Alþýðublaðið - 02.11.1956, Side 5

Alþýðublaðið - 02.11.1956, Side 5
Fösíudagur 2. nóv. 1958 Alþýlíubladii s KVIKMYNDIRNAR eru eitt af mestu menningartækjum nú- tímans. Að sjálfsögðu er .hægt að misnota þetta menningar- tæki, en þannig er um alla skap aða hluti, enda hefur það verið gert og er enn. En þær eru eins og það, sem fólk vill lesa, fólk vill sjá allt, kynnast öllu svo að það fái tæ'kifæri til að velja og hafna. — Kvikmyndalistin er ekki gömul, en þannig er og um flest það sem setur, mestan svip á nútímann, svo stórkost- legar hafa framfarirnar orðið síðustu öld. Fólk sækir mjög kvikmynda húsin hvar sem er í heiminum. En ég efast um að nokkurs stað ar sé aðsóknin eins mikil og hér í Reykjavík. Hér eru átta kvik myndahús. Þau munu taka í sæti um 3500 gesti. Það mun láta nærri að um helgi sæki um 15 þúsund gestir kvik- myndahúsin. Þetta er mikið begar haft er í huga, að hér eru aðeins um 60 þúsund íbúar. ■— Miklir fjármunir fara í þetta hjá fólki, en yfirleitt er það góð skemmtun að fara í kvikmynda hús, jafnvel þó að myndirnar séu misjafnar, eða allt frá morð reyfara og káboy slúðri upp í frábær listaverk gjörð. eftir foeztu snildarverkum heims- foókmenntanna. Ef til vill veld- nr einangrun okkar nokkru um foina miklu aðsókn að kvik myndasýningum. Elzta kvikmyndahús landsins er hálfrar aldar gamalt í dag. Það hefur verið nágranni Al- jþýðublaðsins í nokkra áratugi •— og allt af góður nágranni, fover svo sem verið hefur hús- foóndinn þar. Gamla bíó tók til starfa þegar aðeins voru ellefu ár liðin frá því, að fyrst var farið að sýna kvikmyndir í foeiminum. Það var danskur stórkaupmaður, Warburg að nafni, sem setti Gamla bíó á stofn. Hann hafði haft nokkuð samband við Eskifjörð og gegn um þau sambönd fékk hann fougmyndina um kvikmynda- sýningar í Reykjavík. Réði foann tvo menn til þess að stjórna fyrirtækinu, sem báð- ir voru danskir. Annar, Albert JLiind, kom frá Kaupmannahöfn til starfsins, en hér var P. Pet- ersen ljósmyndari og átti hann eftir. að koma mjög við sögu kvikmyndahússins. Hinn 10. október árið 1906 birtist svohljóðandi auglýsing í ísafold: „Reykjavíkur Biograftheater byrjar í þessum mánuði í Breið fjörðshúsi, sýningar sínar á lif andi myndum. Nýtt prógram hverja viku Sýning á hverju kvöldi. Hljóðfærasláttur og rafiýsing. Úr prógrömmunum má nefna: Hs. Hátign Friðrik 8. tekur við konungdómi. Alþingismenn í Khöfn, og margt annað. sínum forráð. Enda fengu I stjórnendur að kenna á þessu. Ókvæðisorð voru skrifuð á ,.plaggöt“ hússins og æpt var á I sýningum. Sami maður vann i við mótor hússins. Að vísu átti hann að vera dyravörður, en vegna mistaka mætti mótor maðurinn sjaldan og varð kunn ingi minn þá bæði að gæta mót- orsins og dyranna — og var því á sífelldum þönum. Petersen starfaði þannig við kvikmyndahúsið frá" byrjun, en hann keypti eignirnar árið 1913 — og átti þó ekki fyrir Hafliði Halldórsson. Ath. Sýningarskálinn verður byggður til batnaðar.“ Auglýsing ber öll merki tíma, sem þá voru. Þá var Reykjavík að breytast úr því að verða hálfdanskt sjávarþorp í ís- lenzkan höfuðstað. En í mörgu var að snúast, enda merkilegt fyrirtæki að taka til starfa: Kvikmyndir, raf lýsing, hljóðfærasláttur. Þetta hlýtur að hafa verið eins og sprengikúla í bæjarlífinu. Sýningar gátu þó ekki hafist í október, en þær hófust 2. nóv- ember. Margar hrakspár fylgdu fyrirtækinu úr hlaði og allmik- il andúð var á því. Gamall mað ur, sem ég hef talað við, hefur sagt mér, að margir hefðu álitið hér vera um hið mesta forað að ræða, sem myndi eyðileggja þjóðina, kenna henni lausung og saurlifnað, jafnvel glæpi og auk þess eyða