Alþýðublaðið - 08.01.1957, Síða 4
ftlþýdublagtg
ÞriSjudagur S. janúar 1957
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
Ritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson.
Blaðamenn: Björgvin Guðmundsson og
Loftur Guðmundsson.
Augiýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir.
Rátstjórnarsímar: 4901 og 4902.
Afgreiðslusími: 4900.
Aíþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu &—10.
Banutleg tilœtlunarsemi
MÁLGÖGN Sjálfstæðis-
flokksins eru jafnan að boða
þjóðinni þau tíðindi, að stig-
, hækkandi skattar, sem nú-
verandi ríkisstjórn leggur á,
verðlagseftirlit, endurskoð-
un bankamálanna og annað
slíkt séu íhaldsúrræði. Þetta
á auðvitað að vera miklu
verra en neyðarúrræðin til
bráðabirgða, sem til var grip
ið í stjómartíð Ólafs Thors
og Bjama Benediktssonar.
Þó bregður nú svo við, að
stéttasamtökin í landinu
sætta sig við ráðstafanir nú-
verandi ríkisstjórnar, en all-
ir aðilar reyndust andvígir
þeim íhaldsúrræðum, er
Sjálfstæðisflokkurinn beitti
sér fyrir. Er í því sambandi
skemmst að minnast þess, að
bátaflotinn stöðvaðist í ver-
tíðarbyrjun fyrir einu ári af
því að hvorki sjómönnum né
útvegsmönnum var gert til
hæfis. Nú er flotinn hins veg-
ar allur kominn á veiðar
vandræðalaust að Grindavík
Úlfaldi úr mýflugu
í> J ÓÐVILJINN segir á
sunnudag, að nýlega hafi
maður komiðaðmáliviðhann
og sagzt hafa orðið fyrir ó-
þægindum af vinnubrögðum
eins fulltrúa í félagsmála-
ráðuneytinu. Svo kemur nán
ari skýring á þessu fyrirbæri,
en hún er orðrétt á þessa
lund: „Fulltrúi þessi, sem í
svartasta skammdegismyrkr
inu lagði á sig ferðalag yfir
þvera álfuna af einskærri
mannúð með ungverskum
stúlkum, ver frístundum sín
um hér heima í aðstoð við að
koma löndum sínum út á göt
una. Gefst e. t. v. ástæða til
að ræða það nánar síðar.“
Þetta er blaðamennska í
Mánudagsblaðsstíl, og Þjóð-
*viljinn gerist hér sekur um
mikla fljótfæmi. Hinn ,,kúg-
aði“, sem hann ber fyrir
brjósti, er vanskilamaður.
Húsnæðið er verkstæðishola
og því ekki um að ræða neitt
í likingu við það að bera eigi
fátæka ekkju út á götuna.
Húseigandinn, sem hlut á að
undanskilinni. Öðru vísi mér
áður brá.
Þessu til viðbóíar vantar
með öllu, að íhaldsblöðin út-
skýri, hvaða ráðstafanir
Sjálfstæðisflokkurinn hefði
gert í stjórnaraðstöðu nú um
áramótin. Þau gefa raunar í
skyn, að hægt sé að leggja
þyngri byrði á herðar hinna
ríku, og ber vissulega að
muna þá ráðleggingu. En
þetta vanrækti íhaldið alla
tíð, sem Ólafur, Bjarni og
Ingólfur störfuðu í stjórnar-
ráðinu, svo að lítið mark er
tekið á áróðri Morgunblaðs-
ins og Vísis eftir að þeir eru
þaðan á burt. Sannleikurinn
er þessi: Sjálfstæðisflokkur-
inn reyndist engin ráð
kunna, meðan hann var í
stjórn. Nú þykist hann ailt
vita og kunna eftir að hann
er kominn í stjórnarand-
stöðu. Og þessu eiga íslend-
ingar að trúa! Aumingja í-
haldsblöðin með sína barna-
legu tilætlunarsemi.
máli, er sonur eins af fyrr-
verandi frumherjum og
frambjóðendum Kommún-
istaflokksins og Sósíalista-
flokksins og leitaði til dr.
Gunnlaugs Þórðarsonar, sem
við er átt, að ráði eins kunn-
asta og virðingarverðasta lög
fræðings bæjarins, sem jafn
framt er áhrifamaður í Al-
þýðubandalaginu og þykir
oftar koma þar og annars
staðar fram til góðs en ills.
Hér er því verið að reyna að
gera úlfalda tir mýflugu. Og
tilefnið er augsýnilega það,
að ungverska flóttafólkið
skuli komið hingað í boði
ríkisstjórnarinnar, sem Lúð-
vík og Hannibal eiga sæti í!
Framhaldsumræður um
þetta mál af hálfu Þjóðvilj-
ans eru sæmileg tilhugsun
að dómi Alþýðublaðsins. Þá
gefst kostur þess að birta
nöfn hlutaðeígenda og ræða
málið í heild með viðeígandi
skýringum og aíhugasemd-
um.
