gazette” segir, að prestar í bænum Telesy í Úral spili nú dægurlög á harmónikur í kirkjunni og haldi jazzdansleiki fyrir unga fólkið. Sumir prestanna fara aðrar leiðir. Þeir sýna t.d. mikinn á- huga á ýmsum áhugamálum unglinganna, svo sem akstri, knattspyrnu og drykkjusam- kvæmum! Og blaðið segir, að einn prestanna hafi m.a. geng- ið svo langt í að vekja á sér athygli, að hann hafi stigið upp í prédikunarstólinn klædd ur náttfötum . Sovézkir vísindamenn hafa reiknað út, að ísinn á Norður- heimskautinu sé 10.8 milljónir ferkílómetra að stærð að vetr- arlagi, en einungis 8 milljónir ferkílómetra að sumri til. ★ Fréttastofan Nýja Kína sendi nýlega út „ævintýri” um epli eitt, nokkra brjóstsykursmola og upphyggingu sósíalismans. Sagan byrjar á því, að suður- amerískur ferðamaður gaf tveim ungum skólastúlkum í Shanghai eplið og brjóstsykurs molana. Gjöf þessi gekk síðan frá einuum til annars, því að allir vildu, að hún hafnaði hjá þeim, „sem hafði gert mest fyrir uppbyggingu sósíalism- ans’. Gjöfin gekk á milli lögregl umanns, einnar deildar flug- hersins, verkamanna í Kiang- han, flugdeildar flotans og margra fleiri, en hafnaði að lokum á sjúkrahúsi. Þegar svo langt var komið, var epl'ið ó- ætt, en brjóstsykursmolunum var skipt niður á milli sjúkling- anna, sem samtímis lofuðu því að gera sitt bezta fyrir upp- byggingu sósíalismans, þegar þeir losnuðu af sjúkrahúsinu. Og síðar hafa verið skrifaðir söngvar, ljóð og leikrit um þetta merka epli og brjóstsyk- ursmolana, segir Nýja Kína. ★ Vefarar í sovétlýðveldinu Turkmenistan hafa búið til teppi, sem líklega er hið stærsta í heiminum, og gefið þinghöllinni í Kreml það. Tepn ið vegur eitt tonn og er 252 fermetrar . ★ ísrael afhenti vestur-þýzkum yfirvöldum nýlega hina „Svörtu bók“, sem fjallar um örlög evrópskra Gyðinga í síð ari heimsstyrjöld. í bókinni eru alls nefndir 25.000 staðir, þar sem Gyðingar voru myrtir af nazistum. vígði m.a. nýtt skip, sem er í eigu flota Nýja-Sjálands, „H.M.N.Z.S. Waikato” í Bel- fast. ☆ Ný sólgleraugu eru komin á markaðinn, og eru þau þeim merka eiginleika gædd, að litur þeirra breytist eftir því, hversu sterk sólin er. Verður glerið dekkra um leið og sólskinið verður sterkara og öfugt. ☆ Nú eru þeir í Bandaríkjun- um farnir að selja skinnklædda- ísskápa. Er hségt að velia á milli ísskápa klædda nauta- skinni, með tilheyrandi _ horn- um, eða mink. Nautaskinnið kostar um 4200 krónur íslenzk ar, en minkurinn 45 þúsund krónur. Myndin hér að ofan er af leikkonunni Ann-Margaret, sem þessa s tundina er bálreið út í framleiðendur sína og kvikmyndaeftirlit- ið ,vegna þess, að sum atriði í síðustu kvikmyndum hennar hafa verið klippt burt „af siðferðislcgum ástæðum.” Á VÍÐAVANGI // .Viðreisn hins fallna Sunnlendingur sendir blað- inu eftirfarandi pistil: „Frá því er sagt í blaðinu Suðurland 27. febr. sl. að fram kvæmdanefnd í hafnarmálum Eyrarbakka, þeir Vigfús Jóns- son, oddviti, Sigurður Guðjóns son og Óskar Magnússon, hafi unnið að málum hafnarinnar á þann hátt að hafa samráð og samstarf við þingmenn stjórnar flokkanna í kjördæminu, þá Ing ólf Jónsson, Sigurð Óla Ólafs- son, Guðlaug Gíslason og Unn- ar Stefánsson, og er árangri af þessu samstarfi hrósað mjög. Tvennt vekur sérstaka athygli í frásögn blaðsins af þessu máli. Er það í fyrsta lagi, að Unnar Stefánsson, sem féll við kosn- ingar til Alþingis í Suðurlands- kjördæmi árið 1963, er talinn þingmaður kjördæmisins, og er hafður sem slíkur með í ráð- um ásamt þingmönnum Sjálf- stæðisflokksins, þegar ráðgazt er um hafnarmál Eyrarbakka, en eins og kunnugt er, þá er Unnar varamaður landkjörinna þingmanna Alþýðuflokksins, en hefur aldrei verið þingmað ur eða varaþingmaður í Suður- landskjördæmi. Hitt, sem einn- ig vekur athygli, er það ein- kennilega hátterni, að helming- ur þingmanna Suðurlandskjör dæmis skuli vera sniðgenginn, þegar hafnarmál Eyrarbakka eru rædd. Er ekki kunnugt, að þess háttar vinnubrögð tíðkist í öðrum kjördæmum.” Einræði og ofríki „Ein höfuðrökin fyrir kjör- dæmabreytingunni 1959 voru þau hjá Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum, að mál- efnaleg aðstaða kjördæmanna myndi styrkjast, þegar þau hefðu eignazt marga þingmenn sem myndu leggjast á eitt um að koma fram innbyrðismálefn- «m þeirra. Er svo að sjá af vinnubrögðum þeim, er höfð hafa verið í hafnarmálum Eyr- arbaKkB, sem þessi rök ’hafi ekki verið í alvöru sögð. Að minnsta kosti virðist stjórnar- liðið ekki fara eftir þeim í Suð urlandskjördæmi, hvorki fram kvæmdanefnd hafnarinnar á Eyrarbakka né þingmenn stjórn arliðsins þar, sem eftir upp- lýsingum Suðurlands virðast hafa unnið í felum að þessu máli með hinn fallna fram- bjóðanda Alþýðuflokksins sér til fulltingis. Hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins þannig met ið höfuðrök sín í kjördæmamál- inu minna heldur en fulltingi hins margfallna frambjóðanda * 'bv*u*lnkksins. F,ru þessi vinnubröeð stjórnarliðsins í S.-landskjördæmi eftirtektar- og íhugunarverð, og glöggt dæmi um þá einræðis og of- ríkisstefnu, sem þessir flokkar þykjast mega beita stjórnmála lega andstæðinga sína, þegar þeir einir hafa völd. Líklega eru slík vinnubrögð um þýðing- armikið málefni, sem allfjöl- mennt bvggðarlae á mikið und ir, að nái fram að ganga, til farsælla lykta. næstum eins- dæmi hér á landi.”

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.