Alþýðublaðið - 29.02.1956, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 29.02.1956, Qupperneq 5
llíSvikudagur 29. febr. 195(5 AlþýSubIaS 1 ö 1 KANA DISKA selveiðiskípið s,Theron“ hefur nú tekizt að Bprengja sér leið til baka úr : liafísþökunum út á opið haf; og eru þeir dr. Vivian Fuchs -og Sir Edmund Hillary innan borðs. Leiðangursflokkur Brezku samveldislandanna hefur valið eér stað fyrir bækistöðvar sín- ár á strönd Suðurskautssvæð- ásins. Vofu skildir þar eftir átta menn í þúsund mílna fjar- lægð frá sjálfu Suðurskautinu, <og eiga þeir að undirbúa aht tmdir komu og dvöl aðalleið- angursins. Þegar er bandarískur rann- sóknarleiðangur seztur að á Suðurskautssvæðinu og reist liefur verið þar í’ússnesk Jeið- angursbækistöð. Tilgangurinn er að sameina alþjóðlegt rann- sóknarstarf varðandi veðurfar, jarðfræði og geimfræði. Og þar að auki er ekki loku fyrir það skotið að tilgangur- inn kunni jafnframt að vera að helga sér þarna yfirráða- svæði. ÁTTA Á AUÐNINNI. En nú sitja þeir átta eftir í íjaldi sínu í frosti og fárviðri á þessari geisi-víðu ísauðn og spyrja sjálfa sig hvernig dvölin muni verða þeim, þegar hinn raunverulegi vetur er gengxnn í garð. Þetta er flokkurinn, sem þeir <dr. Fuchs og Hillary skildu eftir til að undirbúa komu að- alleiðangursins. Ef allt fer að óskum, mega þeir gera sér von- Ir um að sjá aftur vini sína og vandamenn einhverntíma á ár- ínu 1958. Þegar mesta storm- ínn lægir, taka þeir að reisa skála úr tiltegldum viði fyrir sig og áhöld sín, og þeirri bygg- ingu verður að vera lokið áð- ur en snjóa tekur. Og þeir munu hlægja og rif- ast, — og gera sér glaðan ciag 4 hverju laugardagskvöldi. Þeir vita, að mesta hættan, sem þeim er búin á þessum hel- auðnum, er ekki frostið og fáv- viðrið, heldur það — að þeiv verði leiðir hver á öðrum. tómstundaiðjan — ANDLEG HEILBRIGÐT. Þess vegna verður „flokks- foringinn“ að beita öllu ímynd- unarafli sínu til að gera þeim vistina þarna sem fjölbreyttasta enda er flokkurinn vel búinn að öllum tækjum til tóm- stundaiðju og ýmissa leika. Það er ekki hvað sízt undir hon um komið, hvort þeim átt- menningum tekzt að halda lík- amlegri — og ekki hvað sizt andlegri heilbrigði í einver- unni. Þegar skálabyggingunni er lokið, munu þeir löngum dvelja í aðalstofunni, þar sem líka ei u svefnklefar þeirra. Er salur sá hitaður með rafmagni. En þess á milli verða þeir að sinna skyldusörfum til skiptis í loft- skeytaklefa veðurfræðistoíu, rafstöð, vinnustofu og eldhúsi. „TENGSLIN VIÐ HÚSIÐ.“ Á vissum tíma á hverjum degi bindur veðurathugunar- !maðurinn löngum kaðli um mitti sér og heldur út í hríðina til að lesa á veðurathugunar- ^ tækín. Er öðrum enda kaðals- ins fest í dyrastaf skálans, — j að öðrum kosti mundi mannln- jum ógerlegt að ná heim í skál- | ann aftur í iðulausri hríði.nni og veðurofsanum, jafnvel þótt aðeins sé um stuttan spöl að ræða. Meðalhraði vinda, sem biása um þetta svæði er um sjö- tíu og fimm kílómetrar á klukkustund. Öðru hferju nær vinurinn þo tvöfalt meiri hraða. Skafrenningurinn ec þá eins og ísnálar, sem stinga eins og örvar. í þessu veðri verða leiðangursmenn öðru hverju að fara stuttar ferðir, nokfcrir saman, til að venjast veðurskil- yrðunum og öðlast reynsiu. Auk þess verða þær ferðir þe5m nauðsynleð tilbreyting og veitir þeim umhugsunarefni. Fn flokksforinginn mun gefa þeim nánar gætur, skrá skýrslu um framkomu þeirra, kosti og galla, styrk og veikleika, eins og fram kemur í einverunni og fásinninu. SÓKNIN A SUÐUR- SKAUTIÐ. Og samkvæmt þeim skýrsl- um verður síðan valin úrvals- sveit manna í lokaleiðangurinn júir Suðurskautið, sumarið 1957—1958, undir forustu dr. Fuchs. Er ráð fyrir gert, að sá leiðangur sameinist á miðri leið öðrum leiðangri, — sveit manna frá Nýja-Sjálandi, und- ir forustu Sir Hillarys. Þessir leiðangrar munu nota vélknúin farartæki. Ðr. Fuchs hefur mikla reynslu varðandi leiðangursferðir með hundasleðum, — hefur