Alþýðublaðið - 20.07.1956, Síða 4
4
Föstudagur 20. júlí J&56
AlþýðublagtS
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Ritstjómarsímar: 4901 og 4902.
Auglýsingasími: 4906.
Afgreictelusími: 4900.
Áskriftargjald kr. 20.00 á mánuði.
Alj ýðuprentsmiðj an, Hx erfisgötu 8—10.
Stingur í samvizkuna
MORGUNBLAÐIÐ segir í
gær, að vinstri stjórn muni
reynast ofbeldisklíka og þyk
ist draga þá ályktun af um-
mælum Þjóðviljans. Þau eru
svo alvarlega tekin, að Morg
unblaðið segir orðrétt: „Það
gæti litið svo út, sem aðal-
umræðuefnið hafi verið
hvernig unnt væri að
klekkja á Sjálfstæðismönn-
um, ofsækja þá og elta.“
Þetta er það, sem Morgun-
blaðinu kemur í hug, þegar
því verður hugsað til um-
ræðnanna um myndun
vinstri stjórnar!
Hvað veldur þessum
ótta? Imyndar Morgunblað
ið sér, að vinstri stjórn
muni ofsækja og elta Sjálf
stæðismenn, berja þá,
brjóta og kannski drepa,
þó að Þjóðviljinn hafi ein-
hver stóryrði í frammi?
Auðvitað ekki. íslenzk
stjórnmál eru sannarlega
ekki komin á þetta spill-
ingarstig, þó að sitthvað
megi að þeim finna. En
Morgunblaðið er hrætt um
annað. Það óttast, að for-
réttindi valdaklíkunnar í
Sjálfstæðisflokknum séu í
hættu, og ætlar, að nú
verði Sjálfstæðismenn sótt
ir með sömu vopnum og
Ieiðtogar íhaldsins hafa
beitt gegn andstæðingum
sínum undanfarin ár. Það
man auðvitað embættaveit
ingar Bjarna Benediktsson
ar, sem undantekningarlít-
ið hafa einkennzt að hlut-
drægni og stundum verið
miskunnarlausar ofsóknir,
svo að vantraust var flutt
á hann sem menntamála-
ráðherra á alþingi. En
þessu á að breyta, og
vinstri stjórn mun alls
ekki taka ósómann sér til
fyrirmyndar, enda myndi
sh'kt hafa ærnar afleiðing-
ar. Illa fengin forréttindi
á að afnema, en landsstjórn
in að einkennast af rétt-
Iæti og sanngirni. Sjálf-
síæðisflokkurinn hefur
vanrækt þessa skyldu. Og
nú breytir hann samkvæmt
reglunni, að margur held-
i.r mig sig. Þess vegna
skelfur Morgunblaðið á
béinunum af hræðslu við
íilhugsunina um myndun
vinstri stjórnar. Það veit
skömmina upp á íhaldið.
En hún er sannarlega ekki
eftirsóknarverð og á að
hverfa og gleymast að öðru
leyti en því, að þjóðin
gjaldi varhuga við þeim
flokki, sem hefur hana á
samvizkunni.
Vissulega er það fjarri lagi
að ætla að æra Sjálfstæðis-
menn með því, að þá eigi að
ofsækja og elta. Sá málflutn
ingur er líkastur því, að æði
hefði gripið forustumenn í-
haldsins. Kjósendur Sjálf-
stæðisflokksins, og fjöldinn
allur af opinberum stuðnings
mönnum hans, bera enga á-
byrgð á óhæfuverkum
Bjarna Benediktssonar, og
þeir geta látið sér í léttu
rúmi liggja, þó að Morgun-
blaðið fái sting í samvizk-
una. Lýðræðissinnum dettur
ekki í hug að misnota vald
og aðstöðu, og slíkt fram-
ferði af hálfu kommúnista
myndi dæma þá ósamstarfs-
hæfa. Þess vegna er tilefnis-
laust, að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé hræddur eins og
þýzku nazistarnir í styrjald-
arlokin, þó að nokkrir ein-
staklingar hafi sett Ijótan
blett á heiður hans. Bjarni
Benediktsson verður ekki
einu sinni snoðklipptur,
hvað þá að höfuð hans kom-
ist í aðra og meiri hættu.
