Alþýðublaðið - 27.01.1956, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 27.01.1956, Qupperneq 4
4 Alþýðublaðift Föstudagur 27. janúar lííáö. Útgefandi: AlþýðuflokJ{Mrtnu. Ritstjóri: Helgi Scemundito*. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarssom. BlaSamenn: Björgvin Guðmundssom mg Loftur Guðmundssom. Auglýsingastjárí: Emilía Sam&slsdóUir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasiml: 4906. Afgreiðslusimi: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgðtm i—10. rÁs\riftarverð 15/10 4 mínuði. t hmsasSlu l/)0. Bjarni og mannkynssaga n RITSTJÓRI Heimdallar- síðunnar í Morgunblaðinu telur furðulegt, að Alþýðu- blaðið skuli álíta tilmæli Bjarna Benediktssonar dóms málaráðherra um sterkt rík isvald varhugaverða mála- leitun, og leggur til, að mannkynssagan sé lesin bet ur. En því ekki að hafa hér verkaskipti? Vill ekki þessi vel menntaði og gervilegi æskulýðsforingi nefna ein- hver dæmi þess, að mann- kynssagan greini frá sterku ríkisvaldi, sem ekki hafi jafnframt verið eða orðið einræði? Alþýðublaðið hefur /itnað til reynslu undanfar- ínna áratuga með því að rifja upp í hverju styrkleiki ríkisvaldsins var fólginn hjá nazistum og fasistum og áver hann er í löndum kom- múnismans. Niðurstaðan breytist várla, þó að leitað sé aftur í aldir. Enn fremur er það mis- skilningur, a3 sterkt ríkis- vald tryggi dáðlausu og úr ræðalausu stjórnarfari Iang lífi. RíkisvaldiS mátti sín mikils í Rússlandi á dög- um keisarastjórnarinnar, og hún hafði vissulega fuli an hug á að verja sig, en varð samt að lúta í lægra haldi fyrir kommúnisman- um. Sterkt ríkisvald kallar fram hörku og grimmd stjórnarandstöðunnar, borg arastyrjaldir og blóðsút- heliingar. Hins vegar sýna '.taðreyndirnar, að öfgaöf! in eiga erfiðast framdrátt- ar í lýðræðislöndum, þar «em gætt er hófs í styrk- leika ríkisvaldsins. Eðe heldur Morgunblaðið kann ski. að það sé tilviljun, að hvorki nazisminn né komm únisminn hafa náð fótfestu á Norðurlöndum eða í Bretlandi? Afstaða Bjarna Benedikts sonar dómsmálaráðherra er sprottin - af minnimáttar- kennd. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur einu sinni enn reynzt þess vanmegnugur að stjórna landinu. Ógæfan staf ar ekki af því, að liðskostinn vanti. Núverandi ríkisstjóm hefur að baki sér meira þing fylgi en yfirleitt þekkist á V"esturlöndum. En hana skortir hug og dug til að stjórna af framsýni, ábyrgð- artilfinningu og réttsýni. Þess vegna stendur hún uppi ains og illa gerður hlutur. ?etta finnur Bjarni Bene- iiktsson. En hann áttar sig íkki á orsökunum. Þess regna biður hann um sterkt ríkisvald í stað þess að revna að koma vitinu fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Heimdelling- um er ekki of gott að lifa í trúnni á þessa lausn. Þeir h.afa áður vegsamað einræði )g ofbeldi og viljað það stjórnarfar hér á landi. Hitt er vægast sagt skrýtinn mál- flutningur, ef tilmæli Bjarna Benediktssonar stafa af ræktarsemi við mannkyns- söguna. Heyr á endemi! MORGUNBLAÐIÐ er allt af að fordæma raunverulegt og ímyndað samneyti við kommúnista. Tíminn svarar þeim málflutningi þess í for ustugrein sinni í gær að gefnu tilefni og rifjar upp, að Ólafur Thors hafi einn ís- tenzkra stjórnmálamanna myndað ríkisstjórn með kommúnistum, en segir síð- an: „Þetta sýnir sig enn í dag, þar sem Ólafur Thors Hggur nú á hnjánum frammi fyrir Einarí OI- geirssyni og býður honum hvers konar hlunnindi, ef kommúnistar vilji hjálpa til að viðhalda nieirihluta Sjálfstæðismanna í síldar- útvegsnefnd. Vegna þess