Tíminn - 13.03.1965, Blaðsíða 13
JLAUGAKDAGUR 13. mare 1965
ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Eftirminnilegt
kvöld í Glasgow
Páll Sigurðsson, rakari, kunnur áhugamaður um knatt-
spymu, var staddur í Glasgow s.l. miðvikudag, þessari borg,
sem ísl. knattspyrnumenn líta öðru fremur á sem knattspyrnu-
borg. Páll átti skemmtilegar stundir í Glasgow — svo er
Þórólfi Beck fyrir að þakka, en fyrir tilstilli Þórólfs lenti hann
f smá ævintýri. Og um það skrifar Páll hér á eftir:
,,Eg hef átt dásamlegasta
kvöld, sem ég hef upplifað um
ævina. í gær um kl. 4 (þ. e.
miðvi'kudag) hitti ég þá félaga
Þórólf Beck og Eyleif Haf-
steinsson, frá Akranesi, á skrif
stofu Flugfélags íslands í
dasgow. Þórólfur bauð mér
að horfa á leik, sem Glasgow
Rangers átti að leika þá um
kvöldið, gegn Clyde, en þá
vissi hann ekki hvort hann
myndi leika sjálfur með. Við
drakkum saman te, en síðan
kvöddu þeir félagar. Um klukk
an 7 um kvöldið sendi Þórólfur
svo Eyleif eftir mér og ókum
við út á völl, þar sem Þórólf
ur beið eftir okkur og afhenti
mér miða í stúku, en þeir
félagar héldu síðan til að-
seturs staðs leikmanna.
Eg sat hjá skozkum feðg
um í stúkunni — og þegar
þeir fréttu, að ég væri ís-
lendingur og vinur Þórólfs,
Kfnaði heldur betur yfir þeim.
Þeir töluðu mikið um Þórólf
og hve góður knattspyrnumað
ur hann væri, drengilegur og
afar vinsæll í Glasg. Þórólfur
lék ekki með í þessum leik, en
hann var meðal 16 leikmanna,
kallaðir voru til leikvall-
arins. Sem dæmi um það, hve
hörð keppnin um að kom-
ast í liðið er, má nefna, að
Jim Forrest, markakóngur
Rangers, sem skorað hefur um
50 mörk á yfirstandandi keppn
istímabili, komst ekki í liðið.
Þórólfur hlaut nýlega meiðsli
í leik og átti því ekki eins hægt
með að keppa um stöðu í lið-
inu. Að mínu áliti hefði Þór-
ólfur sýnt mun betri frammi
stöðu en þeir framlínuleik-
menn, sem Rangers stillti upp
í þetta sinn. Rangers vann
leikinn með 3:0.
Eftir leikinn hitti ég þá
Þórólf og Eyleif, við. útgöngu
hliðið, eins og ákveðið hafði
verið. Og það var þá, sem ís-
lenzka blóðið í mér tók að
streyma örar. Þórólfur var
eltur á röndum til að fá eigin-
handaráritun og hafði engan
frið fyrir æstum aðdáendum.
Og þegar við gengum niður
götuna til að fá bíl, snéru
menn sér við og sögðu —
þarna er Totty, sem er gælu-
nafn Þórólfs á Skotl. Við kom-
umst varla áfram fyrir fólkinu,
sem þurfti að klappa á öxlina
á honum og góna á hann. Það
reyndist erfitt að útvega bíl
í allri þrönginni, en þegar neð
ar kom, byrjuðu bílar að
stanza og kallað var til Þórólfs
og honum boðið far, en hvergi
var rúm fyrir okkur alla þrjá.
Og áfram var gengið, en þá
stanzar skyndilega stór strætis
vagn við hliðina á okkur —
og okkur boðið upp í, þótt vagn
inn væri fullsetinn og meira
en það. En allir vildu standa
upp fyrir o'kkur og fengum við
þrjá stóla í vagninum. Allir
virtust þekkja Þórólf — og
svo byrjaði vagnstjórinn að
syngja Rangers-lagið og allir
í vagninum tóku undir. Þarna
var íslendingurinn Þórólfur
Beck miðdepillinn, en hann
tók þessu öllu með ró og vin-
gjarnlegheitum, eins og honum
er svo lagið. Loks var stað-
næmzt við hótelið, sem ég
hafði aðsetur í. Vagnstjórinn
fór út úr bílnum til að kveðja
okkur og allir i vagninum,
ungir og gamlir, karlar sem
konur, kvöddu með hrópum
og lófaklappi. Sviðið var
þröngt, strætisvagn, en þetta
var stórkostleg stund og ég
var virkilega ^ hreykinn af því
að vera íslendingur þessa
stundina.