Hann getur eftir sem áður
starfað og barizt á vettvangi
íslenzkra stjórnmála. En hon
um auðnast ekki að halda
uppteknum hætti, og það
gremst Morgunblaðinu. —
Valdaklíka íhaldsins vill
líta á sig sem flokkinn í
fheild og jafnvel alla þjóð-
ina. En slíkt er mikill mis-
skilningur. Hún er allt ann-
að fyrirbæri.
Eitt verkefni vinstri
stjórnar á íslandi er það
að afnema spillinguna,
sem valdaklíka íhaldsins
ber ábyrgð á. Hugsunar-
hátturinn, sem leiðir til
forustugreinar Morgun-
blaðsins í gær, er stór-
hættulegur landi og þjóð.
Islendingar eru orðnir við
undur veraldar, ef þeir
vilja auka þann ósóma,
sem Bjarni Benediktsson
hefur Iátið einkenna störf
sín. Alþýðuflokkurinn vís-
ar slíku og þvílíku á bug
og er staðráðinn í að sanna
í verki þann vilja sinn að
stjórna af réttlæti og festu.
Hann þolir ekki illa fengin
forréttindi harðdrægrar og
öfgafullrar valdaklíku og
segir óhæfunni stríð á
hendur. En hann mun
berjast málefnalega og
drengilega.
Skelfing Morgunblaðsins
þarf ekki að leiða til neinn-
ar múgæsingar. Hitt er vel
farið, að það fái sting í sam-
vizkuna. Sársauki þess stað
festir þann grun, að ekki
muni allt með felldu.
Hver er maðurinn ?
Þorlák
MAÐUR kemur manns í stað.
Torfi Bryngeirsson er hættur
að keppa í stangarstökki, en þá
rís upp nýr maður til afreka
og frægðar í íþróttinni. Sá er
Valbjörn Þorláksson og þreytir
ásamt öðrum vöskum köppum
landskeppnina við Dani og Hol
lendinga í umboði íslands. Ár-
angurinn er mun meiri en
nokkrum datt í hug, þegar ís-
lenzkir íþróttaunnendur hörm-
uðu það, að Torfi gæti ekki
haldið áfram að keppa og setja '
met fram undir fertugt! Val- j
björn er þegar orðinn jafnoki
fyrirrennarans og getur þá og
þegar reynzt honum snjallari.
Alþýðublaðið ætlar, að ýms-
um lesendum kunni að leika
forvitni á að vita einhver skil
á Valbirni og ferli hans, og
þess vegna er þetta greinar-
korn.
ÆTTAÐUR Afi NORÐAN
Valbjörn Þorláksson er Sigl-
firðingur að ætt og uppruna,
fæddist þar nyrðra 9. júní árið
1934, sonur Þorláks skipstjóra
Þorkelssonar og konu hans,
Ástu Jónsdóttur. Hann stund-
aði barnaskólanám á Siglufirði
og hóf þar iðnnám, ætlaði að
kera raffræði, en hætti eftir
einn vetur. Sextán ára gamall
fluttist hann með foreldrum
sínum til Keflavíkur og dvald-
ist þar, unz hann settist að í
Reykjavík árið 1953. í Kefla-
vík starfaði Valbjörn í frysti-
húsi og vann á Keflavíkurflug-
velli eitt ár, en undanfarin þrjú
ár hefur hann starfað í sund-
höllinni í Reykjavík.