að Ólafur er ekki vonlaus um árangur þessarar biS- ilsferðar sinnar hefur kosn ingu síldarútvegsnefndar verið frestað hvað eftír annað, enda þótt meira en vafasamt sé, að slíkt sé lögum samkvæmt,“ Að þessu' athuguðu segir svo Tíminn um hneykslun Ólafs Thors og Bjarna Bene- diktssonar á samstaríi við kommúnista: Hevr á endemí! Frakkar vfð Tæknilegar framfarir eru þar ef fil vill meiri en í nokkru öðru landi síðan slríðinu lauk Auglýsið í Alþýðublaðinu FYRIR NOKKRU var hið umdeilda franska skáld, leikari, rithöfundur og kvikmyndatöku stjóri, Jéan Cocteau, kjörinn í hóp hinna „ódauðlegu“, en hann nýtur mikillar hylli almenn- ings í París. Allur sá andlegi og veraldlegi aðall, þar á meðal tvær drottningar — sem höfuð- borg Frakklands hefur á að skipa, var viðstaddur athöfn- ina í salarkynnum frönsku aka- demíunnar. Flutningur setning- arræðunnar tók fullar tvær klukkustundir, útvarpið flutti athöfnina í heild síðdeg- is og endurtók hana síðan til vonar og vara síðla kvöldsins, og hið virðulega kvöldblað, „Le Monde“, birti setningarræðuna stytta í aukablaði. Blöðin birtu á forsíðu og undir stórum feit- letruðum fyrirsögnum frásagn- ir af afrekum J. Cocteaus í bók- menntum og listum, auk þess sem þau lýstu græna kjólfrakk- anum, sem hann bar við athöfn ina, svo og sverðinu, sem gert hafði verið sérsaklega handa honum af því tilefni. Þennan sama dag gat samvizkusamur blaðalesandi fundið smáfrétta- klausu á afviknum stað í blöð- unum þess efnis, að hinum fræga franska vísindamanni, dr. Jean Lépine, hefði tekizt að fullkomna varnarlyf sitt við lömunarveiki. Hafði vísinda- maðurinn verið svo óheppinn að tilkynna afrekið á heiðurs- degi skáldsins. SKÁLDIN FYRST — Þannig er þetta í París. Al- menningur þar veitir skáldinu mun meiri athygli en vísinda- manninum, hefur meiri áhuga á bókmenntalegu afreki enheila skurði og frumsýningu í leik- húsi en vígslu nýs kjarnorku- ofns. Það er til dæmis fróðlegt að athuga listan yfir nýridd- ara heiðursfylkingarinnar. Þar slæðast örfáir tæknifrömuðir og auðjöfrar innan um f jölmenn an hóp listamanna og skálda, sem þó eru flest lítt kunn utan Frakklands. í sjálfu sér er þetta hressandi fyrirbæri á vorum dögum, að til skuli vera sú stór- borg og um leið höfuðborg, þar sem fagrar lisir og bókmenntir skipa hærri sess í huga almenn- ings en tækni og vísindaleg af- rek. Fyrir bragðið verður París manni eins konar mótvægi gegn vélamennsku og gervi- menningu, andrúmsloftið er þar allt annað en í stórborgum sérfræðinganna, þar sem sjálf menningin verður að dúsa í skammarkróknum. En skammt er öfganna á milli, og sú dýrkun á bókmenntum og fögrum list- um, sern nú setur svip sinn á franskt þjóðlíf og franska land- kynningu getur gengið of langt. TVÖ ANDLIT. Og er þetta ekki þegar orðið? í augum heimsins ber Frakk- land tvö andlit. Fyrst og fremst er það hin pólitíska ásjóna landsins. Umheiminum virðist sem pólitíkinni sé þar þannig farið, að þar sé hver höndin upp á móti annarri, landið rambi sífellt á barmi hins pólitíska gjaldþrots, enda þótt allur al- ] menningur virðist halda vöku sínni fyrir það. Á síðustu i stundu virðist líka alltaf ger- ast eitthvert kraftaverk, er | bjargi öllu við. Hið sanna í mál1 inu er þó, að í Frakklandi ríkir ekki nærri eins mikill pólitísk- ur glundroði, hvorki í innanrík- is- né utanríkismálum og mað- ur gæti haldið. Engu að síður er áreiðanlegt að þessi almenna ’skoðun út í frá bakar þjóðinni 1 mikið tjón. Frakkar eru hins vegar þeirrar skoðunar að það sé hitt andlitið, sem eigi