Tíminn - 13.03.1965, Blaðsíða 7
LAUGARDAGT7R 13. marz 1965
TÍMINN
MINNING
Ragnhildur Gssladóttir
Hinn 4. febr. síðastliðinn
andaðist á Breiðavaði í Eiðaþing-
há Ragnhildur Gísladóttir hátt á
níræðisaldri.
Hún hafði áratugum saman stað
ið fyrir búi Þórhalls hreppstjóra
íónassonar eftir að hann missti
konu sína, sem var hálfsystir Ragn
hildar. Þórhallur hélt myndar- og
rausnarheimili alla sína búskapar-
tíð og kom auk þéss víða við í
félagslífi sveitar og héraðs, einn
af farsælustu starfsmönnum hvað
sem fyrir hann var lagt.
Ragnhildur var fædd að Gríms-
stöðum í Meðallandi 20. ágúst
1876. Foreldrar hennar voru
Gísli Hannesson og Sunneva Sverr
isdóttir, búandi ung hjón þar á
bæ. Var Sunneva systir Orms
Sverrissonar, föður þeirra þjóð-
kunnu Ormabræðra í Reykjavík.
En Gísli var af hinum kunnu
prestaættum í Skaftafellsþingi og
átti stutt ætt að rekja til séra
Högna presaföður á Breiðabóls-
stað d. 1770, Sigurðssonar prests
í Einholti, Högnasonar prests
sama stað Guðmundssonar.
Móður sína missti Ragnhildur á
barnsaldri og fluttist hún með
föður sínum um 10 ára að aldri
að Bjarnanesi, en þar kvæntist
Gísli aftur Sólveigu Þorkelsdóttur,
Þorsteinssonar í Geitavík í Borg-
arfirði, Halldórssonar.
Þau hjón fluttu á ættarslóðir
Sólveigar og settust að á Héraði
og fylgdi Ragnhildur þeim. Þau
Gísli og Sólveig eignuðust þrjú
börn og var eitt þeirra Sigurborg
kona Þórhalls hreppstjóra er fyrr
gat
Sólveig lifði stutt og dvaldi
Gísli þá á Egilsstöðum hjá Jóni
Bergssyni, er þá rak þar stórbú
og hafði margs konar önnur um-
svif.
Sinnti Gísli ferjustörfum á Lag-
arfljóti því að þetta var áður en
brúin kom og var hann einn hinn
síðasti, er sinnti þeim sögufrægu,
aldalöngu störfum frá Egilsstöð-
um. Var þá Ragnhildur vaxin og
var vinnukona á Egilsstöð-
um. Um hálf þrítug að aldri tók
Ragnhildur mikið innanmein og
virtist hún banvæn að þeim sjúk-
dómi. Þá kom Jónas Kristjánsson
til læknisstarfa á Fljótsdalshéraði
og var hann sóttur til Ragnhildar,
Jónas fékk þegar svo mikið traust
í læknisstörfum, að honum treystu
allir fyrir lífi sínu og nú gaf hann
það upp um veikindi Ragnhildar,
að hér væri um innvortis æxli að
ræða, er þegar væri orðið svo stórt
að uppskurður þyldi enga bið.
Engin voru sjúkrahús í nærliggj-
andi héruðum og fátt um lækna,
sem æfðir voru í skurðlækningum.
Jónas taldi rétt að koma stúlk-
unni suður, þótt skaðsamleg töf
kynni á því að verða á uppskurð-
inum. Ragnhildur tók af skarið
um slíkt ferðalag og sagðist vilja
eyja heima á Egilsstöðum, því að
þar voru henni allir kærir eflir
löng kynni og hún naut alls
trausts sakir ræktarsemi og trú-
mennsku. Jónas sagði, að þá hefði
sér ekki þótt duga ófreistað og
bauð henni að skera hana upp
þar heima á Egilsstöðum.
Þann kost tók Ragnhildur með
hinu mesta trúnaðartrausti á Jón-
asi.
Fór því nú fram, að Jónas skar
Ragnhildi upp við þessa fábreyttu
aðstöðu. Var æxlið svo stórt orð-
ið, að Jónas sagðist aldrei fyrr
eða síðar hafa séð slíkt innvortis
mein í einum manni. Ifeppnaðist
aðgerðin, eins og flest, sem Jón-
as kom við í læknisdómum og
náði Ragnhildur heilsu, en taldi
sig þó ævilangt hafa beðið hnekki
á þreki sínu við þessi veikindi
og þoldi lengi miður hin erfiðari
störf, sem þá lágu fyrir vinnandi
fólki á sveitabæjum. Árið 1912
réðist Ragnhildur á sjálfsmennsku
og flutti í Breiðavað. Þar bjó þá
Jónas Eiríksson, er verið hafði
skólastjóri á Eiðum langan tíma.
