Alþýðublaðið - 08.11.1956, Side 4

Alþýðublaðið - 08.11.1956, Side 4
AlbýBufelain® Fimmtudagur 8. nóvember 1958 Útgefandi: ATþýfJuflokkarinn. Eitstjóri: Helgi Sæmundston. Fréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarason. Blaðamenn: Björgvin Guðmundsaon og Loftur Guðmundsson. Áuglýsingastj óri: Emilía Saiaáelsdóttil. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Afgieiðslusími: 4900. Álþýðuprentsmiðjan, Hvserfisgðtu 8—10. S s s s s v s s % s s s s > $ s I 1 .ft 1 % ’h í s \ 5 Á s 5 :S *,s í I *s % I *s s iS s ) A ft S .A i ,s iS s ÍS ‘S s ÍS s ;s ■Ur. Sigur Eisenhowers ÚRSLIT , forsetakosning- anna í Bandaríkjunum hafa orðið þau, að Eisenhower og Nikon eru endurkjörnir og hafia unnið meiri sigur en við var búizt. Hins vegar verða demókratar áfram í meiri- hlujta í fulltrúadeild þingsins og . kunna einnig að halda horjum í öldungadeildinni. Viðhorfin verða því í aðalat- riðtim óbreytt frá því, sem vari á síðasta kjörtímabili. i ■Þetta er fyrst og fremst persónulegur sigur Djwights D. Eisenhowers. Vinsældir hans hafa engan hpekki beðið. Þvert á móti virðast þær meiri en áður. Hann keppti við mikilhæf- an andstæðing þar sem Ad- laji Stevenson er og stóð vérr að vígi nú en fyrir fjjórum árum vegna sjúk- leika síns undanfarið, en b^r samt frægan sigur af hólmi. Mun óhætt að fttll- yrða, að þetta afrek hefði ekki verið á færi nokkurs manns annars úr hópi re- públikana en Eisenhowers. Kosningaúrslitin sýna og sanna, að flokkurinn nýtur hans, en ekki hann flokks- ins. Bandaríkjamenn vilja forustu Eisenhowers, og vonandi verður þeim að þeirri ósk sinni út kjör- tímabilið, sem nú fer í hönd. Það er glögg sönnun um lýðræði Bandaríkjanna, að úrslit forsetakosninganna voru talin óviss fram á síð- ustu stundu. Raunar munu flestir hafa gert ráð fyrir end urkosningu Eisenhowers, en sigur hans reynist mun meiri en nokkrum kóm til hugar fram að kjördegi. Af þessu sést, að hann hefur vaxið að vinsældum og trausti við dvöl sína og störf í Hvíta húsinu. Atburðir síðustu daga kunna einnig að eiga drjúgan þátt í því, að hann jók fylgi sitt, þegar Banda- ríkjamenn gengu að kjör- borðinu í fyrradag. Veður öll sýndust þá svo váleg í heims- stjórnmálunum, að kjósend- ur hafa talið óhyggilegt að skipta um þjóðhöfðingja og foringja. Þannig fer saman auðna og farsæld í fari mannsins, sem gerzt hefur á ný sigurvegari kappsfullrar en drengilegrar baráttu um æðstu völd í hinu fjölmenna og volduga lýðræðisríki Vest urheims. Ungverjaland og SÞ VOPNAVIÐSKIPTUNUM í Egyptalandi virðist lokið að minnsta kosti um sinn, og veldur tvennt þeim úrslitum: Annars vegar almenningsá- litið víða um heim og þá ekki sízt í Bretlandi og hins vegar afstaða Sameinuðu þjóðanna, sem brugðust fljótt við og reyndu allt, er hugsazt gat, til að binda enda á fljótfærnislega og vanhugsaða árás. En örlög Unjgverja eru ólíkt hörmu- legri en Egypta. Þeir njóta engrar liðveizlu. Sameinuðu þjóðirnar eru þeim fjarlægur aðili, þó að mannkynið dæmi framferði Rússa i Ung verjalandi ennþá harðara en atferli Breta og Frakka í Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa því aðeins unnið hálf- an sigur. Sómi þeirra og álit er í mikilli hættu, ef ekki tekst að stöðva of- beldið og blóðbaðið í Ung- verjalandi og hlutast til um frelsi og sjálfstæði til handa þessari einörðu og þróttmiklu hetjuþjóð, sem hefur í verki skráð nafn sitt stórum stöfum í mann kynssöguna. Sameinuðu þjóðirnar geta ekki unað því, að Rússar merji Ung- verja undir járnhæl sín- um. Slíkt hneyksli yrði gervöllum heiminum til skammar. Atburðir síðustu daga og vikna leiða í Ijós, að Sam- einuðu þjóðirnar verða að mega sín meira en nú er, ef vel á að fara. Ofbeldið beyg- ir sig ekki fyrir neinu öðru en valdi. Sameinuðu þjóðirn ar skortir slíkt vald eins og nú standa sakir. En úr því verður að bæta, ef þeim á að verða framtíðar