Alþýðublaðið - 14.11.1956, Page 4

Alþýðublaðið - 14.11.1956, Page 4
AlbvSublaðið Miðvikudagur 14. nóv. 1958 Útgefandi: Alþýðuflokkurina. Ritstjóori: Helgi SæmundMon. rréttastjöri: Sigvaldi Hjálmarwon. Björgvin GuSmundiason og Loftur Guðmundsson. . Auglýsingastjóri: Kmilía SaitáeWfiWí. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðj an, Hverfisgötn 8—10. s s V s s v s I s s s s s s s s s s $ s 5 s s s s s s s ,s s s s s s s s s $ s < s I s * s ! I I I * > S * s s s s s s s s Að gefnu tilefni MORGUNBLAÐIÐ ræðir enn varnarmálin í forustu- grein sinni í gær. Helzt til fátt kemur þar nýtt fram, en þó ein ályktun, sem máli skiptir. Aðalmálgagn Sjálf- stæðisflokksins fæst nú loks ins til að játa, að íslendingar eigi skýlausa kröfu til þess, að allt varnarlið hverfi héð- an úr landi — um það verði ekki deilt. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur hins vegar und- anfarið ýmist teygt eða flækt þetta sjónarmið. Enn er afstaða Morgunblaðsins raunar ærið umdeilanleg í ýmsum atriðum. Samt er vel farið, að það skuli hafa náð þessum áfanga. Tilefni forustugreinar- innar er annars fyrst og fremst það að tala fyrir því, að Sjálfstæðisflokkur- inn eigi fulltrúa í hópi þeirra, sem annist samn- ingana við Bandaríkin. Til þéss að tryggja það er fram komin ályktunartil- laga á alþingi, er mælir svo fyrir, að það skuli kjósa fimm manna samn- inganefnd í þessu skyni. Afgreiðsla hennar er í verkahring alþingis, svo að Alþýðublaðið getur að sinni verið fáort um hana. Aftur á móti verður því ekki neitað, að flutnings- mennirnir hefðu átt að hugsa þingsályktunartillög una betur en ástæða er til að ætla, að þeir hafi komið í verk. — Umræður af því tilefni geta þó beðið enn um sinn. Aðalatriðið er sú staðreynd, að alþingf hef- ur aldrei fjallað um slík mál sent þetta á undanförn um árum. Nefndarskipun á borð við þá, sem hér um ræðir, hefur ' undantekn- ingalaust verið á valdi ut- anríkisráðherra eins og Bjarni Benediktsson ætti að rnuna ntanna bezt. Að öðru leyti vill Alþýðu- blaðið benda á nauðsyn þess, að umræður urn varnarmálin í þessu stigi málsins séu mál- efnalegar og að allir aðilar forðist að spilla málstað ís- lands með fljótfærni eða skammsýni. Þessi mál eru viðkvæm, og þess vegna er blöðum og stjórnmálaflokk- um sæmst að fjalla um þau af gætni og hófsemi. Slík til- mæli eiga erindi til allra hlutaðeigandi aðila, en ekki sízt Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. íslendingar eru slík lýðræðisþjóð, að um ræður um varnarmálin kom ast áreiðanlega á dagskrá, þó að það verði ekki gert í ó- tíma. Sjálfsögð kurteisi ALÞÝÐUBLAÐIÐ ræddi í gær misskilda kurteisi mið- stjórnar MÍR. Hér skal hins vegar farið nokkrum orðum um sjálfsagða kurteisi í til- efni atburðanna í Ungverja- landi og framkomu Rússa varðandi þá. Fjölmargir íslendingar hafa að undanförnu heim- sótt Ungverjaland á veg- um kommúnista eða sam- taka, sem þeir ráða meira éða minna. Þessir ferða- lángar hafa lofað gestrisni og höfðingsskap Ungverja mörgum og fögrum orðum. Nú eru þessir fyrrverandi gestgjafar hlutaðeigandi ís lendinga í miklum þraut- um. Erlent herveldi beitir þá svívirðilegri grimmd og lineykslanlegu ofbeldi. — Væri ekki kurteisi við Ungverja, að þeir íslend- ingar, sem notið hafa gisti- vináttu þeirra, auðsýndu þeim þann þakklætisvott að mótmæla atferli sovét- hersins og mælast til þess við Rússa, að hörmungun- um linni? Þessir aðilar hafa enn ein kennilega hljótt um sig í til- efni af atburðunum í Ung- verjalandi, og miðstjórn MÍR lætur sér ekki til hugar koma tillitssemi við þá. Er kannski svo, að gistivináttan og kurteisin gleymist, ef þakklætið fellur ekki í kram ið hjá Rússum? Er „fyrir- greiðsla" þeirra við íslenzka kommúnista ef til vill meira virði en gistivinátta og kurt- eisi Ungverja? Sá spyr, sem ekki veit! Gerfst iskrlfendur blaðsVns. Alþýðublaðið KVIKMYNDIR FRANZ ROTTA. **** Bæj- arbíó í Hanfarfirði sýnir um þessar mundir ágæta hollenzka mynd ger&t eftir metsölubók- inni Ciske I de Rat eftir Piet Bakkers. i|largir hér munu kannast við bókina og mun fýsa að sjá myndina þess vegna, en svo vill til, að mynd- in er óvenju góð og tekur vandamál það, sem um er að ræða, mjög föstum og greina- góðum tökum. Myndin segir frá vandamáli, er