Við borðuðum saman kvöld-
verð eftir þetta og ræddum
um heima og geima. Eyleifur
kvaðst reikna með að koma
heim í maímánuði, en Þór-
ólfur sagðist vera að hugsa um
að skreppa suður á bóg-
Þórólfur gefur drengium í Glasgow eiginhandaráskrift.
inn í sumarleyfinu, en koma
líka heim til íslands til fjöl-
skyldunnar og heilsa upp á
vini og kunningja. Þá gat Þór-
ólfur þess, að hugsanlegt væri,
að fram færi fljótlega leikur
milli Rangers og Liverpool
skozku og ensku meistaranna.
Eg þarf víst ekki að taka
fram, að ég fékk ekki að
greiða fyrir allt það umstang,
sem þeir félagar höfðu fyrir
mér. Að endingu vildi ég
segja þetta: Gerum við okkur
grein fyrir því hversu góðan
fulltrúa fsland á í Glasgow?
Nafn íslands er vel þekkt —
Þórólfur er vissulega góð land
kynning. Eg vildi svq þakka
þeim Þórólfi og Eyleifi fyrir
ánægjulegar stundir í Glasgow
sem ég gleymi aldrei.“
Því má bæta hér við, að
Rangers vann þarna góðan sig
ur gegn nábúum sínum, Glasg.-
liðinu Clyde. George McLean,
sem áður lék með Þórólfi hjá
St. Mirren, kom í stað Forrest
sem miðherji og skoraði tvö
falleg mörk — þrumuskot frá
vítateig. Framvörðurinn Greig
skoraði þriðja markið eftir
undirbúning Baxters — sem
lék í stöðu vinstri innherja.
Fyrirliðinn Caldow misnotaði
vítaspyrnu. Rangers-liðið var
þannig skipað. Ritchie, Prov-
an, Caldow, Greig, McKinnon,
Hynd, Henderson, Miller, Mc-
Lean, Baxter og Wilson.
Knattspyrnuráð Rvíkur hefur vunrækt
að afhenda verðlaunagrípi sJ. 2 ár
Fram, KR, Valur og Víkingur eiga 55 verðlaunagripi inni!
Alf—Reykjavík, föstudag.
Fyrir réttum hálfum manuði birtist frétt hér á síðunni um sektir, j
sem Rvíkurfélögunum i knattspyrnu er gert að greiða til Knattspyrnu- í
ráðs Reykjavíkur fyrir vanskil á leikskýrslum. Þykir mörgum sem !
Knattspymuráð Reykjavíkux hafi með þessu „sekta-fyrirkomulagi” |
sýnt röggsemi. En víðar er pottur brotinn, og fleiri aðilar hafa gert;
sig seka um vanskil. t Ijós kemur, að sjálft Knattspyrnuráð Reykja- j
vfloir hefur vanrækt að afhenda bikara og verðlaunagripi í yngri !
aldursflokkunum s.l. 2 ár, en hér er um að ræða 55 verðlaunagripi. ;
Körfubolti
um helgina
fslandsmótið í körfuknatt-
leik heldur áfram um helgina.
f kvöld, laugardagskvöld, fara
þessir leikir fram að Háloga-
landi:
2. flokkur k.: ÍR—KR
1. flokkur k.: ÍS—Ármalin
1. deild: KR—KFR
Á sunnudaginn fara þessir
leikir fram:
2. flokkur k.: ÍR b—KR
1. flokkur k.: KR—Ármann
1. deild: ÍR—Ármann
Fyrstu leikir bæði kvöldin
hefjast kl. 20.15
Þetta fengum við upplýst í spjalli i
við Sigurð Halldórsson, formann j
Knáttspyrnudeildar KR, er við j
spurðum hann um, hvort KR væri!
búið að greiða sekt sína til ráðsins. !
Sagði Sigurður, að það hefði ekki
verið gert ennþá, því líta mætti á
málið svo, að Knattspyrnuráðið
og félögin ^æru „kvitt“ þe. van-
skil kæmu fyrir vanskil.