Nýjungar í vísindum. og tœhni:
X
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 20., 21. og 22. tbl. Lögbirtinga-
blaðsins 1956 á eigninni nr. 38 við Efstasund, hér í
bæ, talin eign Ingibjargar Guðmundsdóttur, fer
fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík og
tollstjórans í Reykjavík, á eigninni sjálfri föstu-
daginn 11. janúar 1957 kl. 3 síðdegis.
BORGARFÓGETINN í REYKJAVÍK.
Stærsfa
STÆRSTA röntgenmyndavél, t
er gerð hefur verið í heiminum
og ætluð er til lækninga á
krabbameini, hefur nú verið
tekin í notkun við læknadeild
Kaliforníuháskóla í Bandaríkj-
unum. Þetta er 70 000 000 elek-
trón-volta vél, og verður hún
einkum notuð við lækningar á
krabbameini, sem liggur djúpt
í líkamanum. Tilgangurinn með
notkun svo sterkrar röntgen-
myndavélar er sú, að þannig
má gefa sjúklingnum stærri
skammt án þess að það skaði
aðra nálæga vefi.
Ekki var farið að nota vélina
við lækningar á krabbameini í
mönnum fyrr en eftir fimm ára
rannsóknir og tilraunir með
notkun hennar á dýrm. Ekkerut
er hægt að segja um það, hvern
árangur hún muni hafa fyrr en
eftir allmörg ár. Kjarnorku-
nefnd Bandaríkjanna sá um áll-
an kostnað við framleiðslu vél-
enmyndavél í hei
annnar.
aS mæla starf-
semfhjartans
VÍSINDAMENN við lækna-
vísindarannsóknastofuna við
Miami Valley sjúkrahúsið í
Dayton, Ohio, í Bandaríkjun-
um, hafa tilkynnt, að með geisla
virkum ísótópum sé hægt að
mæla það magn af blóði, sem
hjartað dælir út í líkamann.
Tekur þetta aðeins örfáar mín-
útur og er nákvæmnin talin
vera 94%.
Fer þetta þannig fram, að
geislavirkt joð er blandað blóð
plasma og því síðan sprautað
inn í blóðrásina. Síðan er tek-
inn Geigerteljari — en það er
áhald, sem mælir geilsavirkni
— og hann lagður ofan á hjart
að. í Geigerteljaranum sést,
hvenær hið geislavirka joð fer
inn í hjartað, hve langan tíma
það er þar kyrrt og hvenær
það fer úr hjartanu. Þetta er
fljótvirk og örugg aðferð til
þess að mæla það blóðmagn,
sem fer í gegnum hjartað, og út
frá þeim upplýsingum, er þann
ig fást, geta læknar reiknað út
starfshæfni þess,
iLoks gátu vísindamennirnir
þess, að svipaða aðferð mætti
nota við rannsóknir á lungna-
sjúkdómum og lungnakrabba.
Baráttan gegn lifra-
bólgu gengur vel
TíiLKYNNT hefur verið um
mikilvægan árangur af rann-
sóknarstarfi vísindamanna í
Bandaríkjunum á sviði smit-
andi lifrarbólgu, en það er lifr-
arsjúkdómur, sem er aðalor-
sökin fyrir gulu.
Fundin hefur verið aðferð til
þess að fjarlægja smitandi lifr-
arbólguvírusa, sem geta safnazt
fyrir í drykkjarvatni.
Það var lyfjaverksmiðjan
Parke, Davis & Company, sem
mann upp aðferð til þess að
rækta vírus þennan utan manns
líkamans. Þó er tekið fram í til-
kynningu lyfjaverksmiðjunnar
um þessa nýju aðferð, að vírus-
ar þeir, sem ræktaðir voru, hafi
valdið svipuðum áhrifum og
lifrarbólguvírusarnir. Samt sem
áður ætti sá árangur, sem hér
hefur náðst, að vera örvun fyr-
ir þá vísindamenn, sem vinna
að því að finna fljótvirkari að-
ferð til þess að lækna lifrar-
sjúkdóma.
Ódýrari köfnunar-
efnisáburður
í RANNSÓKNASTOFUM
kjarnorkunefndar Bandaríkj-
anna í Brookhaven hefur verið
skýrt svo frá, að í framtíðinni
verði e. t. v. hægt að draga
verulega úr framleiðslukostnaði
köfnunarefnisáburðar, sem er
mjög mikilvægur fyrir bændur
hvaðanæva í heiminum.
Hingað til hefur verið dýrt
að binda köfnunarefnið, sem I
notað er við framleiðslu áburð- j
arins, þar eð til þess þarf venju j
iega mikla rafmagnsorku. En!
vísindamenn við Brookhaven- ^
rannsóknastofurnar hafa kom- j
izt að raun um, að hægt er að
binda köfnunarefni með því að
láta heitt þrýstiloft leika um
hinar joðmyndandi geislavirk-
anir frá úraníum 235. Fram-
leiðsla köfnunarefnissýsru úr
loftinu er fljótvirk og ódýr með
notkun orkunnar frá úraníum
2,35. Ein af þessum sýrum —
köfnunarefnis-díoxíd — er
mjög mikilvæg við framleiðslu
áburðarins.
onæmir
krabbameini
DR. CORNELIUS P. RHO-
ADS, forstöðumaður stærstu
krabbameinsrannsóknastofnun-
ar í heimi — Sloan-Kettering
Institute for Cancer Research í
New York borg — skýrði fyrir
nokkru frá nýrri og merkilegri
uppgötvun: Sumt fólk er frá
upphafi ónæmt fyrir krabba-
meini.
