Alþýðublaðið - 02.11.1956, Page 4
«
AlþýSubíagiS
Föstudagur 2. nóv. 1950
Útgefandi: ATþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsaon.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmamoo.
Blaðamenn: Björgvin Guðmunduon og
Loftur Guðmundsson.
Auglýsingastj óri: Emilía SantúelsdólUí.
Ritstjómarsímar: 4901 og 4902.
Afgteiðslusími: 4900.
Alþýðuprentsmiðj an, Hverfisgðtu 8—10.
\
S
S
s
S
i
<
s
I
s
:S
S
s
s
s
s
s
s
S
s
s
s
S'
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
*
i
í
s
s
s
$
s
s
l
I
i
s
s
s
s
s
s
s
V
s
Ein lítil fyrirspurn
ÞAU TÍÐINDI, að Bretar
og Frakkar fara með hern-
aði gegn Egyptum, þykja að
vonum furðu sæta á Vestur
löndum. Hér skiptir minnstu
máli, hvort um er að ræða
vopnaða íhlutun eða árás. Að
alatriðið er sú staðreynd, að
athafnir Breta og Frakka
brjóta í bága við sáttmála
Sameinuðu þjóðanna og til-
gang Atlantshafsbandalags-
ins. Tvær þjóðir, sem sæti
eiga í öryggisráðinu og valizt
hafa til forustu um friðsam
lega samskipti í heiminum,
grípa til ofbeldis, stofna
friðnum í hættu og setja
blett á heiður sinn.
Sameinuðu þjóðunum hef
ur vissulega ekki tekizt að
koma í veg fyrir ofríki, kúg-
un og yfirgang, þrátt fyrir
allt sitt góða og þakkarverða
starf á undanförnum árum.
Einu sinni hafa þær, hrundið
slíkri svívirðingu með valdi,
en oft horft aðgerðalausar á
óhæfuna og síðast nú, er
rússneskir skriðdrekar hafa
brytjað niður þúsundir
manna í Ungverjalandi.
Veikleika þeirra og skapleysi
ber að harma. En athæfi
Breta og Frakka gagnvart
Egyptum er þeim ekki síður
alvarlegt áfall en yfirdrottn-
un og grimmd Rússa í Mið-
og Austur-Evrópu. Hér ger-
ist það í fyrsta sinn, að lýð-
ræðisþjóðir virða sáttmála
þeirra að vettugi. Sá atburð-
ur markar alvarleg tímamót,
sem Vesturlandabúar áttu
naumast von á. Allsherjar-
þingið hefur verið kvatt sam
an til aukafundar og fær
sennilega tvö verkefni til
meðferðar: Annars vegar at-
burðina í Ungverjalandi,
hins vegar herhlaup Breta
og Frakka. Hér skal engu
spáð um úrslit þar. Hitt er
augljóst, að svo mjög hefur
verið brotið í bága við sátt-
mála og tilgang Sameinuðu
þjóðanna, að líf þeirra og
framtíð liggur við. Helzta
von smáríkjanna er sú, að
Bandaríkin hafi forustu um
afstöðu, sem fordæmi það, að
ofríkinu sé unað.
Augu heimsins beinast
næstu daga að hinum ungu
alþjóðasamtökum, sem eiga
svo mjög í vök að verjast.
Vonandi tekst innan vé-
banda þeirra að binda enda
á þá atburði, sem eru öllu
mannkyni áhyggjuefni. En
sætt eða málamiðlun mun
naumast breyta þeirri skoð-
un, að Rússar hafi svikið
málstað Sameinuðu þjóð-
anna og Bretar og Frakkar
brugðizt honum, þegar sízt
skyldi. Og þeim aðilum verð-
ur erfitt að treysta fyrr en
fengin er trygging fyrir því,
að raúnveruleg stefnubreyt-
ing hafi átt sérstað. Samstarf
lýðræðisríkjanna hefur aldr-
ei verið nauðsynlegra en í
dag. Það verður að efla af
stórhug og framtakssemi. En
þátttaka þeirra aðila, sem nú
hafa gerzt sekir um hneyksl-
anlegt atferli, er harla vafa-
söm. Umburðarlyndi við ó-
sómann varð gamla þjóða-
bandalaginu að falli, og Sam
einuðu þjóðirnar standa eða
falla með því, að hugsjónir
þeirra séu í heiðri haldnar.
N
S
S
s
s
******* s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Alvarleg tímamót
s
(*'•*•*’
’£
MORGUNBLAÐIÐ undr-
ast það, að Alþýðuflokkurinn
skuli geta verið í stjórn með
Alþýðubandalaginu, fyrst A1
þýðúblaðið sér ástæðu til að
gagnrýna aumingjaskap þess
í utanríkismálum. Að þessu
tilefni skal borin fram ein lít
il fyrirspurn:
Var Sjálfstæðisflokkurinn
samþykkur utanríkisstefnu
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
$
s
c
Sósíalistaflokksins eða Sósí-
alistaflokkurinn samþykkur
utanríkisstefnu Sjálfstæðis-
flokksins, þegar Ólafur
Thors var forsætisráðherra
og Brynjólfur Bjarnason
menntamálaráðherra forðurn
daga og sællar minningar?
