Alþýðublaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.11.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 6. nóvember 1956. AlþýgubragrS i. _ FORSETI ÍSLANDS, herra Ásgeir Ásgeirsson, sagði í ræðu, sem hann í'lutti hinn 1. ágúst síðast liðinn, þegar hann var öðru sinni settur inn í hið virðu Jega embætti: „Hér stendur lýðræði og þing ræði föstum fótum. Norrænu eðli og stjórnarfari verður ekki kippt upp með rótum á svip- stundu. Frá upphafi hafa ís- Jendingar borið saman ráð sín. Og enn byggjum vér á því, að frjálsar umræður séu örugg- asta leiðin til að nálgast svo sannleik og réttlæti, sem enn er framast áskapað að geta náð. Ólíkar stefnur eru jafnan uppi. ,,En það er enginn skaði,“ seg- ir Jón Sigurðsson, ,,þó mein- ingamunur sé, heldur getur orð ið skaði að, hvernig meining- unum er fy!gt.“ Það er einmitt það, sem gerir muninn, einnig með lýðræðisþjóðum, hvernig meiningunni er fylgt fram. Það er hvort tveggja til, að flytja svo mál sitt, að mest sé byggt á fáfræði og ofstæki áheyrenda, eða á hinn veginn að tala til heilbrigðrar skynsemi og þjóð- hollustu. En um ofbeldi tii að koma fram máli sínu þarf ekki að ræða hér á landi.“ í vor fylgdist ég sem óvirk- ur áheyrandi og áhorfandi með hinni hörðu baráttu flokkanna í alþingiskosningunum, las Stefnuyfirlýsingar og greinar í blöðunum, hlustaði á málflutn- ing frambjóðenda á fundum og í útvarpi og bar saman frásagn- ir blaðanna um frammistöðu hinna ýmsu aðila í málasenn- iim. Forseti íslands áréttar þannig orð hins mikla foringja Islendinga, Jóns Sigurðssonar: „Það er einmitt það, sem gerir muninn, hvernig meiningunni er fylgt fram.“ Hann bendir á hinar tvær gjörólíku.Ieiðir til málflutnings, og minnir síðan með þessum orðum á hengiflug ið. „Um ofbeldi til að koma fram máli sínu þarf ekki að ræða hér á landi.“ Þessi kafli í ræðu forsetans mun hafa — eftir það, sem á undan var gengið —- ýtt við mér, svo að ég ákvað að skrifa greinarkorn um bá ófyrirleitni, það menningarlevsi og þá furðulegu trú á lvgina, sem er oft ærið áberandi í málflutn- ingi á oninberum vettvangi með þessari þjóð. II. í lýðræðislandi heldur sá flokkur eða sú flokkasamstevpa nm stjórnartaumana, sem hef- ur hlotið meirihluta greiddra atkvæða við þingkosningar. Því ber ekki að neita, að til eru margir kjósendur, hér á landi og annars staðar, sem hafa hvorki vit né þekkingu til þess að gera sér grein fyrir þjóðmál- um. Þessir kjósendur hljóta alltaf að greiða atkvæði fyrir áhrif vandamanna, vina eða húsbænda. Þá er og til margt svo ístöðulítilla eða kærulausra kjósenda;' að þeir verða ávallt bitbein stjórnmálalegra áróð- ursmanna, og svo falla þá at- kvæði þeirra á þennan eða hinn frambjóðandann án tillits til þess, hvaða ráð skynsemi þeirra kynni að gefa þeim, ef þeir beittu henni til athugunar málavöxtum og manngildi. En þrátt fyrir þetta er það stað- reynd, að svo margir hafa vits- muni, þekkingu og skilning til að mynda sér skoðanir, að úr- slit kosninga ættu að verða þeim mun heillavænlegri, sem kjósendur fengju gleggri og skilorðari greinargerðir fyrir stefnu flokka, gangi og úrslit- um mála og gerðum ríkisstjórn ar og þingfulltrúa. Þess mætti því vænta, að þeir, sem tala1 Guðmundur Gíslason Hagalín: GREIN ÞESSI, sem birtist í nýútkomnu hefti Eim- reiðarinnar, fjallar um áróðurinn og ófyrirleitnina í ís- lenzkri