Alþýðublaðið - 08.01.1957, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.01.1957, Blaðsíða 8
en 195s. Fra jólaskemmtun Alþýðuflokksins í Iðnó á laúgardaginn var. Ðanir telja heimsókn frá Sov- VIÐSíCIPTAJÖFNUÐUR Norðmanna við útlönd á árinu 1956 mun vera óhagstæður um nálega 20 millj. norskra króna, að því er segir í Arbeiderblað inu norska. En árið áður, 1955, varð vöruskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um 970 milljónir norskra króna. Á árinu keyptu Norðmenn ný skip fyrii' 1 650 milljónir, en seldu til útlanda gömul skip fyrir um 480 millj. Gert er ráð fyrir, að nettó- tekjur af vöruflutningum með norskum skipum landa á milli á árinu hafi unmið 2 900 millj. 'norskra króna. íu-iðjudagur 8. janúar 1957 að Heímboði slegið á frest. FYRIRHUGUÐU HEIMBOÐI sendinefndar úr æðsta ráði Ráftstjórnarríkjanna til Dan- nierkur hefur nú verið slegið á frest um óákveðinn tíma. Áð- ur hafði sendinefnd úr danska ríkisþinginu heimsótt Ráð- stjórnarríkin og koma hinnar i-ússnesku sendinefndar hugsuð sem svar við því boði. Það eru Danir, sem upptökin eiga að því, að ferðinni er frestað. 'Svipaða heimsókn stóð einn- ig til, að sendinefnd frá æðsta ráðinu gerði í Svíþjóð, en eftir að atburðirnir gerðust í Ung- verjalandi í haust, lýsti sænska stjórnin yfir því, að ekki væri ástæða til að úr þeirri heim- sókn yrði í bilí. EKKI ÆSKILEG HEIMSOKN. Talsmaður dönsku stjórnar- innar, sem skýrði frá því, að heimsóknin þætti ekki æskileg að svo stöddu, skýrskotaði einn ig til Ungverjalandsmálanna, og sagði að við þau hefðu skap- azt ný viðhorf. Hann bætti einnig við, að menn hefðu í lengstu lög vonazt til, að ráð- stjórnin gerði sér ljóst, að ekki gæti orðið úr heimsókninni eins. og nú væri ástatt. En þar sem Ráðstjórnin hefði ekki af- þakkað boðið, hefði danska stjórnin ákveðið að tilkynna Sovétríkjunum, að ekki gæti orðið úr heimsókninni. operusongvara iðin ókeypis visí við óperuskóia Konunglega leikhússins í Khöfn Einstakt, að útiendingur fái slíkt boð. MAGNÚSI JÓNSSYNI, óperusöngvara, hefur verið boðin ókeypis skólavist við óperuskóla Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn næstu 2—3 árin. Skýrði Magnús blaðamönn- j læra söng við skólann heldur um frá þessu í gær og gat þess I einnig leik, þ. e. meðferð óperu jafnframt, að ranglega hefði. hlutverka að öllu leyti. Má telja verið frá þessu skýrt í Morg- j víst, að honum bjóðist einhver unblaðinu, en þar var sagt, að ( hlutverk í óperum meðan á nám Magnús hefði verið ráðinn að ! inu stendur. Magnús heldur ut Konunglega leikhúsinu söngvari. MILLIGANGA REUMERT- HJÓNÁNNA. Magnús skýrði svo frá, að Paul Reumert hefði heyrt sig syngja hér sl. sumar og hefði hann haft milligöngu um það, að fyrrnefnt kostaboð hefði bor izt frá Konunglega leikhúsinu. Kvaðst Magnús mjög þakklát- ur íteumerthjónunum fyrir þátt þeirra í þessu máli. SÉRSTAKT KOSTABOÐ. Það mun vera algert eins- dæmi, að útiendingur hljóti ó- keypis skólavist við óperuskóla Konunglega leikhússíns. Er mjög erfitt fyrir útlendinga að komast inn í skólann og sést bezt, þegar það er haft í huga hver heiður Magnúsi Jónssyni er sýndur með því að bjóða