fjármunum manna, sem aldrei vissu fótum Félag ísl. hljóðfæraleikara hyggsf koma á fóf hljómlisfarskóla Skólinn á að taka til starfa eftir áramót. Á AÐALFUNDI Félags íslenzkra hljóðfæraleikará í marz síðastl. var ákveðið, að félagið kæmi á fót hljómlistarskóla. — Hefur nú verið ákveðið að skóli þessi taki til starfa upp úr ára- Knótunum, í byrjun janúarmánaðar. Stjórn FÍH og skólaráð hins færi. Hafa nokkrir færustu nýja skóla ræddi við blaðamenn í gær. TIL MENNTUNAR ÍSL. HLJÓÐFÆRALEIKURUM Formaður skólaráðsins, Þor- valdur Steingrímsson skýrði svo frá, að væntanlegur hljóm- | listarskóli væri stofnaðuí til menntunar íslenzkum hljóð- færaleikurum, jafnt byrjend- um sem þeim, er lengra væru komnir. Yrði í skólanum kennt allt, er við kæmi starfi hljóð- færaleikai^. Nemendum yrði gefinn kostur á því að kynnast ^ starfi hljóðfæraleikara í hljóm sveit, jafnframt þjálfun og kennslu á ýmis konar hljóð- í hljóðfæraleikararnir verið váld ir til þess að kenna við skólann. MARGAR GREINAR KENNDAR Þessar greinar verða kenndar við skólann: Fiðluleikur, kenn- ari Þorvaldur Steingrímsson, lógfiðluleikur: Sveinn Ólafsson, cello: Jóhannes Eggertsson, kontrabassi: Jón Sigurðsson, flauta: Ernst Norman, oboe: Paul Pudelsky, klarinett: Vil- hjálmur. Guðjónsson og Gunnar Egilsson, fagott: Hans Ploder, saxofónar: Vilhjálmur Guðjóns son, Þorvaldur Steingrímsson, Sveinn Ólafsson, trompet: Framhald á 7. síðu. Hilmar Garðarsson. þeim, en þetta átti framtíðina fyrir sér. Breiðfjörðshúsið við Bröttugötu reyndist fljótt bæði alltof lítið og ófullkomið, og eiga þó margir Reykvíkingar góðar minningar þaðan, því að alltaf fin'nst öllum að kvikmynd irnar í gamla daga hafi verið miklu betri en nú, og þannig mun þetta verða á öllum tím- um. Árið 1925 hóf Petersen byggingu núverandi Gamla bíós við Ingólfsstræti og þar tók kvikmyndahúsið jál starfa árið 1927. Vandaði Petersen til hússins hið bezta, enda full- nægir það enn ströngustu kröf um. Árið 1939 seldi Petersen kvikmyndahúsið hlutafélagi, sem stofnað hafði verið til kaupanna og eru forstjórar nú Hafliði Halldórsson og Hilmar Garðarson. Bíópetersen, eins og Reykvíkingar kölluðu hann og hann undi sjálfur vel við, fluttist alfarinn til Kaupmanna hafnar og þar rekur hann kvik myndahús. Hann var mjög vin- sæll maður og sáu margir eftir honum. Hinir nýju forstjórar hafa haldið .vinsældum kvik- myndahússins, enda má full- yrða um leið og það er elzta kvikmyndahús landsins, er það um leið hið virðulegasta, hefur sýnt fjölmargar ágætar mynd- ir — og sáralítið af rusli. Það hefur og vakið athygli fyrir hóf samar auglýsingar og virðist mönnum því, sem þeir geti treyst auglýsingum þess til fullnustu. Margar framfarir hafa orðið í heimi kvikmyndanna síðan Gamla bíó tók tTT starfa fyrir hálfri öld, en það hefur fylgst með þeim öllum — og alltaf haft hraðan á í því efni. Nú, á hálfrar aldar afmælinu, hefur það sýningar á svokölluðum Cinemascope-myndum, en Cinemascope er fullkomnasta töku og sýningaraðferð, sem þekkist nú. Gamla bíó er virðulegt fyrir tæki, Það nýtur mikilla vin- sælda — og við sem notið höf- um gestrisni .