Alþýðublaðið - 08.01.1957, Page 5
jÞjrfðjudagur 8. janáar 1957
AFþýgubfaglð
5
EGILL I SIGTUNUM eldist
smátt og smátt eins og aðrir
menn, — hann varð sextugur í
gær, mánudaginn 7. janúar.
Hann er með öðrum orðum
kominn á þann aldur að vera
hvorki ungur né gamall, eða
svo lét hann eitt sinn sjálfur
um mælt í blaðagrein, að við
austanfjallsmenn litum á sex-
tugsaldurinn, og er það rétt
hermt.
'Því vil ég lýsa yfir strax, að
ég er síður en svo nákunnugur
Agli Thorarensen, ég er ekki
nema málkunnugur honum
íremur en aðrir Sunnlendingar,
þekki hann svona vel frá öðr-
um líkt og ég þekki Eyjafjalla-
jökul frá Kotamannafjalli, Ing-
ólfsfjall frá Kögunarhóli, því að
1 maðurinn rís skemmtilega hátt
yfir flatneskjuna og fær ekki
dulizt. Fer þar allt saman:
skapgerð, vinnubrögð, fas og
ytra útlit. Ég treysti mér ekki
til að benda á neinn ákveðinn
stórhöfðingja íslandssögunnar,
sem Egill Thorarensen minni
sérstaklega á, því hann hefur
einkenni þeirra margra bæði í
sjón og reynd, en nútíminn hef-
ur mótað þennan jarl og sett
Jionum sín takmörk. Jón Lofts-
son og Gissur Þorvaldsson nú-
tímans ríða ekki með. tólf
hundruð manna sveit á Þing-
völl til þess að ráða Iandslögum,
heldur markar verðlagsstjóri
og innfl'utningsskrifstofa þeim
nú básinn. Og skal það hvorki
lofað né lastað.
II.
Samkvæmt því sem lesa má í
„Hver er maðurinn?“ bók frá
1944, skal þetta fram tekið um
ævi Egils Gr. Thorarensen:
Hann er fæddur 7. jan. 1897 í
Kirkjubæ á Rangárvöllum. For
eldrar: Grímur Sk. Thoraren-
sen hreppstjóri þar og Jónína
Egilsdóttir frá Múla í Biskups-
tungum Pálssonar. Egill fór
1913 til Danmerkur og stund-
aði verzlunarnám við samvinnu
félag þar í tvö ár. Kom heim á
miðju ári 1915 og stundaði
verzlunarstörf í Reykjavík um
hríð. Gerðist sjómaður 1916 og
stundaði þá atvinnu í tvö ár, á-
samt námi við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík. Fluttist að
Sigtúnum við Ölfusá 1918 og
!hóf verzlun, sem hann rak til
1930, er stofnað var Kaupfélag
Árnesinga, sem hann seldi
verzlunina og gerðist fram-
kvæmdastj óri fyrir. Formaður
stjórnar Mjólkurbús Flóa-
manna frá 1931. Kvæntur
Xristínu Daníelsdóttur 1919.
3örn: Grímur fulltrúi KÁ,
Benedikt forstjóri í Þorláks-
.feöfn og tvær dætur, hverra
:nöfn. ég man ekki. Fleira segir
ekki í bókinni um Egil, nema
fevað taldar eru upp einhverjar
nefndir, sem hann á sæti í, en
-ekki ætla ég það raski hlutföll-
um í heildarmynd mannsins,
þótt þau embætti séu látin ó-
ialin í þessari grein. Aftur á
móti má ekki hjá líða að minna
á það, sem raunar er öllum
kunnugt, að hann hefur árum
saman staðið í fylkingarbrjósti
'þess liðsafla, sem barizt hefur
fyrir því að Sunnlendingar
eignuðust hafskipahöfn í sínu
eigin héraði eins og annað fólk.
Þorlákshöfn er því hans verk
fremur en nokkurs annars, þar
með talin hin mikla útgerð,
sem þar er rekin undir stjórn
Benedikts sonar hans, útgerð-
ar- og hafnarbærinn nýi. Og
eitt sinn lagði ég eftirfarandi
spurningu fyrir Egil: Telurðu
að brú á Ölfusá í Óseyrarnesi
myndi verða lyftistöng fyrir
Þorlákshöfn?
