Tíminn - 13.03.1965, Blaðsíða 5
5
LAUGARDAGUR 13. marz 1965
TMMMNN
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Kitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði
G. Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrlmur Gislason. Ritstj.skrifstofur i Eddu
búsinu. simar 18300—18305. Skrifstofur. Bankastræti ' Af-
greiðslusimi 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
simi 18300. Áskriftargjald kr 90,00 á mán. innanlands — í
lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f
DETTIFOSS OG BÚRFELL
GÍSLI GUÐMUNDSSON, ALÞINGISMAÐUR,
SVARAR NOKKRUM SPURNINGUM UM RAF-
ORKU- OG STÓRIÐJUMÁLIN
Gunnar og Geir
Þ"ð hefur nú verið afráðið á stjórnarheimilinu að
s 1 Gunnar Thoroddsen af landi burtu. Meginorsök
þ::” r ákvörðunar er hin mikla og magnaða óánægja,
sem reis síðastliðið sumar, þegar í ljós köm, að skatta-
lækkun sú, sem Gunnar hafði boðað, reyndist blekking
em. í stað lækkunarinnar ,sem boðuð var, reyndust skatt-
ar og útsvör hærri en nokkru sinni fyrr. Einkum reis
óánægjualdan hátt i höfuðborginni, og höfðu margir
flokksmenn Sjálfstæðisflokksins orð á því, að ekki myndi
heppilegt að hafa Gunnar þar í framboði aftur.
Hér skal síður en svo dregið úr því, að Gunnari hefur
farnazt illa fjármálastjórnin. Hitt verður samt að viður- g
kenna, að þegar Reykvíkingar voru að áfellast Gunnar i
fyrir háu skattana á síðasta ári ,voru þeir að sumu leyti |
að hengja bakara fyrir smið. Þótt tekjuskatturinn væri |
hár á launafólki. voru útsvörin miklu hærri. Og þar var |
ekki Gunnar að verki heldur eftirmaður hans í borgar-
stjórastöðunni, Geir Hallgrímsson. Geir slapp hins vegar
að mestu við ámæli, öll óánægjan vegna skattanna og út-
svaranna lenti á Gunnari.
Gunnar Thoroddsen var vissulega stórtækur við hækk-
un álaga, meðan hann var borgarstjóri, en eftirmaður
hans í því starfi hefur reynzt enn stórtækari. í ár eru
tekjur bæjarsjóðs t d. áætlaðar 686 millj. kr., en 1958 |
voru þær áætlaðar aðeins 255 millj. kr. Það vantar því
ekki mikið á, að þær hafi þrefaldazt. Að sjálfsögðu hefur
bærinn staðið í ýmsum framkvæmdum á þessum tíma,
en raunar ekki meiri en oft áður. Við afgreiðslu fjárhags-
áætlunar Reykjavíkurborgar í vetur reyndu andstæð-
ingar borgarstjórnarmeirihlutans að koma því til vegar,
að útsvarsbyrðin yrði verulega lækkuð, einkum á launa-
fólki, e» það fékkst. ekki framgengt. Ákveðið var því
að útsvarsupphæðin yrði 447 millj. eða nær 50 millj.
kr. hærri en i fyrra Þetta var ákveðið þrátt fyrir stór-
fellda hækkun ýmissa fasteignagjalda, er bitnar tilfinn-
anlegast á hinum efnaminni húseigendum í bænum. §
Reykvíkingar munu komast að raun um, þegar þeir fá
skattseðilinn sinn í ár. að það er ekki nóg að losna við
Gunnar. Sjálfstæðisflokkurinn' á fleiri mikla skattálögu-
menn en hann. í sumar verðúr ekki hægt að kenna
Gunnari Thoroddsen um útsvarsálögur Geirs Hallgríms-
sonar.
Við sama
heygarðshornið
í stjórnarfrumvarpi þvi, um húsnæðismálastofnunina
er nýlega hefur verið lagt fram á Alþingi, er m.a. gert
ráð fyrir að hafa öll 'lán hennar til húseigenda vísitölu-
bundin. Ríkisstjórnm hefur hins vegar ekki flutt neinar
tillögur um, að lán til ann»^ra framkvæmda skuli vera
vísitölubundin.
Hér sést bezt, hvernig ríkisstjórnin ætlar fjáraflamönn-
um annan og meiri rétt en hinum efnaminni borgurum.
Stórlaxar og gróðamenn ,sem byggja skrifstofuhallir
eða verzlunarstórhýsi, ,skulu fá vísitölulaus lán. Efna-
lítið fólk, sem ei að reyna að eignast þak yfir höfuðið,
skal bundið á vísitöluklafann.
