Alþýðublaðið - 10.01.1957, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.01.1957, Blaðsíða 5
JFimmfadagur 10. janúar 1957. IbýZublamZ ' VANDFUNDINN mun sá blettur á Islandi, þar sem ann- ars einhvern tíma hefur verið 'byggð, að ekki loði við staðinn fleiri eða færri sagnir um huld- ar vættir. Við eigum marga Hulduhvamma, Álfhóla, Trölla- borgir og Dvergasteina. Álaga- blettir munu vera fleiri í þessu landi en byggð ból, þótt flestir séu þeir nú gleymdir. Og í eina tíð átti svo að segja hver maður íána fylgju, og þannig mætti •lengi telja. Staður sá, sem ég hef byggt um sinn, Keflavík norðan Súg- -andaf jarðar, mun hafa verið á- litinn ein af meiriháttar álfa- byggðum landsins, og er það kannski enn þann dag í dag. Ég held, að enginn hafi búið svo hér í víkinni, að hann hafi ekki orðið eitthvað var við álfaþjóð- ina. Sögur af slíkum atburðum eru nú flestar fallnar í gleymsku. og fáar einar hafa verið skráðar. Hér er ein, eins og hún er skráð af Kristjáni G. ’Þorvaldssyni á Suðureyri. -— Þú séro að þetta er broshýr smá- mynd úr myndasafni íslenzkra þjóðsagna: Eitt sinn var Guðný Magn- ásdóttír aS leita kindía, og lí leið hennar, um Katía, sem eru vestast í Keflavík. Þegar Iiún var að koma þangað, þá sá hún þar konu vera að mjólka kú, og stóð hjá henni imaður með hendur í vösum. Hún þóttist vita, að fólk þetta væri aðkomandi, og ætlaði að hafa tal af því. Hún fór því fceínt þangað, og þegar nær kom, sá hún það mjög greini- lega. Kýrin var mjög fönguíeg og faileg, með blönduðum lit- uinn, fjórlit, eins og kallað var. Guðný sá á bak kominnar, sem var að mjólka. Var það þrekín kona í peysufötum, og féllu miklar og þykkar fléttur míður herðar hennar. Guðný stefndi beint á fólkið og hafði ekki af því augun, en þegar lián var komin rétt að því og ætlaði að fara að rétta mann- itBum höndina til að heilsa jhonum, þá skrikaði henní fót- uir, svo að hún Ieit niður fyrir lAg, en þegar hún leit upp aft- tuir, var allt horfið. Þetta gerðist í Kötlum fyrir löngu. Það er eins og þessi blett- ur sé skapaður fyrir hludufólk. Þarna skiptast á djúpir gras- bollar, hólar og hæðir. Og kom- ir þú þar á kyrru sumarkvöldi. og hafir þú hljótt um þig, þá munt þú ef til vill heyra skrjáfa í klæðum og óm af hörpuleik. Stundum virðist mér sem allt sé þarna iðandi af lífi í kringum xnig, einkum þegar ég er þar einn. ■ Sumarið 1888 gerðist furðu legur atburður í Keflavík. Þriggja ára stúlkubarn. týnd- Ist, og sást ekkert tíl heiinar aftur fyrr en á þriðja degi frá því að hún hvarf, en þá fann móðirin. teipuna sína á kvía- bólinu ofanvert við túnið. Ósknr Aðahteinn: Þarna hafði verið þrautleitað að barninu, en án nokkurs ár- angurs. Svo var stúlkan þarna allt í einu. Og hún var alveg eins og hún átti að sér að vera, líkt og hún hefði aldrei horfið úh umsjá móðurinnar. Hugsaðu þér annað eins og þetta. Er nú nema von, að fólkið á bænum hafi staðfasf- lega trúað því, að barnið hafi búið með álfum, þennan tíma sem það var í buríu, að ein- hver barnlaus álfkona hafi Iagt ofurást á telpuna og ekki staðizt þá freistingu að taka hana til sín? En þegar svo huldukonan hafi séð afleiðing ar gerða sinna. hræðsluna sem greip fólkið við hvarf telpunnar og harm móðurinn- ar, þá hafi hún skilað barn- inu aftur, af því hún var raun góð og heiðarleg kona. I eina tíð bjó álfkona í Stefn- ishlíð upp af Norðurtúni. Þessi álfkona vitjaði stundum hús- freyjunnar í draumi, einkum þegar hún var ein heima með börnin. Einveran og örvggisleys ið hefur eflaust stundum valdið bóndakonunni þungum raunum og kvíða, og ekki hvað sízt þeg- ar veðráttan var stríðlynd. Þá hefur henni virzt óendanlega langt til næstu mannabyggða og heimkomudagur bónda síns ó- tryggur. En eína nótt stóð svo álfkonan í Stefnishlíð við rúm húsfreyjunnar, með heiðríkju sólnáttanna í svip og vor í aug- um. Og þegar bóndakonan gekk til starfa næsta morgun, mætti hún einverunni og öryggisleys- inu með nýrjum þrótti. Álagablettir hafa víst verið fleiri