Við komu sína þangað 1906 byggði
hann myndarlegt hús á jörðinni,
er bar langt af byggingum á öðr-
um bæjum á Héraði á þeim tím-
um. Þarna stundaði Ragnhildur
vélprjón á vetrum, en gekk í
kaupavinnu á sumrum eftir ástæð-
um. Var hún hið bezta verki farin
eftir langa dvöl á Egilsstöðum og
hafði jafnframt leitað sér mikils
andlegs þroska við störf og hætti
heimilisins á Egilsstöðum. Las góð
ar bækur og var einkar Ijóðelsk.
Ekki var menntunin önnur, en
hún var lengi ósvikin þar sem
vel gerðist á heimilum eins og
i Egilsstöðum 1 tíð Jóns Bergsson-
| ar og Margrétar Pétursdóttuf.
i Sýndi Ragnhildur það, að hún
j bar ekki skarðan hlut meðal al-
j þýðu um sína daga í mannskap
og menmngu.
j Arið 1915 gekk Sigurborg, hálf-
j systir hennar, að eiga Þórhall
i Jónasson á Breiðavaði, son Jón-
; asar skólastjóra. Hann var vel
I menntur maður og hafði lært bók-
j band. Hófu þau búskap á Breiða-
] vaði og gekk þá Ragnhildur í
þeirra þjónustu. Jónas bjó þá enn
og var einn hinn mikilvirkasti
maður Héraðs og sinnti margs
konar opinberum störfum. Varð
nú þarna mikið menningarheim-
ili. Þórhallur sinnti bókbandsstörf
um samhliða búskapnum og var
verkbragð hans sérlega snyrtilegt
og eftirsótt af bókaei^endum.
Ragnhildur sinnti prjónaskap svo
sem við var komið. Þegar Þórar-
inn á Gilsárteigi hálfbróðursonur
Jónasar sleppli hreppstjórn 1918
varð Jónas hreppstjóri sveitarinn-
ar og markaskrá Múlasýslna samdi
hann á fimm ára fresti. Var í
stjórn Búnaðarsambands Austur-
lands og sýslunefndarmaður. Að-
stoðaði Þórhallur hann í störfum
því að hann var við aldur og sjö-
tugur 1921.
En „skjótt hefur sól brugðið
sumri“ var kveðið á íslandi og
Sigurherg Benediktsson
Signrberg Benediktsson var
Norðmýlingur að ætt og uppruna
fæddur 7. apríl 1899 og andaðist
í Vestmannæyjum 28. janúar s. 1.,
fullra 65 ára að aldri. Það er
langur vinnudagur að vinna hörð
um höndum frá barnæsku til
miðs sjötugs aldurs og gefa sér
að kalla má aldrei hvíld frá
störfum og maður, sem slíka
þrekraun leysir, vinnur landi sínu
og þjóð mikið dagsverk.
Sigurberg missti föður sinn
tveggja ára að aldri og varð
strax og kraftar leyfðu að taka
þátt í allri algengri vinnu og
varð sjómennska uppistöðustarf
hans fram um fimmtugsaldur.
