Alþýðublaðið - 01.11.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 01.11.1956, Blaðsíða 4
AtbýSublagg % t'immtudagur 1. nóv. 1956 S s s s C { s s s s s N * s s s s I s s $ s s s s s s l s s s s s s s s s s \ s $ s s s s s !s 'S s :S N S s :* I ■ $ * s i \ Útgefandi: Alþýðuflokkurinit. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmar**on. Blaðamenn: Björgvin GuSmundsson og Loftur Guðmundsson. Auglýsíngastjóri: Emilía Sair.úeladóttir. Ritstjómarsímar: 4901 og 4802. Afgi eiðslusími: 4900. Alþýóuprentsmiðj an, Hverfisgötu 8—18. Tungurnar þrjár ÍHALDIÐ telur sig ekki komast af með minna en þrjár tungur í umræðunum á alþingi um ráðstafanir rík- isstjórnarinnar 1 efnahags- málunum. Einn úr hópi for- ustumanna þess lýsir yfir fylgi við þær og segir frum- varpið „framkvæmd á stefnu Sjálfstæðisflokksins“, annar álítur kaupbindinguna á- gæta, en verðfestinguna há- bölvaða, og sá þriðji en al- gerlega andvígur lögunum — bæði kaupbindingunni og verðfestingunni! Að þessu athuguðu virðist tímabært að spyrja þess, hver sé stefna Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálun- um. Hún er harla einkenni- leg eftir að tungurnar þrjár hafa látið til sín heyra. En skki nóg með það. Nú lýsir Bjarni Benediktsson því yf- ir, að gengislækkunin hafi verið misráðin. Það var mörg um kunnugt frá upphafi, en stefna Sjálfstæðisflokksins í hins vegar átt að byggjast á henni í sex ár. Og á hverju lafir hann fyrst hálmstráið flýtur í keldunni? Svarið liggur í augum uppi: Stefna Sjálfstæðis- flokksins í efnahagsmálun- um hefur verið og er sú að auka dýrtíðina og verð- bólguna. Hliðarráðstafan- irnar margumræddu voru sviknar til að sú óheilla- þróun gæti haldið áfram eftir að gripið var til geng islækknnarinnar í örvænt- ingu 1950. Og síðan hafa allar ráðstafanir Sjálfstæð- isflokksins í efnahagsmál- um kallast neyðarúrræði. En eitt hefur verið þeim sameiginlegt. Dýrtíðin hef ur magnazt ár frá ári og verðbólgan sligað efnahags kerfið án þess að Sjálf- stæðinsflokkurinn hafi hreyft hönd eða fót. Og hvers vegna ekki? Af því að gæðingar hans og mátt- arstólpar hafa grætt pen- inga á dýrtíðinni og verð- bélgunni. Það er alltaf sama sagan um Sjálfstæðis flokkinn. Pyngja örfárra einstaklinga má sín rneira um stefnu hans og ráðstaf- anir en heilittn og hjartað 1 öðrum flokkum. Nú reynir hann að leyna þessu með því að tala þremur tungum á alþingi Islendinga, en ber auðvitað það eitt úr být- um að verða sér til athlæg- is. Einu sinni enn er svo verkalýðshreyf ingunni kennt um ófremdarástand efna- hagsmálanna. Hún á að hafa komið öllu í kaldakol með heimtufrekju og eigingirni. En hvað segja staðreyndirn- ar um þetta? Tökum togara- útgerðina sem dæmi. Hún lýtur styrkja, sem eru orðnir hærri en kaup skipverjanna. En togaraútgerðinni er ekki nóg, að henni látið í té af samfélaginu ókeypis vinnu- afl. Hún berst samt í bökk- um af því að hít verðbólg- unnar og dýrtíðarinnar gleypir miklu meira en laun beirra, sem inna vinnuna af höndum og leggja aflann af mörkum. Þetta er gleggsta sönnunin um öngþveiti efna hagsmálanna, en sömu sögu sr að segja af flestum eða ullum atvinnuvegum íslend- inga. Vinnulaunin ráða ekki úrslitum, heldur dýrtíðin og verðbólgan, sem Sjálfstæðis flokkurinn hefur haft for- ustu um og ber ábyrgð á. Nú boða Sjálfstæðismenn þá speki, að verkalýðshreyf- ingin hafi farið óhyggilega að ráði sínu með því að af- sala sér vísitöluhækkun, sem hefði prðið að engu á tíu dögum með hækkun á