Tíminn - 05.03.1965, Page 9

Tíminn - 05.03.1965, Page 9
FÖSTUDAGUR 5. marz 1965 TÍMINN „Þetta er sannarlega mjög þakklátt starf" Við barnadeild Landsspítal- ans er viðurkennt og vel met- ið starfslið, eins og allir vita. En bömin fá meira en venju- lega laeknismeðferð og hjúkr- un. Á hverjum morgni vinnur Sigríður Björnsdóttir með þeim og kennir þeim föndur og ýmiss konar iðju. Sigríður hefur kynnt sér þessa grein sjúkraþjálfunar sérstaklega, en hún nefnist á ensku „occupa- tional therapy" og mætti ef til vill kalla sjúkraiðju. Ég leitaði eftir nokkurri fræðslu um þetta starf hjá frú Sigríði um daginn, og auk þess fór hún með mér upp á Barna- deildina og sýndi mér það helzta, sem börnin fást við. Vefnaður úr afgöngum í leikherberginu kennir ým- issa grasa. Þar eru haglega gerð hús með görðum umhverf is. Kassarnir eru ættaðir af skurðstofunni og pappír og pappi er fengið frá röntgen- deildinni. Skrautlegar myndir þekja veggi, þar eru klippmyndir úr pappír og sömuleiðis klipp- myndir úr afgöngum frá sauma stofunni. Þarna eru myndir af hinum virðulegustu kellingum með mislita garnspotta fyrir augu, nef og munn, taupjötl- ur fyrir hár og skinnafgangar verða að ágætustu húfum og höttum. Við skoðum nokkra vefnaði, sem börnin eru að fást við, þá klippa þau pjötlur í mjóar ræmur og þræða upp á vef- grindina. Úr þessu verða lit- fagrir púðar. dúkar eða litlar myndir. Þarna er skemmtileg mynd gerð á þunna tréplötu, á hana eru límdir hefilspænir, skelja- brot, korkbitar og ýmislegt annað smálegt og kreppappír í ýmsum litum inn á milli. í fljótu bragði harla einfalt, en iýnir ljóslega eins og fleira hér, að möguleikarnir eru ótrú lega miklir, ef góð leiðsögn og ímyndunaraflið fylgjast að. Síðustu daga hafa börnin ver ið önnum kafin að búa til bolluvendi, og tvær telpur hitti ég fyrir, sem höfðu verið sér- staklega röskar. Önnur þeirra, inga, hafði gert hvorki meira né minna en fimmtán stykki og Gróa, sem var nokkru yngri. hafði búið til fimm. Ekki má gleyma mósaík- myndunum, en Sigríður segir mér , að börnin hafi einkar mikla ánægju af því. Þau nota afganga af vaxkrít, sem brædd er í alúminíumkökuformi. Þeg- ar það er orðið hart brjóta krakkarnir niður í litla bita. Gipsi er hellt í kassalok og síðan er farið að raða bitunum og móta myndina. Oftast er notað vaxkrít við mósaíkgerð en eina snjalla blómamynd sá ég sem gerð var eingöngu úr 'oca-colatöppum. Margt annað ei dundað vic hér. Stundum fá þau leðuraf- ranga frá Gutenberg og gera þá buddur, belti og festar. Sig- ríður sníður til leðrið og klipp ir, en síðan setja börnin það saman. Drengur einn hefur gert rammgerðasta vígi íyrir tind- átana sína og er það útbúið úr eldspýtustokkum og tvinna keflum. Börnin vinna saman að stórri klippmynd í herberginu ber einna mest á stórri veggmynd, og er hún árangur af samvinnu barna á ýmsum aldri. Þar hafa verið klippt út stór frumskógartré og límd á pappírinn, sömuleið- is alls konar dýr, hestar, fílar, apar, fuglar í trjám og lofti. Dýrin bera með sér, að þarna hafa unnið saman börn á ólík- asta aldri, mörg dýrin eru auð- þekkjanleg, en um önnur leik- ur nokkur vafi. Það má segja að þarna sé eitthvað fyrir alla, líka þau sem eru dálítið löt og vilja helzt ekki hafa mikið fyrir. hlutunum. Þau geta fengið sandpappír og þrýst áhannfilt efni og garnspottum eftir kúnstarinnar reglum og situr þetta þá nokkumveginn fast á. Sigríður tekur fram stafrófs plötur og sýnir mér. Hún teikn Leikföngin eru vönduð og f jölbreytileg Næst liggur fyrir að kynna sér leikfangaskápinn. Leikföngin eru flest úr viði og máluð hreinum, sterkum lit um. Sigríður segir mér, að allt sé lagt upp úr því að hafa vönduð leikföng og hafi þessi leikföng flesta eiginleikana, þau eru hættulaus og sterk og skemmast varla nema eitthvað týnist úr þeim. Hvert leikfang hefur ýmsa breytingarmögu- leika, hús sem hægt er að taka sundur og setja saman afttur og reynir þá á handlagni og athygli barnanna. Málaðar myndir á tréspjöld fyrir litlu börnin, úr því umhverfi sem þau kannast við. Ýmiss konar púsluspil og röðunarleikföng, skringilegur kall á hjóli, sem litur til hægri og vinstri og hjólar af krafti þegar einhver dregur hann á eftir sér, tusku- brúða, sem öllum þykir vænt um og fleira mætti telja. Andleg og líkamleg þjálfun — Starf þitt við deildina er sem sagt ýmiss konar föndur- kennsla. Viltu segja mér eitthvað meira um hana? börnin læri föndur, sem þau geta dútlað við, þegar heim kemur, sérstaklega í því til- felli, þegar þau þurfa að halda kyrru fyrir, meðan