Tíminn - 05.03.1965, Side 7
FÖSTUDAGUR 5. marz 1965
ÞINGFRÉTTIR
TÍMINN
ÞINGFRETTIR
Skipulagðir verði víðtækir f lutn-
ingar á bræðslusild og saltsíld
Björn Jónsson hafði framsögu
í sameinuðu Alþingi í fyrradag
fyrir tillögu um síldarflutninga og
skipulag síldarlöndunar. Kveður
tillagan á um að ríkisstjómin
beiti sér fyrir stofnun samtaka
eigenda síldarverksmiðja og síld-
arsöltunarstöðva um rekstur flutn
ingaskipa til síldarflutninga og
komið verði á fót miðstöð, er
stjómi allri löndun síldveiðiskipa
með tilliti til fyllstu nýtingar af-
kastagetu vinnslustöðva. Umræðu
um málið var frestað að ræðu
Björns lokinni en framhaldið á
kvöldfundi í fyrrakvöld og töluðu
þá um þetta mál þeir Jón Kjart-
ansson og Ingvar Gíslason.
Jón Kjartansson sagði, að á síð-
asta sumri hefði hvergi nærri ver
ið unnt að salta alla þá síld, sem
unnt var að selja. 360 þús. tunnur
voru saltaðar, 51 þús. tunur fóru
í frystingu og í bræðslu fóru 2
millj. 13 þús. mál. Aldrei fyrr í
síldveiðisögunni hefur jafn mikið
magn síldar borizt á land á sumar-
og haustvertíð og er það að sjálf-
sögðu öllum mikið fagnaðarefni,
en þrátt fyrir þessa góðu veiði
reyndist ekki unnt að salta upp
í gerða samninga og vantaði 74
þús. tunnur á. Gjaldeyristap það,
sem þjóðin hefur orðið fyrir á
þennan hátt má áætla um 60 millj.
og nú er það vitað, að unnt hefði
verið að semja fyrirfram um sölu
á mun meira síldarmagni heldur
en var gert, mun meira, og skipt-
ir það magn, sem hægt var að
selja sennilega hundruðum þús.
tunna. Það er hörmungarástand
hjá þjóð eins og íslendingum, sem
byggir lífsafkomu sína á sjávar-
útvegi svo sem raun ber vitni, að
aðeins 10% af síldarafla gjöful-
asta síldveiðisumarsins skuli nýtt-
ur til söltunar. Þegar þetta er rætt
við útlendinga, hafa þeir sumir
hverjir látið það í ljós, að þetta
sé nærri því eins mikið undrunar-
efni eins og tilkoma Surtseyjar.
Ef síldin verður á miðum fjarri
stærstu og afkastamestu síldar-
vinnslustöðvunum, verður að
flytja hana þangað. Ekki fyrst og
fremst vegna fólksins, sem þar
býr, sem er að sjálfsögðu veigamik
ið atriði heldur einnig vegna út-
gerðarmanna, vegna sjómanna og
vegna ríkissjóðs sjálfs og þá er
haft í huga bæði gjaldeyristekjur
og annað.
Menn framarlega í sjávarútvegs
málum hvöttu á síðasta vori til
skipulegra sildarflutninga, en þeir
fengu enga áheyrn. Það er útilok-
að, eins og ástandið er núna og
uppbygging fyrir austan að ætla
sér að salta kannski allt að 800
þús. tunnur á Raufarhöfn og stöðv
unum fyrir austan Langanes. Ef
við getum selt þetta magn og e.t.v.
meira, þarf vissulega að grípa til
síldarflutningaskipanna næsta
sumar. Þó saltendur hafi fullan
hug á að skipuleggja sjálfir flutn-
ingana, er lítil von á því, að þeir
geri það, eins og fjárhag þeirra
er núna komið.