land- búnaðarafurðum. Og hvers vegna er Sjálfstæðisflokkur- inn andvígur kaupbinding- unni? Af því að grundvöllur hennar er verðfesting og bann við því að hækka vörur og þjónustu. Flokkur allra stétta finnur til í buddu sér- gæðinganna. Og þeim sárs- auka vill hann leyna með því að tala þremur tungum. Frá Sjómannafélagi Hafnarfjarðar Skrifstofa fyrir félagið er að Vesfurgöfu 10. Opin frá kl, 5—6 alla virka daga nema Iaug- ardaga. Sími skrifstofunnar er 9 2 4 8 . Stiómin. Nýmœli í tillögu á alþingi - lðnaðurF sem rekinn er á þeim árslima, er aivinna er minnsf Tfflagan er flutt af sex þmgmönnom Alþýðuflokksins og Framsóknarff. SEX ÞINGMENN Alþýðuflokksins og Framsóknar- flokksins flytja á alþingi tillögu um iðnrekstur til að bæta úr árstíðabundnu atvinnuleysi. Þetta er algert nýmæli. Flutn- ingsmenn tillögunnar eru: Benedikt Gröndal, Björgvin Jóns- son, Pétur Pétursson, Karl Krjstjánsson, Áki Jakobsson og Halldór E. Sigurðsson. — Tillagan hljóðar svo: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að Iáta fara fratn ýtarlega rannsókn á því, hvort ekki sé framkvæmanlegt og hag- fellt að koma upp, þar í Iandinu sem árstíðabundið atvinnu- leysi er, iðnaði, sem rekinn sé á þeim árstíma, þegar önnur vinna er minnst. — Ríkisstjórnin leggi fyrir næsta reglulegt Alþingi niðurstöður rannsóknarinnar og álit uni málið.“ í greinargerð, sem tillögunni fylgir, segir: Hugmyndin um iðnað, er rek inn sé aðeins hluta úr árinu, er spröttin af þeirri staðreynd, að höfuðatvinnugreinar þjóðarinn- ar, sjávarútvegur og landbún- aður, eru báðar því marki brenndar, að þær eru árstíða- bundnar. VERKEFNI ÞEGAR MINNST ER AÐ GERA Til þess að tryggja fólki um land allt jafna atvinnu og tekj- ur allt árið þarf að finna verk- efni þá tíma ársins, sem minnst er. vinna við sjávarútveg og landbúnað á hverjum stað. Þetta hefur þegar verið reynt af hálfu ríkisins, t. d. með tunnusmíði á Norðurlandi, en þarf að gerast í miklu stærri stíl, ef að gagni á að verða. VETRARVERKSMIÐJA Ein „vetrarverksmiðja“ hef- ur fyrir stuttu verið stofnsett í landinu. Er það Fataverksmiðj- an Fífa í Húsavík, sem Sam- band ísl. samvinnufélaga kom á fót til þess að reyna slíkan árstíðabundinn iðnrekstur. FÍFA í HÚSAVÍK Fataverksmiðjan Fífa tók til starfa í apríl 1955. Vár henni fengið rúmgott húsnæði í bygg ingu Kaupfélags Þingeyinga og keyptar til hennar nauðsynleg- ar vélar, sem voru aðallega saumavélar. Kostuðu vélarnar, önnur áhöld, húsgögn og inn- rétting húsnæðis um 200 000 kn. 11 MANNS FENGU 150 ÞÚS. KR. VINNULAUN Á árinu 1955 starfaði verk- smiðjan aðeins fjóra mánuði og framleiddi 3720 vinnuskyrtur. Höfðu 10 konur og 1 karlmaður atvinnu við framleiðsluna, og voru greidd vinnulaún samtals 151 686 kr. í þessu fyrirtæki þurfti að binda 670 000 kr., ef taiinn er stofnkostnaður, efnis- kaup og annar rekstrarkostnað- ur. STARFSEMIN AUKIN í ár verð starfsemi Fífu meiri og framleioslan fjölbreyttari, starfsfólk 16—17 manns, og því enn meira að byggja á afkomu og árangri þessarar tilraunar en í fyrra. FLEIRI IÐNFYRIRTÆKI Þessi tilraun í Húsavík er mjög athyglisverð og gefu.r til- efni til ýtarlegrar rannsóknar á möguleikum þess, að fleiri iðnfyrirtæki verði sett upp víðs vegar um landið. Þarf að athuga, hvers konar iðnaður er hugsanlegur og hvað ríkisvald- ið þarf að gera til þess, að hægt verði að koma honum á fót og Minningarorð Brynjólfur Björnsson frá Norðfin MIG langar til að minnast þessa nýlátna öldungs með nokkrum orðum. Það má