Alþýðublaðið - 23.12.1956, Síða 1
ALÞYÐU BLAÐIÐ
Þorlálismessu - JJa
Texti.
,,Ef þannig einhver er í sam
félagi við Krist, er hann ný
skepna“ (II. Kor. 5, 17.)
GETUR MAÐURINN TRUAÐ
Á SJÁLFAN SIG.
EKKI alls fyrir löngu átti ég :
tal við mann, sem hefur átt í
baráttu við hættulegar freist-
ingar, sem mikið átak þarf til
að yfirstíga. Hann ræddi um j
þetta af mikilli hreinskilni. .
,,Það er eríiðast“, sagði hann, ;
,,að fá traustið á sjálfum sér, j
eftir allt, sem á undan er geng-
ið“.
Þetta er ofurlítil mynd af
því sem er að g'erast um allan
heiminn. Þeir, sem bera hag
mannkynsins fyrir brjósti,
veita þessari spurningu fyrir
sér, með margs konar orðalagi:
Getur maðurinn trúað á sjálf-
an sig, — eítir allt, sem á und-
an er gengið, þótt ekki sé lengra
farið en til þeirra atburða, sem
gerst hafa í lifandi manna minn
um?
TRÚIN Á MANNINN ER
NAUÐSYNLEG.
Vér finnum það, að án trúar
á manninn, glötum vér voninni
um framtíð menningarinnar,
meira að ségja framtíð lífsins
á jörðinni. Trúin á manninn er
oss nauðsynleg, til þess að vér
þorum að gera ráð fyrir því,
að helgustu hugsjónir vorar fái
orðið að veruleika, — þorum í
raun og veru að halda áfram
göngu vorri gegnum það gjörn-
ingaveður angistar og ótta, sem
herjar á vora eigin kynslóð.
SKÖPUN MANNSINS
Trúin á manninn er ekkert
nýtt fyrirbæri, heldur æva-
fornt. Sköpunarsagan, sem vér
lærðum í bernsku, kemur ekki
að öllu heim við náttúrufræð-
ina, en hún heldur fram þeirri
trúspeki, sem vér getum ekki
án verið. Hún segir, að sköpun-
arverkið sé harla gott, með öðr
um orðum gott til þeirra hluta,
sem guð vildi nota það. Hún
segir einnig, að sjálfur skapar-
inn hafi haft svo mikla trú á
manninum, að hann hafi falið
honum að ríkja yfir jörðinni
og gera sér hana undir gefna.
Og í Davíðssálmum stendur
þessi stórkostlega setning: „Þú
(Guð) lézt hann ríkja yfir
handaverkum þínum.“ Það er
ekkert smáræðis traust, sem
skaparinn sýnir þessu barni
sínu, manninum. Að honum sé
trúað fyrir handaverkum guðs
sjálfs, til að hafa þau undir sín-
um yfirráðum. Svo mikla trú
hafði skaparinn á manninum.
MABURINN HEFUR
BRUGÐIZT
En — hvernig sem á því
stendur, hefur maðurinn brugð
izt trausti guðs. Öll raunasaga
mannkynsins er sagan um
syndafallið í óteljandi útgáfum
og' gerðum, allt til þessa dags.
í menningarsögu hinna vest-
rænu þjóða, gerðist syndafallsr
sagan á þann hátt, að guð skyldi
blátt áfram strikaður út, og
maðurinn settur í staðinn. Hin
kristna kirkja hafði haldið því
fram, eins og raunar önnur trú-
arbrögð, sem nokkur áhrif
höfðu á menningarsögu fyrri
alda, að maðurinn ætti og yrði
að þjóna guði. Þjóðhöfðingjarn-
ir ættu að lúta honum í ríkis-
stjórn sinni og einstaklingar í
breytni sinni.
SERA
Jólaræða, íiutt í Hallgrímskirkju í Rvík á jóladag 19
MIÐALDAKIRKJAN.
Hreinskilnislega skulum vér;
kannast við það, að miðalda-
kirkjan leiddist út á villigötur
með þeim hætti, að hún gerði
ekki hinn nauðsynlega greinar-
mun á jarli guðs á jörðunni og
honum sjálfum, og mannasetn
ingar voru oft og tíðum látnar
gilda sem guðs boð væri. En
andstæðingar kirkjunnar gerðu
heldur ekki þennan greinar-
mun. Þeim nægði ekki, eins og
Marteinn Lúther, að segja skil-
ið við vald páfans, heldur einn-
ig skilið við vald guðs. Vald
mannsíns kom í staðinn.
TÆKNI
Því skal heldur ekki neitað,
að trúin á manninn gerði krafta
verk, eins og öll trú gerir. Mað
urinn gekk að nýjum verkefn-
um með stórhug og djörfung.
Hann hafði ekki gleymt hinu
forna hlutverki að gera jörðina
sér undirgefna, en nú tók hann
ekki lengur við því sem guð-
legri náðargjöf, heldur taldi
hann sig rétt borinn til ríkis
yfir jörðinni sem sinni eigin
eign. Hann beitti vitsmunum
sínum og fann upp nýja tækni.
