Tíminn - 05.03.1965, Síða 11
FÖSTUDAGUR 5. mara*í965
TÍMINN
UPPREISNIN
1Á BOUNTY
115
DVUIll V
Charles Nordhoff og James N. Hall
og mér finnst fara vel á því. AS öðru leyti hygg ég að
leitun sé á æskulýð, sem er betur fær um að gæta sín
sjálfur. Þau þekkja hverja einustu jurt, hvert blóm og
hvert tré á eyjunni, og vita, til hvers á að nota hverja
jurt. Þeir þekkja nöfnin á öllum fiskunum, vita um göngur
þeirra og hvernig hægt er að veiða þá. Og þau eru orðin
svo vön sjónum, að þeim finnst þau eiga heima þar. Og
þau kunna ágætlega að synda. í fyrri viku syntu sum
þeirra nærri því umhverfis alla eyjuna sér til gamans. Mary
Christian var meðal þeirra.
Þa/i eina, sem ég óttaðist var það, að skip kæmi hingað
og flytti mig burtu. Ég sagði Folger skipstjóra á Topaz, að
ég væri einn af uppreisnarmönnunum á Bounty. En ég
skýrði honum ekki frá því, sem skeð hafði hér — því, sem
ég hef skýrt yður frá — en aftur á móti sagði ég honum
frá öllu viðkomandi uppreisninni. Hann taldi kjark í mig.
Hann hafði heyrt sagt frá uppreisninni, en það var svo
langt síðan, að hann þóttist viss um, að enginn myndi fara
með mig burtu, til þess að hengja mig hér eftir.
Ég hughreysti gamla manninn. Ég sagði honum, að upp-
reisnin væri löngu gleymd, og að hann þyrfti ekki lengur
að óttast neitt.
— Ég mun ekki kvíða lengur, fyrst þér segið mér, að
uppreisnin sé löngu gleymd. Ég var ekki hræddur sjálfs
míns vegna. En enginn ungu mannanna er ennþá orðinn
svo gamall, að hann geti tekið að sér að sjá um þessa
stóru fjölskyldu. Og ég elska öll börnin, eins og ég ætti
þau sjálfur.
— Segið mér eitthvað um herra Christiari, sagði ég. —
Var harni nokkru sinni hamingjusamur hér?
— Nei, hann var aldrei hamingjusamur hér. Það er áreið-
anlegt. Hann sagði ekki einu sinni herra Young frá hugs-
unum sínum. En við vissum, hvemig honum leið. Það er
ekki vafi á því, að hann var mjög einmana.
— Deildu menn hans nokkru sinni við hann?
— Það get ég varla sagt! Það var ekki efast um það,
hver væri yfirmaður hér. Quintal reyndi það einu sinni.
Hann sagði, að það væri í raun og veru Christian, sem
væri aðalorsök allra þessara blóðsúthellinga og þessarar
eymdar. Herra Christian lagði ekki hendur á hann, en það
var í fyrsta og síðasta sinn, sem reynt var að sýna Christian
mótþróa.
— Talaði herra Christian nokkru sinni um heimili
sitt?
— Ekki svo ég viti. Ég heyrði hann aldrei minnast á
heimili sitt eða England. En ég hygg þó, að hann hafi oft
hugsað um England. Hann var geysiduglegur verkmaður.