hér í Keflavík en nöfnum tjáir að nefna, þótt nú sé ekki viíað nema um fáa eina. Einn þeirra er Áifatrumba, sem á að vera þúfa hér í túninu, burst- mynduð eins og lítið hús. Nú getur enginn bent þér á þetta örnefni með neinni vissu. Bóndi, sem hér bjó á síðasta tug nítjándu aldar, lét freistast til að slá Álfatrumbu. Huldufólkið hegndi honum með því að drepa fyrir honum einu kúna, sem hann átti. Svona getur huldu- fólkið verið harðbrjósta. Eða eigum. við kannski heldur að segja, að kýrin hafi drepizt úr doða eða annarri pest, sem fólk kunni þá engin skil á? Fyrsti vitavörðurinn. sem hér sat, sló álagablett í Stefnishlíð. Hann missti þrjátíu kindur árið eftir. og huldufólkinu var kennt um fjárskaðann. Ég gæti tínt til fleirí slík dæmi. En við skulum ekki leiða Innflytjertdur eru heönír aci vitja tiinna nýiu eySu- blaða í tollstjóraskrifsto'fun.a í Arnarkvoli. TGLLSTJ ÓRA SKREFSTOFAN, Armarhvoli. hugann frekar að þessu. Ein- hvern veginn finnst mér, að það sé ekki til vont huldufólk í Keflavík. Hins vegar er ég viss um, að hér býr gott og listrænt huldufólk. Áðan sagði ég þér frá strengleikum í Kötlum. En ég má ekki glevma að segja þér frá sinfóníuhljómsveitinni í Keflavíkurhól. Eina nótt í sum- ar lá ég á hólnum og heyrði hljómsveitina leika undrafagurt tónverk í þrem köflum. Og ég átti enga ósk heitari en að hann Páll ísólfsson væri kominn á hólinn til að meðtaka inspíra- sjónina. Ég er í rauninni harðsoðinn efnishyggjumaður (annað er ekki fært rithöfundi á miðri tuttugustu öldinni). Ég verð þó að viðurkenna það, að í mér var hræðsluskjálfti, þegar ég í fyrsta sinn sló þá bletti hérna í víkinni, sem ég hafði sagnir af að á lægju römm álög frá fornu fari. En það var nú eitthvað annað en að álfaþjóðin færi að bekkjast til við mig, þótt ég hirti þessi fáu strá ofan í belj- una. Hins vegar hef ég stund- um orðið fyrir undursamlegum áhrifum yfir orfinu. svona á- móta og þá sjaldan að andinn kernur yfir mig og ég skrifá eitthvað, sem hefur þessa óút- skýranlegu hreyfingu í sér fólgna,5 sera lifir í brjóstinu löngu eftir að orðin. eru gleymd. Þegar þessi elskulegheit koma vfir mig á teignum, er orfið ekki lengur þungt og klunnalegt amboð og ljárinn bitlaus og dauður. eins og kannski fyrir stuttu síðan. heldur leikur orf- ið svo léttilega í höndum mér, að mér er næst að halda. að ein- hver ósýnilegur reiði Ijáinn, þótt ég sé að vísu með í leikn- um. Jæja. ÞaS var eitt sinn á túnaslætti. Ég hafði hlaðið grasinu í þykka múga eins og óður maður lengi dags. En þegar ég var í þann veginn að ganga frá verki, þá sá ég hvar minnsti snáðinn minn sat í slægjunni skammt frá mér, og horfði á mig með dá- lítið undirfurðulegum sjón- um. — Svo þú ert þá þarna, Bragi litli, sagði ég. Drengurinn anzaði mér ekki fyrr en eftir drykklanga þögn, en þá sagði hann: — Pahhi, það var fólk að dansa í kringum þig. Fyrst sat fólkið bara á steinum, svo fór þa® að dansa í kringum þig. — Og er fólkið ennþá að dansa í kringum mig? sagði ég. — Nei, það er nú hæít því núna, pafobi minn. Það var bara huldufólk. — Já, en var þetta ekki yndislega fallegt huldufólk og í Ijómandi fallegum föt- umn? — Jú. en það var nú samt í þoku, sagði drengurínn. Svo virtist hann með öllu haía misst áhugann fyrir þessu umtalsefni. Hann var bara fimm ára. Og það hafði verið eiríhvers konar þoka í kringum þetta dansandi f ólk. Svo fór. það Kka mæstum alveg strax, og þá hugsaði : litli drengurinn ekki meira um það. .. . Ég á þrjá litla drengi, og tveir þeirra hafa bæði heyrt og séð eitthvað svolítið til huidufólksins. Þegar elzti sonur minn var átta ára, kom hann eitt sinn hlaupandi í slægjuna til mín og sagði: — Pabbi, ég var að leika mér uppi í brekkum hjá ánni, og ég sá dálítið. — Hvað sástu? sagði ég. — Ég sá blóm. Drengurinn sagði þetta þannig, að ég hætti að slá,; studdist fram á orfhælinn og ' beið þess að fá meira að heyra. — Það var huldublóm, sagði drengurinn. — Hvernig veiztu að það var huklublóm? — Það var svo