að skapa mótvægið gegn þessu al- menningsáliti, — og því gera þeir allt, sem þeim er unnt alls staðar, sem þeim er unnt að kynna það. Og öll hin umfangs mikla og dýra landkynningar- starfsemi er því við það miðuð. Það er menning Frakka að fornu og nýju, erfðamenning og. arfsmeðferð, sem mótar og ræð ur svip þessa andlits. Það, sem Frakkar meina fyrst og fremst þegar þeir tala um „franska menningu", — fagrar listir, skáld og listamenn, leikhús og hljómleikar. Menningarfti lltrú- ar, fyrirlesarar, sendikennarar og leikflokkar eru á sífelldum ferðalögum um víða veröld til þess að sýna þetta andlit, þessa menningu í öllum tilbrigðum frægðarljómans. Rætt er um Raeine og Mauriac, Voltaire og og Sartré, Moliére og Anouilh, Rodin og Picasso. En maður fær ósjólfrátt hugboð um að allt ; þetta kynningarumstang-þeirra sé barátta við vindmyllur, um- heimurinn hafi ekki verulegan áhuga fyrir svo fagurfræðilega einskorðaðri menningu, að franska þjóðin þjáist af menn- ingarofnæmi, — vísindamenn og verkfræðingar séu ekki nógu , ,fagurfræðilegir“ til að teljast frömuðir slíkrar menningar — jafnvel tízkukonungar teljist þar hlutgengari. TÆKNILEG AFREK. Fyrir þetta er hið hversdags- lega Frakkland með öllu óþekkt utan landsteinanna. Það er ein- göngu hið pólitíska og „menn- ; , ingarlega“ Frakkland, sem' Jmenn þekkja erlendis. Stað- , j reynd er það engu að síður að | til er starfandi Frakkland, enda þótt ekkí sé gert jafn mikið að því að kynna það, enda þótt þar sé um svo mikilvægar og stór- stígar framfarir að ræða, að vel væri það þess virði. Tæknileg- ar framfarir og vísindaleg afrek er þó það, sem flestar þjóðir stæra sig mest af nú. Maður gæti haldið að Frakkar notuðu öll tromp á hendi til að afla sér trausts og álits, en svo er ekki. I stað þess að vekja athygli á hve framarlega þjóðin stendur í tækni og vísindum er hálft í hvoru reynt að dylja það, og það er mesta furða hve margt markvert tekizt hefur að dylja umheiminn á því sviði. Skoð- anakönnun varðandi afrek franskra verkfræðinga á síð- ustu órum mundi sennilega leiða í ljós að ekki væru nema örfáir utan Frakklands, . sem vissu að þeir hafa bvggt . . . Lengsta hafnargarð í heimi -— í Le Havre. Stærsta flugvélaskýli í heimi — París-Orly. Hæstu línubraut í heimi •—- Aiguilli du Midi. Lengstu olíuleiðslu í heimi — Le Havre—-París. Hæstu og lengstu lyftubrú í heimi — Brest. Mesta raforkuver í Afríku — Bin-el-Ouidane. Og þannig mætti lengi telja. FRAMFARIR í IÐNAÐI. Þá hefur Frökkum og tekizt að dylja umheiminn að rafvæð- ing Iandsíns hefur tvöfaldazt á síðast liðnum sex árum, og að nú er verið að byggja geysi- mikla stíflugarða við Rhóne, sem breyta munu árdalnum í evrópskt Tennessee-dals fyrir- tæki. Um margra ára skeið hef- ur forsetinn árlega haft tæki- færi il að vígja eitthvert verk- fræðilegt stórvirki í landi .sínu, — stærstu fljótastíflu í heimi, mesta orkuver í Vestur-Evrópu og svo framvegis. Blöðin þar í landi gera furðu lítið veður út af slíku og erlendis veit enginn neitt um það. Á styrjaldarár- ujium urðu járnbrautir á Frakk landi fyrir miklum skemmdum, nú hafa Frakkar ekki aðeins ráðið bót á tjóninu heldur end- Framhald á 7. síðu. yHwwiiiíiiitnéiao'W^w »<•* ‘ ■ PRINSESSAN KYNNIR SER KJARNORKUMÁL. Margrét prinsessa er á þessari mynd að skoða nýjustu' gerðir af geislavirknitækjum, er hún. kom í heimsókn til rannsóknar- stofnunar, sem kjarnorkuyfírvöld Bretlands reka í Bucking- hamshire. Prinsessan stendur tíl vinstri á myndinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.