með sanni segja að fagurt mannlíf sé hér á enda runnið. Æviskeið ið varð óvenjulangt, en vinum og vandamönnum þó til ánægju og eftirbreytni til síðustu stund ar. Brynjólfur Björnsson var fæddur á Stöðvarfirði 11. marz 1863. Ólst hann þar upp og dvaldi á heimaslóðum sínum fram á fertugsaldur. Var þá kvongaður, og hafði reist þar bú. Hann fluttist til Norðfjarð- ar skömmu eftir aldamótin, og dvaldi þar fram yfir 1940, og kenndi sig þá við Norðfjörð. Um þetta tímabil í ævi Bryn- jólfs má nánar lesa í Alþýðu- blaðinu 11. marz 1953. En þá varð hann níræður, og átti blað ið viðtal við hann í tilefni af- mælisins. — Eg, sem þetta rita, kynntist ekki Brynjólfi fyrr en hann var kominn yfir áttrætt. Þá fluttur hingað fyrir fáum árum. En hafði þá farið austur á sumrin, og dvalið þar hjá börnum sínum, er þar bjuggu. Þeirri reglu hélt hann meðan Dráttarbraut fyrir 2000 toma skip upp á Tilfaga á alþingi frá Björgvini Jónssyn. BJÖRGVIN JÓNSSON, þingmaður Seyðfirð'inga, flytur þingsályktunartillögu á alþingi um, að fela ríkisstjórnjnni að áætlun um kostnað og byggingu dráttarbrautar á Seyðisfirði fyrir allt að 2000 rúmlesta skjp. í greinargerð segir: „Fjórðungsþing Austfirðinga og fjórðungssamtök útgerðar- manna á Austurlandi hafa á undanförnum fundum sínum gert ályktanir um nauðsyn á byggingu stórrar dráttarbraut- ar í fjórðungnum. Hafa samtök þessi bent á Seyðisfjörð sem líklegasta staðinn á Austuri landi til þessarar starfrækslu. Á undanförnum árum hefur fiskveiðifloti Austfirðinga vax ið mjög að skipatölu og rúm- lestafjölda. T. d. má nefna, að | skip, og fyrirsjáanlegt er, að með aðgerðum núverandi hæstv. ríkisstjórnar mun floti þessi aukast að mun á næstu árum. Aðstaða er hins vegar engin til viðgerða á þessum skipurn. Við svo búið má ekki standa. Að auki kemur svo hitt, að rökstudd vissa er fj r- ir því, að smíði stálskipa mun á næstu árum færast að miklu leyíi inn i landið. Ein styrkasta stoðin, sem rennur undir jafnvægi í byggð landsins, er dreifing þungaiðn- í lok þessa árs verða gerð út aðarins. Tillaga þessi er flutt í frá Áústúrlandi 5 botnvörpu-í (Frh. á 7. SÍÖO.) Brynjólfur Björnsson. • hann gat. Er við höfðum kynnst lítilsháttar tók ég að mér að hreinskrifa fyrir hann Ijóð hans og kviðlinga, sem hann átti í ófullkominni uppskrift, en hann var þá tekinn að missa sjón. Svo skrifaði ég einnig fleira af því, sem hann hafði samið. Tók hann eins konar ástfóstri við mig fyrir þetta, og hefði það verið ærið nóg end- urgjald, þó að annað gjald hefði ekki komið til, sem þó varð. Þetta hef ég talið mér sérstaka heppni. Það var gott að kynnast þessum öðlingi. Hann var prúður, og nærri elskulegur í öllu dagfari, og hef ég fáum, eða jafnvel eng- um kynnst slíkum. Hann var innilega trúaður, og fól guði sínum og frelsara allt sitt ráð, og hafði gert það frá barnæsku. Hann orti nokkra fagra sálma, þótt enginn þeirra sé í sálma- bókinni. Brynjólfur var prýði- lega hagorður, og fór vel með það eins og annað. Hann var ræðinn og fróður um margt, og stálminnugur fram á elliár. En þó farið að förlast minni aílra síðustu árin, og einnig var sjón in sama og enginn orðin. — Brynjólfur dvaldi hér hjá dætrum sínum, Bjarnheiði og Þórdisi, eftir að hann kom að austan. Fyrstu árin var tengda- sonur hans, Magnús Guðmunds son, maður Bjarnheiðar á lífi. En hann fórst í flugslysinu, þegar Glitfaxi hvarf í Faxa- flóa. Saknaði Brynjólfur hans Franahald á 7. síöa.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.