þjóðmálabaráttu og er hörð gagnrýni á íslenzka blaðamennsku. Telur Alþýðublaðið hugvekjuna svo tíniá- bæra og athyglisverða, að því er ljúft að koma henni á framfæri við lesendur sína með góðfúslegu leyfi greinar- höfundar og ritstjóra Eimreiðarinnar, Guðmundar Gísla- sonar Hagalíns. Er ekki ósennilegt, að umræður verði um þetta mál, og tvímælalaust eiga aðfinnslur höfundarins erindi til allra hugsandi Islendinga. Niðurstaða Hagalíns er sú, að staðreyndirnar séu eng- an veginn virtar sem skyldi í blöðum, á fundum og í út- varpi, þegar kosningaþarátta fer fram hé á landi. Sagt sé mjög ósamhljóð’a frá upptökum og gangi mála, allir vilji þakka sér eða sínum flokki það, sem vel hefur verið gert og reynzt gagnlegt og vinsælt, og einum og sérhverj- um oftast mikið í mun að koma því á andstæðingana, sem illa hefur tekizt og orðið óvinsælt. Þá sé það mjög áþerandi, hve allir séu oftast samtaka um að ganga á svig við sannindi, sem þeir hyggi, að illa láti i eyrum kjósenda. Einnig skeri það mjög í augu, hve lítt hinum ýmsu blöðum beri saman um fylgi flokkanna á fundum og framgöngu ræðumanna í málasennum. Loks sé heldur ekki fágætt að dæma úr leik mál og málstað með því að sverta forvígismennina og án þess að bera fram nokkur rök, sem við komi málinu sjálfu eða málstaðnum. máli flokkanna í ræðu og riti, kostuðu allir kapps um að segja sem sannast og réttast frá stað- reyndum, en síðan væri deilt út af því, hvaða ályktanir skyldu af þeim dregnar. En á þessu mundi ærinn mis- brestur á vettvangi íslenzkrar þjóðmálabaráttu. Engum, sem hefur til að bera meðalþekk- ingu og dómgreind og einhvern áhuga fyrir meðferð og úrslit- um þjóðmála, mundi geta dul- izt það, ef hann hefur haft tæki færi til að fylgjast með kosn- ingabaráttu hér á Iandi í blöð- um, á fundum og í útvarpi, að þar eru staðreyndirnar engan veginn virtar sem skyldi. Þar er sagt rnjög ósamhljóða frá upptökum og gangi mála, allir vilja þakka sér eða sínum flokki það, sem vel hefur verið gert og reynzt gagnlegt og vin- sælt, og einum og sérhverjum er oftast mikið í mun að koma því á andstæðingana, sem illa hefur tekizt og orðið óvinsælt. Þá er það og mjög áberandi, hve allir eru oft samtaka um að ganga á svig við sannindi, sem þeir hyggja, að illa láti í evrum kjjósendanna. Einnig sker það mjög í augu, hve lítt hinum ýmsu blöðum ber sam- an um fylgi flokkanna á funa- um og framgöngu ræðumanna í málasennum. Blað hvers flokks rómar fylgi sinna manna á fundunum, og sérhvert dusil- •menni verður í frásögn frétta- ritara síns flokks stríðskempa, sem leikur afar grátt jafnvel víðkunna og þrautreynda mála garpa úr flokki andstæðing- anna. Svo er þá ekki að því að spvrja, að um. sjálfa foringjana er skrifað í flokksblöð þeirra eins og væru þeir jafnóskeikul ir og páfinn í Róm er í vitund sannkaþólskra sálna. Ekki er hún heldur fágæt, sú fáránlega ósvinna, að dæma úr leik mál og rnálstað með því að sverta forvígismennina og án þess að bera fram nokkur rök, sem við komi málinu sjálfu eða mál- staðnum. Þessi hefur verið naz- isti, þessi er kommúnisti, þessi hefur skipt um stjórnmálaskoð- un — sterkari rök þarf ekki fyrir því, að mál, sem þessir menn flytja, sé fánýtt eða jafn- vel skaðlegt — eða skoðun þeirra á einhverju málefni frá- leit firra. III. Það er síður en svo, að þeir þykir með öllu ósæmilegt að grípa til á vettvangi