Það hafa heyrzt raddir, sem
telja ófært að flytja síld til sölt-
unar frá Austfjörðum og t.d. vest-
ur á Skagaströnd, Sauðárkrók eða
til Siglufjarðar vegna fjarlægð-
anna, vegna ótta við, að síldin
skemmist. Sérfræðingar í þessum
málum telja annað og vitnaði Jón
í grein Hjalta Einarssonar verk-
fræðings um þetta efni. Flutning-
ar á síld til söltunar og bræðslu
kosta peninga, en það verður að
finna kleifan veg í sambandi við
fjármálin. í þessu sambandi virð-
ist eðlilegt, að stofnaður verði
einhver sjóður, sem standi undir
flutningunum og í fljótu bragði
virðist sem þessi sjóður ætti að
byggjast upp af vissri prósentu-
tölu af síldarverðinu. Eðlilegt
væri, að saltendur, sem ekki
fengju síld nema til flutninga
kæmi, borguðu líka og svo ríkis-
sjóður þriðji aðilinn. Að sjálf-
sögðu þarf hann að leggja líka
fram upphæð í þessu skyni, því
að hann hefur stórkostlegra hags-
muna að gæta.
Ingvar Gíslason sagði, að at-
vinnugrundvöllur norðlenzkra
sjávarplássa væri að verulegu leyti
háður síldarvinnslunni. Það eru
bæði verksmiðjur og síldarplön og
slík atvinnutæki yfirleitt uppi-
staða atvinnu í norðlenzkum sjáv-
arplássum. Undanfarin ár hefur
skapazt mjög alvarlegt ástand á
Norðurlandi vegna þess, að fisk-
ur hefur brugðizt þar á miðum,
bæði þorskfiskur og síldveiði. Og
af þessu skapazt slæmt atvinnu-
ástand. Það verður tmuðla
bætt með öðru en því að
sjá fiskverkunarsöðvunum og síld
arstöðvunum fyrir hráefni og eru
síldarflutningar þar efst á blaði.
Hið opinbera verður að hlaupa
hér undir bagga. Norðlendingum
er það lífsnauðsyn, að áframhald
geti orðið á því, að þeir njóti
síldaraflans að sínum hluta. Við
stöndum að vísu frammi fyrir því
vandamáli að leggja verulegt fjár-
magn til síldarflutninganna, en
það er leysanlegt, ef eindreginn
vilji er fyrir hendi og sameinuðu
átaki beitt. Vandamál fjármagns-
ins er þó hverfandi hjá vanda-
máli atvinnuleysisins á Norður-
landi. Langvarandi atvinnuleysi
leiðir til þess, að þessir staðir
tæmast af fólki. Það er ekkert við
að vera og fólk yfirgefur eignir
sínar, staðfestu sína og með því
fara milljónir í súginn og það skap
ar enn ný vandamál. Auk þess er
það þjóðhagslega séð hæpið að
láta stórvirk, vönduð og dýr at-
vinnutæki standa auð og aðgerða-
laus. f því er lítil fyrirhyggja.
Verksmiðjurnar á Norðurlandi
ættu að hafa sjálfar sæmileg skil-
yrði til þess að bera stóran hluta
af flutningskostnaðinum. Það fer
m.a. eftir því, hvernig að þeim
yrði búið um lánakjör vegna þess
kostn. er af flutningunum leiðir.
Frá tæknilegu sjónarmiði eru
flutningar á bræðslusíld auðveld-
ir. En það er ekki nóg að flytja
bræðslusíld. Það er líka nauðsyn-
legt að sjá síldarsöltunarstöðvun-
um fyrir hráefni og með skipu-
lagi og fjárhagsaðstoð mætti leysa
það mál einnig.
Læknishéruð
FYLKJASKIPUN
Karl Kristjánsson hafði í fyrra-
kvöld framsögu fyrir tillögu um
fylkjaskipan og sjálfstjórn héraða,
er hann flytur ásamt Gísla Guð-
mundssyni. Er tillagan um, að rík-
isstjórnin skipi 10 manna nefnd
til að athuga, hvort ekki sé rétt
að skipta landinu í fylki með
sjálfstjórn í sérmálum og komist
nefndin að þeirri niðurstöðu geri
hún tillögur um fylkjaskipunina,
en í fylkjunum skuli vera fylkis-
þing og fylkisstjórar, er taki að
nokkru við störum Alþingsis og
ríkisstjórnar.