hon um ókeypis skólavist við skól- ann. LÆRIR MEÐFERÐ HLÚT- YERK A AÐ ÖLLU. Magnús mun ekki eingöngu sem an n.k. laugardag. VAR ÞRJÚ ÁR Á ÍTALÍU. Magnús Jónsson er orðinn vel þekktur sem söngvari hér á landi þótt stutt sé síðan hann hélt sína fyrstu sjálfstæðu hljómleika hér. Nam Magnús fyrst hjá Pétri Jónssyni en síð an var hann 3 ár við nám á I- talíu. Fyrstu sjálfstæðu hljóm- leikana hér hélt hann árið 1953 Síðan hefur hann sungið í óper unum La Boheme, Töframaður inn og II Trovatore, Einnig hef ur hann sungið í 2 óperettum, Kátu ekkjunni og Nitouche. KÝS HELDUR AÐ VERA j HEIMA. j Magnús sagði, er blaðamenn i ræddu við hann í gær, að hann kysti fremur að vera heima og sinna list sinni, heldur en í- lendast erlendis. Þó kvaðst hann ekki geta hafnað slíku kostaboði, sem sér hefði boð- izt. Engar áfengisveiling ar í Hvíia húsinu Ákvörðun forsetans vekur mikia athygli FRÉTT frá Washington, sem nýlega birtist í norska blaðinu „Folket“ segir frá því, að Eis- enhower forseti hafi ákveðið, að eftirleiðis skuli allar sam- komur, móttökuathafnir og veizluhöld, sem fram fara í Hvíta húsinu, vera áfengislaus, þ. e. gestunum verður ekki boð ið áfengi til neyzlu í neinni mynd. Það fylgir sögunni, að fregn þessi hafi vakið geysiathygli, og leikur það ekki á tveim tungum, að fordæmi forsetans mun hafa hin víðtækustu áhrif. Það, sem þykir hafa Hvíta húsinu, verður brátt siður og venja annars staðar í landinu. (Áfengisvn. Rvíkur.) SAS flýgur til Tokyo yfir norðurheim- skaulið. HINN 24. febrúar n.k. hefur SAS-flugfélagið flugferðir á nýrri leið yfir norðurheims- skautið til Tokyo. Flugfélagið hefur boðið Halvard Lange, ut- anríkisráðherra Noregs og Öst- en Undén, utanríkisráðherra svo og H. C. Hansen forsætis- og utanríkisráðherra Danmerk- ur í fyrstu ferðina. Hafa þeir Lange og Undén þekkst boðið, og sennilegt að Hansen sjái sér það einnig fært. Ýmsir aðrir gestir verða einnig með í för- inni, og hyggjast sumir þeirra nota tækifærið og fara um- hverfis jörðina, og þá heim SAS-flugleiðina Thailand, Ind- land, hin nálægari Austurlönd og Ítalíu, Sl. ár jókst starfsemi SAS að mun, eða ekki minna en um rúmlega 60%. Á árinu harðn- aði þá enn samkeppnin við ým is önnur flugfélög, m. a. varð SAS að gera heldur óhagstætt samkomulag við þýzka flugfé lagið Luft-Hansa. Dauðaslys af um- ferð vestra fleiri en nokkru sinni fyrr. BANASLYS af völdum um- ferðar í Bandaríkjunum urðu fleiri síðastliðið ár en nokkurt annað ár fyrr. Alls létu lífið 40 200 manns af völdum um- ferðaslysa á þjóðvegum og í borgum. Fréttatilkynning frá sendiráði Sovétríkjanna: Ungverska kommúnista skoríi skilning á óskum og viðhorfum s BLADINU barst í gær fréttatilkynning frá Scntli- ráði Sovérikjanna, þar sem rcynt er á ekki færri en 29 yélrituðum blaðsíðum, að vcrja ofbeldi Rússa í Ungverja- landi, og bera í hætifláka fyrir ungverska kommúnista. Við lestur hennar mun mörgum detta í hug ’ið fornkvelna: ,,Öllu er snúið öfngt þó, aftur og fram í hundamó.