Hann kannaði jörðina og jafn-
vel himingeiminn.
Þessa sögu þekkjum vér í
stórum dráttum, — erum í raun
og veru að lifa hana sjálf. Og
víst er um það, að fullkomin
ástæða er til að undrast og
dáðst að afrekum marinanna.
Og trúin á manninn hefur á
vissum sviðum vaxið og aukizt
svo við þessi furðulegu krafta-
verk mannsandans, að nú orð-
ið finnst oss mönnunum ekk-
ert ómögulegt, þegar um er að
ræða vísindi og tækni.
LISTIR OG BÖKMENNTIR.
Ef litið er á listir og bók-
menntir, getur aftur á móti
verið álitamál um framfarirn-
ar. Ekki þarf annað en að skoða
listasöfn stórborganna, til að
komast að raun um, að ekki
hefur nútíminn skákað hinum
gömlu meisturum miðaldanna.
Trúin á manninn vakti að vísu
til umhugsunar um ný vei'k-
efni, sem áður voru vanrækt,
og einnig í bókmenntum heims
ins beindist athyglin að nýjum
viðfangsefnum. Nýir kraftar
levstust úr læðingi, straumur
nýs lífs fór um hugi þjóðanna.
Það er víst og satt. En þrátt
fyrir það hafa síðari aldir
hvergi farið fram úr biblíunni
og hinum forngrísku speking-
um að mannviti, spekt né
kafað dýpra til skilnings á eðli
tilverunnar. Með þessu er ég
þó ekki að vai'pa neinni rýrð á
listamenn og hugsuði seinni
tíma, og miklar og göfugar hug
sjónir hafa fram komið, sem
snerta samlíf mannanna á jörð
inni.
FÉLAGSLEGAR FRAMFARIR
Það er steinblindur maður,
sem neitar því, að framfarir
hafi orðið í félagslegum efnum.
En sé litið á allt þetta hlutlaust
og skynsamlega, verður því
heldur ekki neitað, að þær
framfarir byggjast allar á því,
sem eftir er af jafnréttishug-
sjónum frumkristninnar eða
guðsríkisvonum gyðixxgdóms-
ins. Vankantarnir hafa hins
vegar orðið svo miklir, mistök-
in svo gífurleg, nú er maðurinn
að glata trúnni á sjálfan sig í
ríkara mæli en nokkru sinni
'fyrr. Svo lítur út, sem mann-
; kyninu hafi farið líkt og stælt-
j um og sterkum unglingi, sem
í mikilli trú á eigin krafta og
þol hefur lagt á bratta fjalls-
hlíð í stór-hríð, en finnur nú
allt í einu, að hann er orðinn
áttavilltur, og óttast það mest
að hrapa fyrir björg. Einkenni-
legt er það til dæmis, hversu
mikið ber á því í bókmennt-
'unum, að lýst sé fólki, sem er
1 veiklað, svartsýnt, sálsjixkt
eða vantrúað á gildi lifsins.
Eg veit, að það má ræða
þessi efni á ýmsa vegu, og sjálf-
sagt eru margir, sem hafa eitt
og annað við þess.a frásögn
mína að athuga. En víst er um
það, að fullkomin hætta er á
því, að maðurinn sé' að glata
trúnni á sjálfan sig, í-sambandi
við þau efni, er mstú yarða.
Þá kemur spurningin fram:
Hvernig gétum vér aftur farið
að.trjía á mawninn?
NÁTTÚRUVAL.
Fyrir nokkrum áratugum
voru menn bjai'tsýnir á það,
að rætast mundi úr mannkyn-
inu við svokallað náttúruval.
Menn trúðu því, að smám sam-
an mundi það bezta og hæfasta
vinsast úr fyrir eins konar
náttúrulögmál, og þetta úrval
mannkynsins mundi landið
erfa. Þessi trú var mjög áber-
andi í heimspekinni, og menn
tóku við henni fegins hendi.
En hún hefur ekki staðizt próf
reynzlunnar, að því er virðist.
Það hefur kornið í ljós í mann-
kynssögunni, að jafnvel þeir,
sem lifðu af Nóaflóðin, sem
áttu að vinsa það bezta úr
mönnunum, komu ekki í veg
fyrir það, að þeir, sem eftir
lifðu féllu í synd. Enginn Nói
reyndist réttlátur til lengdar.
Spíra vonzkunnar var eftir í
hugum þeirra, sem björguðust.
Þess vegna spyi'ja menn enn
og aftur, hvað geti veitt oss
trúna á manninn að nýju.
KENNING JÓLANNA:
NÝSKÖPUN.
Svarið við þessari spurningu
er fólgið í guðsspjalli jólanna.