Talið er sennilegt. að þetta
ónæmi stafi frá vissum kjariia-
sýrum í frumum líkamans. Við
nánari rannsóknir á eðli þess-
ara sýra verður ef til vill hægt
að leysa einhver vandamál-
anna viðvíkjandi orsök og lækn
ingu þessa sjúkdóms.
Að áliti dr. Rhoads gefúr
þessi uppgötvun tilefni til
bjartsýni og styrkir þá skoðun,
sem hann hefur haldið fram. að
í framtíðinni verði hægt að
sigrast á krabbameini með lyf-
lækningum. Heldur hann því
fram. að ekki muni líða meir
en 10 ár. þar til fundið verði
upp slíkt lyf.
Dr. Rhoads hefur yfirumsjón
með starfi fjölda vísindamanna,
sem helga líf sitt baráttunni
gegn krabbameini. Undir stjórn
hans hafa hingað til verið gerð
ar tilraunir með notkun 10 000
tegunda lyfja, vírusa og ann-
arra efna gegn krabþameini.
HINAR átakanlegu harm-
sögur, sem sagðar hafa verið
um siðlaust gerræði Rússa við
saklausar smáþjóðir Eystra-
saltslanda og annarra leppríkja
eru svo ótrúlegar, að íslending-
ar hafa varla viljað trúa þeim
eða halda þær ýktar. Atburðir
síðustu vikna og jafnvel frá-
sagnir Þjóðviljans staðfesta að
sízt hefur verið ofsögum sagt
af hryllilegum glæpum rúss-
nsku einræðisvaldanna gegn
einstaklingum með líkamspynd
ingum gegn athafnasömum og
farsælum og hámenntuðum
þjóðum með algerri tortímingu.
Ants Oras prófessor í Eyst-
landi lýsir í bók sinni, Örlaga-
nótt yfir Eystrasaltslöndum
harmsögu þjóðar, sem einu
sinni var blómleg menningar-
þjóð ásamt Lettlandi og Lithá-
en. Þrjár friðelskandi fram-
fáraþjóðir hafa brotalaust ver-
ið ofurseldar glötuninni, segir
prófessorinn í lok bókarinnar
og hann ákærir Vesturálfu-
þjóðir fyrir að hafa látið sér
örlög þeirra litlu skipta. Þeim
hefur verið sökkt í gleymsku.
Það er eins og menn hafi geng-
ið að því sem vísu, að það
mætti til með að fórna þessum
þjóðum vegna velferðar mann
kynsins að öðru leyti. Þó eru
örlög þeírra ægilegri en örlög
nokkurrar annarrar undirok-
aðrar þjóðar. Eistneski verka-
maðurinn er að gefast upp lík-
amlega af hungri og harðrétti
Hann kennir aldrei nokkurs ör-
yggis, og hann á sér engar von-
ir. Hann á ekkert einkalíf. Upp
eldið er orðið skrípaleikur, her-
æfingar og pólitískir fýrirlestr-
ar meginuppistaða skólastarfs-
ins. Átta, níu og tíu ára eru
börnin rekin til að taka þátt í
skotæfingum. Menntalíf er allt
útkulnað. Ógnastjórnir og rit-
skoðunin hefur slökkt alla skap
andi hæfileika á bókmennta-
sviðinu.
Ungverjar eygðu von í von-
leysinu, — lífið var ekki leng-
ur þess virði að lifa því undir
bjarnarhrammi kommúnism-
ans og blóðið rann um stræti.
Þrælaflutningar hófust á nýj-
an leik.
Ants Oras lýsir flutningura
frá Eystlandi til Síberíu í bók
sinni. Hér birtist aðeins ein
blaðsíða sem sýnishorn (í þýð-
ingu séra Sigurðar Einarsson-
ar í Holti);
Blaðsíða 125.
Karlmenn voru látnir í
vagna sér, konur og böm sér.
Vagnarnir voru venjulega
gripaflutningsvagnar. Mjög
lítið hafði verið gert til þess
að gera þá hæfa fyrir íiiaitn-
flutninga. Aðeins tveir lítlir
gluggar voru á þeim upp und-
ir þaki, sem örlítið Ijós og loft
komst inn um. I báðum end-
um hafði verið slegið upp
bekkjum úr óhefluðum borð-
um, sem tylla mátti sér á. Þrí-
hyrndri tréslták var komití
fyrir í einu horni og folikk-
pípa niður úr. Það var salém-
ið.
Þrjátíu, fjörutíu marms,
stundum miklu fleiri, var
(Frh. á 7. síðu.)