mörgum kemur við, en það er skólaganga. Sem sagt hvort neyða skuli barnið til að samlagast kennisetning- um kennarans eða hvort koma verði fram við hvert barn á sinn hátt sem einstakling. Ger- ir myndin þessu vandamáli góð skil og skynsamlega. Leikurinn í myndinni er mjög góður, ekki sízt hjá drengnum, Dick van der Velde, kennaranum, Kees Brusse, og móður drengsins, Jenny van Mearlant. Óhætt er að hvetja hvern sem er til að sjá mynd þessa, sem vafalaust er með þeim betri, er hér hafa sézt lengi. Auk þess sem hún er mjög vel leikin og tekin, tekur hún til meðferðar á áhrifamikinn hátt eitt af vandamálum hversdags- lífsins, sem menn hafa gott af að leiða hugann að. G. G. íþrotfir: Ur bréfi frá Vilhj. Einarssyni RITSTJÓRA Íþróttasíðunnar hefur borizt stutt bréf frá Vil- hjálmi Einarssyni, en hann er nú kominn til Melbourne, á- samt Hilmari og Ólafi Sveins- syni fararstj. Bréfið er ritað nokkrum dögum áður en hald- ið var af stað frá Svíþjóð áleið- is til Melbourne. „Af okkur Hilmari er allt á- gætt að frétta, æft venjulegast tvisvar á dag. Gösse Holmér landsþjálfari Svía er hér og hef ur verið að segja okkur til. Á sunnudaginn var (28. okt.) hafði ég gervimót hérna og stökk á rennblautum brautum Handknattleiks- meisfaramóf Reykjavíkur. HANDKNATTLEIKSMEIST- ARAMÓT Reykjavíkur hélt á- fram að Hálogalandi sl. laugar- dags- og sunnudagskvöld. Úrslit urðu sem hér segir: 2. fl. kvenna Ármann : Fram 8:6. í 3. flokki karla sigraði ÍR Þrótt með 8:4, Fram vann KR með 5:2 og Ármann sigraði Val með 6:3. Það fóru fram 3 leik- ir í 2. fl. karla, Fram sigraði Víking með 18:1, KR Fram (b) m.8ð. l4:6 og ÍR Val með 15:6. Á sunnudagskvöldið voru háðir fjórir leikir, þar af þrír í meistaraflokki. Fram sigraði ÍR í 3. flokki með 3:1. í meistara- flokki sigraði Valur Ármann með 18:9, KR vann Víking með 14:8 og Fram Þrótt með 13:12. Aukin áfengisneyzia í Finnlandi. ÁFENGISNEYSZLAN fór ört stígandi í Finnlandi á s.l. ári, samkvæmt upplýsingum finnsku áfengiseinkasölunnar. Aukningin nam.um 13% mið að við árið 1954 að því er tek- ur til sterkra drykkja, hins- vegar fór ölneyzla og neyzla veikari víntegunda minnkandi. En miðað við árin fyrir styr jöldina hefur neyzlan aukist um 50%. Ástæðan er að leika í auk- inni velmegun fólksins, þann ig að fólk, sem áður hafði blátt áfram ekki efni á að kaupa á- fengi telur sig nú vera þess um komið. Til þess að geta keypt áfengi í Finnlandi verður viðkomandi að vera skráður viðskiptavinur einkasölunnar og greiða henni gjald. Af íbúum Finnlands sem eru um 4.5 milljónir, eru rúm 707 þúsund sem greiddu þetta viðskiptagjald áfengiseinkasöl- unnar, þar af voru um 140 þús. konur. Tala fangelsana vegna drykkjuskapar jókst um 2,5% í fyrra. (Afengisv.n. Rvíkur). Samþykkl iðnþings um iðnskólafiaid. ísiands. IÐNÞING samþykkti eftir- farandi tillögu um iðnskóla- hald: „Til þess að unnt sé að framkvæma iðnskólahald skv. lögum og reglugerð um iðnskóla, er fyrirsjáanlegt að á næstu árum verði nauðsyn- legt að byggja skólahús fyrir iðnskóla utan Reykjavíkur. Skólahús þauj sem iðnskól- arnir nota nú eru reist fyrir aðra skóla og fullsetin a£ námsfólki þeirra. Skorar 18. Iðnþing ís- lendinga því á Alþingi að taka upp á fjárlög fjárveiting ar í þessu skyni og kr. 500 þús. í fjárlagafrumvarp það, er liggur fyrir þinginu.“ Vegna mistaka var ofanrituð ályktun Iðnþingsins send Al- þýðublaðinu eins og hún var lögð fram, en ekki eins og hún var endanlega samþykkt, birt- ist hún því hér eins og hún var endanlega samþykkt. Vilhjálmur. 15,27 m., sém Holmér sagði að væri „mycket bra“. Ég hef pessa dagána æft meira þrí- stökk en nókkru sinni fyrr, en étla að vafa mig vel á því að /era gegn-Kyíldur, þegar á hólm inn kemur. Ekki vantar viljann 1 .il að ná góðum árangri í Mel- journe og allt skal gert, sem iiægt er. Berðu beztu kveðjur mínar til allra kunningjanna." Tilboð óskast í nokkrar Pick-up og Cariol-bifreiðar, verða til sýnis að Skúlatúni 4, miðvikudaginn 14. þ. m. kl. 1—3 síðd. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri, Laugavegi 13, sama dag, kl. 3. Sölunefnd varnarliðseigna. Skriísfofa Flugmálasljórn- arinnar verður lokuð miðvikudaginn 14. nóvember kl. 1—3 e. h. vegna jarðarfarar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.