daglegs lífs. Það er sem trúin á gildi og réttmæti blekkinga og ósann- inda hafi mengað þannig sjálft loftið á orrustuhóli íslenzkra þjóðmála, að upp á hann megi margur maðurinn alls ekki stíga fæti sínum, án þess að í hon- um sortni tungan. Og hversu er svo ástatt með- al þeirra almennu kjósenda, sem þannig eru að skynsemi og skapgerð, að þeir hafa skilyrði til að mynda sér skoðun og fylgja henni? Með tilliti til þess, sem hér er fjallað um, mundi mega skipta þeim í þrjá flokka. í ein- um þeirra eru menn, sem óháð- ir moldviðri blekkinga og ó- sanninda hafa valið sér þá leið á sviði stjórnmálanna, sem skvnsemi þeirra og að nokkru skapferli og lífsafstaða hefur vísað þeim. Þá könnumst við allir við hóp af mönnum, sem svo hefur sortnað fyrir augum á vettvangi þjóðmálanna, að þeir vilja þar helzt ekki nærri koma, greiða sumir alls ekki atkvæði við kosningar, en aðr- ir með hangandi hendi og þá helzt með tilliti til einstakra mála eða manna, sem þeim virð ast að skömminni skástir í svip menn, sem þannig flytja mál inn. En loks er svo ærinn fjöldi, ýkjulaust þúsundir kjósenda, sem. smátt og smátt hafa sefjazt sitt í blöðum eða á mannfund- um, séu óvandaðri í almennri viðkynningu eða í einkalífi sínu en aðrir borgarar þjóðfélags- ins. En sú lævíslega og löngum freistandi svarta lífsregla, sem er höfuðfjandi raunverulegs lýðræðis — alls réttlætis, alls jafnaðar, allrar mannúðar, allr- ar mannsæmandi þjóðfélagsþró unar — að tilgangurinn helgi tækin, hefur á sviði þjóðmál- anna gagnsýrt hugi fjölmargra, svo að þeir hika ekki við að beita þeim vopnum, sem þeim og þar með blindazt af iðkun stjórnmálaforystunnar á hinni svörtu reglu, hafa tamið sér af slíkri kostgæfni fylgi við sinn flokk, að þeir verja í líf og blóð allar hans gerðir og trúa hverju orði, sem málgagn hans flytur um hvers konar mál. Þar með eru þeir orðnir gersamlega rök- heldir, og svo er þá með öllu vonlaust að sannfæra þessa rnenn um neitt, sem brýtur í bág við boð eða bann flokksins, nema eitthvað alveg sérstakt komi til — og þá helzt persónn legs eðlis. Mundum við svo ekki vera kornnir nokkuð langt frá því, að það meirihlutavald, sem ríkir þessa eða hina stundina, sé til orðið fvrir skynsamlega athugun kjósendanna á stefnu flokka, gangi og úrslitum mála og gerðum ríkisstjórnar og þingfulltrúa? Hvort mundi, þegar svona er komið „meiningunni fylgt fram“ á heillavænlegan hátt fyrir þjóðina — menningu hen n. ar, frelsi hennar? Ég hygg, að svar þeirra, sem yfirvega málíð af ..heilbrigðri skynsemi og þjóðho]]ustu“, svari þessari spurningu neitandi. Þegar á- standið er orðið þannig, að höf- undar stjórnmálagreina og stjórnmálafrétta og forystu- menn, sem tala til þjóðarinnar á mannfundum, fara með blekk ingar. stýfa sannleikann og láta sér jafnvel ekki fyrir brjósti brenna að bera fram ósannindi — og þúsundir kjósenda hafa tamið sér að líta á allt, er stend ur í fJokksblöðum þeirra eða frara gengur af munni ein ■ I hverra af forystumönnum iflokksins sem óhagganlegt lög - mál til eftirbreytni við hvers i kcnar mikilvægar kosningar, þá er stutt að því gerði, sem skilur lýðræði og einræði. Er iþað svo óhugsanlegt, að flokk- ur, sem ætti öðrum ófyrirleitn ari foringja, færi yfir þetta gerði — og íorystumennirnir, sem einir mættu tala í heyr-- anda hljóði, flyttu ávarp til þjóðarinnar, þar sem þeir tjáðu