fallegt, sagði drengurinn. — Oll blóm eru falleg, sagði ég- — Ekki eins og þetta, sagði drengurinn. — Það var mjög lítið, samt fannst mér það dá- lítið stórt. Það var svo fallegt að ég get ekki lýst því. Svo leit ég af blóminu, en þegar ég ætlaði að líta á það aftur, þá var það farið. Og einu sinni í sumar . . . Nei, ég ætla ekki að segja þér þá sögu. Það er nú svona, — mér finnst að ég megi til með að eiga svolítið leyndarmál alveg fyrir mig. Annars dregur penn- inn mig sífellt á tálar; stelur öllu, sem í hugann kemur. Vegna þess að ég er nú fyrst og fremst efnishyggjumaður, þá má ég helzt ekki skiljast svo við þessi huldumál. að ég segi ekki dálitla sögu. sem ég held að sé alveg í anda raúnhyggj- Þetía skeði á miðjum síðast- liðnum vetri. Ég var þá fyrir stuttu byrjaður að skrifa upp- kast að nýrri skáldsögu. Fólkið í sögunni var alls staðar þar sem ég var. Það sat umhverfis skrifborðið, þegar ég var að skrifa. Það elti mig milli bæjar og peningshúsa. út í vita, upp á víkurbrúnir, niður í fjörur, undir Göltinn og allt út á Suð- Eitt kvöld eftir að myrkrið var dottið á, sat ég sem oftar í góðum fagnaði með hirð minni, sögufólkinu. En skyndilega fannst mér sem sviðið yrði autt og tómt, og ég hevrði rödd hið innra með mér, sem sagði: — Þú hefur gleymt að kveikja á vitanum! Þetta var bláköld stað- reynd. Ég hafði ekki farið út til að kveikja á vitanum. Þú átt sjálfsagt auðvelt með að setja þig í mín snor á þessari stund. Ég þarf ekki að segja þér það, að meiri afglöp getur vitavörður naumast frarnið í starfi sínu en að gleyrna að kveikja á vitanum. Ég rauk þegar út á hlað eins og ég kom frá skrifborð- inu, snöggklæddur og á inni- skóm. Og hvað sá ég ekki? Það var búið að kveikja á vitanum. Ég segi þetta aftur. Það var búið að kveikja á vit- anum. Konan var uppi á lofti að kertna drengjunum. Enginn okkar hafði farið út úr húsi síðan myrkrið datt á. Hér hafði því gerzt undursamlegt atvik: Einhver ósýnileg hönd hafði tendrað ljósið á vitan- um. Blessað huldufólltið ætlaði ekki að gera það endasleppt við mig. Það gladdi mig með dýrlegri sönglist og hljóð- færaslætti, hvíslaði skáldleg- um hugmyndum 'að undirvit- und minni, sló upp balli á teignum hjá mér, til að örva ímvndunarafl mitt, greip jafn vel í orfið, þegar illa beit, — og nú hafði það hjálpað upp á mig með vitavörzluna, meðan (Frb. á 7. síðu.) KVIKMYNDAFRETTIR í Bandaríkjunum er ný- Iega koniin á markaðinn fræðslumynd, sem nefnist „Immimizatibn“ — Ónæmi. Fræðslumynd þessi er tekin á vegum Encyelopaedia Bri- toannica i Wilmette, Illinois. Þar er skýrt frá því, hvað ó- næmi er, og hvernig menn geti orðið ónæmir fyrir smit andi sjúkdómum. Þá er og rætt um ýmis konar bólu- efni og áherzla lögð á það, að ekki sé hægt að sigrast full- komlega á ýmsum smitandi sjúkdómum, nema því að- eins að hver og einn, full- orðnir og börn, notfæri sér þær varnir gegn sjúkdóm- um, sem fást með bólusetn- íngum. Metro-Goldwyn-Mayer- kvikmvndin ,,Lust for Life“, sem frumsýnd var á kvik- myndahátíðínni í Edinborg, hefur hlotið lofsamlega dóma kvikmyndagagnrýn- enda og kvikmyndahúss- gesta. Myndin er byggð á samnefndri ævisögu hins heimskunna hollenzka mál- ara van Gogh. Kirk Douglas fer með hlutverk van Gogh og hæla skozk blöð honum mjög fyrir áhrifaríkan leik og dramatíska túlkun. Mál- arann Gauguin leikur Ant- hony Quinn af mikilli snilld. Mvndin er í litum og þar eru sýndár margar af frægustu myndum málarans van Gogh. í New York borg er nú farið að sýna kvikmyndina „The King and I“, frá 20th Century Fox, sem byggð er á samnefndum söngleik eft- ir Bichard Rodgers og Oscar Hammerstein II. Söngleikur- ínn var svo aftur byggður á ‘skáídsögunni „Anna and the King oí’ Siam“ eftir Margar- et Landon. Myndin hefur hlotið frába:ra dóma kvik- myndagagnrýnenda, bæði hvað myndatöku og leik sneríir. Síamskonung leikur Yul Brynner, en Önnu leik- ur Dehorah Kerr. Stjórnandi mynclarámar er Walter Lang.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.