Til Vestmannaeyja fluttist Sig
urberg alfarinn 1928, en hafði áð
ur stundað þar sjómennsku á
vetrarvertíðum og átti þar heima
frá því til dauðadags. Um sama
leyti stofnaði Sigurberg sitt eigið
heimili ásamt góðri konu, Þór-
unni, sem varð ævilangur Hfsföru
nautur hans og varð sú samfylgd
báðum að lífsgæfu. Sigurberg var
farsælum gáfum gæddur, hæglát
ur og frekar hlédrægur. vei verki
farinn, æðrulaus og þrautseigur
og stóðst hverja raun og er þá
mikið sagt. Sigurberg Benedikts
son var eftirsóttur starfsmaður og
einn þeirra sjómanna sem skip-
stjórar á góðum aflabátum sótt
ust eftir að ráða í skiprúm hjá
sér. En Sigurberg var jafnvígur
á störf bæði til lands og sjávar
og góður og vandvirkur fiskverk
unarmaður og góður liðsmaður við
landbúnaðarstörf. Sigurberg og
Þórunn kona hans voru gæfumann
eskjur alla ævi, þótt þau færu
ekki á mis mótlætis, frekar en
aðrir. Þau voru samhent og þótt
lengst af væri búið við kröpp kjör
og framan af við sára fátækt, þá
varð þeim það að minni farar-
tálma en mörgum öðrum, rólegir
og mildir skapsmunir og gott sam
lyndi eins og bezt verður á kosið,
bjargaði þeim óskemmdum yfir
allar torfærur Saga Sigurbergs
og konu hans er samfelld hetju-
saga, þau voru vinsæ) og vel
k.vnnt og óvildarmenn áttu þau
enga en greiddu götu samferða
fólks síns og voru boðin og búin
að rétta hjálparhönd þar sem
með þurfti og þau gátu því
við komið
Sigurberg var tryggur og
| glaðlyndur í vinahópi og samstarfs
manna og hafði græskulausa gam
ansemi sem enga særði og góð-
látlegt bros til þeirra sem á vegi
hans urðu, enda bæði hjartahlýr
og raungóður.
Sigurberg og Þórunn eignuðust
tvo syni sem upp komust og eru
þeir nú báðir meðal bezt metnu
vélstjóra sem starfa á íslenzka
fiskiflotanum. Nokkur síðustu ævi
árin er þreyta fór að sækja að
Sigurbergi réðist hann til starfa
hjá Vestmannaeyjabæ við að halda
götum bæjarins hreinum og kom
þar fram eins og við önnur störf
hans árvekni og mikil umhyggja
um að halda bænum sem bezt
hreinum.
Fyrir all mörgum árum eignað
ist Sigurberg sitt eigið íbúðarhús
og höfðu þau hjónin búið sér þar
gott heimili á annarri hæð húss
ins en annar sonur þeirra á hinni
hæðinni og var fjárhagurinn orð-
; inn sæmilega rúmur. Vestmanna
eyjabær hefir orðið það til mikill
; ar uppbyggingar að hafa átt
marga trausta íbúa eins og Sigur
berg og konu hans sem hafa ver
ið virkir þátttakendur í uppbygg
ingu ört vaxandi bæjar og eiga
þær kynslóðir, sem nú eru að erfa
landið. þessu fólki mikla þakk-
arskuld að gjalda
Eftir langa og gifturíka starfs
ævi hefir Drottinn nú látið þjón
sinn í friði fara, eins og hann var
búinn að lifa langa ævi, en í
hugum ástvina og samferðarfólks
eeymist minning um góðan og
vammlausan dreng. H.B.
svo hefur lengi þótt við brenna
og svo varð hér. Sigurborg hús-
freyja andaðist árið 1921 frá
tveimur ungum börnum og Gísli
faðir Ragnhildar hafði þá eignazt
tvær dætur utan hjónabands með
ráðskonu sinni. Nú dó hann þetta
sama ár og voru dætur hans í
bernsku. Rann nú Ragnhildi syst-
urblóðið til skyldunnar og Þór-
hallur þóttist hér einnig hafa
skyldum að gegna fyrir sína
látnu konu. Gengu nú stúlkurnar
í fóstur í Breiðavað og tók Ragn-
hildur að sér forsjá heimilisins
og auk þess var þar drengur í
fóstri, er bar nafn Guðlaugar á
Eiðum, konu Jónasar, er látizt
hafði árið 1906. Var hér nú mik-
ið hlutverk fyrir hendi í skugga
djúprar sorgar og þó að Ragn-
hildur væri nú tekin að reskjast,
ekki vel 'heilsuhraust og kenndi
slits frá ungdómi þá dugaði hún
svo í þessu hlutverki að í engu
þótti á hallast. Var mjög gest-
kvæmt á heimilinu, þar sem þeir
báðir Jónas og Þórhallur höfðu
utan heimilis umsvif á marga
grein. Var ekki komið á betri bæ
en Breiðavað og sat snyrti-
mennska þar í fyriirúmi um all-
an heimilisbrag, en bú gott með
ágætum þrifum. Árið 1924 andað-
ist Jónas og færðust þá störf hans
í hreppsstjórn og útgáfa marka-
skrárinnar á Þórhall ásamt mörgu
öðru í umsvifum sveitalífsins. Jók
þetta allt á annir heimilisins inn-
.an bæjar, sem hvíldi á Ragnhildi.