Ríkisstjórnin er alltaf við sama heygarðshornið. Hún
er alltaf að þjóna sömu hagsmununum .
NÚ er, eins og kunnugt er,
nefnd sjö alþingismanna starf-
andi að athugun stórvirkjunar-
og stóriðjumála, og er iðnaðar-
málaráðherra formaður hennar.
Dagur átti nýlega eftirfarandi
viðtal við Gísla Guðmundsson al-
þingismann, sem er annar af
tveim fulltrúum Framsóknar-
flokksins í nefndinni.
— Hvað er að frétta af ncfnd-
arstörfunum?
— Nefndin hefur haldið 6
fundi. Ég vil faka fram, að þetta
er ekki stjórnskipuð nefnd held
ur eru nefndarmenn tilnefndir
af þrem þingflokkum eftir ósk
ráðherra. Ég tel ekki rétt að svo
stöddu að skýra frá því, sem
fram hefur komið á nefndar-
fundunum.
— Finnst þér, að eðlilegt hefði
verið, að ráðherra hefði boðið
fjórða þingflokknum að eiga
fulltrúa í nefndiinni?
— Já, en það var hans að
meta það, hvort ástæða væri til
þess frá hans sjónarmiði séð.
— Hvað viltu segja um alum-
iniumverksmiðiumálið?
— Ég vísa til- þess, sem ég
hefi áður sagt hér í blaðinu um
svonefnda stóriðju. Alúminíum-
framleiðsla á vegum útlends fyr
irtækis getur komið til greina
hér eins og i öðrum löndum, ef
viðunandi samningar takast,
miðað við íslenzkar aðstæður
Ég minni á samþykkt þingflokks
Framsóknarmanna 7. desember
s.l., en þar iagði flokkurinn á
það megináherzlu, að slíkri verk-
smiðju beri, ef til kemur, að
velja stað með það fyrir augum,
að starfsemi hennar stuðli að
jafnvægi í byggð landsins. Ég á-
lít, að íslenzk stjórnarvöld hefðu
sjálf átt að staðsetja virkjun og
iðju.a.m.k. að því er varðar lands
hluta, áður en farið var að ræða
við erlend fyrirtæki um þetta
mál. Útlend fyrirtæki eiga ekki
að skipuleggja staðsetningu fram
leíðslus’töðva hér eða byggð i
landinu. Það getur reynzt af-
drifaríkt, að hér hefur ekki ver-
ið farið rétt að í öndverðu.
— Sagt er, að viðræður fari
nú fram erlendis við hina út-
lendu aðila. Hefur þingmanna
nefndin stofnað til þeirra?
— Nei, þær viðræður eiga sér
ekki stað á vegum nefndarinn-
ar, og hún hefur ekki óskað eft-
ir þeim. Þær munu vera fram
hald fyrri viðræðna á vegum
ríkisstjórnarinnar og stóriðju
nefndar.
— Er Þjórsárvirkjun við Búr-
fell ódýrari en Dettifossvirkjun
eins og nú er haft eftir ráðherr
um og embættismönnum i blöð-
um og útvarpi9
— Ég held satt að segja, að
úr þessu verði ekki skorið með
neinni vissu eins og nú standa
sakir. Ég heid að óþarflega
Gísli Guðmundsson, alþingism.
mikil vinna hafi verið lögð í að
gera þarna reikningslegan sam-
anburð, sem ekki skipti miklu
máli og byggður er á of veikum
, forsendum. . Samkvæmt. skýrslu
stóriðjunefndai í nóvember
1964 er áætlað svo að segja
sama verð á báðum stöðum pr.
afleiningu (Kw). við Búrfell kr.
10.000,00, við Dettifoss kr
10.100,00 að meðtaldri einni há
spennulínu að Faxaflóa eða
Eyjafirði, ef miðað er við 105
þús. kw. Búrfellsvirkjun og 133
þús. kw. Dettifossvirkjun Svo
á afleiningarvsrðið að lækka við
Búrfell, þegar meira verður
virkjað þar, en það verðui ekki
fyrr en síðar, og ég hygg, að ís-
vandamálið pai verði því örð-
ugra sem meira er virkjað. Það
getur haft í t'öi með sér dýrari
mannvirki en nú er gert ráð fyr-
ir. í tölunum, sem birtar voru
á dögunum, var ekki getið um
byrjunarvirkjur við Búrfel) að-
eins miðað við þá virkjun. sem
síðar á að koma, 210 þús. kw.