“ — Margar athyglisverðar játningar prýða þó ósómann, eins og eftirfarandi grein sýnir, orðrétt: „I hveriu fólust þá aðallega þau mistök, er f.vrrver- andi forystumönnum 'landsins höfðu á orðið? Fyrst og fremst í því, að þeir höfðu slitnað úr tengslum við hinn vinnandi fjölda og þjóðina i heild. Sjórn ungverska verkamannaflokksins, scm hlítti leið- sögn Matyias Rakosi og Erno Gerö, skorti skilning á óskum og viðhorfum hins vinnandi fjölda, bænda og menntamanna. Mjög alvarlegar yfirtroðslur laga og réttar höfðu átt sér stað, svo sem dómarnir yfir saklaus- um mönnum eins og Rajk og mörgum öðrum heiðar- legum starfsmönnum flokksins og ríkisstjórnarinnar. Margs konar villur voru einnig framdar, að því er tók til efnahagslífsins, og höfðu yfirsjónirnar varðandi áætlun þjóðarhúskaparins þar einna alvarlegastar af- leiðingar. Oeðlilega miklu fjármagni var varið til að koma upp stórum fyrirtækjum, en slíkt hlaut að verða smáríki eins og Ungverjalandi þungur ábaggi. Ein orsökin til þessara mistaka var sú, að fyrr- verandi leiðtoga landsins skorti skilning á þeim sér- stöku aðstæðum sósíalistískrar þróunar, er fyrir voru í Ungverjalandi, og að þeir tóku sér til fyrirmyndar á allt of ósjálfstæðan hátt reynslu Sovétríkjanna, þar sem sósíalískt hagkerfi hefur staðið föstum fótum um langa hiúð á geysivíðáttumiklu landssvæði. Margs konar mistök urðu einnig í skipulagningu flokksstarfsins. Þá varð það landinu til mikils tjóns, að hvorki ríkisstjórnin né óstjórn ungverska verkamannaflokks- iijs tók skylt tillit til ýmissa þjóðlegra aðstæðna og einkenna. Sumar ráðstafanir leiðtoganna meiddu þjóðerniskennd landsmanna. Það var til dæmis full- komin þarfleysa að láta ungverska hermenn klæðast einkennisbúningum, sem svipar mjög til þeirra bún- inga, er tíðkast í her Sovétríkjanna. Ekki var það held- ur nauðsynlegt að láta snoðklippa ungverska hermenn að hætti sovéthermanna. Allt slíkt var andstætt þjóð- legum venjum og erfðum Ungverja. Og hvað um skól- ana? Hvers vegna þurfti hæsta einkunn í ungverskum skólum að vera fimm eins og í skólum Sovétríkjanna, en ekki einn, eins og alltaf hafði tíðkast í Ungverja- landi? Og har nokkra nauðsyn til að skíra helztu strætin í höfuðborg Ungverjalands eftir leiðtogum Sovétríkjanna?“ \ ■V1 S1' v' V i1 I v1 s1 s1 s1 ^1 s1 ý S1" í V V' Þjófurinn flutti þakjárnið norður í Húnavatnssyslu 3 innbrot um síðustu helgi. 1 UPPLY'ST er nú um þjófnaðinn á þakjárninu er fram- inn var aðfaranótt fyrra laugardags. Hefur ungur maður játaS á sig verknaðinn og voru í vitorði með honum tveir aðrú? mcnn. , Þjófurinn útvegaði sér bíl á- samt bílstjóra og einnig fékk hann þriðja mann í lið með sér. Sem fyrr segir stal hann síð- an 185 plötum af þakjárni, 9— 10 feta. ÓK ÞVÍ NORÐUR í LAND. Óku þeir síðan með járnið norður í Húnavatnssýslu og hugðist ungi rnaðurinn selja járnið þar með vorinu. kr. í skiptimynt. ÞRJÚ INNBROT UM HELG- INA. 1 Þrjú innbrot voru framin aS- faranótt sunnudagsins. Var brot izt inn í tvær verzlanir að Hólia garði 34, fiskbúð og vefnaðar- vöruverzlun. Var stolið nokkra af skiptimynt í fiskbúðinni ea engu var stolið í vefnaðarvöru- verzluninni. Sömu nótt var brot izt inn í rafvélaverkstæði Hall- dórs Ólafssonar á Raugarár- stíg og var stolið þaðan um 350

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.