Ekki liggur alveg ljóst fyrir,
hvers vegna Knattspyrnuráð
Reykjavíkur hefur vanrækt að af-
henda þessa verðlaunagripi, en
þess má geta, að starfsemi þess
er umfangsmikil, og sátu ráðs-
menn t.d 47 fundi á s.l. starfsári
Þá ber og að geta þess ,að félögin
hafa ekki i öllum tilfellum látið
áletra verðlaunagripina. og hefur
það aftrað ráðinu að einhverju
leyti. Nú ættu Knattspyrnuráðs-
menn við fyrsta tækifæri — þeg-
ar frí gefst frá fundahöldum — að
afhenda verðlaunagripina til
réttra aðila, enda þykir piltunum
í yngri aldursflokkunum fátt eins
skemmtilegt og þegar þeir fá þá
afhenta .
Til nánari glöggvunar fyrir
Knattspyrnuráð Reykjavíkur birt
um við hér lista yfir þá flokka fé-
laganna, sem eiga eftir að fá
verðlaunagripi sína. Er þessi listi
saminn eftir beztu vitund. Þá byrj
um við á fyrra árinu:
1963:
Fram:
2. flokkur b Rvfkurmót
3. flokkur a Rvíkurmót .
I flokkur b Rvíkurmót
3. flokkur b miðsumarmót
2. flokkur a haustmót
2. flokkur b haustmót
3. flokkur b haustmót
'. flokkur a haustmót
4 flokkur b haustmót
KR:
I. flokkur Rvíkurmót
5. flokkur a Rvíkurmót
5. flokkur b Rvíkurmót
5. flokkui c Rvfkurmót
1. flokkur miðsumarmót
2. flokkur b miðsumarmót
5. flokkur b miðsumarmót
5 .flokkur c miðsumarmót
1. flokkur haustmót
5. flokkur b haustmót
Valur:
,. flokkur a Rvíkurmót
4. flokkur a Rvíkurmót
3. flokkur a haustmót
5. flokkur a haustmót
5. flokkur c haustmót
Víkingur:
4. flokkur b Rvíkurmót
4. flokkur b miðsumarmót
Alls 26 mót 1963
1964:
Fram: f
1. flokkur Rvíkurmót
2. flokkur b Rvikurmót
3. flokkur b Rvíkurmót
2. flokkur b miðsumarmót
4. flokkur b niiðsumarmót
5. flokkur c miðsumarmót
1. flokkur haustmót
2 .flokkur b haustmót
4 .flokkur b haustmót
4. flokkur c haustmót
KR:
3. flokkur a Rvíkurmót
5. flokkur b Rvíkurmót
1. flokkur miðsumarmót
3. flokkur b miðsumarmót
5. flokkur b miðsumarmót
3 flokkur a haustmót
Valur:
2. flokkur a Rvíkurmót
4. flokkur b Rvíkurmót
5. flokkur a Rvíkurmót
5. flokkur c Rvíkurmót
2. flokkur a haustmót
3. flokkur b haustmót
4. flokkur a haustmé
5. flokkur a haustmo.
- 5. flokkur b haustmót
5. flokkur c haustmót
Víkingur:
4. flokkur a Rvíkurmót
4. flokkur c Rvfkurmót
4. flokkur c miðsumarmót
Samtals eru þetta 29 mót árið
1964. Og samtals 55 mót.
Innanhúss-
knattspyrna
Knattspyrnudeild Víkings gengst
fyrir minningarmóti í innanhúss-
knattspyrnu, í minningu Axels
Andréssonar, stofnanda og fyrsta
formanns Knattspyrnufélagsins
Víkings, að Hálogalandi, dagana
16. og 17. marz næstkomandi.
Þátttökulið eru frá Víking, KR,
Val, Fram, Þrótti, Breiðabliki, FH,
Haukum og ÍBK.
Leikið verður eftir hinu svo-
nefnda „Monrad”-kerfi.
Þátttökulið drógust þannig sam-
an í fyrstu umferð:
Fram:FH
Víkingur A:KR
Þróttur:Haukar
Valur:ÍBK
Víkingur B :Breiðablik.
Leikirnir hefjast bæði kvöldin
kl. 20.00.
Dómarar mótsins verða: Baldur
Þórðarson, Þrótti, Magnús Péturs-
son, Þrótti, Einar Hjartarson, Val
og Sigurgeir Guðmannsson, KR.
Þess má geta, að Vátryggingafé-
lagið h.f. hefur gefið bikar til
mótsins.