Alþýðublaðið - 20.07.1956, Síða 5
5'
Föstudagur 20. júlí 1956
AtþýgublaSig
EINS og kunnugt er verða
<Ólympíuleikarnir háðir í Mel-
toourne í Ástralíu á þessu ári.
Þeir hefjast síðari hluta dags
22. nóvember, og þeirn lýkur 8.
desember. í þessa 16 daga mun
Ólympíueldurinn brenna í keri
á hárri súlu á íþróttasvæðinu.
Eldurinn verður kveiktur af
'hlaupara, sem áður mun renna
með hann hringskeið eftir
Iilaupabraut Ólympíulaikvangs
ins. Þessi hlaupari verður sá
síðasti af 2750 hlaupurum, sem
bver af öðrum mun bera eldinn
2750 mílna leið frá Cairns á
aorðurströnd Drottningarlands
til Melbourne. Til Ástralíu verð
ur eldurinn fluttur í flugvél frá
órikklandi, þar sem hann verð-
'djr tendraður af geislum sólar-
Innar. —- Hertoginn af Edin-
borg, Filip drottningarmaður,
2nun setja íþróttahátíðina með
Stuttri ræðu.
Á undanförnum árum hafa
öðru hverju heyrzt um það radd
ár, að Ástralíumenn væru naum
ast undir það búnir að geta haft
Ólympíuleikana. Menn hafa ef-
azt um, að í Melbourne væru
íyrir hendi þau skilyrði, sem
nauðsynleg eru til þsss að hafa
þar þetta mikla alheims íþrótta
snót. Nú munu þessar raddir
Mjóðnaðar. — Ástralíumenn
leggja sig alla fram um að búa
allt sem vendilegast undir leik-
ana. Og yfirvöld og almenning-
ur í Melbourne leggjast á eitt
ura að búa sem bezt í haginn
fyrir keppendur og áhorfendur.
Er nú sjáanlegt, að allt verður
tilbúið í tæka tíð. Það er aðeins
fjarlægðin, sem er örðugasti
iijallinn. Eru líkindi til, að sá
Jbjallinn reynist sumum ókleif-
Sjötug í dag
HÓLMFRIÐUR
BJÖRNSDÓTTIR
í DAG er sjötug að aldri frú
Hólmfríður Björnsdóttir, Njarð
argötu 61 hér í bænum. Hún er
ættuð frá Móum á Kjalarnesi,
<en árið 1905 giftist hún Sigurði
Guðmundssyni, sem áratugum
saman hefur unnið við Reykja-
víkurhöfn. Þau hjónin hafa
<ekki eigna2t börn, en tvo pilta
hafa þau alið upp, Þorstein B.
Jónsson málara og Jón Guð-
xnundsson bifreiðarstjóra.
Hólmfríður Björnsdóttir er
góð kona og mikilhæf. Hún er
glaðlynd og hjálpsöm við hvern
sern er og heimili hennar til
fyrirmyndar. Bæði hafa þau
Hólmfríður og Sigurður starfað
í Alþýðuflokknum um langan
aidur og sækir hún alla fundi
Kvenfélags Alþýðuflokksins og
leggur fram starf í þágu þess.
Félagar og vinir Hólmfríðar
Eenda henni í dag hugheilar
hamingjuóskir.
Félagi.
ur. En allt um það verða Ólymp
íuleikarnir í Melborune vafa-
laust stórglæsileg íþróttahátíð,
eins og þeir hafa alltaf verið
frá því að þeir voru endurvakt-
ir árið 1896.
MELBOURNE
Melborune er fögur borg og
nýtízkuleg. Henni er svo lýst í
ferðabók Vilbergs Júlíussonar,
„Austur til Ástralíu'1:
„Melbourne er höfuðborgin í
Viktoríufylki. Er það minnsta
en jafnframt þéttbýlasta ríki
Ástralíu, frjósamt og vel rækt-
að landbúnaðarland. Þar er
ræktað mikið af ávöxtum,
hveiti og öðrum korntegund-
um, en jafnframt stundaður
blandaður búskapur. Þar er
margt sauðfjár og kúabúin
þykja til fyrirmyndar. Gipps-
land heitir frjósamasta héraðið
í Viktoríuríki.
Melbourne er hins vegar
fyrst og fremst iðnaðar- og
verzlunarborg, og þar búa 60%
íbúa ríkisins (1 Vi mill.). Borgin
stendur við Port Philip-flóa, og
hefur þar verið byggð mjög
sæmileg höfn. Melbourne er
önnur stærsta borg Ástralíu.