Ég held áreiðanlega, að hann hafi unnið tveggja manna
verk við að brjóta land og byggja hús. Þér skiljið það,
að enginn okkar hafði tíma til þess að leggjast í leti og
iðjuleysi. Skömmu eftir að við komum hingað fann herra
Christian stóran helli á tindi kletts eins hér norður á eyj-
unni. Þangað fór hann oft, þegar hann vildi fá að vera
einsamall. Stundum var hann þar dögum saman. Hann
byggði ofurlítið hús í skógarþykkni bak við klettinn. Það
var svalt þar uppi, en þar er snarbratt í sjó niður, um
þúsund feta hengiflug ofan í sjóinn. Herra Christian vildi
gjarnan vera einsamall, og mín skoðun er sú, að hann
hafi ætlað að verjast þaðan, ef enhvern tíma kæmi skip
í þeim tilgangi að sækja okkur. Hann hefði áreiðanlega
getað varizt þaðan þúsund mönnum einsamall, svo lengi
sem hann hefði nægar birgðir skotfæra. Og þegar skotfær-
in væru á þrotum, þá þurfti hann ekki annað en stökkva
fram af. Og þeir hefðu aldrei fundið líkið. Hann ætlaði
ekki að láta ná sér, hvorki dauðum né lifandi, það er
áreiðanlegt.
Máninn var horfinn löngu áður en við komum aftur til
bússins. Við læddumst hljóðlega inn. — Bal'hadi, sagði
hann lágt, en bæði hún og börnin voru steinsofandi. — Bíð
ið andartak, herra Byam, svo skal ég sýna yður, hvar þér
eigið að sofa. Hann sneri aftur með logandi olíuhnot í
hendinni. Bjarmann lagði um veður bitið andlit ans.
— Þetta minnir yður áreiðanlega á gömlu næturnar á
Tahiti, sagði hann. — Þér munið eftir þessum ljóskerum
þár í gamla daga, er ekki svo?
BsasSf;; ;r • isdéSKm Bpngp^c ■
Ég gekk á eftir honum upp stigann, upp á efri hæð-
ina. Herbergið var bjart og hreint og með breiðum' glugg-
um, sem stóðu opnir., svo að næturkulið gæti komizt inn.
Þar var mér búið rúm, sem stóð á fótum, eins og rúm á
Englandi. Þar voru dýnur fylltar þurrkuðui^i burkna og
ofan á þær var lagt snjóhvítt kiæði.
— Góða nótt, skipstjóri, sofið rótt.
FYRRI KONAN HANS
DENISE ROBBINS
aðarháskóla, hann langar til að
verða bóndi.
Lafði Warr fitjaði fínlega upp
á nefið.
— Ég skil ekki að nokkur skuli
kæra sig um slíka vinnu . . . hugs-
ið yður óþefinn af svínunim . . .
og mykjufýlan. . . .
Ég brosti. Mér fannst athuga-
semdir sem slíkar í senn heimsku
legar og barnalegar, en mér var
þegar orðið Ijóst, að Monica Warr
var langt frá því að vera heimsk.
— Hvað er bróðir yðar gamall?
hélt hún áfram.
— Ári yngri en ég.
— Afsakið að ég spyr hreint
út, en ég geri ráð fyrir, að þér
séuð ekki sérlega efnaðar?
— Nei, það erum við ekki,
lafði Warr. Robin og ég höfum
orðið að sjá fyrir okkur sjálf eft-
ir að faðir okkar dó. Hann var
lafði Warr í því efni.
Og yfirheyrslan hélt áfram.
Þér eruð óneitanlega nokkuð
snotur . . . hefur yður aldrei dott-
ið í hug að leggja annað fyrir
yður en kennslu?
— Nei. Mér þykir mjög vænt
um börn og mig hefur alltaf lang-
að að starfa með þeim. Orð henn-
ar um útlit mitt gerðu mig vand-
ræðalega. Bróðir minn — sem
mér þykir ákaflega vænt um —
er vanur að stríða mér á minni-
máttarkennd minni. — Þú ert nú
ósköp hugguleg, þegar þú brosir,
sagði hann alltaf.
Kannski brosi ég ekki nógu oft,
ef kímnigáfa mín nær þá. ekki
yfirhöndinni. Ég verð að játa, að
ég er fremur alvörugefin og hlé-
dræg. Sem barn hafði ég alltaf
nokkurn beyg •>f ókunnUgum og
leið bezt, þegar ég fékk að sitja
niðursokkin í bók.