auðið. verður haldið í Netagerðinni í Höfðavík, hér í bænum, eftir kröfu Baldvins Jónssonar hL, föstudaginn 16. nóv. n.k. kl. 2 e. h. Seld verða 28 nælon þorskanet tilheyr- andi Enok Ingimundarsyni. Greiðsla fari fram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík. MÉR bykir mannsævin vera ’arin að flýta sér. Karl ísfeld sr orðinn fimmtugur. ■ Hér skal ekki reynt að rekja settir mannsins, enda öðrum skyldara. Sömuleiðis verður að- sins um að ræða lauslegan út- drátt starfssögunnar. Tilgangur greinarkornsins skal sá einn að óska afmælisbarninu til ham- ingju með daginn og biðja Karl að lifa enn vel og, lengi. Hann er einstaklega bóngóður og ger- ir vonandi sitt bezta í þessu efni sem öðrum. Karl ísfeld valdi sér blaða- •mennsku að atvinnu —- var um áraskeið í þjónustu Alþýðu- blaðsins, eh hefur verið nú um sinn stafnbúi á langskipinu Vísi. Skrif hans um bókmenntir og leiklist hafa gert manninn þjóðkunnah og myndu nægja til sæmilegrar frægðar, enda fékk Karl „litlu nóbelsverðlaun in“ fyrstuf íslenzkra blaða- manna fyrii mál og stíl. Samt eru fleiri tífíndi af penna hans en þau, sem heima eiga í annál íslenzkrar blaðamennsku. Karl ísfeld situr í snotru sæti á skáldaþingi, en leggur ríkari á- herzlu á vandvirknina en af- köstin og er því enn einnar bók- ar maður. Hún er góð, þótt lítil sé, kvæðin einkennast af alúð og smekkvísi, en víða bregður fyrir skemmtilegri glettni, sem stundum reynist eftirminnileg ádeila, endá fer því fjarri, að Karl sé skaplaus, þó að hann kunni prýðilega alla mannasiði. Þá hefur hann fengizt ærið við Ijóðaþýðingar og vinnur nú að því að íslenzka Kalevala, sem ekki kvað heiglum hent. Þætt- irnir, sem sést hafa á prenti af þeim mikla flokki, eru með glæsibrag snjallra og tiginna orða og vitna um málfimi og rímleikni. Loks er Karl svo af- kastamikill þýðandi óbundins máls, að ýmsum væri hæfilegt ævistarf. Öll mun sú vinna unnin í tómstundum, löngum að liðnum erfiðum starfsdegi, og þess vegna þrældómi líkust. En maðurinn dæmist slíkri raun vaxinn, þó að ótrúlegt megi kallast. Sá hluti af „Önnu Kar- eninu“, sem Karl þýddi, er og verður honum til mikils sóma, kaflarnir að vísu misfagrir, en beztu sprettirnir bera ótvírætt vitni um íþrótt kunnáttuseminn ar og hugkvæmninnar. Söguna Karl ísfeld óglejrmanlegu af góða dátanum Svæk hefur Karl íslenzkað bet- ur en nokkra bók aðra og þar með afkastað stórvirki sem blaðsíðufjöldinn er minnst en a_ugljósust heimild um. Þetta verk getur talizt eitt hið snjall- asta sinnar tegundar á íslandi og furðulegt, að unnið skyldi við erfiðustu aðstæður í fleiri en einum skilningi. Enn fremur er þýðing hans á skáldsögunni „Einn gegn öllum“ eftir Ernest Hemingway sannkölluð ger- semi. Engum öðrum hefur tek- izt að íslenzka ameríska meist- arann í líkingu við það, sem Karli auðnaðist. Hinir hafa gert vel, en afmælisbarn okkar í dag aftur á móti snilldarlega. Þessi orð standa óhögguð, þó að hitt sé satt og rétt, að stund um hefur Karl ísfeld hraðþýtt eins og iðnaðarmaður, er fram- leiðir í vél og á þess engan kost að vanda gripina sern handunn- ir væru. En slíkt er sök lítils og fátæks þjóðfélags, sem ætlast til mikils, þótt illa sé borgað, og vill fá starfinu lokið á skömmum tíma. Þá er skipt á Pegasus og vörubíl eða eimreið með skrölti og óhljóðum. En við hagstæð skilyrði Qrðlistarinnar situr Karl ísfeld reiðskjótann fræga og vandmeðíarna eins og djarfur og frækinn knapi fráan og fjörugan góðhest á grónum velli úti í guðs grænni náttúr- unni — og fer langt og fljótt á geystum spretti. Og þann vitn- isburð á hann skilið, að honum tekst bezt, þegar vandinn er mestur. Vinátta Karls ísfelds er sann arlega þakkarverð. Góðar stund ir líða skjótt í návist hans við spjall og rökræður, og ber þá margt á góma, því að maðurinn er víðlesinn og fjölfróður og hefur lifað margt um daganá. Karl er