MJÓR ER MIKILS VÍSIR
íþróttaferill Valbjarnar Þor-
lákssonar hófst norður á Siglu-
firði, enda er íþróttaáhugi þar
mikill, og hefur svo verið um
langt áraskeið. Þar lagði hann
nokkra stund á knattspyrnu og
hélt því áfram eftir að til Kefla
víkur kom. Tilviljun réði því
upphaflega, að Valbjörn byrj-
aði á frjálsum íþróttum. Hann
var valinn sem varaskeifa í
bæjarkeppni milli Keflvíkinga
og Selfyssinga, og tók upp úr
því að æfa spretthlaup, lang-
stökk og hástökk. En eftir að
Valbjörn fluttist til Reykjavík-
ur hefur stangarstökkið orðið
sérgrein hans sem íþrótta-
manns. Hann gekk í KR árið
1953 og æfði á vegum þess
fræga og merka félags til árs-
ins 1955, en gekk þá í ÍR. Það,
sem olli þeirri ákvörðun, voru
betri skilyrði til innanhússæf-
inga að vetrinum í ÍR en öðrum
íþróttafélögum höfuðstaðarins,
en slíkt er stangarstökkvara
mjög mikils virði.
GLÆSILEG AFREKASKKÁ
Og þá er komið að afreka-
skránni, sem er harla glæsileg.
Árið 1952 stökk Valbjörn 3,35
metra í bæjarkeppni Keflvík-
inga og Selfyssinga, en það var,
í fyrsta skipti, sem hann keppti i
í stangarstökki. Árið 1953 stökk j
hann hæst 3,50, en 1954 stökk
hann 3,68 metra á innanfélags- j
móti í KR, og var það afrek
hans nýtt drengjamet. í fyrra |
stökk svo Valbjörn 4,10 metra j
í landskeppni íslendinga og j
Hollendinga. Ferill hans í ár er {
markaður glæsilegum sigrum.!
Hann stökk sem gestur á'
drengjameistaramótinu 4,30,
sem er vallarmet í Reykjavík,
þar eð Torfi Bryngeirsson setti
íslandsmet sitt erlendis. Val-
björn er því orðinn jafnoki fyr
irrennarans eins og fyrr getur,
og við getum nær, sem er, átt
von á nýju íslandsmeti.
Valbjern Þorláksson
HRIFINN AF LUNDBERG
Valbjörn segist leggja mesta
áherzlu á að ná kröftugu upp-
hlaupi, því að það skorti sig
ennþá. Honum finnst sfangar-
stökkið mjög skemmtileg í-
þróttagrein, er glaður og bjart-
sýnn og gerir sér góðar vonir.
Verst þykir honum, ef sömu
mistökin, sama vitleysan, hend
ir hann of oft. Valbjörn er hrifn
astur af sænska stangarstökkv
aranum Ragnari Lundberg og
langar vafalaust helzt að taka
hann sér til fyrirmyndar. segir
að hann sé glæsilegur, mjúkur
og sérkennilegur, og er sú um-
sögn hverju orði sannari. Þar
er ekki leiðum að líkjast.
Aðspurður segir Valbjörn, að
mikill íþróttaáhugi ríki í Kefla-
vík, enda hafa vaxið þar upp
undanfarin ár margir vaskir
garpar. Æska Keflavíkur legg-
ur stund á frjálsar íþróttir í
Ungmennafélagi Keflavíkur, en
æfir knattspyrnu á vegum
Knattspyrnufélags Keflavíkur,
og nú er þar góðu knattspyrnu-
liði á að skipa. Enn fremur
bendir hann á, að árleg bæjar-
keppni Keflvíkinga og Selfyss-
inga sé mikils virði, örvi áhug-
ann og stæli viljann og fram-
takið. Valbjörn er ágætur full-
trúi þeirra ungu og sókndjörfu
íþróttamanna okkar, sem nú
taka við af gömlu hetjunum og
gera enn garðinn frægan. Von-
andi berast góðar fréttir af
honum og félögum hans úr
landskeppninni við Dani og Hol
lendinga.