Ég leit í kringum mig í íburð-
héraðslæknir og lét aðeins eftir j armiklu svefnherbergi lcfði Warr.
sig dálitla líftryggingu, sem er^-púfugrátt teppi, grá og rauð dam-
að ganga til þurrðar. j ásjc'gjuggatjöld. Alls staðar blasti
— Þér eruð heppnar að háia'| áuðlégð og velsæld við mér. Svo
fengið tækifæri til að koma tiljkom ég auga á sjálfa mig í stóra
Arc-en Ciel og fá stöðu í fjöl-1 speglinum á snyrtiborðinu og
skyldu á borð við okkar. mér gazt ekki að því, sem ég sá.
Eg var fullkomlega sammála I Ósköo venjuleg ung stúlka. Samt
vissi ég, að ég hafði fallega húð,
björt grá augu og hárið er þykkt
og lifandi og alltaf mjúkt og glans
andi.
Ég vissi líka, að ég var sæmi-
lega vaxin — ekki há, en grönn.
j En það fallegasta við mig hafa
jvinir mínir sagt að væru perlu-
hvítu tennurnar. Og ég býst við,
að ég ætti að brosa oftar, þó ekki
væri nema til að sýna þær. Eg
hef dágóðar þendur, enda gæti ég
þess vel að hirða þær af kostgæfni.
Það var einu sinni piltur ást-
fanginn af mér. Ég var ekki sér-
lega skotin í honum, en ég man
að hann sagði dálítið fallegt við
mig: — Þú hefur svo fallegar og
góðar hendur, Shelly, þú ert öll
svo falleg og góð litil kona. Og
feimnin gerir big enn meira að-
laðandi.
En ég vildi óska, að ég gæti
yfirunnið hlédrægnina. Ég er
aldrei feimin við börn, þá get ég
talað við þau og hlegið eðlilega.
Lafði Warr hafði ekki lokið
spurningum sínum enn.
— Eruð þér trúlofaðar?
— Nei.
— Enginn..........vinur“ eins og
það er víst kallað núna?
— Nei. svaraði ég og brosti við.
— Ef þér hafið komið hingað
í þeirri von að næla yður í mann,
verðið þér áreiðanlega fyrir von-
brigðum, ungfrú Bray. Við hér
á heimilimi erum öll miklu eldri
en þér . . . og í kunningjahópi
okkar eru ekki margir ungir,
ógiftir menn.
Mér var nóg boðið.
— Ég fullvissa yður um að ég
tók ekki þessa stöðu í því augna-
miði að ná mér í eiginmann, lafði
Warr.
— Það var ágætt, sagði hún
blíðmál. — Og aðeins ein spurn-
ing enn. Hafið þér gaman af
tónlist?
— Mjög svo. Þér spurðuð mig
áðan, hvort mér hefði aldrei dott-
ið í hug annað starf, lafði Warr,
og ég skal viðurkenna, að það
hefur í rauninni hent mig . . .
þegar ég var unglingur dreymdi
mig um að verða píanóleikari. En
ég skildi fljótlega, að svo mikið
þarf til, sem ég hafði ekki, til
að komast langt sem tónlistar-
maður. Ég spila ekki oft núna,
en ég elska tónlist.
— Ég er hrædd um að þér fáið
ekki tækifæri til að spila hér.
Bróðir minn hefur flygilinn í
vinnuherberginu sinu, sagði lafði
_______________________________n
Warr og rödd hennar var nokkuð
hvöss.
Ég leit hissa á hana. Hún var
svo lagleg og virtist svo aðlaðandi.
Það var ömurlegt að hugsa til þess,
að hún skyldi vera bundin í hjóla-
stól. Samt sem áður hafði ég á til-
finningunni, að ég þyrfti ekki að
vorkenna henni. Það var eitthvað
hörkulegt að baki þessarar blíðu
grímu, sem hún sýndi umheimin-
um.