jafnlyndur og tillitssam ur, en hugsar oft fleira en hann segir og^ækir og ver af kíminni alvöru en geðfelldu kappi hvert mál, sem honum finnst ein- hverju skipta. Fáum lætur bet- ur að rifja upp endurminningar um menn og málefni. Karl bregður upp skemmtilegum svipmyndum og gerir iðulega litla frásögn stóra, en sjaldan. eða aldrei hið gagnstæða. Und- irritaður man honum ágæt kynni margra ára og þakkar ýmisleg samskipti. Annars er ástæðulaust að verða of hátíð- legur í tilefni dagsins. Fimmtug ur er Karl ísfeld svo ern og ung ur, að maður lítur á afmælið eins og hverja aðra tilviljun. Hann kemur okkur kunningj- um sínum á óvart einu sinni enn með þeirri tiltektarsemi að vera orðinn svona ráðsettur og lífsreyndur. En það sannar, hví- líkur lifimaður Karl ísfeld er og hvað hann á til að vera skemmtilega brögðóttur. Verði honum að góðu að gera sér þennan dagamun. Helgi Sæmundsson. Tími fil meirihátfar viðgerðí og uppbyggingar í Reykholfi Benedikt Gröndai flntti jómfrúræðu sína á Alþingi í gær. „ÞAÐ ER VON flutningsmanna, að hæstvirt alþingi vilji sýna Snorra þann vinarhug, að samþykkja tillögu þessa, og þannig verði stigið fyrsta skrefið íil endurbyggingar Reyk- holtsstaðar.“ Með þessum orðum lauk Benedikt Gröndal fyrstu ræðu sinni á þingi, en í henni ræddi hann söguhelgi Reyk- holts og óviðunandi aðbúð og viðhald á húsakynnum staðarins. Minntist Benedikt í upphafi hefur og þá sérstöðu að þar er ræðu sinnar á þá ræktarsemi, sem íslendingar vilja sýna sögu stöðum sínum. Við þökkum for feðrum okkar fyrir menningar- arf, sem er undirstaða sjálf- stæðrar tilveru þjóðarinnar, tungu hennar og nútímamenn- ingar, og veigamestur þeirra verðmæta, er móta líf hennar“. eitt af elztu mannvirkjum landsins, Snorralaug. Sagði hann síðan frá stofnun skólans og þeim stórhug er byggingu hans fylgdi og lýsti húsakynnum og aðbúð á staðn um í dag. Hann kvað það viðeigandi á menntasetri slíkra sögustaða að Því hafa íslendingar reynt að þar væri örllítið hærra til lofts gefa nokkrum af sögustöðum' og víðara til veggja til að sínum reisn með því að byggja . skapa einhverja reisn í sam- á þeim mannvirki eins og ræmi við helgi staðanna skóla, kirkjur eða aðrar slíkar Húsakynni Reykholtsskóla stofnanir. Taldi hann skynsam eru nú aldarfjórðungs gömul legt að téngja nútímamenning- j og svo af sér gengin að óvið- arstofnanir við fornar minning unandi verður að telja. Kvað ar og reynd þannig að styrkja Benedikt það ljóst orðið að höndin milli fortíðar og nútíð- ar. Reykholt í Borgarfirði, sagði Benedikt Gröndal — er meðal þeirra sögustaða íslenzku þjóð arinnar, sem hæst ber. Hann kominn sé tími til meiriháttar viðgerðar og endurbyggingar í Reykholti. ORLOFSNÁMSKEIÐ FYRIR VERKAMENN EÐA SUMAR- ARHEIMILI LISTAMANNA? Benedikt varpaði síðan fram ýmsum hugmyndum um sumar notkun húsakynna í Reykholti eftir fyrirhugaðar endurbætur. Taldi hann æskilegt að athugað verði hvers konar starfsemi skyldi fara þar fram að sumri til svo að í samræmi verði við anda staðarins. Nefndi hann þar til sumar- heimili fyrir listamenn og fræði menn, orlofsnámskeið fyrir hin ar vinnandi stéttir, og fleiri at hyglisvert nefndi hann. Ennfremur ræddi Benedikt nokkuð um fullkomið safn Snorrabókmennta, hugmynd- ina um Snorrasafn, sem kom fram við stofnun skólans, en hann á 25 ára afmæli um þess ar mundir og í tilefni þess er tillaga þessi kominn fram núna. Taldi Benedikt Gröndal að blóm legur héraðsskóli verði hér eftir sem hingað til sá höfuðminnis- varði, sem þjóðin reisir yfir for tíð Reykholts. í NÆSTU VIRU munu £s- lenzkir togarar byrja landanir á ísfiski í Austur-Þýzkalandi. Er fyrirhugað, að landað verði 15 förmum fyrir markað á A- Þýzkalandi, um tveim á viku. Undanfarið hafa togararnir landað í V-Þýzkalandi. Fóru þeir 26 söluferðir þangað í októ ber. • ,

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.