Happdrættislán rikissjói
VINNINGASKRA 15. júlí ’56.
75 000 krónur:
140292.
40 000 krónur:
45412.
15 000 krónur:
28466.
10 000 krónur:
28992 97728 147916.
5000 krónur:
1720 16930 54009 63954
108755.
2000 krónur:
13043 23563 29449 29703
47395 57639 67569 72654 76884
84449 114539 119696 121681
128160 139109.
1000 krónur:
9465 20116 37268 39421 43111
49685 53101 57408 58858 68986
87046 91984 93596 98751 101125
10301 106101 107542 111650
120950 123197 124796 131482
134645 143656.
500 krónur:
2212 2226 3495 3625 4600
4799 5527 10802 12519 14082
14316 16701 18450 20858 21494
24381 24503 25001 25088 25845
26175 26654 26847 27035 27948
28033 29950 31605 32540 33190
39001 43312 44480 47899 48428
48560 48873 49063 49258 49204
54031 54816 56202 56382 56483
57471 57981 58416 58801 60499
60729 61822 62683 62713 63710
64269 69596 71811 72164 75041
76750 78229 79090 79106 80289
81761 82704 82809 85397 85788
88609 94789 95123 95146 96037
96604 97369 98742 100504
100572 100952 102190 102153
104670 105966 107720 110113
111802 113759 114028 114098
114675 115069 115401 115661
115692 116051 119460 119952
120927 121832 122430 124906
126422 125780 127974 128443
129505 129513 130188 131445
132790 132346 133861 135168
135717 136275 137311 137462
137678 138688 139294 139454
141810 142440 143017 144125
147353 147882 149011.
250 krónur:
1076 1367 2483 2767 2812
2954 3010 3303 3829 4219 4395
4537 4744 4765 5173 5686 6410
6676 7004 7282 7613 7987 9851
10057 20203 10427 11751 12265
13741 13886 14353 15417 16459
16874 17003 17222 17628 18416
18920 19281 20599 21029 21276
22225 22589 23068 23280 23285
23342 23475 24238 24656 25424
25478 25738 26123 26483 28147
28802 30255 31738 32734 32885
32903 33175 33767 33948 34653
35722 37038 37323 37747 38689
38855 39081 40450 40807 42045
44625 46435 46802 47114 48862
48948 49000 49255 49769 49874
51461 51497 53098 53680 54530
54795 54047 54057 56271 56834
58189 58476 59418 59504 60379
60769 61184 61437 62070 62727
63425 64282 65388 65846 69172
69429 69527 69625 69671 69833
70099 71266 71500 71510 73444
73777 74454 75171 75659 75982
76547 77097 78357 78871 79192
79352 79561 80024 80312 80847
81347 81666 82507 82607 82650
82903 82947 83164 84108 84186
84975 85182 85905 86213 85251
86253 86830 87047 88380 88575
88878 89846 90976 91155 91615
93456 93742 94015 94181 94848
94899 95535 95839 95909 97411
97425 98202 99016 99171 100104
100117 100139 100637 101185
101806 101877 101987 102049
102144 103746 103780 103803
104349 104661 105203 105537
105575 105689 105720 106180
106328 106379 106573 106781
107250 107871 107959 109891
110485 110625 110784 110808
111022 112638 114101 114402
114451 114518 116550 117352
118355 118660 119024 119422
119795 120531 121104 121574
121945 122142 122316 124412
124633 125405 125614 125844
125885 125936 126992 128924
129544 129655 130236 131017
131044 131178 132201 133139
133776 133892 134051 134765
137143 137358 137549 137622
139245 139993 140105 140408
141927 142415 142449 142984
143837 144222 144240 144729
144963 145090 145916 146326
146919 147267 147497 148280
149024 149195 149219 149343
149836 149949.
(Birt án ábyrgðar.)