Karl Kristjánsson gerði ítarlega
grein fyrir tillögunni og rakti
hvernig málum þessum er skipað
í Noregi og Svíþjóð, en í Noregi
eru 20 fylki og í Svíþjóð 24 lén.
Taldi Karl, að fylkjaskipan hér
á landi myndi verða til eflingar
landsbyggðinni og stuðla að jafn-
vægi í byggð landsins. í niðurlagi
ræðu sinnar komst hann m.a. svo
að orði:
Sundurleit byggðasvæði hafa
sundurleitra sjónarmiða að gæta
Þau þarfnast hvert hjá sér sterkra
ábyrgra heimastjórna, sem eru öll
um hnútum kunnugar. Við, sem
að till. þessari stöndum, viljum,
að athugað sé, hvort ekki sé skyn-
samlegt að taka upp fylkjaskipun
með fylkisstjóra í hverju fylki,
sem sé framkvæmdastjóri eða odd
viti svæðisins. Hann sé kosinn eða
ráðinn af fylkisþingi sem háð sé
einu sinni á ári og til þess sé
kosið eftir föstum reglum í fylk-
inu. Alþingi veitir fylkisþingun-
um rétt til ákvörðunar hverju á
sínu svæði í ýmsum málflokkum,
svo sem skólamálum, hafnarmál-
um, vegamálum, rafmagnsmálum,
tryggingamálum, skipulagsmálum.
Alþingi fái þeim x-íkisfé til ráð-
stöfunar í sambandi við þessa
málaflokka og einhvern álögurétt,
e.t.v. líka Máske segir nú ein-
hver: En góði maður, eykur þetta
ekki skriffinnskuna, fjölgar þetta
j ekki þeim. sem ríkið þarf til þjón
j ustu? Ef til vill. En að mínu áliti
þarf það ekki að verða að óþörfu
með þessum hætti. Hitt virðist
mér augljóst, að ríkisstjórnunar-
báknið vex hvort sem er, og vaxi
það í þvi formi, sem það er, verði
það ekki plantað út frá höfuð-
borginni meira en áður, þá not-
ast það illa eða takmarkað til
góðra þrifa. Lítill vafi er á því,
að um leið og fylkin taka að sér
að meira eða minna leyti fi-am-
kvæmdavald, sem nú er að öllu
leyti framkvæmdavald, sem nú
er að öllu leyti hjá ríkisstarfs-
mönnum í Reykjavik, þá ætti að
j vera hægt að létta þar með til-
kostnaði í Reykjavík, flytja starfs
I kraftana, sem þar hafa setið, út
' í fylkin eða a.m.k. komast hjá
aukningunni, sem annars vofir yf-
ir ár frá ári hjá hlutaðeigandi
stjórnunarstofnumim í höfuðborg-
inni. Sérfræðin flyzt út í fylkin
landsbyggðin hættir að þurfa að
j senda sendinefndir í jafnríkum
mælí á fund hennar til höfuðstað-
arins. Það er líka dýrt í dag og
Imikill sparnaður að létta því að
miklu leyti af að senda sendi-
nefndirnar á fund valdsmanna rík
isins í Reykjavík og sérþekkingar-
manna, sem valdastöðvarnar þar
hafa í þjónustu fyrir landið. Og
sérfræðin notast betur, þegar sér-
fræðingamir verða heimamenn í
fylkjunum. Þá öðlast þeir kunn-
ugleika heimamannsins á verkefn
unum og ábyrgðartilfinningu
heimamanna líka. Nú er ástandið
þannig, að fulltrúar koma endr-
um og eins út á land frá stjórn-
til að athuga verkefni þar og til
skrafs og ráðagerða við sveita-
j stjórnir, en venjulega eru þeir að
j flýta sér miklu meira en góðu
i hófi gegnir til að komast aftur
! heim..........