Bjarna Benediktssyni ætti
ekki að verða skotaskuld úr
bví að svara.
Sandpappír
Höfum fyrirliggjandi sandpappír, smergelpappír
og smergelléreft í flestum grófleikum.
Sérstaklega hagstætt verð.
Harpa U.
Einholt 8.
Jónas Jónsson frá Hriflu:
legum
FYRIR nokkru voru mikil
fundahöld í Svíþjóð í sam-
bandi við ofnautn áfengis eftir
að skömmtun var aflétt í land-
inu. Taldist mönnum svo til,
að ríkið hefði auk venjulegs
hagnaðar af áfengissölunni síð-
an skömmtun hætti grætt sem
svaraði 800 milljónum ís-
lenzkra króna. Drykkjuskapur-
inn hefur stóraukizt í Svíþjóð,
einkum er ölæði unga fólksins
ægilegt. Vitrir og þjóðhollir
menn óska að hægt væri að
nota allan. hinn illa fengna á-
fengisgróða til að bæta úr
þessu þjóðarböli. En það er
hægara að græða á áfengisverzl
un heldur en að bæta úr áhrif-
um ofdrykkjunnar.
Ef til vill var það tilviljun,
að einmitt sömu dagana og Sví-
ar stóðu þrumu lostnir á bakka
áfengiseflarinnar, var sýnt í
Stokkhólmi kvöld eftir kvöld í
þjóðleikhúsinu ægilegasta bók-
menntalýsing, sem til er af böli
áfengisneyzlunnar. Það er hið
mjög umtalaða leikrit O’Neill
um eyðilegging heillar fjöl-
skyldu af völdum vínsins. Gáf-
uð, velmennt og listræn hjón,
tveir synir þeirra og þjónustu-
stúlkan á heimilinu koma fram
á sjónarsviðið, þátt eftir þátt,
merkt eitri og spillingu áfeng-
is. Skáldið hafði fyrir sér á-
kveðnar fyrirmyndir þannig að
hlutverk hans er skrásetning-
in. Hún er verk mikilsrithöfund
ar, sem raðar sannsögulegu
efni á þann hátt, að áhrifin
verða djúptæk og ógleyman-
leg. Þessi sjónleikur er svo
sorglegur, að hann mundi tæp-
lega seiða í leikhúsið áhorfend-
ur þúsundum saman, viku eft-
ir viku og mánuð eftir mánuð
til langrar og nokkuð þreytandi
setu, ef þjóðin væri.ekki skelk-
uð af óvæntri innrás áfengis-
sýki á háu stigi, þar sem fátt
er um öruggar varnir móti að-
steðjandi hættu.
En Svíar eru ekki einir í
hættu á áfengisveginum. Hér á
landi er áfengisneyzlan óstjórn
leg og meira áberandi heldur
en í nokkru öðru nálægu landi.
Hér er ekki stefnt að því að
vekja umræður um vínspillingu
þjóðarinnar í heild, heldur lít-
inn en þó háskalegan þátt henn
ar. Er þar átt við hina ótrúlegu
vínnautn manna, sem vinria um
Iengri eða skemmri tíma ársins,
en mest á sumrin, fjarri heim-
ilum sínum og búa í tjöldum
eða skálum við vinnu í þágu
þjóðfélagsins. Er hér um að
ræða mikið fjölmenni, sem
starfar við vegi eða hafnar-
gerðir, síma, raflagnir, síldveið
ar, við að reisa opinberar bygg-
ingar, skóla, sjúkrahús, leik-
velli, félagsheimili o. s. frv.
Langflestir starfsmenn við þess
ar framkvæmdir búa mánuðum
saman fjarri heimilum sínum.
Þeir vinna fyrir sig og mann-
félagið. Mjög mikið af þeim
framkvæmdum, sem ríkið og
bæjarfélög láta vinna að til al-
menningsheilla, er verk þess-
ara atorkusömu viðlegumanna.
Þeir fá gott kaup og vinna fyr-
ir því en þeim leiðist oft mjög
í frítímum sínum og þá vita
margir þeirra ekki hvað þeir
eiga af sér að gera í hvíldar-
stundum.
Mjög mikið af þessum við-
legumönnum fá eftir gildandi
verkamálaskipulagningu tvo
sunnudag aðra hvora viku. Þá
er lítið við að vera. Þá fer mörg
um þeirra að leiðast lífið yfir
helgina og tómlegt heima í skál
anum eins og jafnvel Gretti
leiddit sfásinnið uppi á fjöllum.