mcðal annars ferðast samanlagt um fimm þúsund kílómetra J.eið um heimskautslöndin á bar.n hátt. En að þessu sinni hefur leiðangurinn svo mikið af vís- indatækjum meðferðis, að ækið yrði allt of þungt fvrir hunda, og verður því beltis- dráttarvélum beitt fyrir sleð- ana. Vistum og öðrum nauð- synjum verður varpað til íeið- j angursmanna úr flugvélum IIUNDARNIR HAFÐIR MEÐ. Engu að síður verða drátiar- hundar haíðir með í ferðinni. HK nýkomin; pantana óskast vitjað. •% Sff tf b B * Skipholti 1 — Sími 62562 vegna jarðarfarar. Hólsbúð H a f n a r f i r ð i vantar unglinga til að bera blaðið til áskrif- - enda í Skjólunum iið vi - iimi WKk j: Flugvallagerð á ísauðninni. Sir Edmund Hillary — til öryggis. Bæði geta hin vélknúnu tæki bilað svo að ekki verði við þau gert, og ekki er víst, að færið verði þann ig, að þeim verði við komið. En á hundana má treysta. Suðurskautslandið er stærra en Evrópa og Ástralía saman- lagt, og aðeins einn sjötti hluti þess verið kannaður að nafn- inu til. Gert er ráð fyrir að þarna séu fjallgarðar meira en fjögur þúsund metrar á hæð, sem leiðangursmenn verði að komast yfir, og finnist engin fær skörð, verða þeir að skilja eftir hin vélknúnu farartæki. SIR HILLARY. Það verður hlutverk Sir Hil- larys að finna leið yfir þessa fjallgarða. Hann mun fyrst koma sér upp bækistöðvum fimm hundruð kílómetra frá lendingar staðnum og leggja þaðan upp ásamt Nýsjálendmg- um sínum. Hve langt þeir kom- ast fer eftir veðrinu, gæfunni ! og landslaginu. Á hverjum degi munu leið- angursmenn mæla ísþykktina, þar sem þeir fara, en það verð- ur gert með sprengingum og bergmálsmælum, en talið er að íshettan muni víða vera allt ao þrem km. að þykkt. Hvers vegna? Dr. Fuchs seg- ir að það sé tóm vitleysa, að fyrst og fremst sé farið til að Framhald á 7. síðu. SYNINGAR STAMPEX frímerkjasýning- in enska var opnuð í fjórða sinn í röðinni nú á dögunum. Það, sem helzt bar til tíðinda var t. d. að fyrstu verðlaun hlaut í annað skipti Anne Owen 13 ára gömul stúlka og mjög áhuga- saraur frímerkjasafnari. Verðlaunin voru að ■ þessu i sinni veitt fyrirfram og höfðu 1 söfn þau, er. sýningunni voru send, verið skoðuð af dómnefnd 1 armönnum áður en hún var opn 1 uð og var verðlaunum síðan út- hlutað við opnun sýningarinn- ar. Setti þetta nokkuð nýstár- j Anne Owen, verðlaunahafi í 1. fl. opnar STAMPEXsýninguna, legan svip á sýninguna og þó sérstaklega það, að ungfrú ,Anne Owen, sem hlaut fyrstu ’ verðlaunin. opnaði sýninguna með nokkrum orðum. Þið getið gert ykkur í hugarlund hvort hún hefur ekki verið ánægÖ með árangurinn af söfnun sinni Iog viðurkenninguna. FIPEX sýningin verður opn I uð í New York 28. apríl og vero ur opin til 6. maí. Þetta er aJ- þjóðasýning, sem nú í ár hefur ’ vakið ó%!enjumikla athygli. Sér- t stakar hópferðir verða farnar ’ frá ýmsum löndura til að skoða sýninguna. Og auglýsingapésar hafa verii jsendir út í ca. 25 000 eintökum. Verðlaun, sem ekki eru af lakara taginu, eru gefin af gull smíðafyrirtækinu Carier, New York—London—París. Ekkert smáfirma í faginu. Aðalverð- launin eru silfurkanna að verð- mæti um tvö þúsund dollarar, en auk hennar verða veitt 60 gullverðlaun. 75 gyllt silfurverð laun, 90 - silfurverðlaun og 125 bronzeverðlaun að verðmæti ca. tuttugu þúsund dollarar. Merki sýningarinnar verður frelsisgyðjan í ínnsiglingu New York standandi á hnattlíkani, sem á stendur FI’PEX. Póststjórn Bandaríkjanna mun gefa út 3 c. frímerki í tiJ- efni af sýníngunni, en auk þess einnig 2 c. póstkort, 6 c. flug- póstbréf og 11 c. minningarörk. KLÚBBFRÉTTIR í næsta þætti ætlum við að birta sérstakt förm fyrir ykkur að útfvlla, sem ætlið að ganga í klúbb bann. er. stendur til að stofna. Notið nú tímann vel op; skrifið okkur um áhugamál vkkar, uíanáskxiftin er: Merki alþjóðlegu sýningarinnar t Fibex. í’rímerkj aþáttur inn, Alþýðublaðið, Revkiavík.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.