1 Fólkið í landshlut-
unum hefur gert tilraunir til þess
að myndg samtakaheildir. Fjórð-
ungasamböndin á Vestfjrðöum,
j Norðurlandi og Austurlandi eru
; slíkar tilraunir Þessi fjórðunga-
sambönd eru greinilegir vottar
j þess, að íbúar þessara landshluta
finna til landfræðilegrar og þjóð-
félagslegrar samtakaþarfar inn-
byrðis. Fjórðungasamböndin
halda fulltrúasamkomur eða þing
er ræða málefni síns landshluta
og almenn málefni er snerta
hann mikið, og álykta um þau.
Ilins vegar vantar þessi samtök
allt þjóðfélagslegt vald, en þau
hafa undirbúið jarðveg fyrir
fylkjaskipun. Fyrir meira en hálf-
um öðrum áratug gerðu fjórðunga
samböndin tillögur um að skipta
Framhald á 14. síðu
Framhald af 1. síðu
Vestfjörðum skyldu lögð niður —
einkum þó Suðureyrarlæknishér
að, sem er einangrað í samgöng-
um á vetrurn, en þar dvelja um
600 manns meðan vetrarvertíð
stendur yfir. Fer hér á eftir frá-
sögn af helztu atriðum frumvarps
ins og umræðunum, sem urðu
um málið á Aliþingi í dag: ,
Jóhann Iiafstein mælti í neðri
í gær fyrir stjornarfrumvarpi til
nýrra læknaskipunarlaga. Telztu
nýmæli frumvarpsins eru þessi:
Niður verða lögð 5 núverandi
læknishéruð og sameinuð ná-
grannahérðum og eru héruðin:
Plateyjanhérað, Suðureyrarhérað,
Djúpavíkurhérað, Raufarhafnar-
hérað, Bakkagerðishérað og enn-
fremur felld niður heimild til
stofnunar Staðarhéraðs. Áður en
þrjú þessara héraða, þ.e. Suður
eyrarhérað, Raufarhafnarhérað
og Bakkagerðishérað, eru lögð nið
ur skal auglýsa þau þrisvar í röð
með þeim hlunnindum, sem felast
í frumvarpinu — en verði þau
lögð niður er heimilt að ráða að-
stoðarlækna til að sit.ia hluta árs-
ins á Suðureyri, Raufarhöfn og
Bakkagerði. Heimilt skal að ráða
lækni með ótiltekinni búsetu til
að veita neyðarþjónustu í læknis
lausum héruðum, heimilt að sam
eina læknishéruð og koma upp
læknamiðstöðvum fyrir sameinuð
héruð. Við veitingu héraðslæknis
embætta skal sá umsækjandi, sem
hefur lengstan starfsaldur sem
héraðslæknir sitja fyrir öðrum. í
17 læknishéruðum og 5 til við-
bótar ef þörf krefur skal greiða
héraðslækni staðaruppbót á laun,
er nemi hálfum launum í hlutað
eigandi héraði. Héraðslæknir,
sem setið hefur 5 eða 3 ár í hér-
aðinu skal eiga rétt á að hljóta
árs frí með fullum launum til
framhaldsnáms. Embættisstarfs
aldur héraðslækna skal teljast 5
ár fyrir hver 3 ár, sem hann gegn
ir héraðlæknisstörfum. Heimilt
skal að veita læknastúdentum
ríkislán til náms gegn skuldbind
ingu um læknisþjónustu í héraði
að afloknu námi og stofna skal
Bifreiðalánasjóð héraðslækna með
1 milljón króna framlagi úr ríkis
sjóði. Frumvarpið er samið af
6 manna stjórnskipaðiú nefnd.