þau eru að jafna sig. Sem dæmi get ég nefnt, ef barn er skorið upp, þá fær það hlutlausa iðju, meðan það er að jafna sig. Fyrst með samtölum og siðan að skoða með því bækur og fleira. Eft- ir því sem barninu vex þrótt- ur er því fengin einhver auð- veld iðja. sem veldur litlum Rætt við Sigríði Björnsdóttur um sjúkra* þjálfun á barnadeild Landspítalans . . . . . ar stafi á pappír, börnin klippa út og líma á litlar plötur. Á eina stóra plötu eru svo gerð- ir sams konar stafir og síðan sýsla börnin oft lengi við það að raða hverjum staf á réttan stað á stóru plötunni. Nokkur börn hafa búið til stóra eldavél úr trékassa, sett undir hana fjóra fætur og fest þunna masonítplötu ofaná. Vél in er hvítmáluð og gerðar á þrjár svartar hellur, svo að þetta lítur út hér um bil eins og alvörueldavél. — Margir halda, að það sé bara föndur, segir Sigríður, en það er miklu víðtækara og byggist meðal annars á samtöl- um við börnin og síðan á ýmiss konar iðju og leik. Tilgangur- inn er fyrst og fremst að gleðja börnin og skapa þeim dægrastyttingu, sem í sjálfu sér verkar læknandi, og gefa þeim tækifæri til heppilegra leikja og að upplifa eitthvað skemmtilegt, til dæmig hlusta á grammófónplötur, sem gerðar eru fyrir börn. í öðru lagi, að hreyfingum. Það er áríðandi að fylgja vel eftir, með því að fá barninu í hendur örvandi viðfangsefni, sem ofreynir það ekki. Þegar barnið fær að hafa fótavist verður það svo virkur þátttakandi. Þá getur það valið sér sjálft verkefni, þegar það kemur fram á leikstofuna og ennfremur hjálpað til við ým- islegt, svo sem að setja dót á vagninn handa hinum, sem í rúmunum eru, taka til áður en við yfirgefum leikherberg- ið og fleira. Haglega gert hús úr pappa og garður me8 krep-pappirstrjám. Hverju barnl er sýnd athygli — Er starfið þá ekki mjög einstaklingsbundið? — Jú, ekki er hægt að segja annaðr Ég reyni að hafa per- sónulegt samband við hvert barn. En ég legg mig líka fram um að mynda hópa barna, sem eru á svipuðu aldurs- og þroskaskeiði og það er eðli- legt, að þau vinni saman. En hvert barn fyrir sig má ekki fara á mis við einstaklingsat- hygli. Við reynum að hafa þetta sem líkast leikjum og iðju heilbrigðra barna, en verðum auðvitað að laga það eftir ástandi hvers og eins. — Hvað fást þau helzt við. meðan þau eru rúmliggjandi? — Þau búa ýmislegt til, klippa út, líma og sauma. Þeg- ar þau koma á fa;tur fá þau ný verkefni. Þá )æt ég oft hvern hóp fá eitthvað sameig- inlegt að vinna. f sambandi við þessa iðju, reynum við — eins og þú sást — að láta þau nota ýmsa afganga, láta þau búa til úr engu, ef svo má að orði komast. Bæði er það gert í sparnaðarskyni og auk þess er þeim hollt að læra, að ekki er alltaf nauðsynlegt að hlaupa út í búð. Við vefnaðinn notum við til dæmis hvorki fyr- irmyndir né hefð, heldur eru þau alveg frjáls. Þeim finnst það líka miklu meira spenn- andi. Þegar við byrjum vitum við ekki, hvernig þetta verð- ur á endanum. Við klippum niður garn og tuskur og smell- um þessu einhvern veginn sam an. Ég álít, að þessi aðferð við vefnaðinn örvi ímyndunar- aflið. Þau þurfa að sjá út, hvernig þau vilja hafa það og þessi reynsla þroskar tilfinn ingu fyrir efni, áferð og lita- samsetningu. Drengir fást við vefnað og jafnvel útsaum, engu síður en telpur. En þegar nýi barnaspítalinn tekur til starfa vonast ég til, að fleiri mögu- leikar verði fyrir drengi, til dæmis fáum við hefilbekk handa þeim. Nám heima og erlendis — Hvar bjóstu þig undir þetta starf? — Ég tók teikni- og fönd- urkennarapróf hér heima. Svo vann ég við það í leikskólum og barnaskólum og sömuleiðis í Kvennaskólanum. Eftir það fór ég til framhaldsmenntunar í Englandi og var við starfs- þjálfun í tvö ár á barnasjúkra húsum. Átta mánuði var ég við sömu störf í Kaupmannahöfn og stuttan tíma í Svíþjóð. Við alla meiri háttar spítala er- lendis þykir þetta orðið sjálf- sögð starfsgrein og fastur lið- ur í sjúkrahússstarfinu. Á sum- um sjúkrahúsum nota læknar þessa starfsemi sem aðferð, til að komast sjálfir i nánara samband við börnin. Sérstak- lega þau börn, sem eiga erfitt með að tjá sig eða sýna mót- þróa eða einhvern annan erfið- leika. því að í leikjum sýna börnin persónuleika sinn, hug- myndir og hugsanir og í Lik eiga slík börn auðveldara með að samlagast öðrum, jafnt börn um sem fullorðnum. Og þetta er sannarlega mjög þakklá., starf. Börnin gleðjast við þessa iðju og taka þátt í leik og starfi af lífi og sál og þá er auðvelt að gleðjast með þeim. HK.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.