„Alveg geysileg lyftistöng,“
svaraði hann. ,.Og ekki aðeins
fyrir Þorlákshöfn, heldur og
allt Suðurlandsundirlendið eins
og það leggur sig. Næst á eftir
Mimmigarorð
n
Egill Thorarensen
hafnargerðinni sjálfri er brú í
Óseyrarnesi stærsta framfara-
sporið.“
En aðalstarf Egils Thoraren-
sen er að sjálfsögðu stjórn KÁ
og MBF. en þær stofnanir hafa
sameiginlega og þó einkum
mjólkurbúið lvft efnahag og at-
vinnumenningu Suðurlandsund
irlendisins úr aldalangri kyrr-
stöðu og vesaldómi til brunandi
framfara og velmegunar. Egill
Thorarensen hefur í aldarfjórð-
ung og óumdeilanlega verið
æðsti kommandör, marskálkur
og aðmíráll þessa glæsilega
landvínningastríðs á vegum
,.þjóðlífs rneð þverrandi tár“, í
þágu friðar og farsældar á Suð
urlandi.
Of langt mál að rökstvðja
það nánar, en þetía er stað-
reynd.
III.
Og nú er Egill sextugur, stór
múftinn af Sigtúnum, eins og
ég nefndi hann eitt sinn í gamni
og alvöru, — hvorki ungur né
gamall, heldur þar mitt á milli,
og svo verður næstu 10 árin.
Eitt sinn heyrði ég mann segja,
að þó allur Þingevingahrokinn
væri bundinn í eitt klyf og
hroki Egils Thor. í annað, þá
myndi klyf Egils vega meira.
Vafalaust felst í þessu nokkur
sannleikur, þó er það svo að
ekki verðum við samferðamenn
Egils varir við hroka í fari
hans, sízt þeir sem minnimáttar
eru. Hitt er annað mál, hann
er stoltur maður og enginn '
dropi af ■ þrælsblóði í æðum -
hans, stundum eins og gusti i
nokkuð af honum. En slíkum !
mönnum fvlgir jafnan hreint
andrúmsloft. — Jafnvel hið
pólitíska andrúmsloft umhverf
is Egil Thorarensen er að mín-
um dómi hreint. Líklega telur
hann sig. Framsóknarmann, sem
er ekki að lasta. og kannski á-
líta sumir hann tækifærissinna,
— eitt er víst, í stjórnmálum
er ekki tekið sérlega mikið .
mark á þessum harðgáfaða og ‘
mikla athafnamanni og höfuð-
kempu. Þetta stafar einfald-
lega af því að siálfur lítur hann
að ég held niður á stjórnmála-
þrasið, sem honum finnst meira
og minna kjaftæðiskennt, hann
hugsar ofan við það og utan,
hömlulaust, frjálst, athöfnin er
honum fyrir öllu. — En á næð-
isstundum les hann úrvalsbók-
menntir, skáldskap í bundnu
máli og lausu. heimspeki. Mál-
aralistin og hljómlistin munu
og skipa virðingarsess í einka-
heimi hans. —
En vel á minnzt, ég vil ó-
gjarna verða til þess að bera
væmið lof á hinn sextuga garp
þó hann eigi nú afmæli, hann á
það ekki skilið af Sunnlendingi
sízt Rangæingi. Ég læt því sitjr
við það, sem þegar er sagt. Er
vel má ég að lokum votta hon-
um virðingu mína og aðdáun og
árna honum. góðs.
Guðm. Daníelsson. )
JARÐSETT var í gær í Foss
vogskirkjugarði Guðrún Jóns-
dóttir, sem lengi átti heima að
Vitastíg 8 A hér í bæ, en hún
andaðist austur í Fellsmúla
annan jóladag hálfáttræð að
aldri eftir langa og þunga van-
heilsu. Hér skal þeirrar mætu
konu minnzt örfáum orðum.
Guðrún heitin var í hópi
þeirra, sem slitu sér út áður en
almannaíryggingarnar og sam-
hjálp nútímans kom til sögunn
ar. Ekki þurfti heldur að harma
eftirlaun henni til handa. Hún
lifði manndómsár sín í þeirri
fortíð, sem var allt of ömurleg-
ur og harðieikinn veruleiki, þó
að ríkum yfirstéttarmönnum
og menntafrömuðum, sem eiga
eftir að hugsa aðalatriði þjóð-
félagsmálanna, finnist hún
skáldleg ög hugljúft að minnast
hennar. Guðrún Jónsdóttir bar
minnisstæð merki þessara liðnu
daga. Hún var barnsslitin og
varð gömul fyrir aldur fram,
farin að heilsu. þrótturinn brot-
inn og þrekið glatað. En sálin
lét samt ekki á sjá. Hún var
ung og fögur fram í andlát
hrörnaðs líkama. Guðrún gerð-
ist sigurvegari í þeim skilningi
að fórna lífskröftum sínum í
baráttu fvrir aðra. Slíkt eru
mikil eftirmæli og sannarlega
frásagharverð af alþýðu.