Það er líka hægt að framkvæma
stærri virkjun en 133 þús. kw
við Dettifoss, en áætlanir ekki
fyrir hendi.
Það eru til eldri samanburð-
aráætlanir. Á öndverðu ári 1963
var t.d. talið, að afleining (Kw)
í 133 kw stöð við Ðettifoss. ætti
að kosta 9000 kr. en í 120 þús.
kw stöð við Búrfell 10.450 kr.
einnig að meðtaldri einni há-
spennulínu. áíðan er víst búið
að breyta mannvirkjunum vi?
Búrfell, en að Dettifoss-áætlun
mun ekkert hafa verið unnið
síðan um aramótin 1962—63
Þar kynni líka að geta verið um
eitthvað ódýrari virkjunarleið
að ræða Fullnaðaráætlun um
Dettifossvirkjun hefur ekki ver
ið gerð. En ameríska verðfræði
firmað, sem venjulega er nefnl
Harza, taldi líklegt, að Dettifoss
virkjun yrði álitleg til fram-
leiðslu á raforku til stóriðju.
Þess má geta til fróðleiks. af
árið 1957 var s vegum raforku
málaskrifstofunnar gerð iausleg
áætlun um 100 þús. kw virkjanii
á 6 stöðum, þar af 3 í Þjórsá.
Samkvæmt beirri áætlun var
Dettifossvirkjun til muna ódýr-
ust pr. afleiningu (Kw). Þetta
lá fyrir, þegar við norðanþing-
menn fluttum tillögu um að
gera fullnaðaráætlun um virkj-
un Jökulsár.
— Mikið er nú rætt um ís-
myndun í Þjórsá. Er ekki sams
konar ísmyndun í Jökulsá á
Fjöilum?
— Ég þykist vita, að þið hafið
tekið eftir því, sem Sigurður
Thoroddsen verkfræðingur seg-
ir um ísvandamálið við Búrfell.
Nefndin hefur þegar rætt við
S. Th. um það og fleira. Sér-
fræðingar vita lítið um Jökulsá
í þessu sambandi, og ekki er
unnið að neinum ísmyndunar-
rannsóknum þar. En ég held, að
mér sé óhætt að segja, að Jök-
ulsá ofan við fossa sé að mestu
ísi lögð tímum saman að vetr-
inum, og þegar svo er, á sér
ekki stað ís- eða krapamyndun í
vatninu, sem veldur mönnum á-
hyggjum. En þetta með krapann
í ánum er sérfræði eins og svo
margt annað nú á tímum.
— Hvað segirðu um saman-
burð, sem nýbúið er að birta um
kostnað við stórvirkjun, t.d. við
Búrfell annars vegar og smærri
virkjanir hins vegar?
— Ég held, að ekki sé rétt að
kalla fyrirhugaðar virkjanir við
Laxá, Kláffoss eða Brúará „smá-
virkjanir.“ Mig minnir, að sér-
fræðingar hafi áður kallað 10—
20 þús. kw virkjanir „miðlungs-
virkjanir.“ Þær eru hlutfallslega
dýrari en stórvirkjanir. Hins
vegar nýtast þær betur framan
af fyrir almennan markað Af-
gangsorkan, sem ekkert fæst
fyrir, verður minni. Munur á
reksturskostnaði því minni en
stofnkostnaðarmunurinn bendir
til.
— Hvað um dísilstöðvar, eða
gastúrbínustöðvar?
— Þær eru mun ódýrari en
vatnsaflsstöðvar. en endingin
er miklu minni og þær eyða
víst a. m. k. 50 aurum af olíu
fyrir hverja kwst., sem þaer
framleiða. En bæði um þetta og
samanburð á miðlúngsvirkjun
og stórvirkjun er betra að spyrja
'Knút Otterstedt en mig, því ég
er enginn sérfræðingur í þessum
málum.
— í eiinu Seykjavíkurblaðinu
er sagt, að útlend alúminíum-
fyrirtæki krefjist þess að fá að
nota íslenzkt "atnsafl í stórum
stíl. En sumit skrifa um það
syðra, að utlendingarnir hafi
takmarkaðan áhuga, og að hætta
sé á, að við verðum of seinir að
beizla vatnsaflið áður en kjam-
orkan kemur Hvað er hæft i
þessu?
— Ætli her sé ekki i báðum
tilfellum aðallega um ágizkanir
að ræða, sem settar eru fram af
áhugamönnum tii uppbótar á
þau rök, sem staðreyndirnar
leggja til? svarar Gísli Guð-
mundsson að lokum, og þakkar
Dagur viðtalið