Þar hefur menningarlíf ávallt
verið með miklum blóma. Þar
er ágætur háskóli, leikhús og
góð skilyrði til hvers konar í-
þróttaiðkana. Þar er margs kon
ar iðnaður stundaður og mikil
verzlun. Fjöldi verksmiðja er í
borginni, m. a. vefnaðar- og
vélaverksmiðjur. Stór hafskip
leggjast við bryggju, bæði far-
þega- og flutningskip. Mikið er
flutt út af framleiðsluvörum
landsins frá Melbourne.
Melbourne er hreinleg og vel
skipulögð borg og stendur öðr-
um áströlskum borgum ekkert
að baki hvað það snertir. Þegar
maður gengur um hinar 90 m.
breiðu götur borgarinnar, undr
ast maður framsýni þeirra
manna, sem unnu að skipulagn
ingu borgarinnar. Fimm höfuð-
götur liggja samsíða, en aðrar
minni götur koma hornrétt á
þær, svo að mjög auðvelt er að
rata um miðhluta borgarinnar.
Borgin skiptist í sextán minni
eða stærri hverfi.
Margar stórbyggingar prýða
borgina, og víða í henni eru
parkar og minni garðar til ynd-
isauka og nytsemdar fvrir borg
arbúa. Eins og áður er getið
rennur Yarra-fljótið gegnum
borgina, og eykur það stórkost
lega á fegurð hennar. Nafn þess
er tekið úr svertingjamáli og
þýðir áin, sem liðast. í þessum
kafla hefur nokkuð verið
minnst á blómagarðinn á eystri
bakka árinnar, en hann er stolt
og prýði Melbourneborgar.
Öðrum rnegin við garðinn ligg-
ur án efa ein fegursta gata borg
arinnar, St. Kilda, rennslétt,
breið, með yndislegum og hlý-
legum skógargöngum, tilkomu-
mikil og minnir helzt á „eilífð-
argötuna í París“.
I ÍÞRÓTTASVÆÐIÐ
I Aðalíþróttakeppni Ólympíu-
leikanna fer fram á Krikketleik
’ vanginum, sem liggur í útjaðri
borgarinnar. Þessi leikvangur
j er hinn glæsilegasti og þegar
kunnur víða um lönd. Samt
verður hann endurbættur mik-
ið. Áhorfendasvæðið tók áður
88 000 manns, en með nýbygg-
ingum og lagfæringum mun
það taka alls 110 000 áhorfend-
ur. Þegar þessum endurbótum
lýkur, mun áhoríendasvæðið ná
næstum hringinn í kringum að-
alíþróttavanginn. Þao rís í 27
rn. hæð upp yfir leikvellina, svo
að útsýni verður harla gott. Á-
i horfendasvæðið er steinsteypt
1 og þak yfir því öllu.
Þarna er aðsetursstaður fyrir
uni 800 fréttamenn og íþrótta-
þuli. Verður búið eins vel að
þeim og kostir frekast leyfa, svo
að þeir geti fylgzt sem bezt með
öllu og útvarpað jafnharðan út
um víða veröld. Þarna verða
50 bráðabirgðaútvarpsstöðvar,
vinnusalir, veitingastofur og
fullkomin sendimiðstöð.
Krikketleikvangurinn er um
20 mínútna ganga frá aðalverzl
unarhverfi borgarinnar, en að
sjálfsögðu verða skipulagðar á-
ætlunarferðir járnbrauta og
leiðarvagna á fárra mínútna
fresti frá öllum borgarhlutum,
meðan á leikunum stendur.
Skammt frá aðalleikvangin-
um hsfur verið skipulagt nýtt
íþróttasvæði, sem nefnt er Ól-
ympíugarðurinn. Hann liggur á
bökkum Yarrafljótsins og er
um 10 ha. að stærð. Nýstárleg-
asta mannv’irkið á þessu nýja
íþróttasvæði er geysimikil sund
höll, byggð úr steinseypu, gleri
og stáli. Þetta er nýtízkubygg-
ing í þess orðs fyllstu merk-
ingu og rís hátt upp af völlun-
um í kring. í Ólympíugarðinum
eru alls konar keppnisbrautir,
knattspyrnuvellir og leikvang-
ar.
Svo er ráð fyrir gert, að þess
um framkvæmdum öllum verði
lokið á miðju þessu ári. Er á-
ætlað, að þær muni kosta um 4
milljónir ástralska punda.