Æviannállinn er svohljóð-
andi: Guðrún fæddist 2. septem
ber 1881 að Þorkötlustöðum í
Grindavík. dóttir Jóns Jónsson
ar frá Hörgsþolti í Hrunamanna
hreppi, er síðast bjó í Laxárdal
í Gnúpverjahreppi, og Sesselju
Guðmundsdóttur frá Fossi í
Hrunamannahreppi. Eru þær
ættir fjölmennar og kunnar
rustan fjalls og víðar um land.
Foreldrar Guðrúnar fluttust
tftur austur í Hreppa, er hún
var á sjötta ári, og þar ólst hún
ipp. Munu kjörin hafa verið
kröpp og nokkuð til þess þurft
að láta ekki bugasí eins og þeir
vita bezt. sem'urðu rsynslurmi
ríkari eða höfðu af henni nán-
Ltan úr heimi
r
I
PÓLITÍSKT ástand í arab-
iskum löndum einkennist nú af
meira öngþveiti og sundrung
en nokkru sinni fyrr, enda þótt
sameiginleg fjandsemiafstaða
þeirra gagnvart ísrael geti tal-
izt vottur um samheldni út á
við. Þau ríki Araba, sem næst
liggja Sovétlandamærunum,
hafa þegar tekið gagngera af-
stöðu gegn áhrifaviðleitni Sov-
étveldanna; þau sem fjær eru
Rússum hafa hins vegar þegið
af þeirh pólitíska, efnahagslega
og hernaðariega aðstoð. Bæði
Egyptar, Saudi-Arafoía, Jemen
og Sýrland hafa hlotið slíka
hjálp. Einkum hefur Rússum
orðið vel til álxrifa í Sýrlandi,
og í raun réttri er það fámenn
klíka ofstækisfulira þjóðernis-
sinna, sem fer þar nú með völd,
og byggir þau völd sín á aðstoð
Sovétveldanna. Vitanlega er í
þessu fólgin hætta f ''ir ísrael,
en þó er sú hætta ef . >11 enn
alvarlegri fyrir hin Arabarík-
in, fvrst og fremst Jórdani, sem
aldrei hafa dulið gagnrýni sína
á þessum vináttutengslum. Jór
danir, sem eru fyrst og fremst
landbúnaðarþjóð, eiga við óör-
uggan efnahag að búa, og
myndu vart halda sjálfstæði
sínu ef ekki kæmi til rausnar-
leg og velviljuð aðstoð Breta.
Hinn ungi konungur, Hussein,
hefur þó verið tilneyddur að
taka allfjandsamlega afstöðu
til Breta. Áhrifamiklir yfir-
menn hersins vilja nánari sam-
vinnu við Egyptaland, en hin-
um unga konungi getur þó ekki
dulizt, að þar með er miðað að
því að sjálfstæði Jórdaníu fái
skjótan endi.
Sýrlendingar hafa beitt Jór-
dani margvíslegum þvingunum
til að fá þá til að slíta öll sam-
starfstengsl við vesturveldin.
Feisal Írakskonungur er frændi
Husseins, og hefur Hussein leit
að nánari vináttu við hann til
að fá þar brjóstvörn gegn yfir-
gangi Sýrlendinga og jór-
danskra þjóðernissinna. Ekki
hefur vináttan með Sýrlending
um og írökum verið á marga
fiska síðastliðið ár og fór sízt
batnandi eftir að íranskur her
hélt inn í Jórdaníu,. landinu til
verndar. Formlega er látið líta
svo út að herir þessir séu undir
sameiginlegri stjórn Eg-
ypía, Sýrlendinga og Jórdana
sjálfra, undír yíirstjórn eg-
ypzka hermálaráðherrans. En
enginn er í vafa um að þar ráði
þó meiru um vinátta Jórdana
og íraka en skyldurnar og
skuldbindingarnar við Sýrlend
inga og Egypta.