þess og fylgst höf . um með störfum þess, þökkum N G Þ A (Frh. á 3. síðu.) Núverandi ríkisstjórn hefur verið mjög dugleg við að skipa nefndir, síðan hún kom til valda. Þetta er fyrst og fremst merki um það, að hinir nýju ráðherrar eiga mikið af ábuga- málum og vilja koma mörgu til leiðar — þó ekki fvrr en málin hafa verið vel undirbúin. Hvað er nefnd? Það eru tveir eSa fleiri menn, sesra falið er að vinna ákveðið verk. Auðvitað verða ráðherr- arnir að fela hinum og þessitm sérfróðum irthnuin undir- búning mála — þeir geta ekki gert allí sjálfir. Áhugaleysi og dej'fð var orðið einkenni íhaldsráðherr- anna, sem setið höfðu í ríkisstjórnum í 14 ár. Og áhugalausir menn skipa engar nefndir. Þess vegna fárast íhaldsmenn yfir áhugamálum og nefndum hinna nýju ráðherra. o—o o-—o o—o íhaldsmönnum hefur þótt stjórnarantístaða vera ábyrgðar- laus undanfarin ár, þegar þeir voru í stjórn. En nú eru þeir verri en nokkur andstöðuflokkur hefur verið að þessu leyti. Bjarni Benediktsson hefur meira að segja tekið við hinu gamla hlut- skipti Einars Olgeirssonar, að vera allra þingmanna málug- astur og flytja helzt ekki minna en klukkutíma ræðu hverju sinni. Þingmenn hafa hlustað á Bjarna höggdofa — ©g undrast hin andlegu heljarstökk hans stóriega. Slíka póli- tíska fimleika hefur ekki getið að Mta á þimgi fyrr. Hanu var áður einn aðal fylgismaður jafnvægisstefnunnar í efna- hagsmálum, en ræðst nú á þá stefnu og vegsamar verð- bólgustefnuna. Bjarni hefur til skamms tíma verið á móti uppsögnum manna úr Keflavíkurvinnu, en ræðst nú á dr. Kristinn fyrir að hafa ekki sagt fleirum upp. Hann hefur fylgt fjármálastefnu undanfarinna ára, en segir nú, að sú stefna hafi alls ekki spyrnt gegn verðbólgunni. Þannig mætti Iengi telja. o—o o—o o—o Almenningur tók ekki mikið eftir fyrstu ályktunartillögu Sjálfstæðismanna á þessu þingi. Hún var um það, að ríkið gefi bændum eftir milljónir, er veittar voru í harðindastyrki í fyrra. Það mál verður sjálfsagt athugað vel á öðrum vettvangi, en að fleygja slíkri tillögu inn í alþingi, er einmitt framferði, sem Sjálfstæðismenn sjálfir kölluðu „ábyrgðarlaus yfirboð“, þeg- ar þeir voru í stjórn! o—o o—o o—o Björn Ólafsson, heildsalinn og kólakóngurinn, á við þá erfiðleika að stríða á alþingi og utan þess, að hann skortir al- gerlega þau klókindi, sem einkenna málflutning flestra ann- arra heldri manna íhaldsins. Þess vegna gloprar Björn oft út úr sér sannleikanum um viðhorf íhaldsins til mála, sem hinir dul- búa eftir aðstæðum. Þetta kom til dæmis fyrir Björn í umræðunum um dýrtíðarmálin snemma í þessari viku. Hann sagði hrern- lega, að binding kaupsins hefði verið ágæt, en binding verðlagsins afleit. Þetta er eínmitt Mnn sanni hugur í- haldsins: Það þarf að binda kaup verkafólksins, en heild- salar, kaupmenn og iðnrekendur eiga að \æra frjálsir að því að hækka verðlagið eins og þeim sýnist! ■% t.f Lögin við gömlu dansana: 1. Nóttin og þú..............eftir B-6. 2. Akranes-skórnir ..........eftir Þórð skóara. 3. Iieim Yil ég ............. eftir'Pvíbein. 4. Greikkum spor............. eftir Nóa. 5. Sonarkveðja...............eftir Es-dúr. 6. Þú gafst mér allt.........eftir Mörlanda. 7. Á gömlu dönsunum (Hæll ogtá) eftir Jóa. Lögin við nýju dansana: 1. Bláu augun eftir Baldursbrá. f 2. Hvítir svanir.............eftir Ómar. 3. Kveðja förusveins ........eftir Jónas. 4. í maí.....................eftir E. S. 5. Þú ert vagga mín, haf.....eftir Háseta. _ 6. Viltu koma?...............eftir Glettinn. 7. Við gluggann .............eftir, Donna. Gjörið svo vel að setja kross (x) framan við nöfn þriggja laga, í hvorum flokki, — þeirra, sem yður þykja bezt. Nafn:.......... Heimilisfang: HÉR MEÐ fylgir atkvæða seðill Danslagakeppni S.K.T. 1956, er nú stendur yfir. Væntanlegir þátttakendur í atkvæðagreiðslunni eru hvattir til að varðveita blaðið og at- kvæðaseðilinn, þangað til út- varpað verður frá keppninni. En það verður væntanlega fljót lega, og þá tilkynnt með fyrir- vara. Til verðlauna er að vinna með þátttöku í atkvæðagreiðsl- unni. ; Þeir, sem merkja við þaiv (Frhu á 7. síðu.)

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.