henni ■— við dynjandi húrra- hróp og lóíaklapp hrifinna fylg- ismanna —, að þeir hefðu orðið að taka mm stundarsakir öJl völd & sínar hendur, til þess að koma í veg fyrir harðstjórn þeirra, sern setið höfðu á svik- ráðum við frelsi og réttlæti? IV. Þung refsing liggur við því aS stela fjármunum manna, ; hvort sem þar er gengið beint I að verki eða beitt lævísi og föls lunum; Þeim, sem slíkan verkn- jað fremja, er refsað með fang- I (Frh. á 7. síðu.) Frá Sameinuðu þjóðu Erflðleikar í landbúnaSi UPPSKERUÁRIÐ 1955-1956 var framleiðsla matvara og landbúnaðarafurða í heild í heiminum 3% hærri en árið áður. Verðlag landbúnaðaraí- urða fór hins vegar lækkandi og í flestum löndum eru með- altekjur bænda lægri nú en þær voru fyrir nokkrum ár- um. í mörgum iðnaðarlöndum hefur verið stefnt að því,- að framleiða einungis þær land- búnaðarafurðir, sem íbúar landsins þarfnast sjálfir. Sé hins vegar litið á landbúnaðar- málin í heiminum í heild má segja, að framboð og eftirspurn standist nokkurn veginn á. — Fyrningar eru í heild þær sömu og þær voru fyrir nokkr- um árum. Þessar upplýsingar eru í skýrslu FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sarn- einuðu þjóðanna), sem nýlega hefur verið birt. Það kemur fram í skýrslunni, að. í iðnað- arlöndunum virðist vera lögð meiri áherzla á byggingafram- kvæmdir en að yrkja jörðina. Fiskveiðar hafa hins vegar aukizt og bómullarræktun og ræktun brauðkorns, sem var í afturför, hefur aukizt nokkuð á ný. Trjáræktarþjóðirnar hafa aldrei flutt út jafnmikið af timbri og á síðasliðnu ári. Allir reyna að vera sjálf- um sér nógir. Aukning landbúnaðarfram- leiðslunnar varð mest í Norður- Ameríku og á Kyrrahafssvæð- inu, þar sem fyrningar vorú mestar fyrir. í hinum fjarlægu Austurlöndum hefur landbún- aðarframleiðslan einnig auk- izt. En bæði í Austurlöndum og á Kyrrahafssvæðinu varð framleiðslan um 10% minni en hún var fyrir stríð, þegar reiknað . er hlutfallslega við í- búatölu. •í vanyrktu löndunum hefur framleiðsla ‘eggjahvítitókrar fæðu aukizt, þ. e. framleiðsla kjöts og fisks. I iðnaðarlönd- unum, aðallega í Vestur-Ev- rópu. var framleiðslan svipuð og árið áður. í hinum síðar- nefndu löndum hefur verið lögð megin áherzia á að bæta gæði framleiðslunnar til þess að gera fæðuna sem marg- hreytilegasta. Heimaverzlunin með land- etnt alla búnaðarafurðir reyndist 5 % hærri en árið áður og er það nýtt hámark. En samanborið við vöxt heimsverzlunarinnar í heild er þetta ekki mikið, þar serti heimsverzlunin með allar vörur er nú 70% hærri en hún var á árunum 1934-1938. Nákvæmar rannsóknir hafa leitt í Ijós, að verzlun með kjöt, korn, epli, nokkrar fisk- tegundir og bómull hefur auk- izt mjög hægt og er sums stað- ar minni en hún var fyrir stríð. Hins vegar hefur verzlun með kaffi, kakó, banana og’ biaðapappír aukizt ört. Þær þjóðir, sem áður fluttu inn ail mikið af ’korni og öðrum þýð- ingarmiklum landbúnaðaraf- urðum stefna nú að því að framleiða sjálfar til eigin þarfa, því allar þjóðir vilja verða sjáifum sér nógar í fram leiðslu nauðsynja. Aðalvandamál landbúnaðar- ins um allan heim, og þó eink- um í iðnaðarlöndunum, er að framleiða landbúnaðarafurðir við vægu verði til neytenda og tryggja á sama tíma, að baend- ur íái viðunandi laun fyrir sína vinnu, segir í FAO skýrsl- unni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.