— Ungfrú Collins sagði mér, að
þótt frændi yðar hafi einkum gam
an af útiveru og íþróttum, þá lík-
ist hann föður sínum og væri sér-
lega músíkalskur. Eftir því, sem
hún sagði, skildist mér að ég ætti
líka að leiðbeina honum á því
sviði.
— Það er rétt. Þegar hr. Torr-
ington er ekki heima eigið þér
að kenna Conrad á píanó. Ég átti
við, að þér getið ekki spilað yður
til skemmtunar.
— Mér hefði aldrei komið til
hugar að spila hér, sagði ég.
— Ljómandi gott, sagði litla
konan í hjólastólnum og brosti
út að eyrum. — Eins og þér sjálf-
sagt vitið, er bróðir minn frægur
hljómsveitarstjóri. Þér fáið að
hlusta á mikla tónlist í þessu húsi.
Hann á geysilega gott og mikið
plötusafn og það er ekki öðruvísi
tónlist, sem við óskum að heyra
hér.
— Auðvitað, iafði Warr, sagði
ég og fannst nóg um.
— Og þér skiljið auðvitað að
það tilheyrir starfi yðar að láta
börnin ekki trufla föður sinn, þeg
ar hann vinnur . . . eða hefur
gesti. Ég býst ekki við að þér
hafið neitt á móti því að borða
með t>örnunum í herbergi þeirra
þegar við höfum gesti?
— Auðvitað ekki.
— Ég var orðin sannfærð um,
að lafði Warr óskaði helzt að
koma því í kriijg, að ég borðaði
allar máltíðir í barnaherberginu.
En ég komst fljótlega að því, að
Conrad og Kate voru augastein-
ar föður síns. Vegna þess. að hann
var mikið að heiman, krafðist hann
þess, að þau sætu við borðið með
fullorðna fólkinu, þegar hann var
heima. Og þar af leiðandi varð ég
að vera viðstödd líka.
Lafði Warr talaði um kaupið
mitt. Fyrst um sinn fengi ég borg
að í frönskum peningum, en þeg-
ar fjölskyldan flytti aftur til Lon-
don breyttist það auðvitað. Es-
mond Torrington átti líka hús í
London, en lafði Warr sagði að
þau myndu sjálfsagt búa hér
áfram í Monte Carlo enn um hríð.
Hún sagði mér ,síðan frá heimil-
isfólkinu, Yvonne, sem hafði fyjgt
mér til hennar var einkaþjón-
ustustúlka hennar. Síðan nokkrar
vinnukonur, meðal þeirra Terese,
sem bar ábyrgð á barnaherberg-
unum og mínu herbergi. Þar að
auki nokkrir þjónar, kokkur, garð
yrkjumaður og auðvitað Bertrand.
Ég greip andann á lofti að heyra
um allt þetta mikla þjónustulið.
Robin og ég höfðum orðið að
neita okkur um flest og spara í
öllu í litlu íbúðinni, sem við höfð-
um saman. Við áttum aldrei
gnægðir af neinu. En í þessu húsi
var bersýnilegt, að fólk veitti sér
allt, sem það þurfti ,og miklu
meira en það. Og ég velti fyrir
mér, hvernig börnin kynnu við
slíkt líf . . . ég fór að verða óþol-
inmóð að sjá þau. Svo virtist sem
lafði Warr hefði svalað yfirheyrslu
þörf sinni í bili. Ósjálfrátt fannst
mér hún ekki sem ánægðust með
að ungfrú Collins hefði valið mig.
en ætlaði að reyna að sætta sig
við orðinn hlut. Hún hringdi á
Yvonne og bað hana að senda sir
Austin til hennar. Svo færði hún
hina látnu frú Torrington í tal.
— Við tölum aldrei um hana,
svo að bömin heyri til. Dauði
hennar var okkur öllum óbætan-
leg sorg, bróðir minn kærir sig
ekki um að nafn hennar sé néfnt
hér í húsinu.
— Mér brá í brún.
\