Á'hrifaáleitni Rússa hefur
skapað Arabaríkjunum erfið
vandamál. Virðast þeir nú
hugsa sér að leggja mesta á-
herzlu á að ná töglum og högld
um af Sýrlendingum, en láta
Egypta sitja á hakanum. Þeir
gera sér bersýniiega vonir um
að geta helzt komið illu af stað
austur þar með því að styðja
Sarraj ofursta á Sýrlandi, sem
er í rauninni mestu ráðandi þar
og einlægur aðdáandi Nassers.
Þó er hernaðarleg afstaða Sýr-
iands mun veíkari en Egypta-
lands. Það er því heldur ósenni
legt að Sýrlendingar muni
hefja hernaðaraðgerðir gagn-
vart nokkru nágrannaríkjanna.
Hins vegar má búast við undix-
(Frh. á 7. síðu.)
ar spurnir. Guðrún fluttist til
Reykjavíkur kringum 1910 og
vann hvers konar algenga
vinnu, en giftist aldrei. Hún ól
upp sjrsturson sinn, séra Hann-
es Guðmundsson í Fellsmúla,
og önnur systurbörn hennar
áttu athvarf hjá henni, er þau
voru við nám í Reykjavík. Móð
ir hennar, sem orðið hafði ekkja
árið fyrir aldamót, dvaldist
lengi hjá henni og dó 1950 á
heimili hennar að Vitastíg 8 A
rúmlega hundrað ára gömul. —-
Sumarið 1955 fluttist svo Guð-
rún að Fellsmúla með séra
Hannesi og átti þar heima alla
stund síðan til dánardægurs og
mun hafa þótt systuisonurinn
gjalda fósturlaunin fagurlega.
Guðrún var vel gefin og á-
gætlega verki farin, fróð um
marga hluti, þótt engrar skóla-
menntunar hefði hún notið,
kunni til dæmis mikið af ljóð-
um og var sjálf hagmælt, enda
þótt leynt færi. Sannorðir
menn, sem glöggt þekktu til,
kunna ýmsar sögur af dugnaði
hennar, árvekni og skyldu-
rækni. Samt einkenndi fórnfýs-
in hana mest. Skapgerðin var
skemmtilega þroskuð, viðmótið
ljúfmannlegt og glaðvært, til-
litssemin rík, og viljinn að
verða öðrum að liði sagði löng-
um til sín, þegar á reyndi. Guð
rún var fátæk að svokölluðum
veraldarauði, en auðug að því
ríkidæmi, sem geymist og á-
vaxtast 1 banka hjartans og til-
finninganna. Sjálf gerði hún sér
naumast grein fyrir dyggðum
sínum, en aðrir hlutu að verða
þeirra varir og hrífast af dag-
fari og ævi þessarar hógværu
og starfssömu alþýðukonu, ,sem
alltaf og alls staðar kom fram
til góðs.
Ég kynntist Guðrúnu heitinni
ekki fyrr en á efri árum henn-
ar og aldrei svo, að við hefðum
mikið saman að sælda. En sam-
býli við hana varð hugþekkur
hversdagsleiki. Og af því er
mun meiri saga en mig varðar.
Ungir sveinar, óstýrilátir og til-
ætlunarsamir lærðu snemma að
feta stigann upp á loftið til
hennar og áttu alltaf sömu mót-
tökunum að fagna. Guðrún
þoldi þeim allt og virtist hafa
gaman af öllu þeirra athæfi,
leyndi heilsuleysi sínu og sliti
með brosi og skemmtiyrðum,
bar þá á höndum sér eins og
þetta væru frændur hennar en
ekki vandalausir strákar úr
kjallaranum og mátti alltaf
vera að því að sinna kvabbi og
hugdettum. Og hér var ekki um
neina undantekningu að ræða.
Svona var hún alltaf og öllum.
Slíkar konur reynast geðþekkar
í kvnningu, en ógleymanlegar í
endurminningu.
Við kveðjum Guðrúnu Jóns-
dóttur með þakklæti fyrir liðin
ár og væntum þess, að nú sé
hún sæl og glöð í landi, þar
sem, ekki þekkist skammdegi,
slit og heilsuleysi og allir dæm-
ast af hjartalaginu, náungans-
kærleikanum og verkunum.
Eigi einhverjir góða heimvon
j hinum megin þá ætti það að
j vera fólk eins og hún.
Helgi Sæmundsson.