íFrh. á 7. síðu.)
MIKIL tilhlökkun ríkti á Ak
ureyri við komu S^ora-manna
til bæjarins. Lúðrasveit Akur-
eyrar lék meðan fólkið tók sér
stöðu í „Fögrubrekku“ vestan
íþróttasvæðisins. Veður var
indælt, hiti 18—20 stig, sólskins
laust en góðviðris-blámóða.
Þjóðsöngvar voru leiknir,
skipzt á blómum og gjöfum og
svo hófst leikurinn.
Á 3. mín. rakti Jakob Jak.
upp hægri jaðar, gaf fyrir til
Tryggva Georgssonar, sem
skaut, en Spora-markvörður
fékk ekki haldið knettinum dg
tókst þá Tryggva að skora.
Leikin- var allgóð knattspyrna
af beggja hálfu. Á 15. mín.
jöfnuðu Spora-menn óverjandi.
Skilyrði voru öll hin ákiósan-
legustu til góðs leiks, hvað veð-
ur og völl snerti. Nokkrum
sinnum skall hurð nærri hæl-
um báðum megin, til dæmis
varði Siguróli bakvörður hörku
skot með skalla á marklínu.
Snemma í síðari hálfleik skor-
aði Jakob Jak. úr sendingu frá
Tryggva G. Á 17. mín. jöfnuðu
Spora-menn. Tók nú gamanið
að grána. Dómarinn mun er
hér var komið hafa áminnt
nokkra Luxemborgara, og stað-
ið hafði í þófi út af skóm Múll-
ers (5) miðframverðar. Menn
meiddust: Hermann Sigtryggs-
son fór út af í fyrri hálfleik og
kom Gunnar Óskarsson inn á.
Tryggvi G. dvaldi um stund ut
an vallar vegna meiðsla, og eitt
sinn er Hreinn Ö. hljóp með
boltann upp að marki gest-
ann og hugðist skora, kastaði
markvörður sér á boltann, fyrir
fætur Hreins. Við þennan á-
rekstur meiddist markvörður
og var borinn út af vellinum.
Einhverjir úr fylgdarliði Spora
þustu nú inn á völlinn með
málæði, pati og bægslagangi, en
dómarinn stuggaði þeim frá.
Innan um hina ágætu knatt
spyrnu Spora-manna slæddist
nokkuð af öðrum íþróttagrein-
um, jafnvel hnefaleikum, og
var nokkuð tekið að hækka í
syndamæli Múlíers. Nú fékk
Spora vítaspyrnu á Ak„ sern
varð að endurtaka vegna inná •
hlaups þeirra. Úr henni vasr
skorað og var nú staðan 3:2.
Enn hækkaði í syndamæli MiM.ll
ers og er hann blakaði við dórn
aranum, flóði út af, og var hon ■
um nú endanlega-vísað burt af
leikvelli. Leið nú á leikinn og
hallaði nokkuð á Akureyringa
um stund og skoraði nú Spora
sitt fjórða mark úr þvögu. Úr-
slit leiksins voru næsta sann-
gjörn, en 3:2 hefði kannske ver -
ið réttari mynd eftir gangi
leiksins. Dómarinn, Rafn Hjalta
lín, stóð sig með ágætum, var
réttsýnn og röggsamur og hætt
er við að allt hefði komizt í
uppnám, ef svo góðs dómara
hefði ekki notið við, er var vel
studdur af línuvörðunum, Jak-
obi Gíslasyni og Sigmundi.
Björnssyni. H.
Rítstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir
AÐ VINNA SAMAN
ÞEGAR 1500 skólabörn í
Bandaríkjunum voru nýlega
spurð hvað þeim fyndist mest
virði til að gera fjölskylduna
hamingjusama, var svar mikils
meirihluta þeirra: „Að vinna
saman á heimilinu.“
Þetta er vissulega þess virði
að því sé veitt athygli á öld
þeirri, sem ómögulegt reynist
að fá vinnukonur og oft erfitt
að fá nokkra manneskju til að
sitja hjá börnum eitt eða tvö
kvöld í viku, ef hjónin langar
út.