Lét hún hvergi undan síga, bað
aldrei eða spurði um neitt fyrir
sjálfa sig og Breiðavað hélt áfram
að vera hið ágæta virðingarverða
heimili. Þannig hefur tíminn lið-
ið. Sagan orðið ríkari að miklu
Framhald á 14. síðu
Opiö bréf til borgar-
yfirvalda Reykjavíkur
frá Framfarafélagí Seláss og Árbæjarbletta
Við leyfum okkur hér með að
tilkynna yður, að eftirfarandi til-
lögur voru samþykktar með sam-
hljóða atkvæðum fundarmanna á
aðalfundi félagsins 28. febr. 1965:
,;Aðalfundur F.S.Á., haldinn 28.
febr .1965 leyfir sér að bera fram
eftirfarandi kröfur við borgaryf-
irvöld Reykjavíkur:
1. Að fyrirhugaðri rafmagnslýs-
ingu á Suðurlandsbraut frá Elliða-
ám að Rauðavatni verði nú þegar
hrint í framkvæmd.
2 .Að meðfram framangreindum
vegarkafla verði gerðar malbikaðar
eða cteyptar afmarkaðar brautir
fyrir hjólríðandi og gangandi veg-
farendur.
3. Að hámarkshraði bifreiða
á þessum vegarkafla verði lækkað-
ur úr 60 km. niður í þann há-
markshraða, sem gildir annars
staðar í þéttbýli í Reykjavík. Jafn
framt verði þeirri reglu framfylgt,
og allir þeir, sem gerast brotlegir
við hana látnir sæta ábyrgð sam-
kvæmt gildandi umferðalögum.
4. Að hinni miklu umferð Suður-
landsvegar verði hið fyrsta bægt
frá þessu sívaxandi íbúðarhverfi
Hraðað verði staðsetningu og lagn-
ingu híns fyrirhugaða nýja Suður
landsvegar, enda verði hann ekki
í nánum tengslum við þessa byggð
5. Að hið allra bráðasta verði
staðsett verzlun á þessu svæði,
byggðarmegin við Suðurlandsbraut
ina.
6. Að uppgreftri úr skurðum,
sem nú er unnið við, og öðrum
j framkvæmdum við þá, verði hagað
| þannig að þær á engan hátt skerði
eða gangi út á það litla brautar-
rými, sem nú er á fyrrgreindum
I hluta Suðurlandsbrautarinnar.
7. Að allir þeir opnu skurðir
og húsgrunnar, sem eru og verða
kunna hér í hverfinu, verði ræki-
lega merktir og afgirtir, svo börn-
um stafi ekki hætta af þeim.
8. Að strangt eftirlit verði sett
með grjótflutningum frá grjótnámi
borgarinnar, svo að hið tíða grjót-
kast af flutningabílum þess geti
ekki átt sér stað.”
Með tilvísun til eftirfarandi sam
þykktar, sendri Borgarráði Reykja-
víkur 9. marz 1964. svohljóðandi:
„Aðalfundur Framfarafélags
Seláss og Árbæjarbletta 23. febr.
1964, skorar á háttvirt Borgarráð
Reykjavíkurborgar, að það hlutist
til um að götulýsing frá Árbæ að
Rauðavatni verði komið á sem
allra fyrst.”
I
í greinargerð segir:
„Hægt er að benda á, að á
j þessum kafla vegarins hafa orðið
| mjög alvarleg slys, þar á meðal
| a.m.k. eitt, sem leiddi til dauða,
og má rekja mörg þeirra til ó-
nógrar götulýsingar ”
l í svarbréfi bcrgarstjóra. dags.
i 29 aprí) 1964 segir m.a.:
„ — Borgarráð samþykkti að í
tramkvæmdaáætlun rafmagnsveit-
unnar á yfirstandandi ári og
næsta ári, verði gert ráð fyrir
rafmagnslýsingu á Suðurlandr-
braut frá Elliðaám að Rauðavatni.”
Okkur er ekki kunnugt um. að
enn hafi verið byrjað á fyrr-
greindri lýsingu á þessum hluta
Suðurlandsbrautar. og ekki orðið
vör neinna framkvæmda í þá átt.
Hörmum við stórlega þær miklu
vanefndir, sem þegar eru orðnar
á þessu sjálfsagða öryggismáli
Framh. á bls. 12