Heimurinn þurfti að endur-
skapast, maðurinn að verða nýr
maður, snúa við, taka sinna-
skiptum, — réttast úr kútnum,
hætta að hringa sig utan um
sjálfan sig og rísa upp og horfa
til himinsins að nýju. Það er
trú vor kristinna manna, að
þessi endui'sköpun eða nýsköp-
un hafi gerzt, þegar lítið barn
fæddist í jötu suður í Gyðinga-
landi. Líkami mannkynsins var
sjúkur líkami, sem fékk nýtt
blóð, nýtt líf með nýrri blóð-
gjöf. Líf guðs sjálfs var með
j sérstökum hætti komið inn í
heiminn, inn í mannkynið. Líf
j Jesú frá Nazaret, hugsun hans
og andi hefur endurskpað hug-
j arfar milljóna manna, allt til
j þessa dags.
- KRISTI LÍKIR MENN.
j Ég veit, að menn líta ýmsum
augum á Jesúm Krist. Einnig
þeir, sem orð mín ná til í dag.
Og einhverjir kunna þeir að
vera, sem ekki hafa mikla trú
á honum. En eitt virðist þó vera
deginum ljósara. Því líkari sem
einhver maður verður Jesú, því
i meiri trú höfum vér á þeim
jmarini: Postulinn segir: „Ef
! þannig einhver er í samfélagi
við Krist, er hann ný skepna".
Með öðrum orðum skapaður að
nýju, orðinn nýr maður. Og á-
I hrifin frá slíkurii manni hljóta
J að miða til góðs, hvar sem hann
• er í sveit settur. Ef til vill ei'u
jólin ein af skýi'ustu sönnunum
; þessai'ar staðhæfingar, þrátt
fyrir alla vankanta jólahalds-
ins. Það er raunar hverju orði
sannara, að mannlegur veik-
leiki kemur greinilega fi'am í
jólahaldinu. Víða er jólahaldið
mestmegnis -fólgið í óhófi í mat
, og drykk, æðisgenginni verzl-
un og seigdrepandi ofþreytu
■ við ýmislegt ónauðsynlegt um-
stang. Samt er það tvennt, sem
gefur oss til kynna, hin sönnu
; áhrif jólanna. Annað er það, að
samvizkan ásakar oss fyrir
, mistökin í jólahaldinu, og í
■, lífi voru ýfirleitt, einmitt af því
að hinn nýfæddi frelsari hefur
sjálfur áhrif á hug vorn. Hitt
er það, að þrátt fyrir allt, sem
að er, verðum vér ávallt vör
við löngun manna á jólunum
til þess að hafa engan útundan.
— reyna að gleðja aðra eftir
mætti. Vér megum ekki vera
svó svartsýn, að vér sjáum ekki.
jólaljósið gliti'a í augura
margra þeirra, sem vér ella
töldum harla sljóa fyrir áhrif-
um kristinnar trúar.
EFTIRBREYTNIN
EFTIR KRISTI.
Það virðist liggja í augura
uppi, að ef mannkynið tryði á
Krist og breytti eftir honum,
væri óhætt að hafa trú á því
og framtíð þess. Vér getum
meira að segja kveðið svo
sterkt að oi'ði, að það sé úti um
mannkynið, ef það beri ekkl
gæfu til að verða kristið, a<5
innsta hjartans grunni. Og enn
getum vér orðað þetta þannig,
að vilji maðurinn lifa og bi'eyta
sem guðs sonur og guðs barn,
sé oss óhætt að hafa trú á hoii-
um og framtíð hans.
ER KRISTINDÓMURINN
EKKI DAIIÐUR? 1
En — þýðir í raun og veria
nokkuð að vera að tala um
þetta hér? Ég las það nýlega í
blaði, að kristindómurinn væri
dauður og mundi aldrei rísa
upp aftur. Og þá kemur hér í
hug maður, sem ég las um ný-
lega. Hann ætlaði að fá bók
lánaða af bókasafni. Hann hélt
það vséri alveg' ný-útkomin bók.
Titillinn var þessi: „Orsök þess,
að kristinni guðrækni hefur
hnignað, eða Hlutlaust yfirlit
yfir rústir hinna kristnu trúar-
bragða.“ — Svo leit maðurinn
nánar á bókina. Hún var gefiii
út árið 1694.—
Svo að segja hver einasta
kynslóð virðist uppgötva þaftr
að krisíindómurinn sé dauður,
en samt er hann lifandi kráft-
ur enn t dag, — máttur, sem
jafnan gefur nýja trú á fram-
tíðina, þegar mannsandinn er
að gefast upp.
GÖMUL HELGISÖGN. 1
Satt er það, að kristin kirkjá
hefur ekki ávallt verið sigur-
strangleg, né kristnir menn
I líklegir til að vera sterkur þátt
ur í endui-sköpun mannlífsins.
Til er gamalt ævintýri eða helgi
sögn, sem er á þessa leið:
I Þegar frelsarinn hafði lokið
, þjónustu sinni á jörðinni og var
(Ffh. á 9. síðu.)