Það virðist því miður vera
um þann stóra misskilning hjá
fjölmörgum foreldrum að
ræða, að einasta leiðin til að
slappa af og hvílast sé að kom-
ast burt frá börnunum og koma
þeim og áhyggjunum út af þeim
yfir á aðra. Sumir hafa að vísu
reynt að gera tilraunir til að
gera hlutina saman, en hætt
því og sagt, að það borgi sig
ekki. Ef ég læt krakkana hjálpa
mér að þvo upp, þá brjóta þau
meira og minna fyrir mér. Því
ekki að reyna oftar og lengur
þar til þau fara að venjasí því
Sextugur í dag
Séra In
'SEXTUGUR er í dag séra
Ingólfur Þorvaldsson á Ólaís-
firði. Hann er Eyfirðingur að
ætt, fæddist í Stærra-Árskógi
20. júlí árið 1896, sonur Þor-
valds bónda þar Þorvaldssonar
og konu hans, Jónatínu Krist-
insdóttur bónda í Haganesi
Davíðssonar.
Ingólfur varð stúdent 1919,
en las síðan guðfræði og lauk
háskólaprófi 1923. Hann varð
klerkur Ólafsfirðinga 1924 og
hefur þjónað því brauði síðan,
en þjónaði Akureyri um sinn
1927 og hefur þjónað Grímseyj-
arprestakalli ásamt sínu eigin
brauði frá 1937. Séra Ingólfur
kemur mjög við sögu skólamál-
anna á Ólafsfirði og lætur ýmis
önnur hugðarefni sóknarbarna
sinna ærið til sín taka. Hann
hefur og um áraskeið verið
fréttaritari útvarpsins þar
nyrðra. Kona séra Ingólfs er
Anna Jóhannesdóttir íshús-
stjóra Nordals. Heimili þeirra
er rómað fyrir myndarskap og
prýði.
Séra Ingólfur nýtur al-
mennra vinsælda þeirra, sem
kynnzt hafa honum og átt við
hann samskipti, enda hrókur
alls fagnaðar, alúðlegur og
bóngóður jafnframt því sem
hann hefur rækt prestssíörfin
með þeim hætti, sem til fyrir-
| myndar getur talizt. Sóknar-
börn hans og fjölmargir vinir
; víðs vegar um land munu í dag
hylla hann á sextugsafmælinu
' og óska honum gæfu og lang-
lífis 1 framtíðinni.
Kýpur
(Frh. af 8. síðu.)
nálægari Austurlöndum. Brezk
herstöð væri ekki nægileg og
mundi heldur ekki nægja fyrir
þörfum Breta á þessum slóð-
um. Utanríkisráðherrann sagði
ennfremur, að það væri lífs-
nauðsyn, bæði fyrir Stóra-Bret
land og samveldið að halda
góðri sambúð við Tyrkland.
og hætta að missa og brjóta.
Þeim er fáít verr gert en að
láta þau hætta einhverju sök-
um þess að þau sé ekki hæf til
þess, en hins vegar er heimil-
ishamingjan fyllilega nokkurra
diska virði.
I1oreldrum sést oft yfir það,
að tilraunir þeirra til að auka
heimilishamingjuna og ánægju
af heimilisstörfunum verður að
martröð ef gefizt er upp í
miðju starfi og öllu kastað frá
sér í uppgjöf. Börnunum finnst
eins og skip, sem loks hafi ver-
ið sett á flot, hafi reynzt hrip-
lekt og sokkið með þau, sem og
er. En þetta getur haft varan-
leg áhrif á sálarlíf barnanna.
Það að vinna sarnan og láta
slíka samvinnu takast er ein-
mitt hvíld og afslöppun.
Ef allt er fullt af áhyggjum
og ótta um að litla systir muni
óhreinka nýja kjólinn sinn og
litli bróðir rífa eitthvað fram
af borðinu og eldri systir kann-
ske græta þau minni, af því að
hún veií ekki hvað hún á að
gera af sér, þ<á er heimilislífið
sannarlega martröð og von að
foreldrum finnist hvíld í að
komast í burt. En heimilið er
einu sinni ríki þeirra og þar er
þeirra vígi, sem þau eiga að
halda hreinu af innbyrðis erj-?
um og loka algerlega fyrir ut-
anaðkomandi iEgjörnum áhrif-
um. Sé um innbyrðist ólag að
ræðá, hvernig á þá að verjast
utanað.komandi áhrifum.
Byggið því heimilishamingj-
una Upp innan frá með sam-
vinnu og samlýndi þannig að
það sé harningj usturid á degi
hverjum,. þegar fjölskyldan er
öll samankomin undir þaká
heimilisins og látið ekki vegg-
ina springa af gráti eða fyrir-
, skipunum um að gera ekki
I þetta eða hitt.