Fjölmargir af þessum vinnu-
mönnum þjóðfélagsins leita í
iðjuleysinu um helgar eftir til-
breytingu með áfengisnautn,
einkum á skemmtunum í þorp-
um og byggðum. Þar leita
drukknir karlar og konur
stundargleði við að drekka úr
hófspori svokallaðrar menn-
ingar. Þegar líður á mánudags-
nóttina leita ölvaðir viðlegu-
menn til vinnustöðvarma, oft
lítt færir til vinnu þann dag.
Mjög oft hafa þeir eytt viku-
kaupi sínu eða meira yfir helg-
ina. Síðari hluta hverrar viku
leita forstöðumenn þessara
skemmtistaða eftir áfengissend
ingum frá næsta „ríki“. Lands-
sjóður fær peningagróðann ai
hvíldardagahaldi þessara vinnu
manna þjóðfélagsins.
Flestir munu játa að hér sé
um að ræða mjög óheilbrigt
helgidagahald. Auðvirðilega
skemmtun, óhæfilega fjár-
eyðslu heimilisfeðra, sem van-
rækja skyldur við vandamenn
sína og ungra námsmanna, sem
ganga í þessum spillingarbæl-
um fyrstu og hættulegustu
sporin á drykkjubrautinni.
Mannfélagið ber höfuðábyrgð
á þessari mannlífseymd. Við-
legumennirnir starfa fyrir þjóð
félagið og það selur þeim eld-
vatnið dýru verði. Meinsemdin
liggur í iðjuleysi og andleysi
helgidaganna. Ef menn eiga að
geta bætt úr meinsemdinni,
þarf að uppgötva ný og viðeig-
andi verkefni fyrir heimilis-
lausa verkamenn, sem leiðist
um helgar og sóa þá peningum
Framhald á 7. síðu „
KVENNAÞAtTUR
Ritstjóri Torfhildur Steingrímsdóttir #######################J
HVAÐ ER NAUÐSYNLEGT
TIL AÐ MYNDA HAM-
INGJUSAMA FJÖLSKYLDU?
FYRST af öllu þarf til þess
eiginmann og eiginkonu, sem
elska hvert annað nógu mikið
til að standa staðföst hvort við
annars hlið í erfiðleikum, hve
þungir sem þeir kunna að vera.
Þau verða einnig að kirnna að
meta hvort annað þegar allt
gengur veL
Ennfremur þarf börn, sem
eru elskuð aðeins sjálfra sín
vegna, en ekki til þess að varð-
veita með því stolt og heiður
foreldranna og fyrirætlanir
með þessi sömu börn.
Þess fyrir utan þarf að bæta
við þetta vingjarnlegu félags-
lyndi þannig að öll fjölskyldan
hafi áhuga fyrir hinum sem
heild, sem allir eigi sameigin-
leg markmið og áhugamál. Það
þarf jafnvel að ganga svo langt
að meðlimir fjölskyldunnar
finni ánægju í því að starfa sam
an við og við að minnsta kosti.
Samvinna verður sem sé að
vera með. Fjölskyldubrandarar
?ru nauðsynlegir, fjölskyldu-
venjur einnig, góðlátleg stríðni
iafnvel, en þá aðeins sú tegund
hennar er framleiðir vinsam
legt bros, ekki sú er særir
hjartað. Það þarf mikið af
hlátri. Ekki háværum yfirborðs
hlátri, heldur innilegum hlátri
sem stafar frá gleði hjartans og
af þörf fyrir að láta þetta gleði-
merki í ljós. Tilfinningasemi er
ekki ofaukið. Það þarf að
minnast á réttum tíma og á rétt
an hátt, afmæla og hverskonar
annarra helgidaga. Það þalrf
einnig að hafa gæzku og trú,
sem hlýjar og þægir í erfiðleik-
um. Trú sem gefur von og kær
leika og trú á hið ókomna. —■
Þetta er nauðsynlegt.
... " V
HÚSRABB.
Þegar þið eruð að hræra kök-
ur í skál og hún vill renna á
börðinu, er ágætt að láta undir
hana raka diskaþurrku, sem
mun hindra að hún renni út
úr höndum yðar.
Það er góð venja og ber hirðu
semi vitni, að láta aðeins sams-
konar diska í hvern stafla í
diskaskápnum. Ennfremur er
ekki rétt að láta nema sams-
konar hluti hverfa hvern að
baki öðrum í skápum yfirleitt.
Heitir litir beina til sín at-
hyglinni og gera hlut þann er
þeir eru málaðir með stærri.
Kaldir litir aftur á móti minnka
hvern þann hlut er þeir
skreyta.
Svo eru hér loks haustkjólar
fyrir bæði frúna og ungfrúna
samkvæmt hausttízkunni.