Sigurvin Einarsson sagði þetta
furðulegt frumvarp. Með því væri
lagt til að 3 læknishéruð á Vest
fjörðum verði lögð niður og
kvaðst ekki skilja slíka ráðstöfun
— sem ráðherrann telji til ávinn
ings. Nær væri að setja lagaá-
kvæði um að læknar í nágranna-
hénxðum skuli þjóna þeirn héruð
um sem læknislaus eru. Fólkið á
Suðureyri fær fallega kveðju með
þessu frumvarpi Nú er hafís fyr
ir landi, heiðin ófær og nú á að
lögbjóða, að þar verði læknislaust.
Þá ræddi Sigurvin noxkur önnur
atriði frumvarpsins, sem hann
taldi orka tvímælis, m.a. að Flat-
eyingar mættu ekki sækja lækni
skemmri veg en til Stykkishólms
og að ekkert bráðabirgðaákvæði
væri um það, að læknishéruðin
skyldu ekki lögð niður, ef lækn
ar fengjust í héruðin með þeim
hlunnindum og staðaruppbót, sem
frumvarpið ráðgerði. Sigurvin
sagðist vilja leggja sérstaka á-
herzlu á það, að hann mótmælti
því harðlega, að læknisembættið.
á Súgandafirði yrði lagt niður.
Hannibal Valdimarsson tók í
sama streng og Sigurvin og upp-
lýsti, að oddvitinn á Suðureyri
'hefði haft samband við sig, og
skoraði á þingmenn Vestfjarða og
Alþingi að Suðureyarlæknishérað
yrði ekki lagt niður. Óhug hefði
slegið á íbúa Suðureyrar við frétt
ir af þessu fnimvarpi.. Suður-
eyri væri vaxandi sjávarþorp, sem
væri einangrað mjög að vetrum
en þar væru um 600 manns á vetr
um og gæti þetta losað um fjölda
fjölskyldna er flyttust á brott, ef
nú væri lögboðið að leggja nið
ur læknisembætið. Hreinlegra
væri að segja við fólkið, að Suður
eyri væri lögð niður og flytja
fólkið á brott. Hér væri um að
jræða tilræði við þetta byggðar-
lag.
! Jóhanni Hafstein varð heitt í
hamsi er hann svai’aði þessum
ræðum og kom til illyrtra orða-
hnippinga milli hans og Hanni-
bals Valdimarssonar og orðbragð
ið ekki sérlega þinglegt, þótt
forseta þætti ekki ástæða til á-
minninga.
Kristján Thorlacius sagði, að
með staðaruppbótinni (50%)
færi ríkisstjórnin inn á rétta leið
til lausnar þessum vandamálum.
En sama ætti við um margar aðr
ar stéttir í þjónustu ríkisins, sem
mikilvægu hlutverki gegndu.
Launakjör þeirra þyrfti að bæta
eftir svipuðum leiðum. Minnti
Kristján á hinn geigvænlega skort
á hjúkrunarkonum, sem nú væri
ríkjandi, en tvö ný, stór sjúkra
hús tækju brátt til starfa. Það
mál yrði ekki leyst nema með
bættum kjörum. Sama gegndi um
kennara og fl. Ráðherrann talaði
um hættu á ferð samfara þvi að
hefja greiðslu staðáruppbóta til
lækna, því að hætt sé við að
fleiri geri svipaðar kröfur. Sagðist
hann ekki sjá að hér væri nokkur
hætta á ferð heldur þvert á móti
væri leystur mikill vandi með
þessari leið fyrir fólkið út á
landsbyggðinni. Nágrannaþjóðirn
ar hafa tekið upp greiðslu staðar
uppbóta til margra stétta starfs
manna ríkisins og ríkisstjórnín
ætti að beita sér fyrir því að
leysa vandamáln eftir þeirri leið.
Einar Olgeirsson lagði áherzlu á
að stjórn Læknadeiidar háskólans
væri tekin undir rannsókn. Þar
væri afturhaldssjónarmið ríkj-
andi. Umræðunni var frestað.